Morgunblaðið - 31.07.1996, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 31.07.1996, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ ð hann sé stýri á bíl. Þú situr við ldavélina og ert að útbúa þann tærsta pott af poppkorni sem ég ef á ævi minni séð. Á eldhúsborð- iu eru tröll sem þú ert að búa til ir trjákönglum og herbergið á hæð- nni fyrir ofan er fullt af gæruskinn- im, trjákönglum, kertavaxi og nán- ist öllu sem nöfnum tjáir að nefna. Ilutum sem engum nema þér gat mgkvæmst að gefa líf. Nokkrum árum síðar er ég með óðbolta í höndum og skrifa „Made n Iceland“ á botninn á furustandin- im fyrir tröllin. Mér þótti mikið til nín koma. Að þú skyldir treysta nér til þessa mikilsverða verks. rröllin voru seld í Fríhöfninni og ið ímynda sér að á hillu einhvers- itaðar í útlöndum væri til tröll með nínu handbragði, jafnvel þó að það inéri niður á hillunni, setti sælu- írísling niður bakið á mér. Rauðhærðu villingarnir í næstu jötu hafa gefið út stríðsyfirlýsingu. 3em leiðtogi okkar götu varð ég að rera vel vopnum búinn og þú varst nín eina von. Eg tek strætó frá dafnarfirði til Reykjavíkur og hleyp ípp í Miðstræti til þín. Án þess að áta þér bregða, baðstu afa að útbúa iverð og örvamæli. Þú málaðir índí- ina á örvamælinn og settir á hann )1 úr selskinni. Til að fullkomna )úninginn fékkstu afa til að lána nér rauða hjálminn sem hann fékk i stríðsárunum. Ég man enn hversu itoltur ég var þegar ég.kom inn í Tafnarfjarðarvagninn með hjálminn í höfðinu, örvamælinn á bakinu, iverðið slíðrað og með allra augu á nér. Sögurnar sem þú sagðir mér frá ærðum þínum um allan heim, héldu nér hugföngnum. Hvort flökkueðli nitt er frá þér komið skal ég ekki >egja til um, en ég væri stoltur af ið líkjast þér í einhveiju. Það eru ekki margar mannverur iem maður hittir á iífsleiðinni sem skilja einungis eftir sig góðar minn- ngar. Þú, elsku amma, ert ein þeirra Cáu. Ég heyrði þig aldrei lasta tiokkra manneskju. (Örfáir komm- ánistar eru þó undanskildir!) Kyn- slóðabil, kynja- og kynþáttamisrétti voru hugtök sem þú þekktir ekki Dg þú hafðir þann hæfileika að efla sjálfstraust og þor þeirra sem við big töluðu. Ég veit að þú vilt ekki að ég minnist á fötlun þína eða veikindi, en aldrei heyrði ég þig kvarta. Hver dagur var nýtt tæki- færi og hvert vandamál var nýtt verkefni til að leysa. Elsku amma, ég gæti aldrei tí- undað hér allt það góða sem þú hefur gefið mér, en ég vil þakka þér fyrir alla þá ást og umhyggju sem þú gafst mér og börnunum mínum og fyrir þær samverustundir og hughreystingar sem þú gafst mér. Án þín hefði ég oft gefist upp. Ég veit að góður Guð hefur tekið vel á móti þér og minningin um þig mun halda áfram að auðga líf okkar allra uns við hittumst á ný. Þinn Guðmundur Viðar. Nú hlýtur að vera gaman á himn- inum. Amma Grýla með Saló og Öddu skökku á einhveiju skýi að hlægja að vitleysunni í okkur hérna niðri. Amma og Adda farnar að hoppa og skoppa og Saló búinn að fá sjónina aftur. Okkur fannst amma Grýla alveg rosalega merkileg kona. Heims- hornaflakkari sem meðal annars fór í háskóla að læra spænsku. í huga okkar krakkanna hafði hún alltaf verið til og eitt sinn spurði eitt okk- ar hana hvort hún hafi verið hrædd við risaeðlurnar. Hún var óspör á að veita úr ótæmandi visku- og reynslubrunni sínum til okkar enda var ekkert henni óviðkomandi. Hún hafði gaman af öllu óvenjulegu og fyrir henni voru allar manneskjur jafnar, sama hvernig þær voru af guði gerðar. Við vorum sannfærð um að hún gæti allt, nema kannski sett heimsmet í 100 m grindar- hlaupi - kannski hefði henni tekist það, ef það hefði verið henni hjart- ans mál. Amma var meistarakokkur. Ef piparinn datt út í sósuna, bjargaði hún henni með því að krydda meira með öðru, en hún gerði hvern rétt bara einu sinni, því tilfmningin fór alltaf með í pottinn. Hún kunni líka að laga skemmtilegan mat. Við vor- um með henni eitt sumar í Bjarn- arhöfn, hún eldaði límbúðing sem hún varð fræg fyrir, en hann var þeim töfrum gæddur að allur búðing- urinn fylgdi skeiðinni upp úr skál- inni. Eins var í Miðsrætinu pönnu- kökukeppni milli herskara barna úr hverfinu og ömmu, hún bakaði og við_ reyndum að borða hraðar. í Miðstrætið og seinna Asparfell- ið komu allir sem þurftu á samastað að halda, á hvaða tíma sólarhrings sem var, var fólk jafnvelkomið eins lengi og það vildi og þurfti, daga, mánuði eða ár. Hinsvegar voru þeir sem lögðu í stæðið hennar ekki eins velkomnir, hennar herbragð var að klína grænsápu, kartöflum eða jafn- vel rjómatertu á framrúðuna, svo þegar bíleigandinn kom að skamm- ast endaði viðureignin oftast með því að hún gaf viðkomandi vatn í fötu og svo settist hún við stofu- gluggann og horfði á þrifin með glott á vör. Heimili ömmu var sannkölluð ævintýrahöll, hlutir frá öllum heims- hornum, sem hún kom með úr ferð- unum sínum og allir áttu þeir sína sögu og allt mátti snerta. Þar var líka föndurfjársjóður, sem barna- börn og barnabarnabörn höfðu fijálsan aðgang að og fyrir jólin var alltaf jólaföndur, með öllum sem vildu. Hún sagði oft að lífið væri fátæklegt án barna, hún gæti ekki hugsað sér að hafa ekki börn í kring- um sig. Amma kenndi okkur að gefast aldrei upp og ef maður spurði hana um fötlunina, sagði hún að á meðan hún hefði haus og hendur í lagi hefði hún ekki undan neinu að kvarta. Amma sagði alltaf: „Ég hef gert allt það sem ég ætlaði mér í þessu lífi.“ Og við huggum okkur við það. „Núna þegar ammma deyr verður hún litil stelpa á himninum. Svo verður hún gamall engill og tekur á móti okkur þegar við verðum engl- ar.“ Sindri Grýlubörnin Guðrún, Kol- brún, Gunnlaugur, Kristín. Nú er hún Guja frænka mín dáin. Það var alltaf svo gaman að koma til hennar í Asparfellið, þangað voru allir velkomnir hvort á nóttu sem degi. Fyrstu minningar mínar um Guju eru þegar ég var lítil stelpa að koma til Reykjavíkur með fjöl- skyldu minni. Þá var stofugólfinu hjá Guju breytt í flatsæng og þar sváfum við öll fjögur. Seinna þegar ég kom suður í menntaskóla urðu ferðirnar í Aspar- fellið fleiri. Þá var Guja mér eins og amma, ég gat alltaf leitað til hennar í erfiðleikum og ef hjálp vantaði við lærdóminn. Svona var hún Guja mín, alltaf tilbúin að hjálpa öðrum þó hún ætti stundum erfitt sjálf. Guja var alveg einstök persóna, hún var svo fróð um marga hluti og allt lék í höndunum á henni. Hún málaði falleg málverk sem hún sagði sjálf að væru bara krass, kertin hennar eru nú orðin vel þekkt. Þegar ég eignaðist dóttur mína árið 1992 bjó ég í Vesturbergi og var því stutt á milli okkar Guju. Þá voru ferðirnar með barnavagninn í Asparfellið ófáar. Guja var mjög hrifin af börnum, þegar barnabörnin komu í heimsókn var sest í eldhúsið og föndrað með „ömmu grýlu“ eins og hún sagði alltaf. Guja var alltaf svo sterk og kvart- aði aldrei, þrátt fyrir erfið veikindi snemma á lífsleiðinni lét hún ekki bugast. Elsku Guja min, nú ertu búin að fá hvíldina og verður þín sárt sakn- að. Ég á góðar minningar um þig og þær ætla ég að geyma vel. Ölium aðstandendum Guðnýjar votta ég innilega samúð mína. Guð blessi minningu hennar. Sólveig Sigurðardóttir. • Fleiri minningargreinar uni Guðnýju Bjamadóttur bíða birt- ingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. MIÐVIKUDAGUR 31. JÚLÍ 1996 2 7 MINNIIMGAR DAVÍÐ ARNARSON + Davíð Arnarson fæddist í Reykjavík 22. nóvember 1974. Hann lést í Stokkhólmi 23. júlí síðastliðinn. Foreldrar Davíðs eru Örn Tyrfingsson og Lena Hreinsdóttir, systkini hans eru Torfi og Anna. Utför Davíðs fer fram frá Seljakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. Hví var þessi beður búinn bamið kæra, þér svo skjótt? Svar af himni heyrir trúin hljóma gegnum dauðans nótt. Það er kveðjan: „kom til mín!“ Kristur tók þig heim til sín. Þú ert blessuð í hans höndum, hólpin sál með ljóssins öndum. (B. Halld.) Hann Davíð er dáinn. Það er erf- itt _að kyngja þessu. Ég kynntist honum fyrir tæpum flórum árum, um leið og öðrum í tengdafjölskyldunni minni. Hann var hörkuduglegur strákur, og ákveðinn, og kjarkurinn kom best í ljós þegar hann barðist á aðdáunarverðan hátt við sín veik- indi, sem síðan tóku yfirhöndina. Hann var vinur vina sinna og átti stóran og tryggan vinahóp sem stóð eins og klettur með honum í gegnum þennan erfiða tíma. Þegar við Torfi eignuðumst son okkar, Fannar Örn, byijaði hann strax að tala um hvernig hann ætl- aði að dekra við strákinn. Hann ætlaði með hann í jeppaferðir og fleira. Hann sagði að öll lítil börn ættu að eiga bangsa og gaf Fann- ari Erni gullfallegan bangsa. Og núna þegar leiðir skilja og kemur að kveðjustund er mér efst í huga þakklæti fyrir þann tíma sem ég hafði til að kynnast honum og hugga mig við að hann er núna hjá Guði þar sem hann þjáist ekki lengur. Ég geymi minninguna um góðan dreng sem var öllum sem hann þekkti mjög kær og bið algóðan Guð að styrkja og blessa tengdafjöl- skylduna mína, alla aðra ættingja og vini hans í þessari miklu sorg. Berglind. Þann 23. júlí bárust okkur þær sorgarfréttir að vinur okkar Davíð væri látinn langt um aldur fram. Þó við hefðum vitað að honum hefði hrakað hratt síðustu dagana þá sló það okkur mjög að fá þessa frétt. Hann hafði átt við erfið veikindi að stríða undanfarna mánuði en lét þó aldrei bilbug á sér fínna og kvart- aði aldrei yfir veikindum sínum held- ur barðist af þeirri hörku og þrjósku sem einkenndi hann. Það er höggvið stórt skarð í vina- hópinn sem aldrei hefði orðið til nema fyrir tilstuðlan Davíðs, en hann var miðpunkturinn sem allir þekktu fyrst og kynntust síðan hin- um í hópnum. Við munum minnast hans sem ákveðins manns sem hafði skoðanir á öllu og lá ekki á þeim. Það var hans besta skemmt- un að ræða þessar skoðanir sínar við aðra og eigum við eftir að sakna þessara rökræðna sem mynduðust í kringum hann. Hann var hrókur alls fagnaðar í samkomum og það fór ekki framhjá nokkrum manni að hann væri viðstaddur vegna kraftmikillar raddar sinnar. Davíð hafði gaman af lífinu og hann smit- aði þeirri gleði út frá sér og hélt þeirri gleði í veikindum sínum og kom það vel í ljós í síðasta teitinu okkar saman. Minningin um þig mun ávallt lifa meðal okkar og við kveðjum þig með uppáhalds setn- ingu þinni „alea est iacta“. Við sendum fjölskyldu hans okkar dýpstu samúðarkveðjur og biðjum Guð að styrkja þau. Ómar, Jón, Hlynur, Magnús, Hörður, Sveinn, Haraldur Bjarmi, Kristinn, Kjartan. Það er ótrúlegt að Davíð skuli vera dáinn, hann var eitthvað svo traustur og maður hélt ekki að það gæti neitt haggað honum. Hann hafði verið veikur síðustu mánuði en það kom ekki í veg fyrir að hann lifði lífínu og það var alltaf jafn gaman að tala við hann um allt milli himins og jarðar. Þakka ég nú fyrir síðustu kvöldstundina, nokkr- um dögum áður en þú fórst utan, er við töluðum að venju um allt sem okkur datt í hug og vorum bara óvenju sammála. Blessuð sé minning þín og ég á eftir að sakna þín alla tíð. Jón Óttar Ólafsson. Þegar ég frétti að minn besti vin- ur væri látinn var eins og tíminn hefði stoppað. Þó svo að maður hafi verið viðbúinn því að svona gæti farið var sorgin yfir andláti hans næstum óbærileg. Ég kynntist Davíð þegar við vorum sjö ára gaml- ir en við lentum saman í bekk í grunnskóla og strax við fyrstu kynni urðum við bestu vinir og sá vinskap- ur hefur haldist síðan þá. Segja má að við höfum eitt nær öllum vöku- stundum okkar í æsku saman. Ef við vorum ekki heima hjá öðrum hvorum okkar þá vorum við úti að leika okkur saman. Aldrei minnist ég þess að okkur hafí orðið sundur- orða þannig að við höfum hætt að tala saman. Við deildum oft um ýmsar skoðanir og var það ein af hans mestu skemmtunum að ræða skoðanir sínar við annað fólk, en Davíð gaf sig aldrei sama hvað gekk á. Oft kom það fyrir er við vorum að ræða saman um skoðanir okkar og hávaðinn var orðinn heldur mik- ill, því Davíð var með mjög háværa rödd, að við vorum beðnir um að hætta að rífast. Davíð svaraði þá að við værum ekki að rífast, við værum að skiptast á skoðunum. I veikindum sýnum var Davíð alltaf hress og kátur og aldrei kom annað til tals en að hann myndi ná sér að fullu. Var hann búinn að kaupa sér bíl og vorum við byijaðir að plana fjallaferð saman ásamt öðrum vinum okkar. Ein af okkar síðustu samverustundum áttum við heima hjá mér, en við höfðum kom- ið saman nokkrir vinirnir til að skemmta okkur. Við áttum þarna saman eina skemmtilegustu stund lífs míns og það gladdi mig mjög þegar bróðir Davíðs sagði mér að hann hefði talað mikið um það hvað hann hafi skemmt sér vel þarna. Þegar ég lít yfir farinn veg er margt sem hægt er að minnast en ég vil minnast Davíðs fyrst og fremst sem góðs og trausts vinar sem alltaf var hægt að leita til þeg- ar ég þurfti á einhverjum að halda eða að tala við. Ég vil votta ljölskyldu hans mína dýpstu samúð og Davíð minn, hvar sem þú ert, ég vona að þú hafir það g°tt- Ómar Örn. Að missa vin getur reynst erfitt fyrir flesta og er ég einn af þeim sem fékk þær fréttir að vinur minn ætti ekki langt eftir. Hann var bú- inn að eiga við erfið veikindi að /--------\ TÖLUM EKKI í farsímann á ferð! yUMFERDAR RÁÐ / stríða og var kominn á góðan bata- veg þegar hann allt í einu fór. Þeg- ar svoleiðis gerist getur maður ekki trúað því að hann sé dáinn, heldur hugsar maður frekar að hann sé bara einhvers staðar annars staðar en smám saman rennur upp fyrir manni að hann er ekki lengur lif- andi. Það er erfitt að hugsa um þær góðu minningar sem ég átti með honum en smám saman reyni ég að láta það veita mér ánægju að hugsa til vinar míns og þær góðu minningar sem ég eignaðist. Við Davíð kynntumst fyrst í skól- anum og fórum að vera meira sam- an og kynntist ég líka öðrum vinum hans og myndaðist ákveðinn vina- hópur. Davíð var kjarninn í þessum vinahópi og styrkti hann og komum við oft saman. Hætta er á að hópar sundrist þegar svona góður vinur hverfur og erum við ákveðnir í að halda honum og höfum við komið saman til að minnast vinar okkar. Fjölskyldu hans sendi ég mínar dýpstu samúðarkveðjur og bið guð um að blessa ykkur öll. Elsku Davíð minn, guð blessj þig og megi þér líða sem best. Ég á eftir að sakna þín mikið. Þinn vinur, Kristinn. Þau sorgartíðindi bárust mér á mánudegi að hann Davíð vinur minn ætti ekki mikið eftir af lífi sínu hér á þessari jörð, eftir baráttu hans við erfiðan sjúkdóm varð hann að láta í minni pokann fyrir Guði, það er sagt að þeir deyi ungir sem Guð- irnir elska, það sannast hér með að hann hefur verið heitt elskaður á himnum, ég hef fengið þann heiður að þekkja hann Davíð síðan við vor- um 6 ára og að sjálfsögðu eru minn- ingarnar margar, ég man alltaf eft- ir honum sem sprækum dreng hressum og kátum, það var ekki að sjá á honum að hann væri veikur því hann var alltaf hress þegar ég kom í heimsókn til hans á spítalann og meira að segja þar til á síðustu stundu (og aðeins lengur) spaugaði hann aðeins um veikindi sín, þetta kalla ég styrk sem einkendi hann Davíð í veikindum hans og daglegu lífi. Davíð var lífsglaður og hugsaði alltaf þannig að hann ætti eftir að jafna sig á þessum veikindum og fara að skoða Island á bíl sínum, hann sagði víst sína síðustu daga að hann hefði átt að prófa golfsport- ið, það sýnir hvað hann var ákveð- inn ungur drengur, mér finnst að Davíð sé nú á leið um þetta fallega land á bíl sínum með golfkylfuna. Davíð hafði vissar skoðarnir á líf- inu og hafði gaman af því að rök- ræða þær við vini sína, þessar skoð- anir og ákveðni eru þau einkenni sem ég vil helst minnast. Minningar eru víst það eina sem maður á eftir þegar vinur er látinn, en minningin er sterk og það mun hjálpa okkur í gegnum þessa sorg. Ég bið Guð um að styrkja vini og vandamenn í þessari sorg okkar og kveð hér Davíð með þessum fáu orðum „Guð blessi þig elsku vinur“. Þín er sárt saknað. Hittumst á golf- vellinum. Þinn vinur, Hlynur Guðmundsson. GARÐS APÓTEK Sogavegi 108 REYKJAVÍKUR APÓTEK Austurstræti 16 eru opin til kl. 22 Næturafgreiðslu eftir kl. 22 annast Garðs Apótek

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.