Morgunblaðið - 05.09.1996, Síða 2
2 'FIMMTUDAGUR 5. SEPTEMBER 1996
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Hrafn frá Holtsmúla
líklega felldur í dag
LÍKUR eru á að þekktasti stóð-
hestur landsins, Hrafn frá
Holtsmúla, verði felldur í dag,
en hann er orðinn 28 vetra gam-
all og hættur að gegna hlut-
verki sínu. Að sögn Víkings
Gunnarssonar, deildarstjóra í
hrossarækt á Bændaskólanum á
Hólum, kemur sérfræðingur í
uppstoppun þangað í dag til að
skoða Hrafn og meta, en til
stendur að stoppa hestinn upp
og varðveita að Hólum.
Eigendur Hrafns frá Holts-
múla eru hrossaræktarsam-
böndin í Skagafirði og á Suður-
landi. Hrafn frá Holtsmúla er
fæddur 1968 og að sögn Víkings
tvímælalaust sá stóðhestur sem
haft hefur mest áhrif í hrossa-
rækt á íslandi fyrr og síðar.
„Hann er kynfastur hestur
og hefur gefið gott. Undan
flestum stóðhestum kemur
kannski eitt og eitt topphross
og síðan mikið af lakara, en
Hrafn hefur gefið óvenjuhátt
hlutfall af framúrskarandi
hrossum. Hann hefur verið not-
aður um allt land, skilað miklum
fjölda gæðinga, og ótrúlega
margir synir hans eru stóðhest-
ar sem eru í notkun. Ahrif hans
eru þar af leiðandi ennþá meiri.
Það er fátítt að hestar nái svona
háum aldri, og með eindæmum
að stóðhestar skuli vera við lýði
svona gamlir,“ sagði hann.
Víkingur sagði að Hrafn
hefði lítillega verið notaður í
sumar en árangurinn af því
hefði reyndar verið heldur lé-
legur og ákveðið hefði verið að
fella hann. Hann sagði að ef
niðurstaðan yrði sú að stoppa
Morgunblaðiö/Valdimar Kristinsson
hestinn upp yrði reynt að koma
honum fyrir á góðum stað á
Hólum.
Morgunblaðið/Kristinn
A
Ovíst hvort
skáksveitin
kemst á
Olympíu-
mótið
FJÁRÖFLUN Skáksambands
íslands fyrir Ólympíuskákmót-
ið sem hefst í höfuðborg
Armeníu 15. september næst-
komandi gengur illa og er óvíst
að það ráði við að senda ólymp-
íusveit Islands utan, að sögn
Guðmundar G. Þórarinssonar
forseta Skáksambands íslands.
Kostnaður við ferð liðsins er
talinn nema um þremur milljón-
um kr. og á eftir að safna um
milljón kr. til að hægt verði að
senda skákmennina á mótið.
Guðmundur segir 4-5 daga til
stefnu til að ná því marki.
Stjórnarmenn sambandsins
leggi nú hart að sér við fjáröfl-
un, en hún sé erfið.
„Við erum að beijast í því
þessa dagana að fá velviljaða
aðila til að standa með okkur
að þessari ferð. Það hefur hins
vegar ekki tekist og er þungt
undir fæti,“ segir Guðmundur.
„Það er tvísýnt að okkur takist
að senda liðið út, en ég reyni
að vera frekar bjartsýnn, annað
er ekki hægt.“
I liðinu eru þeir Margeir
Pétursson, Jóhann Hjartarson,
Hannes Hlífar Stefánsson,
Helgi Ólafsson, Helgi Áss Grét-
arsson og Þröstur Þórhallsson,
og er reiknað með að sá síðast-
nefndi verði útnefndur stór-
meistari á þingi Alþjóðaskák-
sambandsins í Armeníu á með-
an á Ólympíuskákmótinu
stendur.
Guðmundur segir að takist
að senda sveitina utan, verði
það í annað skiptið frá upphafi
sem íslendingar senda sveit
skipaða stórmeisturum í skák
á öllum borðum.
Pollaslagur
HVAÐ er skemmtilegra en ær-
legur pollaslagur með vatnsbyss-
una að vopni þegar virkilega
gefur góða rigningu eins og
vestanlands í gær? Það var að
vísu ansi hvasst en í stígvélum
og pollagöllum eru allir vegir
færir. Hlýindi fylgdu rigning-
unni og er þeim spáð áfram í
dag en verulega mun draga úr
vindi og rigningin breytast í úða.
Ráðherra hlynntur sameiningu fjárfestingarlánasjóða í einn banka en segir pólitíska ákvörðun ekki liggja fyrir
Ríkið geti losað sig
út úr rekstrinum
FINNUR Ingólfsson viðskiptaráð-
herra segir að ekki hafi enn verið
tekin pólitísk ákvörðun um að sam-
eina fjárfestingarlánasjóðina þrjá,
Iðnlánasjóð, Iðnþróunarsjóð og
Fiskveiðasjóð, í einn fjárfestingar-
banka. Unnið sé að undirbúningi
þessa máls og von sé á ákvörðun
fljótlega um hvort af þessu verði.
Hins vegar hafi hann lengi verið
þeirrar skoðunar að skynsamlegt
væri að sameina sjóðina í einn
banka. Ef af þessu verði sé gert
ráð fyrir að ríkið geti losað sig úr
þessum rekstri og fái þá endurgjald
fyrir eign sína.
„Það hefur lengi verið rætt um
breytingar á Qárfestingarlánasjóða-
kerfinu og fyrri ríkisstjórn vann
einnig að þessu máli,“ sagði við-
skiptaráðherra í samtali við Morg-
unblaðið. „Ráðuneytisstjórar for-
sætisráðuneytis, iðnaðar- og við-
skiptaráðuneytis og sjávarútvegs-
ráðuneytis hafa verið að vinna að
undirbúningi þess að sameina þessa
þrjá sjóði og stofna nýsköpunarsjóð
fyrir atvinnulífið með aðilum í sjáv-
arútvegi og iðnaði. Endanleg póli-
tísk ákvörðun hefur þó ekki verið
tekin.
Ég hef hins vegar fyrir löngu
lýst þeirri skoðun minni að það
væri skynsamlegt að sameina fjár-
festingarlánasjóðina þrjá f einn
öflugan og sterkan fjárfestingar-
banka. Markmiðið með þessum
breytingum er að skapa fjárhags-
lega traustar heildir og afnema hina
óheillavænlegu skiptingu þessara
sjóða eftir atvinnugreinum því at-
vinnulífið tvinnast æ meira saman
og hlutföll milli atvinnugreina eru
ýmsum breytingum háð. Nýjar at-
vinnugreinar skjóta rótum og falla
inn í þetta gamla mynstur. Núver-
andi skipulag má ekki verða til
þess að tefja fyrir nauðsynlegum
breytingum í efnahagslífínu.
Það er eðlilegt að þetta hafi
ákveðinn aðdraganda og taki
ákveðinn tíma. Ef af þessari sam-
einingu verður værum við að fækka
lánastofnunum um tvær, efla og
treysta samkeppnishæfni þeirra á
alþjóðlegum peningamarkaði og
veita íslensku atvinnulífí almenna
fyrirgreiðslu varðandi langtímalán.
En það er auðvitað líka eðlilegt að
lánardrottnar þessa fjárfestingar-
banka, ef hann verður til, hafi
ákveðinn tíma til að aðlagast þess-
um breyttu aðstæðum.
Fyrir utan þetta er gert ráð fyrir
að til verði svokallaður Nýsköpun-
arsjóður atvinnulífsins. Það er mjög
brýnt fyrir atvinnulífið að tiltæk sé
áhættufjármögnun til raunveru-
legrar nýsköpunar i atvinnulífinu
sem stuðlar að ákveðinni framfara-
sókn og fjölgar arðbærum störfum.
Með tímanum væri verið að
fækka lánastofnunum, hagræða,
treysta og efla þessar heildir og
síðan þegar fram líða stundir draga
úr þátttöku ríkisins á fjármagns-
markaðnum."
Verulegur hluti eignarinnar
til atvinnulífsins
Varðandi þá spurningu hvort
hinn nýi banki verði í eigu ríkisins
fyrstu árin, benti viðskiptaráðherra
á að fjárfestingarlánasjóðirnir þrír
væru nú í eigu ríkisins. „Við erum
að fækka lánastofnunum í eigu rík-
isins og styrkja samkeppnisstöðu
þeirra. Ef af þessu yrði er gert ráð
fyrir að ríkið geti losað sig út úr
þessum rekstri en fái þá endurgjald
fyrir eign sína. En jafnframt vil ég
leggja áherslu á að ríkið mun leggja
verulegan hluta þessarar eignar
sinnar til Nýsköpunarsjóðsins og
þar með til atvinnulífsins."
Aðspurður um þá leið að fella
fjárfestingarlánasjóðina inn í
bankakerfið, sagði viðskiptaráð-
herra að sér væri kunnugt um að
skiptar skoðanir væru í atvinnulíf-
inu um hvernig ætti að standa að
þessu máli. „Eg hef vitað það að
iðnaðurinn styður sameiningarleið-
ina mjög eindregið í stað þess að
setja sjóðina inn í bankakerfið. Við
erum að undirbúa formbreytingu á
ríkisviðskiptabönkunum og það er
ljóst að við þá formbreytingu, sem
vonandi nær fljótlega fram að
ganga, munu þeir hlutafélagabank-
ar hafa möguleika á því að kaupa
einhvem hlut í fjárfestingarbankan-
um þegar fram líða stundir. Sama
tækifæri byðist einkabankanum,
Islandsbanka. Við verðum einnig
að gera okkur grein fyrir því að í
Ijárfestingarbankanuni yrðu veru-
legar eignir,“ sagði viðskiptaráð-
herra.
1
I
«