Morgunblaðið - 30.06.1996, Page 8
8 B SUNNUDAGUR 30. JÚNÍ 1996
MORGUNBLAÐIÐ
MBNLEYStSHAHW
A
þriðjudag heldur tónleika í
Laugardalshöll breska
poppsveitin Pulp, sem
stendur nú á hátindi
frægðarinnar. Síðasta plata Pulp
seldist í bílförmum um heim allan
og lagið Common People varð eins
konar sumaróður víða um heim.
Leiðtogi sveitarinnar, andlit henn-
ar út á við og hugmyndafræðing-
ur, Jarvis Cocker, er ólíkindaleg
poppstjarna, renglulegur, gleraug-
naglámur sem semur meinlega
texta og djúphugsaða, sennilega
einn fremsti textasmiður Bretlands
nú um stundir. Hann stofnaði Pulp
sem leið til að komast upp úr
mæðunni í heimaborg sinni Sheffi-
eld þar sem hann varð fyrir að-
kasti fyrir útlit sitt og háttu, ekki
síst að hann gekk í þýskum leder-
hosen, rúskinnsstuttbuxum,
„mömmu fannst þær smart“, segir
hann.
Jarvis Cocker er vinsamlegur í
tali, hefur greinilega gaman af að
velta lífinu fyrir sér og iðulega fer
hann um víðan völl í svörum sín-
um. Síðsumars á síðasta ári dró
breska sídegispressan upp mynd
af fíkniefnaóðu illmenni og ekki
batnaði það þegar hann veittist að
Michael Jackson fyrir smekkleysu
þess síðarnefnda snemma á þessu
ári, því þá var hann orðinn að of-
beldishneigðum villimanni. Sé við-
mótið aftur á móti lagt við útlitið
kemur upp mynd af meinleysis-
manni sem helst vill fá að „fílósóf-
era“ í friði og hugsa um garðinn
sinn.
Faðirinn flúði fii Ástralíu
Jarvis Cocker ólst upp hjá móð-
ur sinni í Sheffield, en faðir hans
flúði til Ástralíu til að komast und-
an meðlaginu þegar Jarvis var sjö
ára gamall. Rúskinnsstuttbuxurn-
ar gerðu sitt til að Jarvis væri utan-
veltu meðal skólafélaga og ekki
batnaði það þegar drengurinn upp-
götvaði pönkið 1978, þá sextán
ára. Hann stofnaði strax hljóm-
sveit sem hann vildi kalla Pulp, en
félagar hans töldu hann á að bæta
einhveiju við og Arabicus varð
fyrir valinu. Arabicus Pulp lék þó
ekki nema á fáeinum tónleikum,
því Pulp-nafnið varð ofaná innan
skamms.
Breska poppsveitin Pulp
kemur til landsins í dag
og heldur tónleika hér
á þriðjudag. Árni
Matthíasson náði tali
af leiðtoga sveitarinnar,
Jarvis Cocker, og komst
að því að þar fór hæg-
látur gáfumaður, þó
bresku síðdegisblöðin
hafí dregið upp mynd
af óðu illmenni.
„Ég kunni vel að meta tónlist,
en frumþörfin var að verða frægur
og losna við dagleg vandamál, en
eftir því sem ég komst til þroska
áttaði ég mig á því að ég nyti tón-
listarinnar og þess að vera að gera
eitthvað sem ég trúði á,“ segir
Jarvis Cocker aðspurður um frum-
býlingsár Pulp.
Þessi frumgerð Pulp lék helst
lög eftir aðra sem von-
legt er, byijaði á House
of the Rising Sun, Mot-
orhead-lögum og lék
gjarnan hálft Wild
Thing á tónleikum.
Liðsmönnum var þó
fleira til lista lagt því
þeir gerðu 8 mm kvik-
myndir, Spartveijarnir
þrír og Spagettívestr-
inn hittir Geimstöðina,
en í síðastnefndu myndinni lék
Jarvis Clint Eastwood. Þeir tóku
líka upp fyrstu lögin sem lentu í
höndunum á bjargvætti breskra
bílskúrssveita, John Peel, þáttar-
gerðarmanni hjá BBC. Honum leist
svo á sveitina að henni var boðið
að troða upp í þætti hans 1992.
Hljómsveitin setti sig síðan í stell-
ingar að bíða eftir frægðinni, en
þegar hún lét á sér standa hættu
félagar Cockers í sveitinni og fóru
í háskóla. Kannski hefur það sitt
að segja að Jarvis Coeker hefur
óbeit á áttunda áratugnum; „átt-
undi áratugurinn var samfellt
afturhvarf til íhaldssemi og þröng-
sýni. Sú kynslóð sem skemmti sér
við að bijótast undan ægivaldi
gamla fólksins var nú komin á
þann aldur að hún vildi kæfa börn-
in sín.“
Pulp It
1983 endurstofnaði Jarvis Cock-
er Pulp og sveitin tók upp fyrstu
plötu sína, It. Hann vill lítið tala
um plötuna í dag, segir það eitt
um hana að hún hafi verið tekin
upp með hljóðnema sem Cliff Rich-
ard söng sín helstu lög í og sé
fyrir vikið ömurleg. „Ekki má
gleyma því að ég var rétt skriðinn
úr skóla. Ég hef aldrei haldið dag-
bók, en þegar ég hlusta á gömlu
plöturnar okkar fer ég hjá mér því
það er ejns og að lesa opinskáa
dagbók. Ég skammast mín þó ekk-
ert fyrir þær, því þær eru bara
spegilmynd þess sem ég var að
hugsa á þessum tíma. Við höfum
vissulega breyst mikið og á plötun-
um má heyra að við erum einfald-
lega að fullorðnast."
Líkt og fyrri atlögur að frægð-
inni bar þessi engan árangur og
Pulp II leystist upp skömmu eftir
útgáfu plötunnar og Jarvis Cocker
kennir The Smiths um
brotlendingu sveitar-
innar; „þeir sendu frá
sér sína fyrstu plötu
um leið og við It og
því fór sem fór“. Að
þessu sinni gafst hann
líka upp á tónlistinni
og ákvað að fara í
háskóla að læra ensk-
ar bókmenntir. í há-
skólanum í Sheffield
kynntist hann Russell Senior og
þeir ákváðu að endurreisa Pulp,
en þess má geta að Russell hefur
verið í Pulp upp frá því. Tónlist
Pulp III var all frábrugðin því sem
á undan var farið, nú las Cocker
súrrealísk ljóð og liðsmenn léku
undir. Sveitin tók upp nokkrar
smáskífur og stefndi uppávið, var
meðal annars boðið að hita upp á
tónleikaferð stórsveitar um ger-
vallt Bretland. Þá var það að Jar-
vis vildi ganga í augun á einhverri
stúlku og til að tryggja að hún
tæki eftir sér lét hann sig falla út
„Mér finnst alltaf
jafn gaman að
baða mig í sviðs-
Ijósinu og mér
finnst alltaf jafn
gaman að leika á
tónleikum."
um glugga á þriðju hæð.
Hann segist þakka for-
sjóninni að hann skuli hafa
lifað af fallið, en hann slas-
aðist þó það illa, mjaðmar-
grindarbrotnaði meðal
annars, að hann varð að
eyða nokkrum vikum á
sjúkrahúsi og tveimur
mánuðum í hjólastól.
Þrátt fyrir óþægindin seg-
ir hann að slysið hafi kom-
ið sér vel. „Fram að því
byggði ég flesta texta á
aíhæfingum, en í sjúkra-
húsinu áttaði ég mig
því að eina leiðin til að
yrkja eitthvað af viti var
að líta inn á við og skoða
smáatriði lífsins. Ég
komst að því að ég fyr-
irleit uppruna minn og
ákvað því að sættast við
sjálfan mig og vinna úr
æskunni og unglingsár-
unum eitthvað sem ég
gæti nýtt í textagerð.“
Þegar Jarvis hafði náð
sér eftir slysið fluttist
hann inn í yfirgefna stál-
verksmiðju og kynntist
þar ýmsum furðufuglum
og varð fyrir þeim áhrif-
um sem skiluðu sér á þriðju breið-
skífuna Freaks. Hann segir að
nafnið sé meðal annars afrakstur
vistarinnar í stálverksmiðjunni og
að þeim félögum i Pulp hafi liðið
eins og þeir væru hálfgerð óskepi.
Þriðja breiðskífa Pulp vakti litlu
meiri hrifningu en fyrri skífur og
Jarvis var búinn að fá nóg af
Sheffield og strögglinu.
Til Lundúna
1988 fluttust þeir Jarvis Cocker
og Russell Senior til Lundúna og
Jarvis skráði sig í skóla að læra
kvikmyndagerð. Sá búferlaflutn-
ingur átti eftir að breyta lífi hans,
því honum bauðst að hljóðrita nýja
breiðskífu og hann komst í tæri
við Acid House sem tröllreið höfuð-
borginni og sér enn stað í tónlist
sveitarinnar. Annað sem hann seg-
ir að hafi ekki haft minni áhrif á
hann er að hann komst í náin kynni
við fáfræði og fordóma upp á nýtt
og að þessu sinni ekki vegna þess
að hann væri rindilslegur gleraug-
naglámur, heldur vegna þess að
hann væri sveitarvargur.
„England hefur alltaf verið upp
fullt með fáfræði. Ef fólk ekki
skilur eitthvað þá fyllist það and-
úð. Fyrir mér skiptir fjölbreytnin
öllu máii og það sem er öruvísi er
heillandi. England hefur alltaf ver-
ið hrætt við hið óþekkta og ég
fékk meira að segja að finna fyrir
því þegar ég bjó í Mile End, eins
og ég rek í samnefndu lagi á Train-
spotting-disknum. Vegna þess að
ég hafði ekki réttan hreim var ég
útlægur ger; fékk ekki afgreiðslu
í verslunum og börn hæddu mig á
götum úti. Mér er fyrirmunað að
skilja af hverju fólk er að vernda
eins ömurlegt umhverfi fyrir
ókunnugum, en þannig er Eng-
land.
England hefur reyndar sínar
góðu hliðar og líklega er þessi
þröngsýni örvun fyrir fólk að finna
sér eitthvað nýtt og gera uppreisn
gegn íhaldsseminni. Það er örugg-
lega meðal skýringa á því hvers