Morgunblaðið - 31.07.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 31.07.1996, Blaðsíða 4
W ÍI’.iDAd'IXP/MIM MIÐVIKUDAGUR 31. JÚLÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ Varðskip aðstoðaði sportbát Bílatryggingar Lloyds opnar líklegaí haust BÚIST er við að tilkynnt verði síðar í þessari viku hvenær trygg- ingafélagið Ipex at Lloyds opnar skrifstofu á íslandi til þess að annast bílatryggingar fyrir félags- menn í Félagi íslenskra bifreiða- eigenda. Fastlega er búist við að starfsemin heíj'ist snemma í haust. Tryggingafélagið verður með eina skrifstofu í Reykjavík, nánar tiltekið á Klapparstíg. Tjónaskoð- unarstöðvar verða um land allt með samningi við undirverktaka. Tjónabílar verða myndaðir með nýrri tækni þannig að tjónaskoð- unarmaður í Reykjavík hefur að- gang að myndum á tölvuskjá sín- um af öllum tjónabílum og einnig starfsmenn höfuðstöðva fyrirtæk- isins í Englandi. Tjónauppgjör fer fram í Reykjavík. FRETTIR Morgunblaðið/Þorkell Leitað á gestum LOGREGLAN leitar á öllum sem koma á Vatnsstíginn og öllum sem þaðan fara. Þá eru nöfn allra skráð niður. Ákveð- ið hefur verið að hafa sam- band við foreldra þeirra ungl- inga sem venja komur sínar á staðinn. A minni myndinni er sýnishorn af því sem fund- ist hefur á þeim sem koma á Vatnsstíginn. Þar á meðal eru sprautur og önnur tæki og tól til neyslu auk fíkniefna. Gullleitin við Hafravatn Beðið eftir niðurstöð- um grem- ingar ENN er ekki ljóst hvort hægt verður að vinna gull úr jörðu við Hafravatn, en að sögn Bjama Bjamasonar, stjómar- formanns Melmis hf., hafa sýni verið send í magngreiningu til Kanada og Ástralíu og er niður- staðna að vænta á næstu vikum. Magngreiningin er efna- greining sem sýnir gramma- fjölda í tonni. Bjami segir það fara eftir stærð námunnar, hversu mikið magn af gulli þarf að frnnast til að það sé vinnan- legft. Ef náman er stór eru 4-5 grömm í tonni nóg til þess að hægt sé að vinna úr henni gull. Vita af gulli „Rannsóknin fylgir áætlun, við erum að reyna að átta okk- ur á stærð svæðisins, hvernig æðamar liggja, fjölda þeirra, breidd, dýpt o.s.frv. Síðan er það magngreiningin, sem sker úr um hvort þama er eitthvað vinnanlegt. Við vitum að það er gull þama, annars værum við ekki að leita,“ segir Bjami Bjamason. Lögreglan í Reykjavík situr um þekkta sölustaði fíkniefna LITLA-FELL, 6 tonna sportbátur í eigu starfsmannafélags Sam- skipa, fékk aðstoð varðskips á Faxaflóa í gærmorgun og sigldi í skjóli þess til Akraness. Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni voru níu manns um borð, þar af fímm böm. Báturinn var á innan- og norðan- verðum Faxaflóa, undan Mýrum, þegar varðskipið kom honum til aðstoðar. Þá var hryssingslegt veður og vont í sjóinn. Bömin og tvær konur vom teknar um borð í varðskipið og tveir menn vora eftir í bátnum sem sigldi í skjóli varðskipsins til hafnar á Akranesi. Talsmaður starfsmannafélags Samskipa vildi ekki gefa upplýs- ingar um málið þegar eftir þeim var leitað í gær. Baráttan verður háð fyrir opnum tjöldum ALMENNA deild lögreglunnar í Reykjavík og fíkniefnadeildin hafa í samvinnu beint spjótum sínum að þekktum sölu- og neyslustöðum fíkni- efna í borginni undanfarið. í síðustu viku var setið um húsnæði við Mjölnisholt og nöfn allra sem þangað komu og þaðan fóru skráð. Að endingu var húsnæðinu lokað að kröfu heilbrigðiseftirlits. Frá því á föstudag hefur lögregla viðhaft sömu aðgerðir á Vatnsstíg þar sem lögreglan telur að fram fari neysla fíkniefna. Framhald verður á þess- um aðgerðum á fleiri stöðum í borginni á næstunni. Hjartaaðgerðir á börnum hefjast á Ríkisspítölum í haust 15 millj. til tækjakaupa LANDSSAMTÖK hjartasjúklinga og Rauði kross íslands afhentu í gær Bamaspítala Hringsins um fímmtán milljónir króna til kaupa á handlækningatækjum og hjarta- ómsjá fyrir böm. Við það tæki- færi tilkynnti Ingibjörg Pálma- dóttir heilbrigðisráðherra að fyrir- hugað væri að hefja hjartaaðgerð- ir á börnum af fullum krafti hér- lendis í haust. Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigð- isráðherra, Vigdís Magnúsdóttir, forstjóri Ríkisspítalanna, og Karl Steinar Guðnason, forstjóri Trygg- ingastofnunar, undirrituðu samn- ing þess efnis að hjartaaðgerðir á bömum hæfust hér á landi í haust, og að Ríkisspítalamir fengju til þess fjármagn. Ingibjörg sagði að gjöf Landssamtaka hjartasjúkl- inga og Rauða krossins væri mjög mikilvæg og hefði flýtt því að hægt yrði að framkvæma slíkar aðgerðir á íslandi. SIGURÐUR Helga- son frá Landssam- bandi hjartasjúkl- inga og Guðjón ' Magnússon, for- maður Rauða kross íslands, afhenda Hróðmari Helga- syni, barnahjarta- sérfræðingi á Land- spítalanum, gjafa- bréf fyrir hand- lækningatækjum og hjartaómsjá fyrir börn. Morgunblaðið/Sverrir Árlegur sparnaður 25 miiyónir Undanfarin ár hafa 19% hjarta- aðgerða á börnum verið fram- kvæmd hérlendis, en með tilkomu nýs búnaðar ætti að vera unnt að framkvæma 75% allra aðgerða á íslenskum börnum hér heima. Tryggingastofnun ríkisins greiðir um tvær milljónir króna fyrir hverja aðgerð sem framkvæmd er erlendis, en kostnaður við slíka aðgerð á Landspítalanum er um 850 þúsund krónur. Árlegur sparnaður vegna tilkomu þessa nýja búnaðar gæti því numið um 25 milljónum króna. Hilmar Þorbjörnsson aðstoðar- yfírlögregluþjónn segir lögregluna hafa veralegar áhyggjur af fíkni- efnavandanum og henni beri að ráðast til atlögu gegn honum. „Við munum neyta allra bragða sem við getum til að spoma gegn þessum vanda og gera það meira fyrir opnum tjöldum heldur hingað til. Það á ekki að fara framhjá neinum, enda er þetta ekki neitt feimnismál," segir Hilmar. Hann segir lögregluna vera að breyta áherslum í baráttunni. Þær hafí byijað með aðgerðum í Mjöln- isholti þar sem mönnum hafí verið farið að óa ástandið sem þar hafi þróast um nokkkurn tíma. í kjöl- farið hafi verið gerð leit í húsnæði við Vatnsstíg og um það hafí ver- ið setið dag og nótt frá því á há- degi á föstudag. Lögregla hefur leitað á öllum sem þangað koma og þaðan fara og nöfn allra era skráð. að leita eftir slíku en það er oft byrjunin á neyslu að vera í slíkum félagsskap og það býður hættunni heim.“ Hilmar segir suma af þeim krökkum sem hafí komið á Vatns- stíginn einnig hafa vanið komur sínar í Mjölnisholtið. Verðum að gera eitthvað róttækt sem Foreldrum gert viðvart Hilmar segir að á Vatnsstíginn sæki krakkar allt niður í 16 og 17 ára gamlir og nú hafí verið tekin sú ákvörðun að gera foreldr- þeirra viðvart og reyna að Hilmar segir ársskýrslu SÁA, kynnt var í _ fyrradag, vera góða áminningu. í skýrslunni var bent á mikla aukningu sem orðið hefur á amfetamínneyslu. „Við verðum öll að gera okkur grein fyrir því við verðum að gera eitt- hvað róttækt í þessum málum ef við ætlum ekki að sökkva.“ Hann segir einnig tengslin við önnur afbrot augljós. Fíklarnir geti margir hveijir ekki fjármagn- að neyslu sína nema með þjófnuð- um. „Það hefur verið meira um innbrot í húsnæði, í yfirgefnar íbúðir, þar sem húsráðendur eru í sumarfríi og geysilega mikið um innbrot í bíla. Það eru bein tengsl þarna á milli.“ um hafa samvinnu við þá. „Við teljum að foreldrar eigi rétt á að fá að vita hvar bömin þeirra eru. Þau sækja þá kannski síður á þessa staði ef við fáum foreldrana í lið með okkur,“ segir hann. Hann segir alls ekki alla ungl- ingana koma á staðinn beinlínis til að kaupa fíkniefni. „Þau geta verið í fylgd með öðrum sem eru Framhald aðgerða Almenna deild lögreglunnar og fíkniefnadeildin hafa samvinnu um baráttuna og fylgjast með ástand- inu frá degi til dags. „Lögreglu- stjóri er því mjög fylgjandi að framhald verði á þessu. Við kom- um til með að vera þarna áfram og á fleiri stöðum þegar fram líða stundir. Það era allnokkrir staðir í bænum, svipaðir þeim á Vatns- stígnum,“ segir Hilmar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.