Morgunblaðið - 31.07.1996, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 31.07.1996, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. JÚLÍ 1996 21 Vigdís Meðal annarra orða * * I dag er síðasti dagur Vigdísar Finnbogadóttur í embætti forseta Islands, ogþar með lýkur 16 ára embættisferli sem er líkastur ævintýri. Njörð- ur P. Njarðvík segir: - og endar vel eins og öll sönn ævintýri eiga að gera. í DAG er síðasti dagur Vigdís- ar Finnbogadóttur í embætti for- seta íslands, og þar með lýkur 16 ára embættisferli sem er lík- astur ævintýri. Ég var mikill stuðningsmaður Kristjáns Eldjárns og persónu- lega kunnugur honum og mat hann svo mikils sem forseta, að ég átti afar bágt með að hugsa mér nokkurn annan í þessu æðsta embætti þjóðarinnar, og ég var ekki einn um það. Þess vegna setti hálfgerðan kvíða að mörg- um, þegar Kristján tilkynnti að hann gæfi ekki kost á sér til endurkjörs. Framboð Vigdísar bar að eins og mér finnst að æskilegast sé: hugmyndin var ekki frá henni komin, heldur spratt fram hreyf- ing, líkt og í dæmi Kristjáns, sem skoraði á hana að gefa kost á sér og linnti ekki látum fyrr en hún lét til leiðast. Ég var í hópi stuðningsmanna hennar, af því að ég taldi hana tvímælalaust hæfasta frambjóðenda. Ég þekkti hana vel, var og er vinur hennar. En ég get játað nú, að þótt ég hafi treyst henni vel til að gegna embætti þjóðhöfðingja sá ég ekki fyrir, að hún yrði þvílíkur af- bragðsforseti sem raun ber vitni. Óþreytandi Vigdís sigraði naumlega sem kunnugt er, hlaut rétt um þriðj- ung atkvæða. Henni var því sá mikli vandi á höndum að ávinna sér traust þess meirihluta þjóðarinnar sem hafði kosið aðra frambjóðendur. Og slíkt hlýtur ævinlega að vera fyrsta og trú- lega erfiðasta þraut þess sem nær kjöri með minnihlutafylgi. Kristján Eldjárn þurfti ekki að hafa áhyggjur af því, hann hafði svo skýran meirihluta að baki sér. Vigdís hafði eina merkilega staðreynd sér til stuðnings í upp- hafi. Hún var fyrsta kona verald- ar, sem kjörin var þjóðhöfðingi í lýðræðislegri kosningu. Það vakti umsvifalaust heimsathygli og forvitni. Víða að komu óskir um að fá að sjá og heyra þessa ís- lensku konu, sem þannig braut blað í sögu jafnréttisbaráttu kvenna. Þetta var henni því hjálp, en jók um leið enn á vanda henn- ar. Ef hún hefði ekki haft neitt annað fram að færa en þessa nýjung, þá hefði áhugi á henni dvínað fljótt. En það var öðru nær. Víða um heim lögðu menn svo við hlustir, að aldrei hefur orðið lát á Öskum um að fá meira að heyra. íslenskri alþýðukonu tókst nánast að leggja heiminn að fótum sér. Slíkt gerist ekki fyrirhafnar- laust. Vigdís hefur jafnan þaul- skipulagt hveija ferð og undir- búið svo að segja hvert smáat- riði. Hún hefur velt fyrir sér hveijum stað í hverri heimsókn og gætt þess vandlega hvað hún skyldi segja þar og hvers spyija. Og aldrei látið sjá á sér minnstu þreytumerki á erfiðum ferðalög- um. Þegar fylgdarlið hennar var orðið dauðþreytt gat hún litið á það líkt og ögn hissa, alltaf jafn áhugasöm og óþreytandi. Þessi eiginleiki hennar: vandlegur und- irbúningur og einstakur dugnað- ur er ef til vill ein af skýringum þess, hve miklum árangri hún hefur náð erlendis. En meir er þó um vert, að hugsun hennar og hæfileiki til að flytja mál sitt þannig, að menn lögðu ósjálfrátt við hlustir, gat jafnan komið til skila þeim boðskap sepi hún vildi flytja heiminum frá Islandi. Því hef ég margoft heyrt fólk segja með aðdáun: hún talar allt öðru vísi en aðrir þjóðhöfðingjar, sem flytja kurteisleg ávörp, hún hefur ævinlega eitthvað að segja, sem vekur til umhugsunar. Samkennd og hlýja En eitt er að vera sendiboði i útlöndum og annað að sigra sína eigin þjóð, eða réttara sagt að eignast skilning hennar og hylli. Hvað er það sem hefur gert Vig- dísi svo vinsæla með þjóð sinni, að hún er nánast elskuð af mikl- um hluta hennar? Það er margt. Dugnaður hennar og einörð framganga blasir við öllum. Hún hefur verið óþreytandi að vera með þjóð sinni öllum stundum, bæði á gleði- og sorgarstundum. Um leið hefur hún hreyft brýnum málum. Sumir hafa gantast með að hún talaði um gróður og börn. Ekki er það nú lítils vert! Þegar við nokkrir vinir Vigdísar ákváð- um að gleðja hana með afmælis- riti breytti hún þeirri hugmynd í stórkostlega framtíðarsýn. Með Yrkju varð til sjóður sem nam meira en 30 milljónum, sem hún gaf æsku landsins til ræktunar, í þeirri von að þar vaknaði aukin umhyggja fyrir landinu okkar. En þau málefni sem Vigdís hefur lagt lið eru mýmörg. í heimi þar sem umhugsunarlaus græðgi í hverfula ánægju veldur óbætan- legum skaða þarf sú rödd að heyrast sem heldur fram varan- legum gildum, hyggur sérstak- lega að framtíð lands og þjóðar. Sú hugsun er áleitin að við séum smám saman að missa það sem mest er um vert. Við göngum of nærri landinu og auðæfum hafs- ins og þekking okkar á sögu okk- ar og tungu er að rýrna. Á tímum þegar forysta stjórnmálamanna er duglítil og hugsar ekki um annað en skammtímalausnir, sem reynast engar lausnir, er gæfa að eiga þjóðhöfðinga sem talar til þjóðar sinnar af festu um það sem skiptir máli. En kannski er mest um vert að finna þá samkennd og þá hlýju, sem jafnan hefur einkennt alla framgöngu Vigdísar í emb- ætti forseta íslands. Það hygg ég að Vestfirðingar hafi glöggt fundið í þeim skelfingum sem dunið hafa yfir fámennar byggð- ir. Og það hef ég sjálfur fundið og fjölskylda mín, þegar við urð- um fyrir miklu áfalli og sárri sorg. Slíkt verður aldrei fullþakk- að. Og nú er þessu ævintýri að ljúka - og endar vel eins og öll sönn ævintýri eiga að gera. Á þessum tímamótum vil ég sem einn samlanda Vigdísar fá að þakka henni ómetanleg störf í þágu þjóðarinnar og óska henni velfarnaðar og hamingju um alla framtíð. Ekki er að efa að marg- ir munu vilja vera við stjórnar- ráðshúsið laust fyrir klukkan hálf fimm í dag er Vigdís gengur þaðan út í síðasta sinn sem for- seti íslands. Höfundur er prófessor í íslenskum bókmenntum við Háskóla íslands. » ] Frá oráum til athafna Gíróse&lar í bönkum og sparisjóöum. HJALPARSTOFHUN Vnr/ KIRKJUNNAR . með þinni hjálp Námskeið og viðburðir í ágúst | 2. ágúst Verslunarmannahelgi, 4 dagar 5. ágúst Fjölskyldur- almennt námskeið, 4-5 dagar f 9. ágúst Helgarnámskeið, 3 dagar 10. ágúst Skíðamót öldunga 11. ágúst Snjóbretta- og skíðanámskeið unglinga, 4-6 dagar 17. ágúst Keppni í samhliða svigi Verið velkomin til Kerlingarfjalla hvort sem er til að njóta tilkomumikillar náttúru, fara á skíði eða slaka vel á. Heitir pottar, veitingar, skálagisting, tjaldstæði. Daglegar ferðir frá umferðarmiðstöðvunum í Reykjavík og á Akureyri. Upplýsingar hjá Ferðaskrifstofu BSÍ, öðrum umboðsmönnum og í farsímum 852 4223 og 852 3248 í Kerlingarfjöllum. SIÁÐU HVEHNK frá kr. 15.800, Vikuferð til Færeyja. Verð pr. mann miðað við fjóra í bíl í allt sumar. frá kr.28.900,- Verð pr. mann miðað við fjögurra manna fjölskyldu með eigin bíl tll Danmerkur eftir 4. júlí og heim frá Noregi f ágúst. 2 fullorðnlr og tvö böm yngrl en 15 ára. FRABÆR ^ VERÐ W? BÓKAÐU STRAX, * Ennþá laust í nokkrar ferðir kVerð á mann. Bifrelð innifalin V/SA ÞÚ FERÐ ÞÍNAR EIGIN LI 5% AFSLATTUR UT TIL DANMERKUR 3. SEPTEMBER NORRÆNA FERÐASKRIFSTOFAN Laugavegur 3, Sími: 562 6362 AUSTFAR HF Seyðisfirði, simi: 472 1111 Umboðsmenn um allt land ISIVJHJ’S.LS'MAJÍ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.