Morgunblaðið - 28.06.1996, Síða 49
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 28. JÚNÍ 1996 49
BRÉF TIL BLAÐSINS
Sköpun heimsins, tilvist
Guðs og kristin trú
Frá Árna Gunnarssyni:
ÞEGAR ÉG las grein í Morgunblað-
inu 20. júní undir yfirskriftinni: Er
guð dauður?, blöskraði mér alls-
vakalega. í þessari grein er sagt
að þróunarkenningin sé sannleikur
og það að Guð hafi skapað heiminn
sé úrelt kenning sem aðeins sé að
finna í fámennum sértrúarsöfnuð-
um! Þróunarkenningin segir að all-
ar lífverur, þ.m.t. maðurinn, hafi
þróast á milljörðum ára frá ein-
hveiju einföldu formi til hins full-
komna og að allt líf á jörðinni hafi
orðið til fyrir tilviljun eina saman.
Lífið átti að hafa kviknað í ein-
hveiju drullumalli fyrir óendanlega
mörgum milljörðum ára og að
fyrsta sameindabyggingin hafi orð-
ið til við einhvern neista, t.d. eld-
ingu, sem hafi búið hana til. Hví-
líkt rugl og vitleysa.
Villukenning
Allir menn sem hugsa eitthvað
sjá að þessi kenning er ekki byggð
á neinum vísindalegum né heil-
brigðum rökum og að hún er ekk-
ert annað en villukenning og ein
af aðferðum hins illa til að blekkja
mannkynið og láta það trúa því
að Guð sé ekki til. Lífið á jörðinni
getur ekki hafa orðið til fyrir til-
viljun eina saman, það er álíka og
að halda því fram að alfræðibók
geti orðið til við sprengingu í
prentsmiðju og að allt lífríki hafi
orðið til af tilviljun, þetta einfald-
lega getur ekki staðist. Fyrir all-
löngu var það almenn skoðun
manna að lifandi hlutir spryttu af
dauðum hlutum. Álitið var að rott-
ur kæmu út úr rusli og úr
skemmdu kjöti spryttu fram flug-
ur. Eftir því sem vísindamenn
skyggndust betur inn í lífheiminn
tóku þeir að efast um kenninguna
og tilurð lífs af sjálfu sér. Ef ein-
hver aðhyllist þróunarkenninguna,
verður hann líka að aðhyllast það
að líf kvikni af sjálfu sér, það er
ekki um annað að velja, en samt
er eitt af grundvallarlögmálum líf-
fræðinnar það að „líf getur af sér
líf“. Þetta lögmál sannar það að
Guð skapaði heiminn og manninn
í sinni mynd og þróunarkenningin
er mótsögn við grundvallarlögmál
líffræðinnar.
Mannslíkaminn er ein besta
sönnunin fyrir sköpun og tilvist
Guðs. Við höfum fullkomnari heila
en nokkur tölva. Augað er eins og
fullkomnasta litmyndavél, sem tek-
ur litmyndir og hefur algjörlega
sjálfvirka fjarlægðarstillingu. Eyr-
að er stórbrotið móttökutæki fyrir
stereohljóm og með hendinni getum
við klappað, strokið, spilað á gítar
og spennt greipar, í bæn til skap-
ara alls heimsins, Guðs. í þessu lík-
ist maðurinn dýrunum. En hann
er dýrunum fremri, hann er skap-
aður í Guðs mynd, hann getur
hugsað, talað skipulagt mál, teikn-
að og lesið, t.d. Biblíuna sem vitnar
um skapara sinn.
Stjörnufræði sannar
tilvist guðs
Önnur sönnun fyrir því að Guð
hafi skapað heiminn er að finna í
stjörnufræðinni. í öllum þessum
óravíddum alheimsins og óteljandi
mörgum stjörnum og vetrarbraut-
um er að finna röð og reglu á öllu.
Engin stjarna rekst á aðra og allar
fara þær eftir ákveðnum brautum
sem þær aldrei fara út af. Slík röð
og regla getur ekki orðið til nema
fyrir tilstilli fullkomins skapara,
eða eins og Biblían segir í 19. sálmi
Davíðs: „Himnarnir segja frá Guðs
dýrð, og festingin kunngjörir verk-
in hans handa. Hver dagurinn
kennir öðrum, hver nóttin boðar
annarri speki. Engin ræða, engin
orð, ekki heyrist raust þeirra. Þó
fer hljómur þeirra um alla jörðina“
Sú fullyrðing sem kemur fram í
áðurnefndri grein „En svo frum-
stæð hugsun eins og sú að það
hafi verið guð sem skapaði mann-
inn þrífst vart lengur nema þá i
sértrúarsöfnuðum. Nefndur er ein-
hver sértrúarsöfnuður í Texas til
að styðja þetta mál. Um milljarður
manna á jörðinni játar kristna trú,
það er ekki sértrúarsöfnuður heldur
meginþorri mannkyns. Og þessi
sértrúarsöfnuður sem höfundar til-
taka á ekkert skylt við kristna trú
og boðskap Jesú Krists, heldur var
þetta bara djöflabæli sem reyndi
að lokka til sín aumar persónur
undir fölsku flaggi. Engin önnur
trú í heiminum boðar jafnómót-
stæðinlegan kærleika og kristnin.
Jesús segir: „Ég er upprisan og líf-
ið“. Þetta er megininntak kristn-
innar og slíkan kærleik er ekki að
finna í neinum öðrum trúarbrögð-
um nema kristni. Greinarhöfundar
segja að Biblían sé ekki traust
heimild og hún eigi sér ekki stoð
í raunveruleikanum, ekki sé vitað
hvenær né hver hafi ritað hana.
Þetta er að sjálfsögðu alrangt!!.
Vissulega skrifuðu margir menn
Biblíuna, en hún hefur hinsvegar
aðeins einn höfund, og það er Guð
skapari himins og jarðar. Guðdóm-
leiki Biblíunnar leynir sér ekki fyr-
ir þeim sem lesa hana af einlægni,
uppfylltir spádómar um m.a. Róma-
veldi, Grikídand hið forna og fyrri
komu Jesú Krists, taka af allan efa
um það að Biblían sé ekki traúst
heimild. Ef Biblían væri ekki traust
heimild, þá væri hún löngu orðin
útdauð, en hún er það ekki, vegna
þess hve óskeikul hún er á öllum
sviðum hins mannlega lífs. Margir
vísindamenn treysta því að Ritning-
in sé sönn og nákvæm vegna þeirra
áhrifa sem hún hefur á líf þeirra.
Þeir reiða sig á hana vegna upp-
fylltra spádóma og vegna þess að
hún hefur reynst fara með rétt mál
á sviði fornleifafræði, sögu og vís-
inda. Að lokum. Vísindi afsanna
ekki tilvist Guðs. Þvert á móti sýna
þau glögglega að röð og regla er
til staðar í allri náttúrunni og því
er sköpunarsagan í 1. Mósebók
Biblíunnar sönn, vísindin hafa
sannað hana!!
ÁRNI GUNNARSSON,
Þrastarnesi 1, Garðabæ.
Sendiboði hvers?
Frá Gísla Gíslasyni:
í ÍÞRÓTTABLAÐI Morgunblaðsins
26. júní sl. svarar Samúel Örn Erl-
ingsson bréfi Þorsteins Þorvaldsson-
ar formanns knattspyrnudeildar
Leifturs á Ólafsfirði, frá því deginum
áður varðandi leikbann Slobodans
Milisic. Umræddur leikmaður var
dæmdur í þriggja leikja bann af aga-
* nefnd KSÍ eftir myndbandi frá
íþróttadeild RÚV frá leik Leifturs
og ÍA. Margar spurningar okkar
stuðningsmanna Leifturs og örugg-
lega fleiri vakna eftir dóm þennan
og aðdraganda hans.
Mig langar að varpa fram eftirfar-
andi spurningum til Samúels Arnar
og_ yfirmanns hans á íþróttadeild
RÚV, Ingólfs Hannessonar, sem og
til aganefndar KSÍ.
1) Sendiboði hvers var Samúel Örn
í þessu máli? Tók hann þetta upp
hjá sjálfum sér eða var hann
beittur einhveijum þrýstingi ut-
anfrá þegar hann áhvað að varpa
kastljósi á umrætt atvik í leik
Leifturs og ÍA?
2) Fór aganefnd KSÍ fram á það við
íþróttadeild RÚV að fá upptöku
af umræddum leik?
3) Fór aganefnd KSÍ fram á það við
íþróttadeild RÚV að fá upptöku
af leik KR og Vals þar sem brot
Hilmars Björnssonar á Lárusi
Sigurðssyni kom vel í ljós?
4) Ef svo var gert, íjallaði aganefnd
KSÍ um það brot og hver var
niðurstaða þeirrar umfjöllunnar?
5) Ef aganefnd KSÍ bað ekki um
upptöku frá leik KR og Vals og
fjallaði ekki um það mál, hver
er ástæða þess að svo var ekki
gert?
6) Get ég sem áhugamaður um ís-
lenska knattpsyrnu sent mynd-
bandsupptöku af deildar- eða bi-
karleik til aganefndar KSÍ og
beðið um að tiltekið atriði á
myndbandinu verði tekið fyrir hjá
aganefndinni? Eða myndi íþrótta-
deild RÚV verða mér innanhand-
ar um að slíkt mál yrði tekið upp
hjá aganefnd KSÍ? Eða hvaða
leið væri best fyrir mig að fara
með slíkt mál?
7) Það er ljóst að engin stefna er
hjá KSÍ um dóma eftir mynd-
bandi, þetta tiltekna mál leik-
manns Leifturs er aðeins handa-
hófskennt fálm útí loftið hjá aga-
nefnd KSÍ og þess vegna spyr
ég nefndina sem áhugamaður um
íslenska knattspyrnu: Hvers er
að vænta varðandi þessi mál það
sem eftir er sumars?
Er kannski mögulegt að útlending-
ar sem leika á íslandi fái harðari
meðferð en íslendingar, sbr. mál
Slobodans Milisic og Hilmars Björns-
sonar? Eða snýst þetta um lítið lands-
byggðarfélag á móti „stóru“ Reykja-
víkurveldi?
Eða um hvað snýst málið eigin-
lega? Spyr sá sem ekki veit.
GÍSLI GÍSLASON,
stuðningsmaður Leifturs,
Drekagili 28, Akureyri.
# DAEWOO
LYFTARAR
VERKVER
Smiðjuvegi 4b • 200 Kópavogur • "S 567 6620
---------------------------------------------
Amerísku
Fléttumotturnar
komnar aftur
*v-
MV/RKA
Mörkin 3. Sími 568 7477
Lokaö á laugdaginn frá 1. júní - 1. september.
/Q) SILFURBÚÐIN
vX/ Kringlunni 8-12 • Sími 568 9066
- ParfœrÖu gjöfina -
Glcesileg hnífapör
su ma rti I boö
fallegustu bílarnir nú meö meiri búnaöi
Honda Civic 5 dyra 90 hestöfl
traustur fjölskyldubíll
1.384.000.-
staðgreitt á götuna
innifalið umfram staöalbúnað
- álfelgur
- vindskeið
- þjófavörn
- samlitir stuðarar
Honda Civic 3ja dyra 90 hestöfl
glæsilegur sportbíll
1.399.000,-
staðgreitt á götuna
innifaliö umfram staðalbúnað
- álfelgur
- þjófavörn
- geislaspilari
- 1 50 w hátalarar
Honda Accord 1.8i 115 hestöfl
uppfyllir kröfur vandlátra
1.749.000.-
staðgreitt á götuna
innifalið umfram staðalbúnað
- álfelgur
- vindskeið
- þjófavörn
Umboösaðilar Honda
á Akureyri: Höldur hf., Tryggvabraut 12, S: 461 3000
á Egilsstöðum: Bila- og Búvélasalan ehf., Miðási 19, S: 471 2011
í Keflavík: Bílasalur Suðurnesja., Grófinni 8, S: 421 1200
VATNAGARÐAR24
S: 568 9900