Morgunblaðið - 31.07.1996, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 31.07.1996, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. JÚLÍ 1996 9 FRÉTTIR ,, N áttúruliamfarir ‘ ‘ fyrir norðan ÚRKOMULEYSI og ura leið vatns- leysi í ám norðanlands er nú að verða að meiriháttar vandamáli. Mjög lítii veiði hefur verið í heild þrátt fyrir að hafa verið viðunandi í upphafi veiðitímabils. „Eg tel að það megi fara að flokka ástandið undir náttúruham- farir. Hér hefur ekki verið úrkoma sem heitið getur síðan mannskaða- veðrið gekk yfir í fyrrahaust. Árnar eru bókstaflega að þorna upp og það man enginn eftir svona ástandi,“ sagði Böðvar Sigvaldason, formaður Veiðifélags Miðfjarðarár, í samtali við Morgunblaðið í byrjun vikunnar. Hvort að vatnsleysinu einu er um að kenna, þá vantar smálax í afla úr ám fyrir norðan. Stærri laxinn gekk fyrr en venjulega og voru göngur þokkalegar. En heita má að síðan hafi veiðiskapurinn snúist um að kroppa úr göngunum og enn er stórlax, sem er að verða leginn, uppistaðan í ám allt frá Hrútafirði og austur í Þingeyjarsýslu. í Þistil- firði og Vopnafirði hefur komið nokkur hreyfing á smálaxagöngur síðustu daga og bíða menn spennt- ir að sjá hvort að það sama gerist og í fyrra, þ.e., í kjölfarið komi góð smálaxaveiði. Slæmt ástand I vikubyijun voru aðeins komnir 205 laxar úr Miðfjarðará. Sagði Böðvar Sigvaldason nokkuð af fiski í ánum, en hann leitaði í fáa og djúpa hylji í vatnsleysinu og þar er vonlítið að fá hann til að taka. „Menn vita af laxi í sjónum og eitt- hvað hefur verið að reytast inn síð- ustu daga, en það gerist varla nokk- uð hér fyrr en það rignir og rignir vel,_“ sagði Böðvar. Árni Guðbjörnsson, leiðsögumað- ur við Vatnsdalsá, tók í sama streng. Hann sagði mikinn lax á neðsta svæðinu, í Hólakvörn og Hnausastreng. Nokkur hundruð laxar og smálax væri byijaður að blandast í torfuna. „En hann fer ekki í gegn um Flóðið á efri svæð- in. Við þurfum mikla rigningu og stífa norðanátt, þá fer hann af stað,“ sagði Árni. 231 lax var kom- inn á land úr ánni í vikubyijun. Svipað ástand er í Víðidalsá, þar voru komnir 270 laxar á land og lítil veiði og léleg hefur einnig verið í Laxá í Aðaldal að sögn Þórunnar, ráðskonu á Laxamýri, og Völundar í Árnesi. Aðeins tæplega 350 laxar voru komnir á land af öllum svæð- um. Síðast en ekki síst norðanlands má nefna stórveiðiána, sjálfa Laxá á Ásum, sem hafði í vikubyrjun ekki losað 300 laxa og þar hefur lítið verið að gerast síðustu daga. Glæðist í Vopnafirði Veiði hefur glæðst í Vopnafjarð- aránum síðustu vikuna eftir ládeyðu og hitabylgju. Helgi Þorsteinsson á Ytri-Nýpum sagði í samtali við Morgunblaðið á sunnudaginn að útlendingar sem byijuðu veiðiskap í Selá fyrir helgi hefðu strax lent í góðri veiði. Hefði greinilega verið talsvert af nýjum smálaxi á ferð. Á mánudag voru komnir249 laxar úr ánni og 320 úr Hofsá. Garðar H. Svavarsson á Vakursstöðum við Vesturdalsá staðfesti einnig að Vesturdalsá hefði tekið við sér um líkt leyti og þar hefði einnig verið væn bleikja að ganga, allt að 7 punda fiskar. Útsala - Útsala 20-60% afsláttur. Plús 20% aukaafsláttur Ath.: Stretchbuxurnar eru ekkl á útsölu. UTSALA AGizinn allt að 150%. Úlpur HLA UPASKÓR J--N J) 1A R Ivorur FÓTBOUASKÖR Bómullarfatnaður o.fl. 10% Verslunin IÞRÓTT • Skipholti 50d sími 562 0025 mmma Hausttilboð Heimsferða til Benidorm „ 39.932 Bókaðu strax — síðustu sætin Nú bjóðum við ótrúlega hagstætt tilboð þann 27. ágúst og 3. september til Benidonn, þar sem sumarið er í fullri sveiflu og þú getur notið frísins í yndislegu veðri í 30 stiga hita innan um iðandi mannlífið. Góðar íbúðir með einu svefnherbergi, staðsettar í hjarta Benidorm, rétt hjá gamla bænum, og stuttur gangur á ströndina. Allar með einu svefnherbergi, baði, stofu og eldhúsi. 39.932 Vikatil Benidorm 13. ágúst Verðlcr. 29.930 M.v. hjón nieö 2 börn Verð kr. M.v. hjón með 2 börn, 2-11 ára, 27. ágúst og 3. og 10. sept., 2 vikur. Verðkr 49.960 M.v. 2 í íbúð, 27. ágúst og 3. og 10. sept., 2 vikur, Vistamar. V/SA Austurstræti 17, 2. hæð. Sími 562 4600. -kjarni málsins! Öiugg ávöxtun sparifjái Spariskírteini ríkissjóðs með mismunandi gjalddaga Við bjóðum eldri flokka spariskírteina ríkissjóðs með gjalddaga eftir 'h ár, 11/2 ár, 2'k ár, 3'h ár og 4'/2 ár. Þú getur raðað saman mismunandi flokkum spariskírteina þannig að þú sért alltaf með laust fé þegar þú þarft á því að halda. Spariskírteini eru tæki til að skapa þann hreyfanleika sem þú þarfnast. Hafðu samband við ráðgjafa Þjónustumiðstöðvar ríkisverðbréfa og fáðu nánari upplýsingar. Sími 562 6040. Helstu flokkar spariskírteina: 1992 1D5 Gjalddagi 1/2 1997 1993 1D5 Gjalddagi 10/4 1998 1994 1D5 Gjalddagi 10/2 1999 1995 1D5 Gjalddagi 1/2 2000 1990 2D10 Gjalddagi 1/2 2001 Fjölmargir aðrir flokkar spariskírteina eru einnig til sölu. Hafa skal í huga að spariskírteini ríkissjóðs eru markaðsverðbréf sem eru skráð á Verðbréfaþingi íslands, og eru því auðseljanleg á lánstímanum. Kynntu þér möguleika spariskírteina ríkissjóðs. ÞJONUSTUMIÐSTÖÐ RÍKISVERÐBRÉFA Hverfísgötu 6,2. hæð (neðsta húsið við Hverfisgötu) sími 562 6040, fax 562 6068. Hvaö sem þú gerir - sparaðu með áskrift að spariskírteinum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.