Morgunblaðið - 18.07.1996, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 18.07.1996, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 18. JÚLÍ 1996 LAIMDIÐ MORGUNBLAÐIÐ Vika í þ Paris frá kr. W •w 7. ágúst Bókaáu strax Tryggðu þér ótrúlegt kynningartilboð til Parísar 7, og 14. ágúst. Við kynnum nú sértilboð á hreint ótrúlegu verði á Appolinaire hótelinu í hjarta Parísar, þar sem þú getur dvalið við góðan aðbúnað í vikutíma . Gott 3ja stjörnu hótel, öll herbergi með baðherbergi, sjónvarpi og síma. Morgunverður innifalinn. Það jafnast engin borg á við París að sumri til, rómantískasta borg heimsins.. ,„.,29.900 ,„.,23.900 M.v. 3 í herbergi, flug og Flugsæti, 7. og 14. ágúst. gisting, 7. og 14. ágúst. 33.900 Verð kr. M.v. 2 í herbergi, flug og gisting, 7. og 14. ágúst. 21.072 HEIMSFERÐIR Verð kr. Flugsæti, m.v. hjón með 2 böm, 31. júlí, 7. og 14. ágúst. Austurstræti 17,2. hæð. Sími 562 4600. kjarni málsins! # . Morgunblaðið/Bernhard NYI útsýnispallurinn við Hraunfossa er allveglegt mannvirki. Umhverfi Hraunfossa gert aðgengilegt Borgarfirði - Ferðamálaráð hefur um árabil veitt styrki til úrbóta á ferðamannastöðum um allt land og beitt sér í auknu mæli í umhverfis- málum enda eru þau líftaug ferða- þjónustunnar í landi. Á síðastliðnu ári veitti Alþingi aukafjárveitingu til fjölsóttra ferðamannastaða og síðan aftur á þessu ári. Þessar fjárveiting- ar hafa gert Ferðamálaráði kleift að beina sjónum að stærri verkefnum en áður. Vegagerðin gegnir mikilvægu hlutverki í íslenskri ferðaþjónustu. Vegagerðin hefur einnig snúið sér að gerð áningastaða fyrir ferðafólk og sett upp vegleg upplýsingaskilti um allt land. Það réð því engin tilvilj- un því að samstarf hófst með Ferða- málaráði og Vegagerðinni vegna verkefna víða um land m.a. við Krýsuvík, hverasvæðið við Náma- fjall, Goðafoss og svo hér við Hraun- fossa. Við Hraunfossa í Hvítá stefndi í óefni vegna traðks og ógætilegrar umgengni. Samráðsnefnd var sett á laggirnar vorið 1995. Teiknistofa Halldórs Jónssonar sá um hönnun á þeim úrbótum sem þóttu nauðsynleg- ar. Framkvæmdir hófust í haust og var fram haldið á þessu vori. Akveg- ur hefur verið bættur svo og bíla- stæði og göngustígar sem núna eru einnig færir hreyfihömluðu fólki. Nauðsynlegar gróðurbætur hafa ver- ið gerðar, einnig var smíðaður pallur þar sem útsýni yfir fossana er gott en skemmdir á gróðri voru hvað mestar á þeim stað. Helga Haraldsdóttir formaður ferðamálaráðs Akureyrar flutti ávarp af hálfu skipuleggjenda verksins og þakkaði þeim aðilum sem að verkinu komu gott og vel unnið starf, en þeir eru: Vegagerð á Vesturlandi undir stjórn Bjarna Jóhannssonar, Halldór Jónsson landslagsarkitekt og hans fólk, Guðjón Kristjá'nsson, Jó- hannes Þórarinsson og Ormur Þór Kristjánsson frá H.H. Vélaleigu og verktakar auk Vegagerðarinnar þeir Auðunn Hálfdánarson, Bjarni G. Sig- urðsson, Páll Guðnason og Þorsteinn Guðmundsson. Sigurður Jónsson fyrrverandi umhverfisfulltrúi Ferða- málaráðs stóð að undirbúningi verks- ins en Valur Þór Hilmarsson núver- andi umhverfismálafulltrúi hefur haldið utan um það frá því hönnun og framkvæmdir hófust. Halldór Blöndal lýsti skoðun sinni á bættu aðgengi á fjölförnum ferða- mannastöðum og nauðsyn þess að vinna skipulega að þeim málum, lýsti síðan svæðið formlega opnað og bauð viðstöddum í kaffi á Hótel Eddu í Reykholti. Þórunn Reykdal oddviti Háisahrepps þakkað í kaffiboðinu samgöngumálaráðhen-a og Ferða- málaráði og vegagerðinni fyrir þeirra framtak og sagði að öll ferðaþjónusta á svæðinu nyti góðs af þessum úrbót- um við Hraunfossa en þeir hafa verið friðlýst náttúruvætti síðan 1986. Handhók garðeigandans 1996/1997 48 síðna hugmyndabæklingur með vörunum frá BM*Vallá fyrir garðinn þinn. Komdu við eða hringdu í síma 577 4200 (grænt númer 800 4200) og fáðu sent eintak - þér að kostnaðarlausu. Netfang: bmvalla.sala@skima.is BMVALLA Breiðhöfða 3 112 Reykjavík. Tvö skemmtiferða- skip til Húsavíkur Húsavík - Rússneska skemmti- ferðaskipið Ala-Tarasova kom hing- að um síðustu helgi með farþega frá Kanada. Á meðan skipið lá hér fóru farþegar að Goðafossi og skoð- uðu gamla bæinn að Laufási. Þetta er annað skipið sem hér kemur á þessu sumri og'ekki er vitað að þau verði fleiri í ár, en í fyrra komu til Húsavíkur þrjú skemmtiferðaskip. Húsvíkingar benda á að fyrir farþega þessara skipa væri æskilegt að þeir væru settir á land á Húsa- vík og þeim ekið um Reykjahverfi, þar sem þeir gætu fengið hveragos á Hveravöllum. Síðan farið í Mý- vatnssveit og áfram að Goðafossi og Laufási og til Akureyrar, þar sem þeir gætu gengið á skipsfjöl. Með þessu sæju þeir meira af land- inu og ækju ekki eins og nú er frá Akureyri í Mývatnssveit og sömu leið til baka.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.