Morgunblaðið - 18.07.1996, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 18.07.1996, Blaðsíða 56
OPIN KERFI HF. Sími: 567 1000 Ijp Vectra K <o> 03> ,45/400 er... ...mest selda fjölnotenda viðskiptatölvan í dag MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN I, 103 REYKJAVÍK, SÍMI S69 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL@CENTRUM.IS / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 FIMMTUDAGUR 18. JÚLÍ 1996 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Veiðar í Smugunni Rússar vildu að skipin færu ekki Miklar augnrann- sóknir að hefjast Hyggjast rannsaka 1500 manns EMBÆTTISMENN rússneska sjáv- arútvegsráðsins í Moskvu fóru í síð- asta mánuði óformlega fram á það við íslenzka embættismenn að því yrði komið til leiðar að íslenzkir tog- arar færu ekki í Smuguna í Barents- hafí í sumar nema samkomulag næðist áður i deilunni um veiðar Islendinga þar. Gefíð var í skyn að veiðar Islendinga í Smugunni án samkomulags gætu haft slæm áhrif á samskipti rílqanna. Tilmæli til útgerða um að selja íslendingum ekki fisk Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins ítrekuðu starfsmenn rúss- neska sendiráðsins í Reykjavík til- mæli í þessa átt og gengu eftir svari, en fengu þau svör hjá ís- lenzkum stjórnvöldum að hvorki væri samkomulag í sjónmáli né lagagrundvöllur til að stöðva fiski- skip. Sjávarútvegsráðið í Moskvu hef- ur, samkvæmt upplýsingum blaðs- ins, sent útgerðum í Múrmansk tilmæli um að fari veiðar íslenzku skipanna í Smugunni að bera árangur verði tekið fyrir fisksölu til Islands. Fordæmi eru fyrir skeytasendingum af þessu tagi og hafa útgerðirnar ekki alltaf farið að tilmælum sjávarútvegsráðsins. Enn hefur ekki borið á því að framboð á fiski frá Rússlandi fari minnkandi. Fiskkaupendur og ís- lenzk stjórnvöld hafa hins vegar áhyggjur af viðbrögðum Rússa, fari veiðin að glæðast í Smugunni. ■ Áhyggjur af viðbrögðum/6 Nýjar kartöfl- urá99 krónur kílóið VERÐIÐ á nýjum íslenskum kartöflum fer lækkandi. Neyt- endur geta keypt kílóið af þeim á 99 krónur í dag, en undanfarið hefur kílóið verið selt á hátt á þriðja hundrað króna. Islenskir framleiðendur anna hinsvegar ekki eftirspurn þessa dagana og eru erlendar kartöfl- ur hátt tollaðar. ■ Háir tollar á/bls 16 UMFANGSMIKLAR augnrann- sóknir hefjast hér á landi í næstu viku þegar sendir verða út spurn- ingalistar til ijölda fólks, en stefnt er að því að rannsaka 1500 manns fyrri hluta september. Ætlunin er að kanna skýmyndun á augasteini og verða notuð til þess háþróuð tæki frá Japan. Friðbert Jónasson, yfirlæknir á augndeild Sjúkrahúss Reykjavíkur, stjórnar rannsókninni og sagði hann að rannsóknin hér á landi væri þátt- ur í verkefni, sem verið væri að vinna um allan heim. „Við erum stærsti aðilinn í Evrópu í þeirri rannsókn, sem gerð er með há- tæknibúnaði," sagði Friðbert. Umræddur búnaður er mjög verðmætur. Þtjú eintök af mikil- vægasta tækinu, sem notað er til að taka eins konar sneiðmyndir af auganu, verða flutt hingað til lands í tilefni af rannsókninni, en að sögn Friðberts er aðeins eitt slíkt tæki á öllum Norðurlöndum. Rannsóknin er gerð að frumkvæði Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, en fjármagn til hennar kemur frá ýms- um aðiljum, bæði hérlendis og er- lendis. Að sögn Friðberts er ský- myndun á augasteini helsta ástæða skurðaðgerða á öldruðum um þessar mundir. Ætlunin er að nota tækifær- ið og kanna einnig gláku og elli- hrömun i augnbotnum. „Við munum því skoða alla þá þijá sjúkdóma, sem oftast valda sjónsdepru og blindu hjá íslending- um 50 ára og eldri,“ sagði Friðbert. ■ Kanna skýmyndun/8 Morgunblaðið/RAX * Islenskir kálfar á sýningu í Danmörku TÓLF kálfar fara í dag um borð í skip og er ferðinni heitið til Danmerkur. Þar verða þeir hafðir til sýnis í jámaldargarði sem brátt verður opnaður við Ribe á Jót- landi. Að sögn Kristjáns Finnssonar, bónda á Gijóteyri í Kjós, var hann með skömmum fyrirvara beðinn að útvega skepnurnar fyrir milli- göngu Gunnars Þorkelssonar, dýralæknis á Klaustri. Ástæða þess að gripir em fengnir héðan í stað þess að nota dönsk dýr er sú að íslenski kúa- stofninn er uppranalegri og líkari því sem dýrin voru á járnöld en gripir sem nú lifa í Danmörku. Þroskahjálp mótmælir niðurskurði á þjónustu við fatlaða á Vesturlandi Skammtímavistun verður lögð niður til næstu áramóta Fjármagn til skammtímavistunar nýtt til að rétta af hallarekstur Hlutafélög á V erðbréfaþingi Markaðs- virði hækkar MARKAÐSVIRÐI 31 hluta- félags sem skráð er á Verð- bréfaþingi íslands nemur nú um 75 milljörðum króna og hefur það hækkað um 25 milljarða frá síðustu áramót- um vegna mikilla hækkana á verði hlutabréfa. Þegar lit- ið er aftur til ársbyrjunar 1995 nemur hækkunin á markaðsvirði þeirra 29 fé- laga sem þá voru á markaði, tæpum 39 milljörðum. Við samanburð á þessum tölum þarf að hafa í huga að allmörg hlutafélög hafa boðið út nýtt hlutafé á þessu ári og í fyrra. ■ Markaðsvirði/lb SKAMMTÍMAVISTUN fyrir fatl- aða á Vesturlandi verður lögð nið- ur frá 1. september til áramóta, segir Þorvarður Magnússon gjald- keri Þroskahjálpar á Vesturlandi. Þroskahjálp barst bréf fyrir skömmu þar sem framkvæmda- stjóri Svæðisskrifstofu um mál- efni fatlaðra tilkynnti að skamm- tímavistun í Holti, á Akranesi og Gufuskálum yrði lokað um sinn. Munu þær lokanir spara 3,5 millj- ónir, samkvæmt bréfinu, en í því segir jafnframt að draga verði úr kostnaði við starfsemi fatlaðra á Vesturlandi um sex milljónir. Þroskahjálp fékk hluta hús- næðis á Gufuskálum lánaðan í vetur en með skammtímavistun er átt við þá þjónustu að sækja fatlaða eftir skólatíma og vista til níu á kvöldin virka daga. Einnig eru þeir vistaðir frá fimm á föstu- dögum til sex á sunnudögum til að létta álag á aðstandendum að Þorvarðar sögn. Hann segir einnig að lokunin muni koma harðast niður á 10-12 fötluðum einstakl- ingum og þar af séu 4-5 sem þurfi nauðsynlega að komast á vist- heimili. Skammtímavistunin hafi getað frestað stofnun nýs vistheimilis, sem brýn þörf sé á, því hinir fötl- uðu séu bara heima hjá aðstand- endum yfir blánóttina. Þorvarður segir ennfremur hart, að viðbótarfjármagn, sem fékkst til að kosta skammtíma- vistun, sé nýtt til að rétta halla á rekstri málefnisins í heild. „Við getum ekki annað en mót- mælt því, að skammtímavistun og sumardvöl, sem sjáanlega verður innan ramma þeirra fjárlaga sem ætlað var, sé notuð til að greiða niður umframkostnað annars staðar vegna þessa málefnis." Þorvarður segir að málefni fatl- aðra á Vesturlandi hafi fengið 65 milljónir á síðustu fjárlögum til þess að standa undir rekstri. Þar af eru 12 milljónir ætlaðar til þess að reka skammtímavistun og sum- ardvöl fyrir fatlaða og var kostn- aður vegna þess 24. júní orðinn rúmar fimm milljónir. „Það er fullur vilji fyrir því hjá framkvæmdastjóranum að þrýsta á til að fá meira fjármagn til að sinna þjónustu við fatlaða. Okkur foreldrum finnst hins vegar að skilningur embættismanna á vanda fatlaðra á Vesturlandi, og fleiri stöðum á landsbyggðinni, mætti vera meiri,“ segir Þorvarður. Stjórn Þroskahjálpar á Vestur- landi hefur sent svæðisskrifstof- unni bréf þar sem mótmælt er „harðlega því ábyrgðarleysi sem kemur fram 5 ákvörðun þessari," eins og segir í bréfinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.