Morgunblaðið - 07.08.1996, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 07.08.1996, Blaðsíða 22
22 F MIÐVIKUDAGUR 7. ÁGÚST 1996 MORGUNBLAÐIÐ Sumarið er tími viðhalds utanhúss Húseigandi verður að skilgreina, hvað fram- kvæma á, segir Eyjólfur Bjarnason, verk- fræðingur hjá Samtökum iðnaðaríns. Hann þarf að hafa allnákvæmar kostnaðaráætlan- ir og verklýsingar í höndum. Morgunblaðið/Ásdís AUKNING hefur orðið í viðhaldsverkefnum á þessu sumri. Þessi mynd er af stóru fjölbýlishúsi við Safamýri, þar sem unnið erað umfangsmiklum viðgerðum. ÞETTA fallega nýuppgerða hús stendur við Óðinsgötu. Veðurfar í vor og sumar hefur verið mjög hagstætt til viðgerða utanhúss. Inokkur ár hefur verið talað um að fyrir dyrum standi mikið viðhald á fasteignum landsmanna. Mikill fjöldi fasteigna sé kominn á þann aldur að viðhalds sé þörf. Einhverra hluta vegna hefur við- haldsvinna ekki orðið jafnmikil og ætla mátti. Samt sem áður eru fjölmargir verktakar sem hafa sér- hæft sig á sviði húsaviðgerða. Lögð hefur verið vinna í að þróa aðferðir og efni sem henta til mis- munandi verkefna og aðstæðna. í sumum tilfellum getur verið erfitt að greina á milli hvaða aðferðir og efni eru best í hveiju tilfelli og því þarf góðan tíma og fagþekk- ingu til að taka ákvarðanir um það. Aukning í húsaviðgerðum Nú bregður svo við að á þessu sumri hefur verið nokkur aukning í húsaviðgerðum og má segja að þær hafi hafist fyrr á árinu en áður hefur þekkst. Hver ástæðan fyrir þessu er, er ekki gott að segja, en nefna má að veðurfar var mjög hagstætt á síðastliðnu vori og að húseigendur eiga orðið auðveldara með að fá lánsfé til þessara fram- kvæmda en áður var. Húsnæðis- stofnun lánar orðið til kostnaðar- minni framkvæmda en áður og fjármálafyrirtæki eru einnig tilbúin til að lána til slíkra framkvæmda. Þau fyrirtæki sem hafa sérhæft sig í viðgerðum húsa koma víða við. Ekki er eingöngu um að ræða fyrirtæki í utanhúsviðhaldi heldur eru þau líka í viðhaldi innan dyra, t.d. pípulögnum, blikksmíði, múr- verki og trésmíði. Hjá Samtökum iðnaðaðarins er starfrækt Við- gerðadeild. I henni eru verktakar sem starfa í ofnagreindum iðn- greinum. Megin markmiðið með deildinni er að hafa á einum stað verktaka sem hafa sérhæft sig í húsavið- gerðum og sem hafa sýnt það með verkum sínum að unnið sé af fag- mennsku. Lögð er rík áhersla á að notuð séu viðurkennd efni og að aðferðir séu samkvæmt nýjustu og bestu vitneskju á hveiju sviði. Það færist stöðugt. í vöxt að gömul hús séu tekin í gegn og endurnýjuð. Mörg dæmi eru um slíkar framkvæmdir á undanförn- um árum. Það er virðingarvert þegar fólk leggur út í slíkt og þá sérstaklega þegar eldri hús eru færð í sitt upprunalega horf. í húsum eru geymd mikil menning- arverðmæti sem segja sögu lands og þjóðar. Sorglegt er hve hið opin- bera (ýmsir sjóðir) hefur lítið getað styrkt þá sem leggja út í slíkar framkvæmdir sem líkja má við björgun menningarverðmæta. Góður undibúningur borgar sig Eins og áður sagði getur húsa- viðhald verið mjög flókin vinna sem samsett er úr mörgum verkþáttum. Ekkert verk er í raun líkt fyrri verkum sem viðgerðaverktakar hafa verið í áður. Reynslan er því dýrmæt og nauðsynleg. Oft er ekki hægt að sjá fyrirfram hvað býr undir málningunni eða hvað er undir veggklæðningum áður en rifið er niður. Af þessum orsökum koma oft upp verkþættir sem gera viðgerðir dýrari en í upphafi var áætlað. En því betur sem viðgerð- ai’verkefnin eru undirbúin því minni hætta er á að slíkir óvæntir verkþættir komi upp. Viðhald húsa getur verið tíma- frekt og einnig kostnaðarsamt. Því er mjög mikilvægt að allar slíkar framkvæmdir séu undirbúnar af kostgæfni. Húseigandi verður að hafa skilgreint mjög vel hvað fram- kvæma á og hafa nokkuð nákvæm- ar kostnaðaráætlanir og verklýs- ingar í höndunum áður en hann gerir verksamning við verktaka um ákveðna verkhluta. Með þessu móti einu geta verk- kaupi og verktaki verið vissir um að verið sé að hefja verk sem vitað er hvernig á að vinna og hvaða lokapunkt það hefur. Það er of algengt að ekki sé staðið að málum með þessum hætti sem hér hefur verið lýst og því verður útkoman ekki sú sem samningsaðilar ætlast til. Húseigandinn hefur búist við ákveðinni niðurstöðu og það hefur verktakinn einnig gert. Aðilarnir hafa haft sínar hugmyndir um verkið. Héldu að þeir væru að ræða um sama hlutinn en voru það ekki. Báðir geta haft á réttu að standa miðað við það sem þeir „héldu“ að þeir hefðu gert samn- ingsaðila sínum grein fyrir í upp- hafi. Forðumst því tilviljanakennd vinnubrögð við undirbúning verka. Byijum undirbúning tímanlega og verum viss um hvað á að láta fram- kvæma. Það hefur líka komið allt of oft fram að dýrt er að fresta viðhaldi húsa. Þeim mun lengur sem við- gerðir eru dregnar á langinn, þeim mun dýrari verða þær þegar upp er staðið og geta í sumum tilfellum orðið óviðráðanlegar. Forðumst fúsk Við hjá Samtökum iðnaðarins leggjum því áherslu á það að við- haldi húsa sé sinnt jafnt og þétt og að til viðgerðastarfa séu einung- is ráðnir verktakar, fagmenn, sem hafa til þess þekkingu og reynslu. Forðumst fúsk og slæm vinnu- brögð, treystum fagmönnum fyrir viðhaldsvinnunni. Eg vil einnig benda á að mjög gott er að gera viðhaldssamninga við ákveðinn verktaka sem hægt er að leita til með það sem aflaga fer í eigninni. Hér á eftir fara nokkur atriði sem ég tel að allir húseigendur og verktakar ættu að hafa hugfast þegar farið er í framkvæmdir: Hvað á að láta gera við? Hver metur umfangið? Hvernig á að skilgreina verkið? Hver fram- kvæmir hvað? Munum einnig eftir nauðsyn þess að gera verksamn- inga áður en verkið er hafið. Að öðrum kosti er ekki til neitt hald- bært sem segir til um hvað verkið snýst um. FASIE IGN ASALAN FINNBOGI KRISTJÁNSSON LÖGG. FASTEIGNASALI SÍÐUMÚLI 1 SÍMI 533 1313 FAX 533 1314 Opið frá kl. 9-18 virka daga. Netfang: fron@mmedia.is Rað- og parhús Félag fasteignasala ATH U G IÐ FASTEIGNAEIGENDUR Vegna mikillar sölu þá vantar okkur á Fróni tilfinnanlega flestar tegund- ir eigna á skrá. Ekkert skoðunar- gjald. Myndum allar eignir bæði að innan og utan án nokkurs kostnað- ar, sem gerir það að verkum að kaupendur geta skoðað þær eignir sem við erum með á söluskrá í ró og næði á skrifstofu okkar. Einbýlishús Blikastígur Tveggja ibúða hús. Hvor íbúð er um 87 fm. Bílskúr fyrir hvora eign. Ákv. 7,3 húsbréf. Ath. skipti. Fagraberg Hf. um 153 fm faiiegt hús sem er hæð og ris. 4 svefnherb. og fallegur sólpallur og glæsilegur garður. Verð 12,9 Klettagata Hf. Glæsilegt 304 fm einbýlishús. Mjög vandaðar innréttingar og öll önnur aðstaða í húsinu er eins og best verður á kosið. Ef þú ert að leita þér að stóru og góðu húsi láttu þá þetta ekki fram hjá þér fara. Sjón er sögu ríkari. Verð 17,9 millj. Starengi Vandað 180 fm hús á einni hæð með góðum innb. bilskúr. Fokhelt. Verð 8,5 millj. DalhÚS Fallegt parhús á rólegum stað með innbyggðum bilskúr. Stutt í alla þjónustu. Góður sólskáli og rúmgóð svefnherbergi. Skipti óskast á minni eign. Sjávargata Tvö parhús 125 fm hvort með góðum bílskúrum og stórri lóð. Skipti á minni eign. Verð 12,3 millj. Hæðir Melhagi 102 fm efri sérhæð ásamt 28 fm bílskúr. 2 svefnherb., 2 skiptanlegar stofur og suðursvalir. Áhv. 4,2 millj. Verð 8,95 millj. Ránargata 79 fm íbúð í eidri stíi á 2. hæð auk riss. 2 stQfur. Sérinngang- ur.Verð 5,9 millj. 5 herb. Mávahlíð 124 fm mjög rúmgóð íbúð í risi með góðum kvistum. 2 stofur og 3 svefnherb. Athyglisverö eign. Verð 8,25 millj. Skaftahlíð Um 105 fm íbúð. 3 svefn- herb., stofa og borðstofa. Suðursvalir. Gott útsýni. Verð 8,5 millj. Tómasarhagi Vönduð og falleg 112 fm. íbúð í þríbýlishúsi á þessum vin- sæla stað I vesturbænum. 3 svefnherb. og 2 stofur. Fallegt útsýni yfir sjóinn. Verð 11 millj. Vesturberg Góð 4ra til 5 herb. 98 fm vönduð íbúð á 3ju hasð. Sérþvottahús. Parket og teppi á gólfum. Verð 6,950 millj. 4ra herb. Austurberg 85 fm snyrtileg Ibúð auk 20 fm bílskúrs. Parket á gólfum. Blokk er öll nýviðgerð að utan. Mikið áhvílandi. Verð 7,2 millj. EKKERT GREIÐSLUMAT. Álfholt - Hfj. 100 fm vönduð íbúð með sérinngangi. Stórglæsilegt útsýni er úr íbúðinni í allar áttir. Verð 8,2 millj. Framnesvegur 95 tm björt enda- íbúð á 3. hæð. Gott parket, flísar og suð- ursvalir. Glæsilegt útsýni. Verð 8,0 millj. Kópavogur 104 fm snyrtileg íbúð á 3. og efstu hæð. Nýtt eldhús, parket og gott skápapláss. Þvottahús og geymsla inni i íbúð. Bílskýli. Verð 7,1 millj. Neðstaleiti Falleg 122 fm rúmgóð íbúð á 4. hæð. Góðar innréttingar, parket og flísar. Tvöfalt stæði í bílskýli. Skipti á minni eign. Rauðarárstígur um 90 tm skemmtileg íbúð í nýju húsi ásamt stæði í bílskýli. Fallega innréttuð. Skipti á stærri. Ránargata 87 tm íbúð á 2. hæð. Sérlega vönduð eign. Góð stofa, 3 svefn- herb. Sér bílastæði. Verð 8,2 millj. Stóragerði 95 fm íbúð á 3ju hæð. 2 svefnh. og 2 stofur. Bilskúr. Áhv. 4,3 millj. og verð 7,5 millj. Grafarvogur Glæsileg 88 fm 3ja herb. íbúð. Hátt til lofts og sérstaklega góðar innréttingar. Besta stæði í bílskýli. Mjög mikið útsýni. Verð 8,3 millj. Grensásvegur góö 68,5 tm 3ja herb. ibúð á 2. hæð með flísum og park- eti. Góð staðsetning. Gott verð 5,6 millj. Hraunstígur - Hf. 70 tm ibúð á 2. hæð í fallegu húsi. Áhvíl. góð lán, byggsj. 2 millj. og Líf. VR 1 millj. Verð 5,5 millj. Langholtsvegur Rúmgóð og fai- leg 3ja herb. 80 fm íbúð í þrlbýlishúsi sem stendur á baklóð með aðkomu frá Snekkjuvogi. Sérinngangur. Gott verð, aðeins 5,9 míllj. Meistaravellir Um so tm ib. á 2 hæð. Vel skipulögð íbúð. Verð 6,9 millj. Nýbýlavegur 76 fm íbúð á jarðhæð með 29 fm bílskúr. Parket á gólfum og flísar á baði. Svalir. Sérþvottahús. Verð 7,5 millj. Miðbær Rúmgóð 3ja herb. ib. á 4. hæð. Parket. Suðursvalir. Ath. skipti. Útb. um 1,7 millj. og afb. um 20 þús. á mán. Verð 5,8 millj. Vesturgata Stór og rúmgóð 104 fm 3ja herb. íbúð sem býður upp á mikla möguleika. Mjög góð lán áhvílandi. Verð 7,9 millj. íja herb. Digranesheiði 61 fm bjðrt 2-3ja herb. ibúð með sérinngangi. Sérþvotta- hús. Verð 4,8 millj. Drápuhlíð 59 fm 2-3ja herb. íbúð. Nýtt eldhús, þak, dren og rafmagn. Sér forstofuherbergi. Verð 5,3 millj. Vesturbær 74 fm 2-3ja herb. íbúð á 3. hæð. Bilskýli. Nýlegar innréttingar. Áhvíl. byggsj. og fl. Útb. 1,9 millj. og afb. 22 þús. á mán. Verð 6,850 millj. Kleppsvegur 65 fm rúmgóð íbúð á 4. hæð. Tengt fyrir þvottavél. Svalir. Verð 5,2 millj. Skipasund Rúmgóð 67 fm íbúð á jarðhæð. Sérgarður. Nýtt þak. Skipti koma til greina. Verð 5,5 millj. SKOLAFOLK Dunhagi 56 fm íbúð með sérinn- gangi. Parket og nýlegar innréttingar.Góð fyrstu kaup. Verð 4,750 millj. Efstasund Falleg 3ja herb. risíbúð í toppstandi á þessum vinsæla stað. Stór garður. Gott verð 4,9 millj. Áhv. byggsj. 3 millj. EKKERT GREIÐSLUMAT. Vesturbærinn Falleg 3ja. herb. mikið endurnýjuð íbúð. Nýtt dren o.fl. Allt sér. Verð 4,9 millj. Skeggjagata 36 fm mjög falleg og björt íbúð í kjallara á þessum eftirsótta stað. Parket á gólfum og flísar á baði. Verð 3,8 millj. Vallarás Falleg og björt 2ja. herb. íbúð á þriðju hæð í lyftuhúsi. Mikið útsýni. Góðar svalir. Áhv. byggsj. Verð 4 millj. Vesturbraut Hf. Sérstaklega skemmtileg 48 fm 2ja herb. íbúð í mikið endurnýjuðu tvibýlishúsi. Parket á gólf- um. Ný eldhúsinnrétting ofl. VERÐ AÐ- EINS 3,9 MILLJ.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.