Morgunblaðið - 30.06.1996, Qupperneq 9
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 30. JÚNÍ 1996 B 9
vegna það koma svo margar góðar
hljómsveitir frá Bretlandseyjum.
Ef þjóðfélagið væri vel upplýst og
allir samtaka og alltaf gott veður
myndum við sennilega aldrei finna
hjá okkur þörf til að semja lög,“
segir hann og kímir.
Fullreynt í fjóröa
Þó Jarvis segist hafa verið orð-
inn of gamall til að taka þátt í
klúbbamenningunni í Lundúnum
hreifst hann af tónlistinni og þess
sá stað á fjórðu breiðskífu sveitar-
innar. Sú var hljóðrituð með sama
mannskap og skipa Pulp í dag, auk
Cockers og Russells Seniors, sem
leikur á gítar og fiðlu, Candidu
Doyle sem leikur á hljómborð, Nick
Banks sem leikur á trommur, Steve
Mackey sem leikur á bassa og
Mark Webber sem leikur á gítar.
Platan, sem kom út 1990, heitir
Seperations og í stað Scott Walker
og Leonard Cohen-stælinga er
komið annað hljóð í strokkinn,
nútímalegra og kraftmeira og
meira að segja eitt house-lag, eða
tilraun til slíks. Loksins virtist
sveitin vera komin á beinu braut-
ina, því smáskífa af plötunni var
valin smáskífa vikunnar í NME.
Næsta skref var að
losna úr óhagstæð-
um samningi við
Fire-útgáfuna, en
Jarvis Cocker segir
að eini maður sem
hann vilji illt sé stjóri
þeirrar útgáfu. Pulp
gerði samning við
Island-útgáfuna
1992 og hóf vinnu
við næstu breið-
skífu.
Sitthvað var til- af
lögum í fórum sveit-
arinnar og breiðskíf-
unni His’n’Hers sem
kom út 1993, var vel
tekið af gagnrýn-
endum og plötu-
kaupendum. Enn
átti sveitin þó nokk-
uð í land að blanda
sér í toppbaráttuna og því lá mikið
við að næsta breiðskífa gengi vel.
„Snobbað" niðuróviö
Eitt af fyrstu lögunum sem sam-
in voru fyrir fimmtu skífuna,
Common People, segist Jarvis
Cocker hafa samið snemma árs
1994 og byggt á kynnum hans af
miðstéttarstúlku sem lýst hafði
áhuga sínum á að „snobba" nið-
urávið og deila kjörum með alm-
úgafólki sér til gamans. Hann seg-
ist hafa verið sannfærður frá því
sveitin lauk við lagið að það þyrfti
að gefa það strax út þó enn væri
mikil vinna eftir við breiðskífuna
sem það var ætlað. Island-útgáfan
lét undan og lagið sló svo rækilega
í gegn um heim allan
að segja má að það r
hafi verið helsta lag ■'
sumarsins í flestum
löndum, þar á meðal
í Bretlandi. Meðal
annars varð það til
þess að Pulp var
beðin að hlaupa í
skarðið fyrir
Stone Roses á
rokkhátíðinni í
Glastonbury og
vakti gríðar-
lega hrifningu.
Breiðskífan
sem fylgdi í
kjölfarið, A
Different
Class, kom
út síðast-
liðið haust,
og seldist vel, ekki síst
eftir að næsta smáskífa, Sorted
for E’s & Wizz, gerði allt vitlaust,
en á umslagi smáskífunnar voru
leiðbeiningar um hvermig ætti að
rúlla marijuana-
vindling. í kjölfarið
gerði breska síð-
degispressan
harða hríð að Pulp
fyrir að hvetja til
fíkniefnaneyslu, en
í raun er textinn í
Sorted for E’s &
Wizz meinhæðin
lýsing á innihalds-
lausu lífi dansfífla
Bretlands sem
dæla í sig Ecstacy
til að komast í stuð
og halda að þeir
séu að breyta
heiminum og út-
breiða ást og ham-
ingju með athæfi
sínu. Lætin í gulu
pressunni bresku
juku til muna söl-
una á breiðskífunni og Pulp stóð
uppi með pálmann í höndunum
eftir 1995; önnur vinsælasta hljóm-
sveit Bretands, næst á eftir Oasis,
sem enginn keppir við, og ekki við
öðru að búast en frægðarferillinn
héldi áfram.
Hamost að Jackson
Brit-verðlaunahátíðin breska er
orðin helsta tónlistarhátíð Bret-
lands og á síðustu hátíð var Pulp
meðal þeirra hljómsveita sem til-
nefndar voru til verðlauna, meðal
Leiðtogi sveitar-
innar, andlit
hennar út á við
og hugmynda-
fræðingur, Jarvis
Cocker, er ólík-
indaleg popp-
stjarna, renglu-
legur, gleraug-
naglámur sem
semur meinlega
texta og djúp-
hugsaða, senni-
lega einn fremsti
textasmiður
Bretlands
nú um stundir.
annars til verðlauna sem besta
tónleikasveit ársins og fékk þau,
en það sem meiri athygli vakti var
að Jarvis Cocker reyndi að hleypa
upp stórsýningu Michaels Jack-
sons. Jackson var þá búinn að
ganga fram af viðstödd-
um með
smekklaus-
um hátíðar-
flutningi á
'/ lagi sinu
Earth Song og
stóð á sviðinu
sem Messías að
taka við sjúkum
og lömuðum;
leikendur búnir
lörfum streymdu
, til hans og hann
/ umfaðmaði alla og
/ leiddi til hásætis. Þá
segist Jarvis Cocker
/ hafa fyllst slíkum við-
f/ bjóði á smekkleysunni
að hann rauk af stað
og upp á svið. Mikið
■SJff®-'/ uppistand var af þessu,
Cocker handtekinn og
fluttur íjárnum á næstu lögreglu-
stöð og því haldið fram af blaða-
fulltrúum Jacksons að Cocker hefði
ráðist á og slasað börn sem þátt
tóku í skrautsýningunni. Þessi
ásökun var snarlega dregin til baka
daginn eftir því í ljós kom að Coc-
ker hafði ekkert skaðað eða
skemmt nema ímynd his mildiríka
frelsara. Allt þetta umstang varð
enn til að auka hróður Jarvis Coc-
ker og Pulp og plötusala tók kipp
í kjölfarið.
Þrátt fyrir þessa uppákomu seg-
ist Jarvis Cocker vera rólegasti
maður og seinþreyttur til vand-
ræða. „Kannski má rekja þennan
hamagang til þess að ég vildi ekki
verða meinlaus eins og hinar
hljómsveitirnar sem slá í gegn; það
er svo algengt að tónlistarmenn
og hljómsveitir verði leiðinleg eftir
að þau hafa náð á toppinn."
Alltaf jafn gaman að
leika á tónleikum
Eins og áður er rakið stofnaði
Jarvis Pulp á sínum tíma til að
honum myndi
ganga
betur í
samskipt-
um við fé-
laga sína og
jafnaldra og
hann segir að
vissulega eimi
enn eftir af
þeirri löngun
að standa á
sviði og láta
alla dást að
sér. „Það kom-
ast ekki allir í
þá aðstöðu að
geta staðið á
sviði og fólk
borgi fyrir að fá
að heyra skoðan'
ir þeirra,“ segir
Jarvis og hlær við.
„Mér finnst alltaf
jafn gaman að baða
mig í sviðsljósinu og
mér finnst alltaf jafn
gaman að leika á tón-
leikum. Það er einfald-
asta leiðin til að koma
tónlist á framfæri og fá
jafr.óðum viðbrögð. Það
gefur sérstaklega góða til-
finningu að hafa samið lag
sem ég veit að er gott, en
næst því kemst að ganga af
sviði eftir vel heppnaða tón-
leika. Ég hef mestar áhyggjur
af því að það komist upp í vana
að leika á tónleikum. Sem stendur
erum við farin að spila það mikið
að við verðum að gæta að okkur
að verða ekki eins og vélmenni á
sviðinu. Því leggjum við hart að
okkur á hveijum tónleikum til
gera þá að sérstakri upplifun.“
Jarvis segir frægðina sem hann
hefur höndlað á síðustu árum hafa
góðar hliðar og slæmar. „Ég kann
því vel að við skulum hafa náð
þetta langt eftir árin öll sem við
höfum streðað,” segir Cocker en
bætir við að það sé oft erfitt að
vera ekki látinn í friði þegar hann
er á ferli í Lundúnum. „Þegar ég
fluttist til Lundúna á sínum tíma
man ég hvað ég var hissa að sjá
frægt fólk á götum úti, fólk sem
ég hafði kannski séð í sjónvarpinu
daginn áður, og líklega finnst fólki
það sama þegar það sér mig á
gangi niðri í bæ. Að öðru leyti
hefur frægðin ekki breytt svo
miklu og þó henni fylgi mikið af
ferðalögum og sjónvarpsvinnu og
álíka þá þýðir það ekki að ég sé
hættur að semja texta um lífið
og tilveruna; þó lífið sé ekki eins
fjölbreytt og það var fyrir frægð-
ina, þá á ég mikinn sjóð eftir sext-
án ára streð við að komast á topp-
inn.
Það er ekki komið að því enn
að ég fari að yrkja um hótelher-
bergi og verður vonandi aldrei,
ég held að ég myndi ekki lifa það
af. Ég skrifa hvort eð er yfirleitt
um hið liðna, því þá lendi ég síð-
ur í vandræðum; ef ég sem texta
um núverandi ástarsamband
getur það gert lífið erfiðara,“
segir Cocker og hlær við.
„Að vissu leyti hjálpar
frægðin og allt umstangið
sem henni fylgir mér við
að semja tónlist og texta
því það neyðir mig til
að skipuleggja tímann
betur. Þegar það er
enginn tími aflögu
verða stundirnar
þegar ég get sest
niður og samið texta
eða lög svo dýrmæt-
ar og nýtast svo
vel. Ég var lengi
atvinnulaus og
hafði nógan
tíma til að
semja og
skapa, en
gerði . lítið
af því; álagið
er nauðsynlegt
til að ná því besta
fram.“
Ísland uppfyllti
allar væntingar
Jarvis Cocker hefur komið til
Islands áður, kom hingað til lands
í ágúst á síðasta ári í vikufrí. Hann
segist hafa hrifíst af landinu vegna
áhuga á eldfjöllum og meðal ann-
ars segist hann hafa farið í Land-
mannalaugar. „Mér fannst frábært
að koma til íslands og landið upp-
fyllti allar væntingar mínar,“ segir
hann. „Helst vildi ég hafa meiri
tíma til að skoða landið en þessa
viku, en það er svo mikið að gera
hjá okkur um þessar mundir að
við komust hvorki lönd né strönd.
Kannski gefst stund milli stríða
síðar á árinu og þá gæti ég vel
hugsað mér að koma aftur til ís-
lands og þá fara hringinn, ekki
síst ef það er eldgos í gangi.“
w Lokað mánudag
UTSALAN
hefst þriðjudag
enellon
Laugavegi 97, sími 552 2555