Morgunblaðið - 28.06.1996, Side 40
. 40 FÖSTUDAGUR 28. JÚNÍ 1996
MININIINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
LILJA
INGÓLFSDÓTTIR
+ Lilja Ingólfs-
dóttir fæddist á
Uppsölum í Eyja-
firði 20. október
1923. Hún lést á
Sjúkrahúsi Reykja-
víkur 18. júní síð-
astliðinn. Foreldrar
hennar voru Jó-
hanna S. Sigurðar-
dóttir frá Ardal i
Borgarfirði, f.
*3.11. 1898. d. 6.5.
1927. og Ingólfur
Pálsson frá Uppsöl-
um, f. 13.4. 1902.
d. 26.9. 1993. Seinni
kona Ingólfs var Lilja Jóhann-
esdóttir, f. 6.10. 1905, d. 19.12.
1976. og gekk hún Lilju í móð-
urstað og reyndist henni sem
besta móðir. Systkini Lilju eru
Jóhann bóndi á Uppsölum, f.
16.8. 1931, og Bergur trésmið-
ur á Akureyri, f. 19.1. 1938.
Hinn 7. október
1945 giftist Lilja
Hafsteini Hanssyni,
f. 24.3. 1925. Böm
þeirra em: 1) Sig-
urður Ingólfur, f.
28.5. 1945 og á hann
fimm syni og fjögur
bamabörn. 2) Hans,
f. 5.8.1946, kvæntur
Friðu Guðjónsdótt-
ur og eiga þau fjög-
ur böm og eitt
bamabarn. 3) Jó-
hanna Jóna, f. 25.3.
1951, gift Guðjóni
H. Finnbogasyni og
eiga þau fjórar dætur og þrjú
barnaböra. 4) Ingibjörg, f. 7.4.
1956, gift Hákoni Pálssyni og
eiga þau þrjár dætur. Lilja vann
síðustu ár í Goða h/f.
Útför Lilju Ingólfsdóttur fer
fram frá Fossvogskirlqu í dag
og hefst athöfnin klukkan 13.30.
Lilja Ingólfsdóttir er látin. Það
kemur manni alltaf á óvart þegar
dauðinn kveður dyra. Ég hafði ver-
>' ið í afmælisboði ásamt Lillu (en það
var hún kölluð) í byijun júní og var
. hún hress eins og venjulega enda
ekki heyrt um að hún kenndi sér
nokkurs meins. Hún og Hafsteinn
voru að undirbúa ferð til Vest-
mannaeyja sem þau fóru í vikunni
á eftir. Þetta var í fyrsta skipti sem
Lilla hafði komið til Eyja. Ferðin
heppnaðist vel, en skammt er á
milli gleði og sorgar því nokkrum
dögum eftir að þau komu heim
veiktist Lilla og háði stutt en
strangt dauðastríð.
Það kom mér því á óvart þegar
hringt var í mig út á sjó og til-
kynnt að hún væri komin fárveik á
sjúkrahús og tvísýnt um hvort hún
næði því að sigra það stríð. Þetta
stríð gat hún ekki sigrað og lést
hún að morgni 18. júní. Nú þegar
kemur að ferðalokum eru margar
minningar sem koma upp í huga
mér þegar ég rifja upp þau ár sem
ég er búinn að vera í þessari fjöl-
skyldu. Það eru tuttugu og tvö ár
síðan ég kynntist Lillu. Þá höfðum
við, ég og dóttir þeirra hjóna, fellt
hugi saman. Á þeim árum bjuggu
þau hjón erlendis. Frá því að ég
hitti Lillu fyrst þótti mér mikið til
hennar koma. Hún var hreinskilin
og gat sagt meiningu sína. Hún var
mjög hjálpfús og á ég henni mikið
að þakka fyrir þá hjálp sem hún
veitti mér og mínum. Henni var
mjög umhugað um heimili barna
sinna og tók þátt í því sem þar
gerðist, samgladdist þegar það átti
við og samhryggðist þegar það átti
við. Ofundaraugum leit hún aldrei
á hlutina heldur gladdist með þeim
sem gekk vel og átti það jafnt við
um vini og nákomna ættingja.
I hugann koma ferðalög sem far-
in voru þegar þau bjuggu úti í Lúx-
emborg. Þaðan eru góðar minningar
hvort sem ferðirnar voru langar eða
stuttar eins og t.d. farið að versla
í Tríer eða í skemtiferð til Parísar.
Mig undraði það oft hversu viljug
þau voru að ferðast með okkur og
sýna okkur marga merka staði hvort
sem var í Lúxemborg eða Þýska-
landi, Austuríki eða Sviss. Samveru-
stundimar voru stopular á þessum
árum því langt var að fara en þær
voru því ánægjulegri þegar því varð
við komið að heimsækja þau.
Þegar þau fluttu heim til íslands
1982 þá var styttra að fara í heirn-
sókn enda oft komið við á Hrísa-
teignum og spjallað yfír kaffi og
kræsingum.
Nú þegar komið er að leiðarlok-
um ber að þakka fyrir samfylgdina.
Hafðu þökk fyrir allt og allt.
Eins og blómstrin á vorin um gróandi grund,
eins það glóir mót hækkandi sól;
eins og laufin á haustin um hélaðan lund
er það hjaðnað, þá fýkur í skjól.
(M. Joch.)
Kæri tengdafaðir, samúð mína
áttu alla, styrk þann sem ég get
veitt þér mun ég veita þér. Munum
það að minningin mun lifa og hún
er björt.
Guðjón H. Finnbogason.
t
Ástkær sonur okkar og bróðir,
STEFÁN VIÐAR JÓNSSON,
lést á barnadeild Borgarspítalans 25. júní.
Halldóra Böðvarsdóttir, Jón Ingvarsson
og systkini hins látna.
t
Elskaður eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, sonur, tengdasonur og afi,
SIGTRYGGUR SNORRI
ÁSTVALDSSON,
Skógarósi 7b,
verður jarðsunginn frá Fíladelffukirkj-
unni, Hátúni 2, í dag, föstudaginn
28. júní, kl. 15.00.
Sigríður Esther Birgisdóttir,
Snorri Sigtryggsson,
Kristbjörg Sigtryggsdóttir,
Eyþór Sigtryggsson,
Karl Sigtryggsson,
Guðrún Sigtryggsdóttir, Þröstur Rfkharðsson,
Anna María Sigtryggsdóttir, Bjarki Guðlaugsson,
Kristbjörg Lúthersdóttir
Elín Pétursdóttir, Birgir Sigurðsson
og barnabörn.
Nú er hún Lilja amma mín farin.
Það er skrítið að hugsa til þess að
ég sjái hana ekki aftur, en ég veit
að henni líður vel þar sem hún er
núna. Ekki gat ég ímyndað mér að
amma færi svona fljótt, hún sem
var svo hress og kát er hún dreif
sig með afa og Leifu til Vestmanna-
eyja 4. júní í fyrsta skipti á sinni
ævi. Þau keyrðu um alla eyjuna og
skemmtu sér svo vel. Engan óraði
fyrir því að hún yrði farin frá okk-
ur hálfum mánuði síðar. Ég á marg-
ar yndislegar minningar um hana
ömmu og þær geymi ég ávallt í
hjarta mínu. En nú vil ég kveðja
þig, elsku amma mín, og veit ég
að þú ert að fylgjast með okkur og
honum elsku afa minum sem er nú
einn á Hrísateignum.
Elsku afi minn, þú verður núna
bara duglegur að ferðast um landið
eins og þið amma voruð vön að
gera, en þó að hún sé farin þá verð-
ur þú ekki einn því hún amma verð-
ur með þér. Amma mín, ég þakka
þér fyrir samferðina í þessu lífi.
Sof þú rótt, sof þú rótt. Ó, þú döglinga drótt!
Ekki dæmi ég verk þin á storð.
Góða nótt! Höfum hljótt: öll vor
gjömingagnótt
verður grafsteinn með hálfkveðið orð!-
(M. Joch.)
Ég þakka þér fyrir allt sem þú
gerðir fyrir mig og minningin um
þig mun lifa.
Rósa María Guðjónsdóttir.
Með þessum fáu orðum langar
mig að minnast elskulegrar ömmu
minnar.
Hveijum datt nú í hug að hún
færi svona snögglega? Hún átti svo
margt eftir að gera og sjá. Stundum
spyr maður sjálfan sig hvort rétt-
lætið sé til. Af hveiju fékk hún
ekki að fara í ferðina sem þau afi
voru búin að hlakka svo til að fara
í, nú í sumar og því sá hún ekki
garðblómin sín springa út. En svona
er nú lífið og við verðum að sætta
okkur við það.
Amma og afi voru alltaf svo hress
og kát þegar maður leit við hjá
þeim og bara alltaf þegar við hitt-
umst. Ég man hvað ömmu fannst
leiðinlegt að þurfa hætta að vinna
þegar hún varð sjötug því hún hafði
svo mikinn félagsskap og gaman í
vinnunni og heilsuna hafði hún enn-
þá. Amina var mikill kattavinur og
fyrir nokkrum árum fengu amma
og afi sér kettling sem heitir Keli
og urðum við því öll í fjölskyldunni
að taka honum sem frænda og því
hversu dekraður hann er, en hann
er jú þeirra líf og yndi og það er
bara gott. Amma mín, ég veit að
allir þeir sem ganga í peysum sem
þú hefur prjónað gera það með
stolti.
Elsku afi og Keli ég gef ykkur
allan minn styrk og vona að ykkur
eigi eftir að líða vel.
Ég veit að elskuleg amma mín
er hjá okkur núna og alltaf.
Af hveiju? Spurði moldin og leit
íhugulu augnaráði í gráan himininn.
Af hveiju? Spurði blómið og hijúfraði
sig upp að moldinni.
Af hverju? Spurði bamið og fór
vökrum höndum um lífið.
Drýpur líf, drýpur líf á jörð.
(Vilmundur Gylfason)
Sigurbjörg Guðjónsdóttir.
Hún elsku amma mín er dáin,
og ég spyr af hveiju hún? Hún sem
alltaf var svo hress og kát og var
á leið til útlanda nú í júlí í frí með
honum afa, af hveiju núna? En ég
veit þó að henni líður vel og vel var
tekið á móti henni þar sem hún er
núna. Þessarar stundar hef ég þó
kviðið frá því ég var lítil stelpa, ég
hef alla tíð verið voðaleg ömmu-
stelpa og hefur því nú orðið djúpt
skarð í mínu lífi sem seint verður
fyllt, en lífið heldur áfram og verð-
ur maður að horfa fram á við og
halda fast í allar ljúfar minningar
sem ég á um okkur Liljurnar sam-
an. Hún amma var með ákaflega
gott eyra og var því minn trúnaðar-
vinur, sérstaklega áður en ég átti
tvo yngri strákana, en þá varð minni
tími aflögu eins og gengur og ger-
ist. Eftir að við sambýlismaður
minn fórum að búa hef ég að mestu
séð um einn yndislegan garð hér,
og fórum við amma þá að skiptast
á blómum úr görðunum okkar og
gengum ótal ferðir um sérstaklega
hennar garð og röbbuðum saman,
og einnig um minn þegar hún kom
í kaffi, þetta mun aldrei hverfa mér
úr minni.
Við amma unnum saman í rúm-
lega sex ár og gerðist margt á þeim
tíma, t.d. lauk ég námi og gekk
með tvo eldri syni mína, og var hún
mér ávallt innan handar og fylgdist
með að ég ofgerði mér ekki á með-
göngunni. Hún var mikil félagsvera
og átti því marga góða vini á vinnu-
staðnum sem ég veit að munu minn-
ast hennar með hlýhug og söknuði.
En það sem ég þakka guði fyrir í
þessari djúpu sorg er að ég gat
setið og haldið í hlýja og heita hönd
ömmu minnar og sagði henni hug
minn allan síðustu daga hennar, og
kvatt hana í ró og næði. Síðasta
nóttin hennar var sú erfiðasta sem
ég hef upplifað, en þetta hefur ver-
ið henni fyrir bestu og hvíli hún í
friði.
Hún amma mín var jákvæð,
hreinskilin, hlýleg og ávallt sam-
kvæm sjálfri sér. Ég fæ því ekki
með orðum Iýst hve sárt er til þess
að hugsa að hún amma mín sé
dáin, en það sem huggar mig er
að ég veit að ég fæ að hitta hana
þótt síðar verði.
Elsku amma mín, takk fyrir að
vera mér svo trygg og góð. Því
mun ég aldrei gleyma, þú munt
ávallt lifa í hjarta mínu.
Þeir hvíla undir greinum grænum
í grasi við fljótin lyp,
teyga svalann frá sænum,
sumarilminn í blænum,
og svo verður sálin skyggn.
Þeir sjá það, sem fjöll og fírnindi hylja,
fræðast og skilja
lögmálsins leyndardóm.
Bak við allt sjá þeir voldugan vilja,
sem vemdar hvert lótusblóm.
(Davíð Stef.)
Elsku afí minn, guð veiti þér
styrk og þol til að standast þennan
mjög svo erfiða tíma og halda áfram
með okkur hinum sem elskum þig
svo heitt.
Lilja Hafdís.
Kær vinkona er Iátin eftir stutta
en erfiða legu. Lilla mín, fyrir stuttu
vorum við hjónin á kvöldgöngu í
hverfinu okkar, þegar við komum
að garðinum þínum stoppuðum við,
þar sáum við alla þá alúð, natni og
smekkvísi sem þú varst svo rík af.
Eftir að við komum inn til ykkar
Hafsteins í kaffi barst talið fljótlega
að okkar áhugamáli, Söngfélagi
SVR og þeim verkefnum sem biðu
okkar við móttöku söngfélaga frá
Norðurlöndum næsta sumar. En
það fer ekki allt eins og við ætlum
okkur, þar verður þín sárt saknað.
Lilla mín, þetta var dásamlegt
kvöld og nú er það gott innlegg í
sjóð minninga, þann dýrmæta sjóð
sem við geymum í hjarta okkar.
Ég veit það vinkona að ég á eftir
að líta oft í þennan sjóð og rifja
upp gamlar og nýjar minningar frá
skemmtilegum ferðalögum okkar
bæði innanlands og utan.
Margs er að minnast eftir 35 ára
kynni okkar sem aldrei féll skuggi
á. Hafsteinn, minn góði vinur og
fjölskylda, við Frantz sendum ykkur
dýpstu samúðarkveðjur.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
(V. Briem.)
Sigurbjörg.
Það eru margar minningar sem
koma upp í hugann er ég minnist
þín, elsku amma. Allt frá því ég
var barn hjá ykkur í Luxemborg
og nú fram á þína síðustu daga.
í bernsku minni voruð þið afi
alltaf amma og afí í Lux. Ég minn-
ist þess svo vej þegar mamma og
ég fluttum til íslands. Þá var svo
erfítt að fara frá þér þar sem þú,
amma, grést svo sárt yfír för okk-
ar. Ég var þá svo ung, aðeins fimm
ára og skildi ekkert í því af hveiju.
Ég skynjaði ekki fjarlægðina sem
var að verða á milli okkar, að
minnsta kosti ekki strax. í þijú ár
bjuggum við hvor í sínu landinu.
Það var mér svo mikil gleðifregn
sumarið 1982 þegar þið, amma og
afí í Lux, fluttust til íslands.
Það var ósjaldan þar sem ég fékk
að dveljast hjá ykkur afa. Til dæm-
is heilt sumar árið 1989 þegar ég
hóf sumarstörf hér í Reykjavík. Þá
var ég hjá ykkur á Hrísateignum
og Kela, kisunni ykkar, sem var
þér svo kær. Þó það hafi nú verið
þrengra um ykkur þegar ég var
mætt á svæðið með farangurinn
minn þá létuð þið mig aldrei finna
fyrir því að ég væri fyrir. Ég var
alltaf velkomin.
Elsku arama, þú varst mér svo
kær. Nú hefur dæmið snúist við.
Ég græt för þína. Fjarlægðin er
miklu meiri núna, og þó, ég trúi
því að þú vakir yfir okkur og styðj-
ir okkur.
Ég vil þakka þér fyrir þann tíma
sem við áttum saman. Minningin
um þig mun lifa í hjarta mínu, elsku
amma mín.
Elsku afí, Guð gefi þér styrk á
þessari erfiðu stundu.
Fótmál dauðans fljótt er stigið
fram að myrkum grafarreit,
mitt er hold til moldar hnigið
máske fyrr en af ég veit.
Heilsa, máttur, fegurð, fjör
flýgur burt sem elding snör.
Hvað er lífið? Logi veikur,
lítil bóla, hverfull reykur.
Margur einn í aldurs blóma
undi sæll við glaðan hag,
brátt þá fregnin heyrðist hljóma:
Heill í gær, en nár i dag.
Ó, hve getur undraskjótt
yfir skyggt hin dimma nótt!
Fyrir dyrum dauðans voða
daglega þér ber að skoða.
Drottinn, þegar þú mig kalla
þessum heimi virðist frá,
hvar sem loksins fæ ég falla
fótskör þína liðinn á,
hlífi sálu hjálpráð þitt,
hold í friði geymist mitt,
unz það birtist engla líki
ummyndað í dýrðar ríki.
(B. Halld.)
Lísa.
Dauðinn er lokaáfangi okkar
allra hér á jörð sem enginn fær
umflúið. Oftast þykir okkur hann
ótímabær og fjarlægur. Þannig er
það einnig nú. Áreiðanlegt er að
ekki hvarflaði að neinni af okkur,
eiginkonum kórfélaga SVR (Stræt-
isvagnar Reykjavíkur), er við áttum
saman skemmtilega kvöldstund fyr-
ir örfáum vikum að þetta væri okk-
ar síðasta samverustund með Lillu.
Elsku Lilla mín. Við þökkum fyrir
að hafa kynnst þér, fyrir allar góðu
kærleiksríku gleðistundirnar, þar
sem ríkti þessi djúpa væntumþykja
og eining sem vandfundin er og
hefur einkennt þennan hóp innan
kórstarfs SVR en er svo gott að
vera hluti af. Eftirfarandi segir allt
sem segja þarf:
Nú ert þú kvödd í anda blíðum
af öllum þeim sem kyntust þér,
með ljúfa þökk frá liðnum tíðum,
sem lengi' er vert að minst sé hér;
og þó að gröfín hylji hold,
þitt hrós skal vaka ofar mold.
Við trúum því á himna hæðum
nú hólpinn lifi andi þinn,
og eigi völ á unaðsgæðum,
sem ekki þekkir heimurinn.
Og alt sem gott hér gjörðir þú
hjá guði launað verði nú.
(Jón Þórðarson)
Lótusblómið okkar er horfið og
hefur fest rætur í annarri vídd.
Elsku Hafsteinn minn, Guð blessi
þig og þína, styrki ykkur og styðji
i þessari miklu sorg.
Eygló og Reynir.