Morgunblaðið - 30.06.1996, Síða 12

Morgunblaðið - 30.06.1996, Síða 12
12 B SUNNUDAGUR 30. JÚNÍ1996 MORGUNBLAÐIÐ KVIKMYIMDIR Eins og greint hefur verið frá hér á síðunni verður nýjasta Disney- teiknimyndin, Hringjar- inn í Notre Dame, sýnd með íslensku tali um jólin. í millitíðinni verð- ur Disneymyndin Guffagrín sýnd með ís- lensku tali. Er það í takt við þá þróun sem orðið hefur hin síðustu ár. Is- lenska talsetníngin hef- ur fest sig svo í sessi að nú er varla hægt að frumsýna teiknimynd hér á landi án hennar. Talsetningin hefur enda heppnast mjög vel í flestum tilfellum og er leikurum, sem nú hafa hlotið nokkra þjálfun í teiknimyndaleik, til sóma og öðrum þeim sem standa að taisetn- ingunum. ENGINN spennutryllir; Travolta og Duvall í Fyrirbærinu. Travolta leikur fyrirbærið Sigurganga Johns Travolta í Hollywood heldur áfram. Nýjasta myndin hans heitir Fyrirbærið eða „Phenomenon" en í henni leikur hann á móti Robert Duvall, Kyru Sedgwick og Forest Whitaker. Leikstjóri er John Turteltaub. Fyrirbærið er ein af sumarmyndunum í og segir af ósköp venjulegum manni í amerískum smábæ sem verður fyrir eldingu og breytist í sniliing með yfímátt- úrulega hæfileika (svipað efni og í myndinni „Powder", sem sýnd var nýlega hér á landi). Travolta verður að meiriháttar fyrirbæri í bænum og tekst á við hinar breyttu aðstæður og viðbrögð vina sinna með sínum hætti. Leikstjórinn Turteltaub gerði síðast rómantísku gam- anmyndina Á meðan þú svafst með Söndru Bullock en virðist nú feta í fótspor Frank Cap- ras, sem sagði snilldarlega frá undrum ameríska smábæjar- lífsins í myndum sínum. ALLS sáu um 6.000 manns spennutryllinn Bráð- an bana með van Damme í Laugarásbíói en sýningum á henni er nú lokið. Þúsund manns höfðu séð McMullenbræðurna eftir síðustu helgi, 2.000 „A Thin Line Between Love and Hate“ og 1.200 Á síð- ustu stundu. Næstu myndir Laugarás- bíós eru„Screamers“ með Peter Weller, „Up Close and Personal“ með Robert Red- ford en hún verður einnig í Regnboganum, „White Squall“ með Jeff Bridges og „Mullholland Fall“ með Nick Nolte. Síðar í sumar koma svo myndirnar „The Quest“ með van Damme og fram- haldsmyndin Flóttinn frá Los Angeles með Kurt Russell undir stjórn John Carpenters. í haust eru væntanlegar myndirnar „The Crow 2“, „Last Man Standing“ með Bruce Willis og Eyja dr. Moreau í leik- stjórn John Frankenhei- mers. í BÍÓ 6.000 sáu Bráðan bana Hver er framtíó þessara kallaf DOPHA USARNIR EINHVER besta myndin í kvikmyndahúsunum í Reykjavík undanfarnar vik- urnar er skoska myndin Trufluð tilvera eða „Train- spotting“ eins og hún heitir á frummálinu. Myndin hefur vakið verðskuldaða athygli hér heima og hlotið mjög góða aðsókn. Næstum 10.000 manns hafa séð hana, sem hlýtur að teljast gott á skoska mynd hérlend- is. í Bretlandi hefur hún verið feikilega vinsæl og auðvitað vakið mun meiri athygli og harkalegri við- brögð og þar er spurt í rit- stjórnargreinum hvort ástandið sé virkilega eins slæmt á meðal dóphausanna í Skotlandi og myndin lýsir. Kvikmyndina gerir ungur og upprennandi leik- stjóri á Bretlandseyjum, Danny Boyle að nafni, en hann gerði spennutryllinn „Shallow Grave“ á undan henni og hefur með aðeins þessum tveimur myndum orðið helsta von breska kvikmyndaiðn- aðarins. Þeim iðnaði veitir sannarlega ekkert af von- arglætu eftir mörg mögur ár. Myndin er skelfilega raunsæ og grámygluleg út- tekt á lífi dópista en ekki laus við svartan húmor, sem á sjálfsagt mikinn þátt í að gera hana eins vinsæla og raun ber vitni. Hópur lítt þekkra leikara fer með hlut- verk nokkurra heroínfíkla í Edinborg sem hata skoska smáborgaralífið en lifa fyrir einn skammt í einu í við- bjóðslegu dópbæli sínu og eru svo útúr heiminum að þau taka ekki eftir því þegar ungbarn eins þeirra deyr á endanum úr vannæringu. Myndin fylgir mest ferðum sögumannsins sem ný stjarna á breska kvikmynda- sviðinu leikur, Ewan McGregor nafni, þar sem hann m.a. reynir að hreinsa sig af fíkninni, á frábæra ræðu um aumingjaskap Skota í samskiptum við Englendinga og virðist á endanum stefna í borgara- legt líferni með þjófstolið fé. McGregor, sem einnig var skemmtilega brattur í „Shallow Grave“, er nú kominn til Hollywood að leika á móti Nick Nolte í spennutryllinum „Nig- htwatch". Hann er 25 ára gamall og þetta er í fyrsta sinn sem hann vinnur í Bandaríkjunum og menn spyija hvort hann eigi eftir að feta í fótspor Gary Old- mans og Tim Roth og vinna alfarið vestra. Öðru máli gegnir um leikstjórann Bo- yle og félaga hans tvo, hand- ritshöfundinn John Hodge og framleiðandann Andrew Macdonald, sem eiga ekki hvað sístan þátt í vinsældum myndanna tveggja. Boyle hefur fengið atvinnutilboð frá Hollywood en hann og félagar hans hafa einsett sér að vinna heima og urðu í raun þjóðhetjur þegar sú til- kynning barst frá þeim. Boyle hafnaði boði um að leikstýra fjórðu Alien-mynd- inni. I stað þess ætlar hann að gera þriðju myndina sem þeir félagamir framleiða og heitir „A Life Less Ordin- ary“ um Ijármálaævintýri Skota nokkurs í Bandaríkj- unum. „Breska pressan gerir mikið úr því að ég skuli fara til Bandaríkjanna að vinna,“ hefur kvikmyndatímarit eft- ir McGregor. „Ég geri það ekki. Og ég ætla ekki að búa þar. Margt gott er að gerst í Bretlandi þessa stundina og ég fer þangað sem vinnu er að fá. Þangað sem góð handrit verða til.“ Hann hef- ur nýlokið við að leika í nýj- ustu mynd Peters Gre- eftir Arnald Indriðason enaways, „The Pillow Book“, og Emmu, sem byggist á sögu Jane Austen. I sumar verður hann á ír- landi að gera „The Serp- ent’s Kiss“. Breska pressan fylgist grannt með þeim félögum því McGregor, Boyle og Macdonald gætu verið mennirnir sem bresku bíó- myndirnar hafa beðið eftir. Synd ef þeir yrðu allir keypt- ir til Hollywood. Á FRAMABRAUT; Ewan McGregor er stórkostlegur í „Train- spotting“ og er þegar farinn að vinna í Holly- wood. Astralski leik- stjórinn Baz Luhrmann („Strickly Ballroom") vinnur nú við gerð nútímalegr- ar kvikmyndaútgáfu af Rómeó og Júlíu eftir William Shake- speare. Tökur fóru fram í Mexíkó en með titilhlutverkin fara Leonardo DiCaprio og Claire Danes. Myndin er látin gerast í óþekkri stór- borg og texti skálds- ins er lagaður að málfari unga fólksins í dag. Rómeó er brattur vel og ekur um á silfurlituðum blæjubíl og Júlía stendur ástfangin úti Luhrmann gerir Rómeó og Júlíu á svölum en dettur svo oní matreiddur svo því leiðist sundlaug. Myndinni er ætlað ekki. Tökurnar gengu ekki að höfða til unga fólksins sem andskotalaust fyrir sig í Mex- sækir mest kvikmyndirnar (kó, vond veður og óhöpp og er Shakespeare greinilega töfðu fýrir framleiðslunni. Eólk MÆvintýrið um Gosa og lyganefið hans hefur verið kvikmyndað undir stjórn Steven Barron sem áður gerði myndirnar um stökkbreyttu ninja-skjald- bökurnar. Gosi sjálfur er í brúðulíki en leikarar af holdi og blóði leika á móti honum, m.a. Martin Landau, sem leikur smið- inn, og Genevieve Bu- jold. MÍ nýjustu mynd sinni leikur Ray Liotta fjölda- morðingja á móti Lauren Holly undir leikstjórn Robert Butlers. Myndin heitir „Turbulence" og fer mikill hluti hennar fram í flugvél þar sem fjöldamorðinginn Liotta og flugþernan Holly beij- ast upp á líf og dauða. ★ Breski leikarinn David Thewlis er einn af þeim sem farinn er að leika æ meira í Hollywoodmynd- um, að því er virðist þvert gegn sínum vilja. „Þegar ég kom út af Vatnaveröld sór ég þess dýran eið að vinna aldrei aftur í Holly- wood. Fjórum vikum seinna var ég staddur uppi á kletti úti á reginhafi,“ er haft eftir honum. Nýja Hollywoodmyndin hans er Eyja dr. Moreaus sem John Frankenheimer gerir en Marlon Brando fer með eitt aðalhlutverk- anna. MKvikmyndaleikur er eitt af áhugamálum körfu- boltaleikarans Shaquille O’Neal en ný mynd með honum verður bráðlega frumsýnd vestra og heitir hún „Kazaam“. Eftir lýs- ingunni að dæma er hér dæmigert þrjúbíó á ferð- inni.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.