Morgunblaðið - 17.07.1996, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 17.07.1996, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR MIÐVIKUDAGUR 17. JÚLÍ 1996 31 Kjaranefnd hefur lokið við að úrskurða um laun embættismanna Laun ríkisforstjóra hækka um rúmlega 6% KJARANEFND hefur lokið við að úrskurða um laun starfsmanna ríkisins sem heyra undir nefndina. Einungis er eftir að úrskurða um laun skólastjóra, en kjaranefnd var nýlega falið að ákveða þeim laun, og embættismanna sem nefndinni hefur verið gert að úr- skurða laun samkvæmt nýjum lögum um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna. Kjaranefnd starfar allt árið. Þær ákvarðanir sem hér eru birt- ar voru teknar frá desember á síðasta ári til 30. júní sl. Guðrún Zoéga, formaður kjaranefndar, sagði að nefndin hefði tekið ákvörðun um að draga úr greiðsl- um vegna nefndarstarfa og ýms- um öðrum aukagreiðslum. í nokkrum tilvikum hefðu föst laun verið hækkuð og föst yfirvinna lækkuð á móti. Hún sagði að nefndin hefði leitast við að auka samræmi í launum forstöðu- manna ríkisstofnana. í heildina fæli þessi breyting í sér hækkun á launum um rúm 6% þegar laun presta væru ekki talin með, en þau hækka um rúm 9%. Fastri yfirvinnu breytt í einingagreiðslur Kjaranefnd tók ákvörðun um að fella niður fasta yfirvinnu ráðuneytisstjóra og taka upp ein- ingagreiðslur, en þær eru 1% af launaflokki 127. Guðrún segist gera ráð fyrir því að kjaranefnd muni í framtíðinni breyta fastri yfirvinnu annarra starfsmanna, sem undir nefndina heyra, í ein- ingagreiðslur. Munurinn á þessu tvennu felst m.a. í því að ríkið þarf ekki að greiða orlof af ein- ingagreiðslum eins og fastri yfir- vinnu. Guðrún segist gera ráð fyrir að kjaranefnd taki ákvörðun um laun skólastjóra í september, en ákvörðunin muni miðast við 1. ágúst. Ákvarðanir um laun þeirra sem fluttir voru til kjaranefndar með lögunum um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna verði teknar um áramót. Yfirlit yfir úrskurði kjaranefndar fram til 30. júní 1996 Yfirlitið er í launaflokkaröð. í því koma fram mánaðarlaun, yfir- vinna og einingar sem úrskurðað hefur verið um. Launaflokkur lxx er grunn- flokkur, launaflokkur 2xx er grunnflokkur með 4,17% álagi vegna 6 ára ráðningar, launa- flokkur 3xx er grunnflokkur með 5% álagi vegna 5 ára ráðningar og launaflokkur 4xx er grunn- flokkur með 6,25% álagi vegna 4 ára ráðningar. Yfirvinna er 1,0385% af mánaðarlaunum hverju sinni og einingargreiðslur sem greiddar eru ráðuneytisstjórum eru 1% af launaflokki 127. Yfirvinna sýslumanna er tví- þætt. Annars vegar er föst yfir- vinna sem er 18 til 32 stundir á mánuði. Hins vegar er breytileg yfirvinna samkvæmt innheimtu- árangri og er hún á bilinu 18 til 42 stundir á mánuði. Þá er yfir- vinna sendiherra allt frá því að vera engin til 45 stunda á mánuði. Um frekari greiðslur er ekki að ræða nema kjaranefnd úr- skurði um það sérstaklega. Lfl. Mán Starfsheiti Föst breytil. Fjöldi Iaun kr. yfirv. yfirv. eininga 104 117.458 Sóknarprestur, sem þjónar færri en 1000 sóknarb. 28 104 117.458 Sóknarprestur, sem þjónar 1000-2000 sóknarb. 30 105 121.569 Sóknarprestur, sem þjónar 2000-4000 sóknarb. 30 105 121.569 Sóknarprestur, sem þjónar fleiri en 4000 sóknarb. 35 106 125.824 Sérþjónustuprestur 35 106 125.824 Prófastur, færri en 2000 sóknarbörn 36 107 130.228 Prófastur, fleiri en 2000 sóknarbörn 38 107 130.228 Prófastar Reykjavíkur og Kjalarnesprófastd. 40 118 190.130 Forstjóri Einkaleyfastofu 30 418 202.013 Framkvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitar íslands 35 119 196.785 Brunamálastjóri 20 Húsameistari ríkisins 0 Veiðimálastjóri 30 319 206.624 Forstöðumaður Landmælinga 25 419 209.084 Framkvæmdastjóri Hollustuverndar ríkisins 25 120 203.672 Forstjóri Fasteignamats ríkisins 40 Forstjóri Fríhafnar Keflavíkurflugvelli 25 Forstjóri Rafmagnseftirlits ríkisins 30 Forstjóri Vátryggingaeftirlitsins 35 Forstjóri Vinnueftirlits ríkisins 40 N ámsgagnastjóri 25 . Ríkisféhirðir 35 Saksóknarar 25 Skipulagsstjóri ríkisins 35 Sýslumaður 1 18 18-42 Tollgæslustjóri 25 Þjóðminjavörður 35 Þjóðskjalavörður 30 220 212.165 yfirskattanefndarmenn 40 320 213.856 Forstjóri Barnaverndarstofu 25 Forstjóri Náttúrufræðistofnunar íslands 33 Forstöðumaður Listasafns íslands 35 121 210.801 Flugvallarstjóri í Keflavík 35 Forstjóri Fangelsismálastofnunar 40 Forstjóri Rannsóknastofnunar bygg.iðnaðarins 30 Forstjóri Rannsóknarstofnunar fiskiðnaðarins 35 Forstjóri Rannsóknastofnunar landbúnaðarins 30 Landgræðslustjóri 30 Rektor Kennaraháskóla íslands 30 Rektor Tækniskóla íslands 20 Skattstjórinn á Austurlandi 40 Skattstjórinn á Norðurlandi vestra 40 Skattstjórinn á Suðurlandi 40 Skattstjórinn á Vestfjörðum 40 Skattstjórinn í Vestmannaeyjum 40 Skógræktarstjóri 30 Vígslubiskupinn á Hólum 8 Vígslubiskupinn í Skálholti 16 221 219.591 Landsbókavörður 30 321 221.341 Rektor Háskólans á Akureyri 25 Veðurstofustjóri 30 421 223.976 Forstjóri Iðntæknistofnunar 35 Forstjóri Ríkiskaupa 40 122 218.179 Fiskistofustjóri 35 Forsetaritari 40 Forstjóri Framkvæmdasýslunnar 45 Forstjóri Samkeppnisstofnunar 35 Orkumálastjóri 30 Sendiherrar 0-45 Skattstjórinn á Norðurlandi eystra 40 Skattstjórinn á Reykjanesi 45 Skattstjórinn í Reykjavík 45 Sýslumaður 2 18-30 22-42 Sýslumaðurinn á Keflavíkurflugvelli 40 Ríkisbókari 40 Ríkistollstjóri 45 V araríkissaksóknari 35 222 227.277 Yfírdýralæknir 35 322 229.088 Forstjóri Hafrannsóknastofnunar 40 Vita- og hafnamálastjóri 40 422 231.815 Framkvæmdastjóri Lánasjóðs ísl. námsmanna 45 Þjóðieikhússtjóri 45 123 225.815 Flugmálastjóri 45 Forstjóri Áfengis- ogtóbaksversl. ríkisins 47 Framkvæmdastjóri Húsnæðisstofnunar rikisins 45 223 235.231 Formaður yfirskattanefndar 45 124 233.719 Forstjóri Landhelgisgæslu 45 Forstjóri Tryggingastofnunar ríkisins 47 Landlæknir 30 Póst- og símamálastjóri 47 Rektor Háskóla íslands 47 Skattarannsóknarstjóri 47 Sýslumaður 3 30-32 22-41 Útvarpsstjóri 40 Vegamálastjóri 40 125 24,1.899 Forstjóri ríkisspítala 47 Lögreglustjórinn í Reykjavík 47 Rafmagnsveitustjóri ríkisins 47 Rannsóknarlögreglustjóri 47 Ríkislögmaður 45 Ríkisskattstjóri 47 Sýslumaðurinn í Reykjavík 47 Tollstjórinn í Reykjavík 36 30 128 268.197 Hagstofustjóri 45 ein. Ráðuneytisstjórar 45ein. 129 277.584 Ráðuneytisstjóri forsætisráðuneytis 55 ein. Sumarhátíð SÁÁ í Galta- lækjarskógi SUMARHÁTÍÐIN „Úlfaldinn ’96“ verður haldin í Galtalækj- arskógi helgina 19.-21. júlí næstkomandi,' „Úlfaldinn” er opinn öllum sem vilja njóta úti- veru og félagsskapar án vímu- efna. Þetta er í þriðja skipti sem félagar SÁÁ standa að þessari útihátíð. „Úlfaldinn ’96“ er haldinn á útivistarsvæði templara í Galtalækjarskógi og er hátíðin miðuð við aila fjölskylduna. Kristján Kristjánsson, öðru nafni KK, Ellen Kristjánsdóttir og félagar leika fyrir dansi og einnig koma fram Bjarni Ara og Ruth Reginalds. Aðgangseyrir er 2.500 kr. en ókeypis er fyrir börn 13 ára og yngri í fylgd með foreldrum. Svæðið verður opnað kl. 18 föstudaginn 19. júlí og rútuferð verður á vegum SÁÁ þann sama dag. „Dauðinn og eilífðin“ MIÐVIKUDAGINN 17. júlí verður haldin fyrsta kvöldvaka sumarsins í safnaðarheimili Hafnarfjarðarkirkju. Umræðu- efni kvöldsins er dauðinn og það sem bíður handan hans samkvæmt kenningum hinna ýmsu trúarbragða heimsins. Verður litið á kenningar hindú- ismans, búddismans, íslam og gyðingdóms og þær bornar saman við kristna trú. Einnig verður litið á japanskan átrún- að. Sr. Þórhallur Heimisson annast kynningu á efni kvöld- vökunnar og stýrir umræðum. Allir eru velkomnir. Kvöldvak- an hefst kl. 20. Næsta kvöld- vaka verður miðvikudaginn 24. júli og mun snúast um sam- skipti íslam og kristinnar trúar fyrr og nú. Hafnar- gönguhópur út á Nes HAFNARGÖNGUHÓPUR- INN fer í kvöld, miðvikudag 17. júlí, í gönguferð frá Val- húsahæð út í Gróttu og þaðan með ströndinni niður á höfn. Mæting er við Hafnarhúsið klukkan 20 og verður farið með SVR út á Nes. Einnig er hægt að mæta á Valhúsahæð klukkan 20.45. Á leiðinni verð- ur litið inn hjá Siglingamála- stofnun. Þá verður kynnt fyrir- huguð gönguferð hópsins laugardaginn 20. júlí, Hafnar- daginn. LEIÐRÉTT Rangur myndatexti MYNDATEXTI með grein um brautryðjendarannsóknir á jarðskorpu ís- lands og heita reitnum undir landinu sem birtist í Morg- unblaðinu í gær, þriðju- dag, misritað- ist.^ Á myndinni sátu tveir Inpi Þ. menn dr. Ingi Bjaraason Þ. Bjarnason jarðeðlisfræðing- ur og Lárus Helgason bóndi og ranghermt var að Lárus væri til vinstri á myndinni. Morgunblaðið biðst velvirðing- ar á mistökunum en meðfylgj- andi er mynd af dr. Inga, aðal- viðmælanda blaðsins í grein- inni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.