Morgunblaðið - 05.09.1996, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 05.09.1996, Qupperneq 6
6 FIMMTUDAGUR 5. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Þingflokkar Alþýðuflokks og Þjóðvaka verða sameinaðir í haust Heilsdagsskólinn sprunginn „Fyrsta skref til frekara samstarfs jafnaðarmanna“ Morgunblaðið/Golli JÓN Baldvin Hannibalsson, formaður Alþýðuflokksins, kynnir samkomulag sem náðst hefur um sameiningu þingflokka Alþýðuflokks og Þjóðvaka. Við hlið hans sitja Rannveig Guðmundsdóttir, þingflokksformaður Alþýðuflokksins, og Jóhanna Sigurðardóttir, formaður Þjóðvaka. Þingflokkar Alþýðu- flokksins (7 þingmenn) og Þjóðvaka (4 þing- menn) verða sameinaðir fyrir upphaf Alþingis í haust undir nafninu „þingflokkur j afnaðar- manna“. Flokkarnir starfa áfram utan þings hvor í sínu lagi sam- kvæmt sínu skipulagi. FORMENN og flestir þingmenn beggja flokka, kynntu samkomu- lagið um sameiningu þingflokkanna á sameiginlegum fréttamannafundi í gær og lögðu áherslu á að um væri að ræða fyrsta skrefið í átt til frekara samstarfs jafnaðar- manna í íslenskum stjórnmálum en hinn nýi þingflokkur yrði einnig stærsti þingflokkur stjórnarand- stöðunnar á Alþingi. „Hér eru vissulega mikil pólitísk tíðindi á ferðinni og gætu hugsan- lega, ef vel tekst til, leitt til nýsköp- unar í íslenskri pólitík og breytinga á íslenska flokkakerfinu," sagði Jóhanna Sigurðardóttir, formaður Þjóðvaka. Því sem næst alger málefnaleg samstaða Jón Baldvin Hannibalsson, for- maður Alþýðuflokksins, sagði að nú væru verkin látin tala. Því sem næst alger málefnaleg samstaða hefði verið á milli flokkanna á þingi. Reynslan yrði að skera úr um ár- angurinn og hugsanlega kæmi hann ekki í ljós fyrr en undir lok kjörtíma- bilsins. Áformað væri að í fram- haldi af sameiningunni yrðu þeir sem aðhylltust jafnaðarstefnu lað- aðir til samstarfs, sem gæti m.a. falist í uppstokkun flokkakerfísins eða víðtæku kosningasamstarfi. Jóhanna sagði að um væri að ræða trúverðuga nálgun að samein- ingu jafnaðarmanna á íslandi. Hún hafi skírskotun í þau regnhlífar- samtök sem mynduðu R-listann fyrir borgarstjórnarkosningamar 1994. Jón Baldvin og Jóhanna vonast til að eiga gott samstarf Jóhanna sagði skilið við Alþýðu- flokkinn árið 1994 og gagnrýndi þá m.a. formann flokksins harð- lega. Jóhanna sagðist í gær vona að samstarfið við Jón Baldvin yrði gott, persónur skiptu ekki máli í þessu sambandi heldur það verkefni að efla áhrif jafnaðarmanna. Jón Baldvin sagði að aldrei hefði verið um persónulega óvild af hans hálfu að ræða í garð Jóhönnu og sagði að sér væri ekkert að vanbúnaði að starfa innan raða jafnaðarmanna með henni. Forystumenn flokkanna kynntu formanni Alþýðubandalagsins og þingflokksformanni Kvennalistans samkomulagið í gær en þessir flokkar tóku engan þátt í samein- ingarumræðunum. Formlegar viðræður hófust fyrir helgi Rannveig Guðmundsdóttir, þing- flokksformaður Alþýðuflokksins, sagði að ákvörðun um að hefja formlega viðræður um sameiningu þingflokkanna hefðu hafist fyrir seinustu helgi. Skipuð var viðræðu- nefnd sem í sátu Jón Baldvin, Rann- veig og Guðmundur Árni Stefáns- son varaformaður af hálfu Alþýðu- flokks og Jóhanna, Svanfríður Jón- asdóttir, þingflokksformaður Þjóð- vaka, og Ágúst Einarsson varafor- maður af hálfu Þjóðvaka. Sagði Rannveig að einhugur hefði verið meðal allra þingmanna flokkanna tveggja um samkomulagið. I sameiginlegri yfirlýsingu segir að þingflokkurinn eigi að starfa á grundvelli jafnaðarstefnunnar og byggja á stefnuskrám Alþýðuflokks og Þjóðvaka og muni hann kynna sérstaka málaskrá sína fyrir kom- andi þingi með útfærslu einstakra stefnumála. „Okkur finnst þetta skref býsna stórt þótt það sé mat okkar að stærra hefði það ekki getað orðið í bili og við vitum að hér eru mikil pólitísk tíðindi á ferðinni," sagði Svanfríður. Einar Karl ráðinn til starfa fyrir þingflokk jafnaðarmanna Á fréttamannafundinum var einnig tilkynnt að Einar Karl Har- aldsson, fráfarandi framkvæmda- stjóri Alþýðubandalagsins, hefði verið ráðinn til starfa, í samvinnu við hinn nýja þingflokk og fleiri, til „að laða til samstarfs þá sem að- hylltust jafnaðarstefnuna og vilja vinna að nýsköpun í íslenskri póli- tík sem m.a. gæti falist í uppstokk- un flokkakerfisins eða víðtæku kosningasamstarfi," eins og segir í sérstakri samkomulagsyfirlýsingu flokkanna. Einar segist verða áfram flokks- bundinn í Alþýðubandalaginu en hann taki þetta verkefni að sér sem sjálfstætt starfandi ráðgjafi. í því felst einnig, skv. samkomulaginu, að efna til umræðu og funda um einstök álitaefni í íslenskri pólitík og kynna pólitískar hugmyndir og lausnir jafnaðarmanna. Skapa á vettvang fyrir pólitíska umræðu og skipuleggja fundarhöld um landið með einstaka hópum eða félögum, m.a. í samvinnu við þingflokk jafn- aðarmanna. Þegar þingflokkur jafnaðar- manna kemur saman á að taka fyrir hvort gerðar verða breytingar á setu þingmanna Þjóðvaka og Al- þýðuflokks í nefndum Alþingis. Samkomulag þingflokkanna verður rætt á flokksstjórnarfundi Alþýðuflokksins á laugardag. Nýjar um- sóknir ekki afgreiddar HEILSDAGSSKÓLAR víða um borgina eru fullskipaðir og hafa færri komist að en vildu. Ástandið er sérlega slæmt í vesturbænum við Mela- og Vesturbæjarskóla en við síðastnefndan skóla hefur ekki verið unnt að taka við 15 börnum. Að sögn Gerðar G. Óskarsdóttur fræðslustjóra hafa allir sem sóttu um vist í Heilsdagsskólanum í vor fengið inni en vandræðin væru hjá þeim sem sóttu um í haust. Hún sagði að deildarstjóri eignadeildar hjá Fræðslumiðstöð Reykjavíkur- borgar væri að kanna hvaða mögu- leikar væru fyrir hendi, þar sem fyrst og fremst væri um húsnæðis- vanda að ræða. „Það er víða mjög þröngt í Heils- dagsskólanum og eftirspurn hefur farið vaxandi eftir þessari þjónustu," sagði hún. „En það átti að sækja um þessa þjónustu í vor og þeir sem það gerðu hafa fengið inni.“ Áætlanir fyrirfram „Það þarf að gera áætlanir um alla hluti fyrirfram, að ekki sé talað um húsnæðismál og allt sem kostar peninga og við getum ekki lofað úrlausn,“ sagði hún. „Fólk hefur ekki áttað sig á því að það þarf að sækja um á vorin til að hægt sé að nota sumarið til undirbúnings. Það liggur ekkert húsnæði á lausu í grunnskólum Reykjavíkur, því helm- ingur þeirra er ennþá tvísetinn." Heilsdagsskólinn hefur starfað í þijú ár og sagði Gerður að fólk væri að átta sig á þessari þjónustu, sem væri til bráðabirgða eða þar til skóladagurinn hefur verið lengdur hjá nemendum. Stefnt væri að ein- setningu í skólunum fyrir árið 2003 en skóladagurinn mun lengjast tals- vert samkvæmt lögum um grunn- skóla fram til ársins 2001. ------» ♦ ♦----- Tveir í haldi vegna ráns TVEIR menn eru í haldi grunaðir um að hafa stolið veski með hátt í 100 þúsund krónum af 68 ára gam- alli konu á Barónsstíg um hádegis- bil í fyrradag. Talið er að mennirnir hafi séð er konan var afgreidd í Landsbanka íslands á Laugavegi 77 og veitt henni eftirför. Veskið fannst síðar um daginn í húsagarði við Gunnars- braut og voru peningarnir horfnir en konan hafði tekið út hátt í 100 þúsund krónur í bankanum. Piltur var handtekinn í austur- borginni síðar sama dag. Hann þótti passa við lýsingu sjónarvotta en mun hafa verið saklaus. Metnaður í þágu framtíðar Morgunblaðið/Árni Sæberg VIGDÍS Finnbogadóttir ávarpar kynningarfund Framtíðarstofn- unarinnar í Norræna húsinu í gær. Við háborðið situr fimm manna stjórn stofnunarinnar; Hulda Valtýsdóttir fundarsljóri, Páll Skúlason, Steingrímur Hermannsson, Vilhjálmur Lúðvíks- son og Jón Jóel Einarsson. OPINN fundur var haldinn í Nor- ræna húsinu síðdegis í gær til að kynna starfsemi Framtíðarstofnun- arinnar sem hóf starfsemi fyrr á þessu ári. Nokkrir af aðstandendum hennar skýrðu tildrög þess að stofn- uninni var komið á fót en henni er ætlað, að þeirra sögn, að vera vett- vangur umræðna um málefni fram- tíðar, vistvæna þróun og stöðu ís- lands í samfélagi þjóðanna. Stjórn stofnunarinnar skipa Hulda Valtýsdóttir blaðamaður, Jón Jóel Einarsson, verkefnisstjóri hjá Iðntæknistofnun, Steingrímur Her- mannsson bankastjóri, Vilhjálmur Lúðvíksson framkvæmdastjóri, og Páll Skúlason prófessor sem er for- maður stjórnarinnar. Á fundinum í Norræna húsinu kynnti Kristín Einarsdóttir, fyrrver- andi alþingiskona, lög stofnunarinn- ar, trúnaðarráð hennar, sem 40 manns víða að úr þjóðfélaginu munu skipa, og fyrirhugaða starfsemi. Starfsemi Framtíðarstofnunarinnar mun öðru fremur felast í skipulagn- ingu málþinga og ráðstefna, en dag- ana 13.-14. september nk. fer fram umfangsmikil ráðstefna sem stofn- unin stendur að í félagi við tvær erlendar stofnanir og umhverfis- ráðuneytið íslenzka. Meðal viðfangsefna, sem að- standendur stofnunarinnar telja brýnt að bijóta til mergjar á mál- þingum, eru vistvæn þróun og sjálf- bær, hagvöxtur og hugarfar, fram- tíð velferðarþjóðfélagsins, siðferði og réttlæti gagnvart komandi kyn- slóðum, þjóðernisstefna og alþjóða- hyggja, svo eitthvað sé nefnt. Hlutverk íslands í sjálfbærri þróun á 21. öld Ráðstefnuna, sem nú er í bígerð, kynnti Steingrímur Hermannsson. Hún ber heitið „Ráðstefna um sjálf- bæra þróun á 21. öld; hlutverk fs- lands,“ og er skipulögð sem undir- búningsráðstefna fyrir aldamóta- fund þjóðar- og trúarleiðtoga, leið- andi aðila í atvinnulífi og fulltrúa fijálsra félagasamtaka, sem áform- að er að boða til á Þingvöllum árið 2000. Undirbúningráðstefnuna sækir fjöldi eftirsóttra fyrirlesara, erlendra og innlendra. Vigdís Finnbogadóttir benti á í erindi að hingað til hefur ekki verið til á íslandi slík stofnun eða aðili sem væri fær um að standa að verkefni sem þessu. Erlendis hafa um árabil verið til hliðstæðar stofnanir, svoköll- uð framtíðarrannsóknarfélög, sem mynda með sér alþjóðasamtök.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.