Morgunblaðið - 31.07.1996, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 31.07.1996, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. JÚLÍ 1996 31 FRÉTTIR Morgunblaðið/Sigurgeir Tölvustýrð flugelda- sýning í Vestmannaeyjum LÍKLEGT er að Þjóðhátíð í Vest- mannaeyjum verði í ár ein sú Qöl- sóttasta frá upphafi, að sögn móts- haldara. Forsala aðgöngumiða hefur gengið vel að þeirra sögn. Dagskrá Þjóðhátíðar verður með hefbundnu sniði, enda lifir hátíðin á hefðinni. Brennan er á við þriggja hæða hús að hæð án þess þó að það komi niður á breiddinni. Flugeldasýning verð- ur í fyrsta sinn tölvustýrð og miklar fúlgur hafa verið lagðar í bomburnar. Þjóðhátíð í ár er haldin af íþróttafélaginu Þór. Tekjur af hátíðinni standa undir mestöllu starfi íþróttafélaganna í Vest- mannaeyjum og ef ilia gengur eitt árið er íþróttastarfsemin rekin á bankalánum. Aðstand- endur hennar segja að það sem geri að verkum að Þjóðhátíðin í Eyjum haldi velli, ólíkt öðrum útihátíðum, sé sjálfboðaliðastarf. Fjöldi skemmtikrafta kemur fram og til dæmis hittust Árni Johnsen og Páll Óskar Hjálmtýs- son um helgina og hituðu upp fyrir Þjóðhátíð. Barðaströnd Vegxirinn lélegur en ekki ófær REKSTRARSTJÓRI Vegagerðarinn- ar á Patreksfirði, Eiður B. Thorodds- en, segist ósammála þeirri fullyrð- ingu lögreglumanns á Patreksfirði að vegurinn milli Patreksfjarðar og Flókalundar sé ófær smábílum, eins og haft var eftir lögreglumanninum í Morgunblaðinu í gær. Eiður segist viðurkenna að veg- urinn sé mjög lélegur en alls ekki ófær. „Hann var svolítið holóttur og við hefluðum hann fyrir hálfum mán- uði. Svo rigndi mikið og hann var leiðinlegur, en að hann sé ófær, ég er ekki sammála því.“ í gær var verið að ljúka við að hefla veginn, „þannig að fólk getur farið að koma Ströndina aftur, ef hún hefur verið ófær, sem hún var náttúrulega ekki,“ sagði Eiður. Indverskur gestakokkur INDVERSKUR gestakokkur verður á Hótel Laugarhóli í Bjarnarfirði um verslunarmannahelgina og eldar fyr- ir gesti og gangandi. Um helgina verður einnig í boði sundlaugarfjör, varðeldur, söngur og ýmislegt fleira. Sumarkvöld- vaka í Hafnar- fjarðarkirkju SUMARKVÖLDVAKA verður í safn- aðarheimili Hafnarfjarðarkirkju í kvöld um dauðann og spurninguna um framhaldslífið samkvæmt krist- inni trú. Er þetta þriðja kvöldvaka sumars- ins. Hinar tvær hafa fjallað um dauð- ann og eilífðina út frá kenningu hindúa, búddista, gyðinga og islam. Sr. Þórhallur Heimsson kynnir efni kvöldsins og leiðir umræður yfir kaffíbolla. Bergmál Orlof fyrir krabbameins- sjúka LÍKNAR- og vinafélagið Bergmál gengst fyrir einnar viku oriofsdvöl fyrir krabbameinssjúka 12.-19. ágúst og 21.-28. ágúst í Hlíðardalsskóla í Ölfusi og er dvölin sjúklingum að kostnaðarlausu. Þetta mun vera annað sumarið sem Bergmál gengst fyrir orlofsdvöl fyrir krabbameinssjúka og að þessu sinni er um að ræða tvær vikur. Blindir verða meðaæ gesta fyrri vik- una. Fjölbreytt dagskrá verður alla dagana og kvöldvökur á hveiju kvöldi með listafólki. Þá er á staðnum sund- laug og góð aðstaða til útivistar. Umsóknir berist fyrir 1. ágúst til Hátíð í Bjarkarlundi í BJARKARLUNDI í Reykhólasveit verða um verslunarmannahelgina haldnir útidansleikir á þar til gerðum útidanspalli sem björgunarsveitin Heimamenn hefur undanfarna daga unnið við að smíða. Á föstudagskvöldið er það hljóm- sveitin Sólstrandargæjarnir sem leik- ur en á laugardags- og sunnudags- kvöld sér hljómsveitin Hunang um stemmninguna. Nóg er af góðum tjaldstæðum bæði í Bjarkarlundi sjálfum svo og víða í nágrenninu. Stutt er í sundlaugar bæði á Reykhól- um og í Djúpadal og verslanir á Króksfjarðarnesi og Reykhólum. Ýmislegt er hægt að gera sér til dundurs á svæðinu utan sundlauga- og verslanaferða. Hótel Bjarkarlundur stendur í miðj- um Bjarkarlundinum og þar er boðin gisting, bæði í uppbúnum rúmum og svefnpokaplássi. Á sunnudagskvöld og jafnvel laugardagskvöld líka munu troða upp á Hótelinu hljómsveitimar Puntstráin og Súkkat. Kolbrúnar Karlsdóttur í síma 557-8897 og til Sveinbjargar Guð- mundsdóttur í síma 552-8730 og 554-2550, sem einnig veita nánari upplýsingar. Fyrirlestur um kynskipti fiska DR. KASSI Cole prófessor við Bish- ops University, Quebec, Kanada heldur fyrirlestur á vegum Líffræði- stofnunar Háskólans, á morgun, fímmtudaginn 1. ágúst, sem hún nefnir: „Einkalíf tvíkynja fiska, eða hvenær og hvers vegna skipta sumar tegundir fiska um kyn“. I fyrirlestrinum mun dr. Cole ræða helstu kenningar um tilurð og mikil- vægi þessa fyrirbæris, og kynna nið- urstöður eigin rannsókna. Fyrirlesturinn verður haldinn í stofu 101 í Odda og hefst kl. 16.00. Öllum er heimill aðgangur. LEIÐRÉTT Rangt föðurnafn RANGT var farið með föðurnafn Vigfúss Þórs Árnasonar undir mynd af brúðhjónunum Maríu Stein- grímsdóttur og Kjartans Sigurðs- sonar, sem birtist í blaðinu í gær. Hlutaðeigandi eru beðnir velvirð- ingar. Föðurnafn féll niður í minningargrein um Sigurhans Halldórsson í blaðinu í gær féll nið- ur föðurnafn greinarhöfundar. Rétt undirskrift er Elín Brynjólfsdóttir. Hlutaðeigandi eru beðnir velvirð- ingar á mistökunum. Gengið suður í Skeijafjörð HAFNARGÖNGUHÓPURINN fer i kvöld frá Hafnarhúsinu kl. 20 eftir einni fjölbreyttustu gönguleið sinni, þ.e. með Tjörninni, um háskólahverf- ið, suður að strönd Skerjafjarðar. Síðan að nýju göngubrúnni yfir Kringlumýrarbraut, en þar lýkur gönguferðinni. Val er um að ganga til baka eða fara með SVR. Allir eru velkomnir í ferð með Hafnargöngu- hópnum. ATVINNIIA iJGL YSINGAR Blaðberi óskast til að sjá um dreifingu á blaðinu í Nesjum, Hornafirði. Upplýsingar í síma 569 1113. Kennarar Kennara vantar að Ljósafossskóla í Gríms- nesi. Ein staða við kennslu yngri barna (afleysing) og ein staða við kennslu í 9. og 10. bekk. Ljósafossskóli er notalegur sveitaskóli í um 80 km fjarlægð frá Reykjavík. Húsnæði á staðnum. Umsóknarfrestur er til 10. ágúst nk. Upplýsingar gefur skólastjóri, Daði Ingimund- arson, í síma 482 2617 eða 482 3536. ★ ★ ★ Organista- og kórstjórastaða er laus til umsóknar í Mosfellsprestakalli í Árnesprófastsdæmi. Húsnæði í boði. Upplýsingar gefur Edda Jóhannesdóttir í síma 486 4410. Rekstrarstjóri Fossnestis á Selfossi í Fossnesti er starfrækt Umferðamiðstöð Suðurlands með söluskála, bensínstöð, upp- lýsingamiðstöð, veitingastað, afgreiðslu sér- leyfisbíla og veislu-, funda- og skemmtistað- inn Inghól. Starfsvið rekstrarstjóra er m.a.: • Dagleg stjórnun starfsmanna. • Sala á þjónustu til viðskiptamanna. • Umsjón og stjórnun á rekstri staðarins. • Þátttaka í skipulagningu og áætlanagerð. Leitað er eftir einstaklingi, sem hefur reynslu af stjórnun og þekkingu á veitinga- og versl- unarrekstri, ásamt því að þekkja til nauðsyn- legra áhersluþátta í þjónustu við ferðafólk. Viðkomandi þarf að eiga mjög gott með að umgangast fólk, vera áhugasamur um ferða- þjónustu, hafa frumkvæði og metnað til að ná árangri í starfi, vera góður leiðtogi og fyrirliði í hópi samstarfsmanna sinna og hafa vilja til framsækinnar baráttu í harðri sam- keppni á breytilegum markaði. í boði er lifandi starf, sem gefur mikla mögu- leika fyrir metnaðarfullan, hugmyndaríkan og framsækinn einstakling, ágæt laun, góð vinnuaðstaða og krefjandi verkefni. Skriflegar umsóknir um starfið sendist undirrituðum fyrir 3. ágúst. SiguröurJónsson, framkvæmdastjóri ferðaþjónustusviðs KÁ, Austurvegi 3-5, 800 Selfossi, sími 482 1201. Byggðasamlag Heiðarskóla í Leirár- og Melahreppi Fulltrúi skólastjóra Byggðasamlag Heiðarskóla auglýsir til umsóknar stöðu fulltrúa skólastjóra. Starfssvið: ★ Annast bókhald og fjárreiður Heiðarskóla í umboði skólastjóra. í því felst m.a. út- reikningur launa og greiðslur launa. ★ Að annast almenn skrifstofustörf við skól- ann. Um krefjandi og áhugavert starf er að ræða. Við leitum að hæfum einstaklingi með reynslu. Gerð er krafa um góða bókhalds- þekkingu. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Nánari upplýsingar veitir skólastjóri í síma 433 8920 eða 433 8884. Umsókn skal send til Byggðasamlags Heið- arskóla, Leirár- og Melahreppi, 301 Akra- nesi, fyrir 10. ágúst nk. Kennarar Okkur bráðvantar tungumálakennara og metnaðarfulla kennara til kennslu í 1., 3. og 4. bekk. Áhugasamir kennarar eru beðnir að hafa samband við Birgi í símum 433 8884 og 433 8920 sem allra fyrst. Heiðarskóli er einsetinn grunnskóli og að- staða til kennslu er góð. Við skólann starfar metnaðarfullt starfsfólk sem vill gott skóla- starf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.