Morgunblaðið - 18.07.1996, Side 14

Morgunblaðið - 18.07.1996, Side 14
14 FIMMTUDAGUR 18. JÚLÍ 1996 LAIMDIÐ MORGUNBLAÐIÐ Vika í þ Paris frá kr. W •w 7. ágúst Bókaáu strax Tryggðu þér ótrúlegt kynningartilboð til Parísar 7, og 14. ágúst. Við kynnum nú sértilboð á hreint ótrúlegu verði á Appolinaire hótelinu í hjarta Parísar, þar sem þú getur dvalið við góðan aðbúnað í vikutíma . Gott 3ja stjörnu hótel, öll herbergi með baðherbergi, sjónvarpi og síma. Morgunverður innifalinn. Það jafnast engin borg á við París að sumri til, rómantískasta borg heimsins.. ,„.,29.900 ,„.,23.900 M.v. 3 í herbergi, flug og Flugsæti, 7. og 14. ágúst. gisting, 7. og 14. ágúst. 33.900 Verð kr. M.v. 2 í herbergi, flug og gisting, 7. og 14. ágúst. 21.072 HEIMSFERÐIR Verð kr. Flugsæti, m.v. hjón með 2 böm, 31. júlí, 7. og 14. ágúst. Austurstræti 17,2. hæð. Sími 562 4600. kjarni málsins! # . Morgunblaðið/Bernhard NYI útsýnispallurinn við Hraunfossa er allveglegt mannvirki. Umhverfi Hraunfossa gert aðgengilegt Borgarfirði - Ferðamálaráð hefur um árabil veitt styrki til úrbóta á ferðamannastöðum um allt land og beitt sér í auknu mæli í umhverfis- málum enda eru þau líftaug ferða- þjónustunnar í landi. Á síðastliðnu ári veitti Alþingi aukafjárveitingu til fjölsóttra ferðamannastaða og síðan aftur á þessu ári. Þessar fjárveiting- ar hafa gert Ferðamálaráði kleift að beina sjónum að stærri verkefnum en áður. Vegagerðin gegnir mikilvægu hlutverki í íslenskri ferðaþjónustu. Vegagerðin hefur einnig snúið sér að gerð áningastaða fyrir ferðafólk og sett upp vegleg upplýsingaskilti um allt land. Það réð því engin tilvilj- un því að samstarf hófst með Ferða- málaráði og Vegagerðinni vegna verkefna víða um land m.a. við Krýsuvík, hverasvæðið við Náma- fjall, Goðafoss og svo hér við Hraun- fossa. Við Hraunfossa í Hvítá stefndi í óefni vegna traðks og ógætilegrar umgengni. Samráðsnefnd var sett á laggirnar vorið 1995. Teiknistofa Halldórs Jónssonar sá um hönnun á þeim úrbótum sem þóttu nauðsynleg- ar. Framkvæmdir hófust í haust og var fram haldið á þessu vori. Akveg- ur hefur verið bættur svo og bíla- stæði og göngustígar sem núna eru einnig færir hreyfihömluðu fólki. Nauðsynlegar gróðurbætur hafa ver- ið gerðar, einnig var smíðaður pallur þar sem útsýni yfir fossana er gott en skemmdir á gróðri voru hvað mestar á þeim stað. Helga Haraldsdóttir formaður ferðamálaráðs Akureyrar flutti ávarp af hálfu skipuleggjenda verksins og þakkaði þeim aðilum sem að verkinu komu gott og vel unnið starf, en þeir eru: Vegagerð á Vesturlandi undir stjórn Bjarna Jóhannssonar, Halldór Jónsson landslagsarkitekt og hans fólk, Guðjón Kristjá'nsson, Jó- hannes Þórarinsson og Ormur Þór Kristjánsson frá H.H. Vélaleigu og verktakar auk Vegagerðarinnar þeir Auðunn Hálfdánarson, Bjarni G. Sig- urðsson, Páll Guðnason og Þorsteinn Guðmundsson. Sigurður Jónsson fyrrverandi umhverfisfulltrúi Ferða- málaráðs stóð að undirbúningi verks- ins en Valur Þór Hilmarsson núver- andi umhverfismálafulltrúi hefur haldið utan um það frá því hönnun og framkvæmdir hófust. Halldór Blöndal lýsti skoðun sinni á bættu aðgengi á fjölförnum ferða- mannastöðum og nauðsyn þess að vinna skipulega að þeim málum, lýsti síðan svæðið formlega opnað og bauð viðstöddum í kaffi á Hótel Eddu í Reykholti. Þórunn Reykdal oddviti Háisahrepps þakkað í kaffiboðinu samgöngumálaráðhen-a og Ferða- málaráði og vegagerðinni fyrir þeirra framtak og sagði að öll ferðaþjónusta á svæðinu nyti góðs af þessum úrbót- um við Hraunfossa en þeir hafa verið friðlýst náttúruvætti síðan 1986. Handhók garðeigandans 1996/1997 48 síðna hugmyndabæklingur með vörunum frá BM*Vallá fyrir garðinn þinn. Komdu við eða hringdu í síma 577 4200 (grænt númer 800 4200) og fáðu sent eintak - þér að kostnaðarlausu. Netfang: bmvalla.sala@skima.is BMVALLA Breiðhöfða 3 112 Reykjavík. Tvö skemmtiferða- skip til Húsavíkur Húsavík - Rússneska skemmti- ferðaskipið Ala-Tarasova kom hing- að um síðustu helgi með farþega frá Kanada. Á meðan skipið lá hér fóru farþegar að Goðafossi og skoð- uðu gamla bæinn að Laufási. Þetta er annað skipið sem hér kemur á þessu sumri og'ekki er vitað að þau verði fleiri í ár, en í fyrra komu til Húsavíkur þrjú skemmtiferðaskip. Húsvíkingar benda á að fyrir farþega þessara skipa væri æskilegt að þeir væru settir á land á Húsa- vík og þeim ekið um Reykjahverfi, þar sem þeir gætu fengið hveragos á Hveravöllum. Síðan farið í Mý- vatnssveit og áfram að Goðafossi og Laufási og til Akureyrar, þar sem þeir gætu gengið á skipsfjöl. Með þessu sæju þeir meira af land- inu og ækju ekki eins og nú er frá Akureyri í Mývatnssveit og sömu leið til baka.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.