Morgunblaðið - 18.07.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 18.07.1996, Blaðsíða 1
72 SIÐUR B/C mmnttffiMfe STOFNAÐ 1913 161.TBL.84.ARG. FIMMTUDAGUR 18. JULI1996 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Gripið til „neyðaraðgerða" eftir tilræði í Ukraínu Segja öfgamenn ógna sjálfstæði landsins Kiev. Reuter. RÁÐAMENN í Úkraínu hafa ákveðið að grípa til „neyðarað- gerða" til að tryggja öryggi lands- ins eftir að reynt var að ráða Pavlo Lazarenko forsætisráðherra af dögum í fyrradag. Kváðu þeir kommúnista og bandamenn þeirra, þjóðernisöfgamenn og glæpasam- tök, stefna sjálfstæði landsins í hættu. Volodymir Horbulin, formaður Þjóðaröryggisráðs Úkraínu, sagði að efnt yrði til skyndifundar í ráð- inu til að ræða aðgerðirnar. Ráð- gert væri meðal annars að víkja embættismönnum frá, herða eftiríit með notkun ríkisfjármuna og auka öryggisviðbúnað tii að vernda æðstu embættismenn landsins. Kjarninn snýst hraðar New York. Keuter. VÍSINDAMENN við Columb- ia-háskóla í New York hafa leitt í ljós með mælingum á jarðskjálftabylgjum, að hinn efnisfasti innri kjarni jarðar, sem er úr járni og á stærð við tunglið, snýst hraðar en jörðin. Greint er frá uppgötvuninni í vikuritinu Nature í gær. Víst þykir að hún muni auka skiln- ing á alheiminum og leiða til nýrra rannsókna sem útskýrt gætu breytingar á segulsviði jarðar. Einnig mun uppgötvunin gefa vísbendingar um hitastig í miðju jarðar og hitaflæði í jörðinni, sem leiðir til jarðhniks eða plötuhreyfinga á yfirborð- inu. Þær hreyfingar valda landreki og jarðskjálftum og myndun fjalla og hafsvæða. Jarðarkjarninn er tveimur þriðju úr sekúndu fljótari að Ijúka heilum snúningi en jörðin. Það jafngildir því að hann fari fjórðungi úr snúningi fram úr jörðinni á 100 árum sem telst mikill hraði í jarðvísindum. Christopher ræðir Kúbu Washington. Reuter. WARREN Christopher, utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, sagði í gærkvöldi að ýmsir bandamenn Bandaríkjamanna hefðu sagst fúsir til samvinnu um að beita stjórn Kúbu þrýstingi til að hún virti mann- réttindi og tæki upp lýðræði. Christopher kvaðst hafa rætt við sjö utanríkisráðherra, sem allir vildu „taka þátt í þessu . . . Ég held að í því felist skuldbinding". ¦ Geta brotið/22 „Ég get ekki sagt að þetta sé neyðarástand en gripið verður til neyðaraðgerða. Við stöndum nú frammi fyrir alvarlegri ógnun við öryggi landsins," sagði Horbulin. „Verkefnið sem við eigum fyrír höndum er ekki auðvelt. En ef við tökum ekki á þessu vandamáli get ég ekki verið viss um að hægt verði að tala um Úkraínu sem sjálfstætt ríki í haust." Vuja uppræta vopnaða hópa Horbulin sagði að úkraínskir ráðamenn yrðu að gera ráðstafanir til að uppræta vopnaða hópa stjórnarandstæðinga. Hann sagði að ekki yrði þó gripið til aðgerða sem græfu undan prentfrelsinu eða öðrum mannrétt- indum. Lazarenko forsætisráðherra slapp ómeiddur þegar fjarstýrð sprengja sprakk á vegi nálægt flug- vellinum í Kíev í þann mund sem hann ók hjá á leið til náma í Don- bass, þar sem um 200.000 náma- menn hafa verið í verkfalli. Ráð- herrann sagði „glæpamenn" úr röð- um stjórnarandstæðinga, sem legð- ust gegn áformum stjórnarinnar um að loka gömlum námum, hafa staðið fyrir sprengjutilræðinu. . Júrí Kravtsjenko innanríkisráð- herra sagði að 3.000 lögreglumenn væru að leita að tilræðismönnun- um, þeirra á meðal 500 óeirðalög- reglumenn í Kíev einni. Reuter ÖLDRUÐ kona í þorpinu Shalazi í Tsjetsjný'u bendir á hús sitt sem hún segir að rússneskar herþyrlur hafi eyðilagt. Tsjetsjenar bera Rússa þungum sökum Sagðir ráðast á friðsöm þorp Reuter Moskvu. Reuter. TALSMENN aðskilnaðarsinna í Tsjetsjníju sökuðu í gær rússneska herinn um að hafa gert árásir á fjölda friðsamra sveitaþorpa með þungavopnum og þyrlum undan- farna daga. Heimildarmenn í hérað- inu skýrðu frá vaxandi ókyrrð og andúð á rússneska herliðinu. Víktor Tsjernomýrdín, forsætis- ráðherra Rússlands, sagði í gær að árásir uppreisnarmanna væru orsök þess að friðarviðræður færu ávallt út um þúfur. Hann tók þátt í fundi nefndar sem fjallar um málefni Tsjetsjníju, en í henni sitja margir helstu ráðamenn Rússlands og full- trúar stjómar sem Rússar hafa komið á fót í Kákasushéraðinu. Niðurstaða fundarins varð sú að halda bæri áfram friðarumleitunum en Tsjernomýrdín sagði að um víta- hring væri að ræða. Uppreisnar- menn brytu stöðugt ákvæði friðar- samninga, sem Borís Jeltsín forseti gerði í maí við Zelímkhan Jand- arbíjev, leiðtoga uppreisnarmanna, og réðust á herflokka Rússa. Tsjetsjenar segja að Rússar standi ekki við fyrirheit um að flytja herliðið á brott frá héraðinu. ¦ Varar við upplausn/20 Flóttamenn frá A-Tímor mótmæla TUTTUGU ár eru liðin frá því að Austur-Tímor var innlimað í Indónesíu og i gær var haldið upp á svokallaðan „samrunadag" í Dili, höfuðborg Austur-Tímor. Engar fregnir bárust af mótmæl- um þar. Austur-Tímor var portú- gölsk nýlenda til 1975. Indónesísk st jórn völd sendu herlið þangað í desember sama ár og rúmu hálfu ári síðar var landið innlimað í Indónesíu. Hafði þá öll mótspyrna verið brotin á bak aftur með mikl- um blóðsúthellingum. Flóttamenn frá Austur-Tímor sjást hér mótmæla á torgi einu í Lissabon í Portúgal og brenna vörur frá Indónesíu. Árásir múslima á Bosníu- Serba færast í aukana Sarajevo. Reuter. TALSMAÐUR Sameinuðu þjóðanna í Bosníu sagði i gær að árásir músl- ima á Bosníu-Serba í Sarajevo hefðu færst í aukana og að stjórn lands- ins, sem er að mestu skipuð múslim- um, gerði ekkert til þess að veita fólkinu vernd. Um 50.000 Serbar flúðu þau hverfi Sarajevo, sem þeir höfðu búið í þar til múslimar og Króatar tóku yfir stjórn borgarinnar samkvæmt ákvæði Dayton-friðarsamkomulags- ins í vetur. Á milli 8.000 og 10.000 manns ákváðu hins vegar að vera um kyrrt þar sem stjórnvöld lofuðu því að þeim yrði vel tekið í hinni fjölþjóðlegu Bosníu sem reisa ætti úr rústum þriggja ára styrjaldar. Ekki leíð á Iöngu þar til múslimar hófu að flytja inn í hverfi Serba í Sarajevo og ofbeldi í garð þeirra sem eftir sátu jókst enda margir músli- manna fullir haturs og beiskju í garð Serba. Hafa hús þeirra og kirkj- ur verið brennd, Serbum hótað lífl- áti, ógnað með sífelldri skothríð og grafir vanhelgaðar. Löggæslumenn SÞ hafa aukið eftirlit í hverfum Serba og hvað eft- ir annað kvartað við bosnísk stjórn- völd vegna ofsóknanna. Segist tals- maður SÞ telja að bosnísk stjórn- völd „geri alls ekkert í málinu". Þá hafa SÞ sagt frá dæmi um að múslimar séu að styrkja varnir þorpa sem þeir hafí átt að afhenda Serbum í mars samkvæmt friðarsamkomu- laginu. Um er að ræða þorpið Dugi Dio, þar sem grafnar hafa verið skotgrafir, vegatálmar reistir og hús víggirt. Sögðu eftirlitsmenn SÞ að um helmingi fleiri karlmenn á her- skyldualdri væru í þorpinu en þar hefðu búið fyrir stríð. Serbar hafa ekki gert tilraun til að snúa aftur til Dugi Dio. ¦ Segir niðurstöðu/22
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.