Morgunblaðið - 28.06.1996, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ
MINIMIIMGAR
FÖSTUDAGUR 28. JÚNÍ 1996 3.9
SIGTRYGGUR
SNORRI
ÁSTVALDSSON
Sigtryggur
Snorri Ast-
vaJdsson fæddist
að Vaigarði I
Garðahreppi 20.
ágúst 1945. Hann
lést af slysförum
20. júni siðastlið-
inn. Foreldrar
hans voru Krist-
björg Lúthersdótt-
ir, f. 31.3. 1918 á
Ingunnarstöðum
Kjós, og Ástvaldur
Þorkelsson, f.
11.2. 1902 á Þor-
bjarnarstöðum í
Garðahreppi, d. 20.4. 1966.
Börn þeirra auk Sigtryggs eru
Guðrún, f. 1940, Haukur Sva-
var, f. 1941, Ingunn, f. 1943,
llafsleinn Lúther, f. 1944 og
Steinunn, f. 1951. Tveggja ára
að aidri flutlist Sigtryggur
ásamt íjölskyidu sinni að
Þrándarstöðum í Kjós og ólst
þar upp.
Sigtryggur giftist Birnu
Jónu Sigmundsdóttur árið
1972. Dætur þeirra eru: 1) Guð-
lún, f. 1.1. 1972, hennar maður
er Þröstar Rikharðsson, f. 16.4.
1966, dóttir hennar
er Kolbrún Yr Harð-
ardóttir, f. 9.8.1990.
2) Anna María, f.
27.12. 1973, hennar
maður er Bjarki
Guðlaugsson, f.
18.10. 1969 og börn
þeirra eru Bima
Karen, f. 2.4. 1993
og Benedikt Almar,
f. 14.6. 1995. Sig-
tryggur og Bima
slitu samvistum árið
1982.
Hinn 21. maí 1988
giftist Sigtryggur
eftirlifandi eiginkonu sinni Sig-
ríði Esther Birgisdóttur, f. 18.6.
1962. Foreldrar hennar eru
l'ilin Pétursdóttir og Birgir Sig-
urðsson. Börn Sigtryggs og
Sigríðar eru Snorri, f. 9.12.
1983, Kristhjörg, f. 18.1. 1986,
Eyþór, f. 12.4. 1988 og Karl,
f. 30.4. 1993. Sigtryggur var
húsasmiður og starfaði lengst
af við smíðar.
Útför Sigtryggs fer fram frá
Filadelfíukirkjunni Hátúni 2 i
dag og hefst athöfnin klukkan
15.00.
Elsku pabbi minn.
Af hveiju? var það fyrsta sem mér
datt í hug þegar mér bárust fréttim-
ar um andiát þitt. En svarið er erfítt
að fá. Hún Kolbrún Ýr sagði að sum-
ir þyrftu að deyja því að Guð þyrfti
svo marga engla til sín og kannski
er það svarið. Að hann þyrfti einn
þúsund þjala smið eins og þú varst.
Mig langaði að þakka þér fyrir svo
margt og hefði viljað segja þér svo
margt áður en þú fórst en tíminn
gafst okkur ekki. En ég man hvað
þú varst glaður fyrirtíu vikum þegar
ég sagði þér að fjórða bamabamið
þitt myndi fæðast seinna á þessu ári
því bamgóður varst þú og öll böm
hændust að þér. Þegar við bjuggum
á Laugarbakka þótti mér rosalega
gaman að fara með þér í mjólkurferð
en það var svolítið erfitt að vakna
svona snemma en það var þess virði.
Við fórum á marga bæi og hittum
mildð af fólki og oft græddi ég á
þessum ferðum. Einu sinni eignaðist
ég kettling og einu sinni þurfti ég
að fara í sveit sem mig langaði ekki
og mér leiddist alveg rosalega en ég
vissi að þú kæmir eftir nokkra daga
til að ná í mjólkina. Svo komstu og
ég var svo glöð að sjá þig, ég hljóp
inn í bíl og sat þar sem fastast og
ég fór ekki út úr bílnum fyrr en
heim var komið. Því eitt áttum við
sameiginlegt og það var Þrándar-
staðaþráin en næst var ég send
lengra í sveit þar sem þú komst ekki.
Elsku pabbi minn, mér þykir svo
ofsalega vænt um þig og ég á eftir
að sakna þín svo mikið. Ég sakna
striðninnar, hlátursins og hjálpsem-
innar. Þú bjargaðir svo mörgum hiut-
um fyrir mig í sambandi við flutning-
ana og bílana. Mig langar til að
kveðja þig með bæninni sem þú
kenndir okkur Önnu Maríu systur
þegar við vorum litlar stelpur á Laug-
arbakka og stendur í Matteusarguð-
spjalii 6: 9-13:
Faðir vor, þú sem ert á himnum.
Helgist þitt nafn, til komi þitt riki.
Verði þinn vilji svo á jörðu sem á himni.
Gef oss í dag vort daglegt brauð og
fyrirgef oss vorar skuldir, svo sem vér og
fyrirgefum vorum skuldunautum.
Eigi leið þú oss í freistni heldur frelsa oss
frá illu.
Því að þitt er ríkið, mátturinn og dýrðin,
að eilífu, amen.
Þín elskandi dóttir,
Guðrún.
Ég sest héma niður og ætla að
skrifa nokkrar línur um hann pabba
minn, sem var svo snögglega tekinn
frá okkur.
Það var fimmtudagurinn 20. júní
að ég var í vinnu minni þegar mað-
urinn minn Bjarki kom og _bað mig
að koma með sér heim. Ég sá á
honum að eitthvað hafði komið fyrir
og bað hann um að segja mér hvað
væri að. Þá tilkynnti hann mér að
hann pabbi væri dáinn. Þessu átti
ég bágt með að trúa. Ég var llka á
leiðinni þessa helgi að fara að hitta
pabba, Siný og bömin. Við fjölskyld-
an ætluðum öll saman í útilegu með
þeim og fleirum í ættinni og ég var
farin að hlakka svo mikið til að hitta
þau öll og eiga góða stund með þeim.
Elsku pabbi, það er svo margs
að minnast. Þegar við áttum heima
á Laugarbakka og þegar þú keyrðir
mjólkurbílinn var svo gaman að fara
í ferðir með þér um sveitimar, alls
staðar sem við komum var alltaf svo
vel tekið á móti okkur og ég var svo
montin af að fá að silja í framsæt-
inu hjá þér, pabbi minn. Sérstaklega
af því að hinir krakkamir öfunduðu
mig, af að eiga pabba sem keyrði
mjólkurbílinn, en oft fengu vinkon-
umar mínar að koma með líka, það
var svo gaman. Það skemmdi heldur
ekki fyrir hvað hann pabbi var strlð-
inn og fyndinn, við gátum endalaust
hlegið að uppátækjum hans, þess
vegna var þetta allt svona spenn-
andi.
Ung byijaði ég að fara I sveit á
sumrin en svo óheppilega vildi til
að ég var aldrei á sveitabæ þar sem
mjólkurbílinn kom, svo aldrei gat ég
laumað mér inn I bílinn til pabba
og farið með honum heim, en systir
mín Guðrún var aftur svo heppin
að geta það. Ég minnist þess að eitt
sumarið þegar ég var I sveit I ná-
gremunu og búin að vera meira og
minna aiH. sumarið, kom ferðafólk
að bænum og spurði jim sundlaug
og því var bent á Laugarbakka og
ég vildi ólm fá að komast með, þá
fengi ég að komast heim. Ég fékk
ósk mlna uppfyllta. Ég gleymi því
aldrei þegar að við keyrðum I hlaðið
heima. Þar stóð pabbi á stéttinni og
ég byijaði að gráta af gleði og ég
hljóp út úr bílnum beint I fangið á
honum og grét og hló til skiptis,
aldrei hef ég upplifað eins góða til-
finningu að hitta einhvern mann, en
þetta var hann pabbi. Elsku besti
pabbi.
Árið 1982 fluttumst við svo til
Reykjavíkur, mér fannst svo erfitt
að fara úr húsinu sem pabbi og
mamma höfðu byggt. A þeim tíma
misstum við pabbi svolítið samband
og ég saknaði þess mikið. Upp frá
því kynntist pabbi núverandi eigin-
konu sinni, henni Sirrý. Mér fannst
skiýtið þá hvað pabbi náði sér í
unga konu. Auðvitað var það ekkert
skrýtið, hann var svo ungur I anda
og þar að auki bráðmyndarlegur
maður. Svo eígnuðust pabbi og Sirrý
fjögur böm, ég gleymi því aldrei
þegar hann Snorri bróðir fæddist,
ég var svo stolt af að eiga svona
fallegan bróður eins og öll mín systk-
ini eru. Þetta var svo spennandi að
eiga svona mörg systldni og vera
stóra systir og geta passað þau.
Pabbi var svo ríkur að eiga okkur ölL
Þegar ég var 18 ára fluttum við
Bjarki til pabba og Siriýar. Það var
alveg yndislegur timi og það var svo
gaman að búa I svona stórri fjöl-
skyldu og alltaf fékk maður allt sem
maður bað hann pabba um. Svo
sama árið fluttumst við Bjarki til
Hólmavlkur. Mér fannst erfitt að
yfirgefa alla ijölskylduna en við
héldum svo- góðu símasambnadi og
alltaf sagði pabbi mér fréttimar ef
eitthvað var að gerast. Það þurfti
meira að segja ekkert að gerast.
Pabbi hafði alltaf nóg að segja við
mig.
Arið 1993 eignaðist ég dóttur
mlna, Bimu Karen, og hann elsku
pabbi var svo glaður og hún var eins
og ein af hans. Eins og öil böm,
hann var svo mikíll bamamaður.
Hann átti það til að fara I einhvers
konar bamaheim. Þess vegna hænd-
ust öll böm að honum, hann var svo
yndislega bamgóður. í fyrrasumar
komu pabbi, Sirrý og krakkamir í
heimsókn heim á Hólmavík til okk-
ar. Það var svo gaman að geta haft
þau og verið gestgjafinn hans. Hann
sem alltaf hafði verið gestgjafinn
minn. Við fórum I smá ferðaiag sam-
an og alltaf fannst pabba gaman
að skoða eitthvað nýtt, hann hafði
svo glöggt auga fyrri öllu og það
var ýmislegt sem maður hafði aldrei
tekið eftir en maður tók eftir öliu
nýjn með honum. Ég var farin að
hlakka svo til að fá þau I heimsókn
til mín I sumar. Elsku pabbi, þú
varst svo góður maður. ADtaf var
pabbi tilbúinn að gera alit fyrir okk-
ur þegar okkur vantaði aðstoð, bara
að nefna það, þá gerði hann það.
Hann var alltaf reiðubúinn til að
hjálpa öllum. Ort þegar ég hringdi
suður var hann ekki heima, þá var
hann alltaf að hjálpa öðrum. Pabbi
var líka einstaklega laginn. Hann
var húsasmiður og það var alveg
sama hvað hann gerði, hann gat
gert allt og gerði það svo vel. Hann
var líka alltaf ángæður I vinnunni
Hann hlakkaði til að fara I vinmma
sína.
Elsku besti pabbi minn, það er
svo margs að minnast. Ég á eftir
að sakna þín svo mikið, elsku pabbi
minn. Ég veit að þú ert núna hjá
Guði og ég hlakka svo til að hitta
þig aftur I himnaríki.
Vertu, Guð faðir, faðir rahrn
I Msarans Jesú nafni,
hönd þín leiði mig út og inn,
svo allri synd ég hafni.
(Hallgr. Pét)
Þín elskandi dóttir,
AnnaMaria.
Elsku pabbi, við þökkum þér fyrir
allt sem þú hefur kennt okkur og
gefið okkur, en mest af öllu fyrir að
vera þú sjálfur. Við eigum svo marg-
ar góðar minningar um þig eins og
ferðimar með þér I sveitina, fjall-
göngumar, beijamóinn og fjöruferð-
imar. Það hvemig þú kenndir okkur
að elska alla náttúruna og bera virð-
ingu fyrir lífinu. Það var svo gaman
að fá að snúast í kringum þig þegar
þú varst að vinna úti I bílskúr, því
að þú gast allt. Þú varst svo sterk-
ur, svo stór og svo vitur. Þú varst
alltaf hetjan okkar, þú varst aðalgæ-
inn í vatnsslag og þér fannst alltaf
mest gaman I krakkaleikjum. Það
er svo gott að muna að þú kvaddir
okkur alltaf með kossi áður en þú
fórst I vinnuna á morgnana og það
var alltaf jafn gott að fá þig heim á
kvöldin.
Þú verður alltaf hluti af okkur,
elsku pabbi, og við gleymum aldrei
að þú hafðir alltaf tíma fyrir okkur.
Þó þú hefðir engan tíma, þá bjóstu
hann bara til. Elsku pabbi, takk fyr-
ir að leyfa okkur að prófa sjálf, og
hjálpa okkur ef við gátum ekki. Við
verðum alltaf stolt af þér og við
hlökkum til að hitta þig aftur heima
hjá Jesú.
Snorri, Kristbjörg,
Eyþór og Karl.
Gft er vegurinn milli gleði og
sorgar alltof stuttur. Llfið getur
leikið við mann og framtiðin verið
björt, jafnvel bjartari en nokkru
sinni þegar hörmungar knýja dyra
án nokkurs fyrirvara og ekkert er
hægt að gera til að afstýra eða
koma I veg fyrir þær. Fimmtudag-
inn 20. júní sL ríkti gleði á heimili
og I huga Sirrýjar og Sigbyggs
þegar þau skrifuðu undir kauptilboð
að nýju húsnæði fyrir ijölskylduna.
Aðdragandi þess hafði verið langur
og loks virtist sem hiilti undir að
allt gengi upp. Já, það var gleði-
legt. Engan gat órað fyrir að jafn
skjótt gætu skipast veður I lofti og
raunin varð. Tveimur túnum síðar
var Sigtryggur látinn. Okkur verður
svarafátt þegar við spyijum hvers
vegna. Svarið er ekki til og Guð
eínn veiti Sársaukinn er fyrir hendi
og söknuðurinn er mikill. Huggunin
sem stendur upp úr er sú að hann
átti trúna á Jesú Krist og þess
vegna vitum við að eilífðin á himn-
um varð hans hlutskipti og þar
fáum við að hitta hann aftur.
Það sem ber hæst af kynnum
okkar af Sigtryggi eða Digga eins
og við kölluðum hann er trú-
mennska og heiðarleiki, þar stóð
hann með hælana sem flestir hafa
tæmar. Hann var greiðvikinn og
fljótur að hlaupa til ef einhver þurfti
á aðstoð að halda. Bamgóður var
hann og er því söknuður margra
af yngri kynslóðinni mikill og tárin
þörf.
Mörg orð mætti hafa um alla
mannkosti Sigtiyggs en eins og
einhver sagði: „Gull í gegn" segir
allt sem segja þarf.
Elsku Sirrý og öll bömin, Guð
er með ykkur á þessum erfiðu tím-
um eins og segir I orði Hans: „Eins
og hirðir mun hann halda hjörð sinni
til haga, taka unglömbin I faðm sér
og bera þau í fangi sínu, en leiða
mæðumar." Við biðjum góðan Guð
um að blessa, gæta og annast aðra
eftirlifandi ættingja og viní og vott-
um þeim okkar dýpstu samúð.
Erling, Erla og stelpurnar.
Að kveðja I hinsta sinn ástkæran
bróður er erfið raun. Raun sem mað-
ur reiknar ekki með að mæti manni
nokkum timann, og allra síst svona
snögglega.
Elsku Diggi minn, ég kveð þig nú
I síðasta sinn, með harmþmngnum
huga. Þakka þér fyrir allar þær
ómetanlegu stundir sem við áttum
saman í gegnum tíðina. Ég þakka
þér lika alla þá aðstoð, sem þú hefur
veitt mér og fjölskyldu minni I gegn-
um árin. Þú sem varst boðinn og
búinn að rétta fram hjálparhönd,
hvenær sem á þurti að halda. Gfá
em þau handtök sem þú lætur eftir
þig á heimiii okkar.
Ég votta ölium þeim sem eiga um
sárt að binda samúð mina.
Diggi minn, ég kveð þig með orð-
um Valdimars Briem, því að mér er
orða vant,
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinimir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fjrir iiðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hijóta skalt.
(V. Briem.)
Þln systir,
Inga.
Dýpsta sæla og sorgin þunga
svífa hijóðlaust yfir storð.
Þeirra mál ei talar tunga,
tárin eru beggja orð.
Ósjálfrátt kemur þessi vísa Ólafar
Sigurðardóttur frá Hlöðum, upp í
hugann þegar við manni blasir eitt-
hvað óskiljanlegt, sárt og erfitti
Hversu smár er ekki maðurinn, þeg-
ar dauðinn kallar góðan vin og fé-
laga á brott Við sem þurfum að
horfa á eftir elskulegum móður- og
föðurbróður okkar finnum svo gjörla
hversu lítils við erum megnug
frammi fyrir því valdi sem ræður
lífí og dauða.
Við getum einungis þakkað fyrir
allar þær góðu stundir sem við áttum
með þessum kæra frænda okkar,
honum Digga, sem var allt í senn
frændL vinur, félagi og ekki hvað
síst okkar besti ieikfélagi á stundum.
Hann sem varðveitti svo vel bamið
i hjarta slnu, að hann var lifið og
sálin í hópnum þö að við værum svo
míklu yngri.
Elsku DiggL þakka þér fyrir jjlt
það sem þú gafst af sjálíum þér
okkur til gleði og ánægju í gegnum
árin. Við munum minnast þín með
kátinu og gleði þegar við lítum tíl
baka og hugsum til stundanna með
þér, en söknuður og sorg taka vöid-
in þegar við nú verðum að kveðja
þig hinstu kveðju, svo alltof, alltof
fljótt
„Skoðaðu hug þinn vél þegar þú
ert glaður, og þú munt sjá, að að-
eins það, sem valdið hefur hiyggð
þinni gerir þig glaðan. Þegar þú ert
sorgmæddur skoðaður þá aftur hug
þinn og þú munt sjá, að þú grætur
vegna þess sem var gleði þín.“ (Kal-
hil Gibran.)
Elsku Sirrý, Guðrúu, Þröstur,,
Anna María, Bjarki, Snorri, Krist-
björg, Eyþór, Karl og bamabörnin,
við vottum ykkur dýpstu samúð okk-
ar við þann mikla missi sem þið nú
þurfið að mæta. Því miður er það
svo lítið og fátt sem við getum lagt
af mörkum, ykkur til stuðnings, við
sem erum svo smá og magnþrota
gagnvart svo óvæntum harmí.
Elsku amma og foreldrar okkar,
og allir þeir sem nú eiga um svo
sárt að binda, við biðjum algóðan
Guð að styrkja ykkur og alla þá sem
finna til sorgar með okkur á þessari
erfiðu stundu.
Þó að fátækleg sé sú huggun, þá
verðum við að trúa því að allt það
sem á okkur er lagt verði okkur til
góðs, muni þroska okkur, efla og
styrkja í lífsbaráttunnL þó að við
sjáum ekki tilganginn sem að baki
býr á stundum sem þessari.
Megi sú vissa að öll él birti upp
um síðir, ieiða okkur í gegnum þá
erfiðu daga sem framundan eru. Við
biðjum þess af beilum hug að nú
líði þér vel elsku Diggi okkar og að
við hittum þig síðar, þegar okkar
tímí er kominn. Við kveðjum þig
með sorg í hjarta, elsku frændi okk-
ar, með þakklæti fyrir aht.
Þín sysikinaböm og
fjöiskyldur okkar.
í dag er til moldar borinn vinur
minn og vinnufélagi Sigtryggur
Snorri Ástvaldsson er lést af slysför-
um þann 20. júní síðastliðinn. Það
var mikil harmafregn þegar mér var
sagt að hann Sigtryggur væri dáinn.
Þessi orð hafa hljómað í huga mér
síðan. Þó að dauðinn sé eitt það vís-
asta sem við eigum í lífinu þá kemur
það manni alltaf jafn mikið á óvart
þegar hann knýr dyra, sérstaklega
þegar aðdragandinn er enginn eins
og nú. Sigtiyggur var hraustur og
tók vel til vinnu sinnar enda sam-
viskusamur nákvæmur og stundrfs
svo af bar. Hann var yfirieitt fyrstur
tii vinnu að morgni og gerði klárt
fyrir hina. Einnig fór hann síðastur
að kvöldi til að líta yfir og ganga
frá. Ég kynntist Sigtryggi fyrir rétt-
um fimm árum er ég hóf störf hjá
sama fyrirtæki og hann vann hjá.
Með okkur tókst ágætur vinskapur
jafnt við vinnu sem utan. En nú hef-
ur sá er öllu ræður lekið Sigtrygg
til sín í annan og eflaust betri heim.
Ég þakka fyrir að hafa fengið að
kynnast þessum góða dreng og kveð
hann með sorg í hjarta.
Elsku Sirrý og fjölskylda, ég bið
guð að vera með ykkur, styrkja ykk-
ur og hugga og einnig alla þá sem
eiga um sárt að binda við fráfall
Sigtiyggs.
Þórarinn.
• Flciri mirwing-argrcinar uin
Sigtrygg Snorra Ástvaklsson bíða
birtíngar ogmunu birtast í blad-
inu næstu daga.