Morgunblaðið - 18.07.1996, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 18.07.1996, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 18. JÚLÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Morgunblaðið/Kristján Dótakassinn opnaður DÓTAKASSINN, sem er ný leik- fangaverslun hefur verið opnaður í Kaupvangsstræti 1, nýju húsi í miðbæ Akureyrar. Það eru hjónin Helga Þórðar- dóttir og Karl Jónsson sem eiga og reka Dótakassann, en fyrir eiga þau einnig verslunina Dóta- búðina í verslunarmiðstöðinni Sunnuhlíð. í Dótakassanum er áhersla lögð á að bjóða fjölbreytt úrval leik- fanga fyrir börn á öllum aldri. Verslunin er opin frá kl. 10 til 18 virka daga og á laugardögum frákl. lOtil 16. Á myndinni eru þær Eydís Arna Karlsdóttir og Agnes Arnardóttir verslunarstjóri í Dótakassanum. Morgunblaðið/Berglind H. Helgadóttir Prjónaði lopapeysu í blíðunni EINSTÖK veðurblíða hefur ríkt á norðan- og austanverðu land- inu síðustu daga. Hún Elínborg sem býr í Reykjavík lagði leið sína yfir Sprengisand og tjaldaði á tjaldstæðinu á Akureyri þar sem hún naut sólarinnar um leið og hún prjónaði lopapeysu af kappi. Elínborg ætlar að pijóna lopapeysur á fjölskyldu systur sinnar sem er nýflutt til íslands eftir fimmtán ára dvöl í Kenýa. Nýir eigendur taka við rekstri Foldu hf. Bærinn hefur tapað 62 milljónum í fyrirtækinu 10.000 KRÓNA AFSLÁTTUR GRAM KF-355E kæliskápur með lúxusinnréttingu 334 lítra 2ja hurða kæliskápur með 272 I. kæli og 62 I. frysti. HxBxD = 174,2 x59,5 x 60,1 cm. Verð áður 79.990,- NÚ AÐEINS 69.990,- st9r. /Fúnix HÁTÚNI6A REYKJAVÍK SÍMI 552 4420 MÁLEFNI ullarfyrirtækisins Foldu hf. komu til umræðu á fundi bæjar- stjórnar Akureyrar í vikunni. Jakob Björnsson bæjarstjóri sagðist líta svo á að fjármunir bæjarins í fyrirtækinu væru tapaðir og það væru vissulega vonbrigði. Undir það tók Sigurður J. Sigurðsson, Sjálfstæðisflokki. Framkvæmdasjóður Akureyrar af- skrifaði 37 milljónir króna í Foldu á síðasta ári en keypti aftur hlutabréf fyrir 25 milljónir króna og átti 35,7% hlut í fyrirtækinu. Sjóðurinn hefur því tapað um 62 milljónum króna og aðrir aðilar sem að fyrirtækinu komu við endurreisn þess fyrir rúmu einu og hálfu ári hafa einnig tapað umtalsverðum fjármunum. Á síðasta ári var rekstrartáp Foldu rúmar 30 milljónir króna, sam- kvæmt heimildum Morgunblaðsins. Heildarvelta fyrirtækisins var tæpar (^0j Hótel Oi Harpa Akureyri Gisting við allra hæfi. Þii velur: Fjörið í miðbænum. Friðsældina í Kjarnaskógi eða lága verðið á gistiheimilinu Gulu villunni gegnt sundlauginni. Sími 461 1400. 270 milljónir króna og var heldur minni en áætlanir gerðu ráð fyrir. Eins og fram hefur komið hafa nýir aðilar tekið við rekstri fyrirtækisins, en auk Framkvæmdasjóðs var Regin hf., eignarhaldsfélag Landsbankans stærsti hluthafinn. Einnig kom Burðarás hf., dótturfyrirtæki Eim- skips hf., inn í reksturinn við endur- reisn þess. Með þátttöku sinni í endurreisn- inni var Framkvæmdasjóður að tryggja störf í ullariðnaði í bænum, Regin að tryggja fjármuni bahkans og Burðarás kom inn í reksturinn í tengslum við SH-málið svokallaða og tengdist söiumálum á afurðum Útgerðarfélags Akureyringa hf. Við endurreisn Foldu voru starfs- menn rétt innan við 100 talsins en eru í dag rétt innan við 70. Ýmis- legt hefur verið gert til þess að b.æta rekstrarskilyrði fyrirtækisins og margt bendir til þess að bjartara sé framundan hjá hinum nýju eig- endum, hlutafélaginu Vopna, sem er í eigu sömu aðila og eiga Sjó- klæðagerðina og hlutafélagsins Dropa, sem er í eigu þriggja starfs- manna Foldu. Jakob Björnsson bæjarstjóri sagði á fundi bæjarstjórnar að hinir nýju eigendur væru traustir aðilar og því væru aðstæður fyrir hendi til að ná aukinni veltu og tryggja þar með framtíð fyrirtækisins. Sigurður J. Sigurðsson sagði mikilvægt að halda rekstri fyrirtækisins áfram með breyttri eignaraðild. Gengi það eftir væri óvíst að þeir fjármunir sem bærinn hefur lagt í fyrirtækið töpuð- ust og þeir gætu skilað sér til baka á annan hátt. Hettumávur á grillið ÖKUMENN verða oft fyrir því að aka á fugla ekki síður en sauðfé á ferðum sínum um þjóð- vegi landsins og jafnvel í þétt- býli. Þetta getur oft truflað öku- menn, skapað hættu og jafnvel valdið skemmdum á bílunum. Ljósmyndari Morgunblaðsins rakst á bíl frá Gámaþjónustu Norðurlands sem hafði ekið á hettumáv og hafði fuglinn stung- ist í gegnum grillið og lá með útbreidda vængi niður með vatnskassanum. Qlafsfjörður Þriðja gönguferð sumarsins ÞRIÐJA ferð skipulegra gönguferða Skíðadeildar Leifturs og Ferðamálaráðs Ólafsfjarðar verður farin næstkomandi laugardag, 20. júlí. Verður að þessu sinni geng- in leiðin Sandskarð - Olafs- fjarðarskarð - Sandskarð. Sandskarð er skarð í Skeggja- brekkudal, sem gengið er um þegar farið er til Fljóta, eða gengin Botnaleið til Héðins- fjarðar og Siglufjarðar. Geng- ið verður á fjallseggjum að Ólafsfjarðarskarði, en það er skarð í Kvíabekkjardal, sem gengið er yfir þegar farið er til Fljóta. Þetta er ekki mjög erfið ferð og er útsýni mjög fagurt á þessari gönguleið. Mæting er við gömlu borholurnar í Skeggjabrekkudal kl. 11. Aðalheiður sýnir í Galleríi AllraHanda SÝNING á verkum Aðalheiðar S. Eysteinsdóttur verður opn- uð í Galleríi AllraHanda í Grófargili á morgun, föstu- daginn 19. júlí. Sýningin er innsetning og eins konar „landslagsmynd". Aðalheiður er Siglfirðingur, fædd árið 1963. Hún út- skrifaðist úr Myndlistaskólan- um á Akureyri 1993. Þetta er þriðja einkasýning hennar, en auk þess hafur hún tekið þátt í samsýningum norðan og sunnan heiða. Sýningin er opin á sama tíma og galleríið, frá 10 til 12 og 14 til 18 og stendur fram til 2. ágúst næstkom- andi. Engin boðskort eru send út vegna sýningarinnar en allir velkomnir. A valdi örlaganna Á Túborgdjassi Listasumars og Café Karolínu í kvöld, fimmtudagskvöldið 18. júlí kemur fram hljómsveitin Á vakli örlaganna. í henni eru þeir Óskar Guð- jónsson, Tómas R. Einarsson og Matthías M.D. Hemstok. Hljómsveitin var stofnuð síð- asta vor, en þeir félagar hafa áður leikið saman. Tónleikarn- ir heíjast kl. 21.30 og er að- gangur ókeypis. Hvítasunnukirkjan Tónlistar- og leikhópur í heimsókn TÓNLISTAR- og leikhópur verður í heimsókn í Hvíta- sunnukirkjunni á Akureyri á fimmtudag og föstudag, 18. og 19. júlí. í hópnum eru 17 ungmenni frá Kansas. Samkoma verður í Hvíta- sunnukirkjunni í kvöld, fimmtudagskvöld og annað kvöld verða þar kröftugir tón- leikar. Dagskráin hefst kl. 20.30 bæði kvöldin, en húsið verður opnað kl. 20. Allir eru velkomnir og er aðgangur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.