Morgunblaðið - 18.07.1996, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 18.07.1996, Blaðsíða 18
18 FIMMTUDAGUR 18. JÚLÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ Ólafsfjörður Skipulagðar göngxir með skíðadeild Leifturs SKÍÐADEILD Leifturs á Ólafsfirði, efnir í sumar til skipulegra göngu- ferða á hinum ýmsu gönguleiðum í Ólafsfirði í samvinnu við Ferðamála- ráð Ólafsfjarðar. Laugardaginn 20. júlí er áformað að fara frá Sandskarði í Skeggja- brekkudal og um Ólafsfjarðarskarð sem er í Kvíabekkjardal. Laugardag- inn 10. ágúst verður farið upp á Hreppsendasúlur sem eru innst í Ólafsfirði, vestan Fjarðarár. Hrepp- sendasúlur eru með hæstu fjöllum Ólafsfjarðar, 1.057 m.y.s. Ganga á súlurnar tekur 2-3 tíma þannig að reikna má með 6-7 tímum í ferðina í heild. Síðasta ferðin verður svo far- in í Fossdal laugardaginn 31. ágúst. Gisting Ferðaþjónustan Húsafelli. Úrval sumarhúsa og smáhýsa fyrir hópa og ein- staklinga. Tjaldstæði. Hestamenn ath. beitarhólf. Uppl. í síma 435-1377. Akureyri: Leigjum út 2-4 manna stúdíó- íbúðir með öllum búnaði. Opiö allt árið. Stúdióíbúðir, Strandgötu 13, Akureyri simi 461-2035, fax 461-1227. HOTEL ~ ~ anmg Sauðárkróki, sími 453 6717 Hótel Áning Sauðárkróki legguráherslu á fagmennsku i eldhúsi og sal. Lifandi tónlist fyrir matargesti og þægileg stemming í koníaksstofunni við opinn arineld. Staðsett í hjarta bæjarins, spölkorn frá golfvellinum. C ^~ v Ttaldstæði Ferðaþjónustan Uthlið Biskupstungum Tjaldstæði - verslun - bensinstöð - hestaleiga. Simi 486-8770. Ferðaþjónustan Húsafelli. Tjaldstæði, hestaleiga, gönguferðir með leiðsögn, veiðileyfi, verslun og bensínstöð. Uppl.ísíma 435-1376._______________ Tjald- og hjólhýsasvæðið á Laugarvatni býður fjölskyldur og ferðalanga velkomna i birkigrónar hlíðar Laugarvatnsfjalls. Heitt og kalt vatn, sturtur, úti grill, leiksvæði fyrir börn. Lágt gistigjald - allt innifalið. Uppl. í s. 486-1272 og 854-1976. Laugarvatn - fjölskyldustaður. Ævintýralegar vélsleðaferðir á Mýrdalsjökul. Opið alla daga. Tveggja tíma akstur frá Fieykjavík. Uppl. í símum 568-8888 og 853-4444. Hestaleigan Fleykjakoti í dalnum fyrir ofan Hveragerði Opið allt árið. 1-4 klst. og dagsferðir. Uppl. í símum 483-4462 og 896-6611, fax 483-4911 Ævintýrasiglingar um Breiðafjörð með skelveiði og smökkun. Fjölbreytt fuglalíf - lifandi leiðsögn - gisting á Hótel Eyjaferðum. Eyjaferðir, Stykkishólmi, sími 438-1450. PAPEY Draumaland ferðamannsins. Daglegar ferðir með Gísla í Papey. Ógleymanlegt ævintýri. Papeyjarferðir Djúpavogi s. 478-8183, 478-8119. Nýr og skemmtilegur 9 holu golfvöllur - par 35. Verð 500 kr. dagurinn. Ferðaþjónustan Úthlíð, Biskupstungum, sími 486-8770. Skemmtilegur og krefjandi 9 holu golfvöllur í fallegu umhverfi. Ferðaþjónustan Húsafelli. Uppl. i sfma 435-1377. Hótel Áning Golf og gisting. Gisting, morgunverður og kvöldverður og endalaust golf! Verð aðeins 5.900 á mann. Sérferðir Ferðir með leiðsögn Reykjavik - Akureyri um Sprengisand mánudaga og fimmtudaga kl. 08.00 og Akureyri - Reykjavik um Kjalveg miðvikudaga og laugardaga kl. 08.30 Norðurleið-Landleiðir hf., sími 551 -1145. Glæsileg sundlaug með góðu útsýni. Heitir pottar. Ferðaþjónustan Úthlíð, Biskupstungum, sími 486-8770. Njóttu veðursældarinnar í Húsafelli! Sundlaug, heitir pottar, vatnsrennibraut og gufuböð. Opið 10-22 alla daga. Sími 435-1377. Áætlunarferðir Reykjavik/Akureyri - Akureyri/Reykjavík um Kjalveg daglega kl. 09.00 i júlí og ágúst með viðkomu í Kerlingarfjöllum. Norðurleið-Landleiðir hf., sími 551-1145. Reykjavík - Akureyri alla daga kl. 08.00 og 17.00. Akureyri - Reykjavík alla daga kl. 09.30 og 17.00. Norðurleið-Landleiðir hf. sími 551 -1145. Veitingar Réttin - Veitingar og grillpakki fyrir hópa. Sund - grill - kaffi og konfekt. Böll öll laugardagskvöld. Ferðaþjónustan Úthlið, Biskupstungum, sími 486-8770. smAkfm Hrútafirði • Opið frá ki. 8.00 - 23.30 Sími 451 1150 *Fax 431 1107 Fjölbreytilegir gistimöguleikar Sumarhús - svefnpokagisting - uppbúin rúm. Þjóðlegir réttir - spennandi réttir - skyndiréttir. Hótel Bláfell, simi 475-6770. Sól og veitingar allan daginn. Gisting, tjald- stæði, silunga- og laxveiði I Breiðdalsá, einnig sumarbústaðaleiga. Ferjan Fagranes ísafirði 18.7. kl. 8.00 Isafjörður, Aðalvík, Fljótavík og Hornvík. 19.7. kl. 8.00 Isafjörður, Vigur, Æðey og Bæir. KL.14.00 ísafjörður - Aðalvík. 22.7. kl. 8.00 Isafjörður, Aðalvik, Hornvík, Reykjafj./Furufj., Hornvík, Fljótavík, Aðalvik og ísafjörður. 23.7. kl. 8.00 Isafjörður, Vigur, Æðey og Bæir. 25.7. kl. 8.00 Isajörður, Aðalvík, Hornvík, Aðalvík og Isafjörður. Ath. Kvöldverðir með bila á Arngerðareyri kl.21.00 frá ísafirði. Með Baldríyfir Breiöajjörð Frá Stykkishólmi kl. 10:00 og 16:30 Frá BrjánsUek kl. 13:00 og 19:30 Kynrtið ykkur afsláttarkortin og sparið! FERJAN BALDUR Símar 43811201 Stykkishólmi 456 2020 á Brjánslœk FERÐALOG____________________________ Lautarferð o g bryggju- ball á Isafjarðarhátíð ísafirði. Morgunblaðið. Ljósmynd/Landið þitt ísland. MWL. SÉRSTÖK hátíð verður á ísafirði síðustu helgi júlímánaðar. SÍÐUSTU helgi júlímánaðar fer fram árleg Isafjarðarhátíð en fyrsta helgi ágústmánaðar, sem tengist frídegi verslunarmanna, mun bera yfirskriftina „Friður og ró í ísafjarðarbæ“. Ferðamenn og heimamenn geta notið beggja helganna með þeim hætti sem þeir svo kjósa. Sú fyrri verður fjör- ugri og viðburðarríkari, því stefnt er að ýmsu til skemmtunar og afþreyingar. Á Silfurtorgi verður markaður með söluvarningi og glensi, tvö golfmót verða á golfvellinum í Tungudal, blysför og varðeldur í Stóruurð og lautarferð verður far- in inn í Tungudal. Þá er að nefna Sumarkvöld í Tjöruhúsinu í Neðstakaupstað, sögustund á sama stað en á öðrum tíma, fyrir yngstu kynslóðina og annast Litli Leikklúbburinn hana. Einnig verða skipulagðar gönguferðir, ein um Hnífsdal, önnur í Naustahvilft og sú þriðja um Eyrina. Á íþróttasviðinu verða körfu- boltahetjur í fararbroddi með keppni og leiki auk þess sem reynt verður að fá garpa úr hópi heldri borgara út á fótboltavöll til að sýna takta með knöttinn. ■ Siglingaleiðir verða fjölbreyttar með bátum og skipum. Fagranesið fer fjórar ferðir þessa hátíðar- helgi, eina norður á Hornstrandir, kvöldferð í Vigur með dansi á dekki og einn daginn verður hald- ið til hafs og skimað eftir hvölum og öðrum íbúum í sjávarheimum auk þess sem boðið verður upp á siglingu í Æðey og síðan að Bæj- um á Snæfjallaströnd þar sem haldið verður til messu í Unaðs- dalskirkju. „Grillferð um Djúp“ er öðruvísi ferð. Þá verður siglt með Halldóri Sigurðssyni ÍS sem gerð- ur er út á ferðamenn í sumar og grillað á siglingu og máltíðar not- ið. Með Blika IS verður farið í sigl- ingu út í Æðey, auk þess sem Bliki mun bjóða upp á fleiri sigl- ingamöguleika s.s. um Jökulfirði. Gönguferðir, golf, siglingar, markaður, sögukvöld og leikhús- stemmning og dansleikir og ljúfar veitingar verða á dagskrá á Isa- fjarðarhátíðinni 26.-28. júlí nk. Boðið verður upp á dansleiki innan dyra sem utan, skemmtistaðir bæjarins skarta stjörnuliði og á gömlu trébryggjunni við Sunda- höfn verður stiginn dans. Fyrsta helgin í ágúst verður einnig skemmtileg, en yfirskrift hennar er „Friður og ró í ísafjarðarbæ11. Þar verður boðið upp á fjölbreytta dagskrá s.s. sandkastalakeppni í Önundarfirði og dans á dekki eða bryggju. HLUTI hópsins á leið út í Drangey. Flælgufótur á faraldsfæti Skaftafell Göngu- ferðir með land- vörðum FIMMTUDAGINN 18. júlí kl. 11 verður gengið út að varnargörðum Skeiðarár. Rætt verður um vatn sem landmótandi afl og áhrif þess á búsetu í Skaftafelli. Gangan tek- ur um 2 klst. Föstudaginn 19. júlí kl. 17 verð- ur gengið upp Gömlu tún, I Selið og endað í Lambhaga. Fjallað verð- ur um sögu land og lýðs í Skafta- felli. Gangan tekur um 2,5 klst. Laugardaginn 20. júlí kl. 11 hefst ganga inn að Bæjarstaða- skógi. Á leiðinni verður rætt um þjóðgarðinn, sögu hans, náttúrufar og ýmislegt annað sem fyrir augu ber. Klukkan 17 verður svokölluð bamastund þar sem farið verður í stutta gönguferð, náttúruskoðun og leiki. Barnastundin er ætluð börnum 5-8 ára og tekur um eina klukkustund. Fullorðnir og börn Sunnudaginn 21. júlí kl. 20 hefst plöntuskoðunarferð inn Auraslóð að Skaftafellsjökli. Fjallað verður um gróðurframvindu og plöntulíf. Gangan tekur um 2 klst. Fyrr um daginn, kl.ll, verður stutt göngu- ferð fyrir krakka á aldrinum 9-12 ára þar sem náttúran verður skoð- uð. Mánudaginn 22. júlí kl. 16 verð- ur gengið upp Gömlu tún, í Selið, bæ sem gerður var upp af Þjóð- minjasafninu. Fjallað verður um sögu lands og lýðs í Skaftafelli. Gangan tekur 2,5 klst. Lagt er af stað í gönguferðir landvarða úr porti við þjónustumið- stöðina og eru þær fólki að kostnaðarlausu. TUTTUGU og tveir fatlaðir, þar af þrettán í hjólastólum, ásamt fjórum aðstoðarmönnum, eru ný- komnir úr vikuferðalagi á vegum Ferðaklúbbsins flækjufótar. Víða var komið við, en lagt var upp 9. júlí og lá leiðin norður Sprengi- sand, hringinn í kring um Mývatn og inn í Dimmuborgir, í Öskju og Herðubreiðarlindir, Hofsós, Siglufjörð, Drangey og út á Þórð- arhöfða. Sigríður Kristinsdóttir, einn af fjórum stofnendum klúbbsins, segir að markmið hans sé fyrst og fremst það að gefa fötluðum tækifæri til að ferðast um landið. „Þessi ferð var einstaklega skemmtileg og í rauninni ótrúlegt að komast með fólk í hjólastólum í Herðubreiðarlindir. Við fórum í eina sérhannaða hópferðabílnum fyrir fatlaða sem til er hér á landi og vorum með Ieiðsögumann allan tímann." Ferðalangar frá 20-70 ára Aðspurð sagði Sigríður að nokkur fyrirtæki hefðu styrkt framtakið til að standa straum af kostnaði vegna hjálparfólks, sem ekki þægi laun fyrir vinnu sína. „ Við gistum þrjár nætur á Narfastöðum í Suður-Þingeyjar- sýslu og jafnmargar í Félagsheim- ilinu á Hofsósi. Ég held að allir þátttakendur, sem voru á aldrin- um tuttugu til sjötiu ára, hafi skemmt sér mjög vel, enda ferðin hin fjölbreytilegasta. Sumir fóru á hestbak á Hofsósi, en þar var jafnframt farið á dansleik eins og á Siglufirði, þar sem síldaræv- intýrið stóð sem hæst.“ Sigríður sagði að líkamlega hefði ferðin verið fremur erfið fyrir aðstoðarfólkið en að sama skapi nyög gefandi. „Þegar við fórum út í Drangey, þurftum við til dæmis að bera þá sem voru í hjólastólum í bátinn, en til eyjar- innar fórum við þijár ferðir, þar sem ekki komust allir fyrir í einni ferð.“ Ferðaklúbburinn flækjufótur var stofnaður fyrir þremur árum, en síðan hafa tæplega sjötíu manns farið í ferðir með klúbbn- um. Farin hefur verið ein löng ferð á ári og svo stuttar vor- og haustferðir. Sigríður segir að all- ir sem viyi, fatlaðir sem ófatlaðir, séu velkomnir í ferðir klúbbsins. „Við erum að skipuleggja haust- ferðina í ár, en fyrirhugað er að fara á Nesjavelli, til Þingvalla, í Kaldadal, um sveitir Borgarfjarð- ar og snæða síðan saman í Borg- arnesi.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.