Morgunblaðið - 05.09.1996, Síða 19

Morgunblaðið - 05.09.1996, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. SEPTEMBER 1996 19 FERÐALÖG Nýr bátur til skemmtiferða Hvalaskoðun á Evjafirði SJÓFERÐIR ehf. á Dalvík hafa tekið í notkun nýjan bát sem notað- ur er til hvalaskoðunar á Eyjafirði. Auk daglegra hvalaskoðunarferða í sumar hefur báturinn verið notað- ur í grillferðir til Hríseyjar og einn- ig hefur verið mikill áhugi á að nota hann í ýmiskonar skemmti- ferðir fyrir hópa, m.a. til Grímseyj- ar, Ólafsíjarðar, Héðinsfjarðar og Siglufjarðar. Þessi nýi bátur sem fengið hefur nafnið Hrólfur er tæpir 13 metrar að lengd, 4,4 metrar að breidd og búinn tveimur 570 hestafla vélum sem skila 30 mílna ganghraða. Sjó- ferðir hafa mikla reynslu af hvala- skoðunar- og sjóstangaveiðiferðum í utanverðum Eyjafirði. Mikið er af hrefnu í Eyjafirði og einnig af höfrungum og hnísum og þá hafa sést hnúfubakar allt inn fyrir Hrís- ey. Ýmislegt í boði fyrir ferðalanga Ólafsfirðingar segja það sam- dóma álit þeirra sem til þekkja, að yfir hásumarið sé hvergi eins magn- að að horfa á miðnætursólina og úr Ólafsfjarðarmúlanum. Og enginn staður er eins vinsæll hjá ljósmynd- urum sem vilja fanga einstakt og dulúðugt samspil sólarinnar og Norðuríshafsins um miðja nótt. Yfir vetrarmánuðina er einnig ýmislegt í boði fyrir ferðalanga og má þar nefna fjölbreytta skíðaaðstöðu, dorg í gegnum ís og vélsleðaferðir. Hitaveita Ólafsfjarðar er elsta hitaveita landsins en hún var tekin i notkun árið 1944. Eftir að gestir höfðu snætt á Hótel Ólafsfirði var hitaveitan heimsótt þar sem form- legri dagskrá lauk. Við holu 13 bauð Einar Þórarinsson, hitaveitu- stjóri upp á sérstakan drykk, romm í 66 heitu hitaveituvatni sem bragð- aðist einstaklega vel og þar var punkturinn settur yfír i-ið. Morgunblaðið/Kristján BÁTURINN Hrólfur sem Sjóferðir hafa nýlega fest kaup á hentar einstaklega vel til hvalaskoðunar. Allt að 64.000 kr. Ýmislegt í boði í Ólafsfirði Fyrirtækið bauð starfsfólki í ferðaþjónustu og blaðamönnum í hvalaskoðun nýlega og eins og jafn- an áður sást mikið af hval í þeirri ferð í námunda við Hrísey. Ferðin hófst á Dalvík og eftir hvalaskoðun í kringum Hrísey og siglingu um Eyjafjörðinn var haldið inn til Ólafs- fjarðar. Þar tóku forsvarsmenn í ferðaþjónustu, þeir Gunnlaugur Jón Magnússon, formaður ferðamála- ráðs og Siguijón Magnússon, rekstraraðili Hótels Ólafsfjarðar á móti gestum og gengu með þeim um bæinn og buðu til hádegisverðar á hótelinu. Á leiðinni var komið við á Nátt- úrugripasafni Ólafsfjarðar, þar sem gefur að líta glæsilegt safn upp- stoppaðra fugla og villtra dýra. Andapollurinn í miðjum bænum hefur mikið aðdráttarafl en þar eru óvenju margar tegundir anda og gæsa. Gönguferðir frá Ólafsfirði eru vinsælar enda gönguleiðirnar ótrúlega fjölbreyttar og skemmti- legar, hvort sem gengið er til Dal- víkur, Héðinsfjarðar eða Siglufjarð- ar. A. FLÍSASKERAR OGFLÍSASAGIR - - 'ii j' ii i -1 l'c n uUt V IIÍ Stórhöfða 17, við GuIIinbrú, sími 567 4844 Gönguskór fyrir minni og mein- háttar gönguferðir. Mikið úrval. Verð frá 6.900 UTIVISTARBUÐIIU viö Umferöarmiöstoöina verðlækkun á Skoda Felicia Seljum síðustu bílana afSkoda Felicia árgerð 1996 á einstöku sértilboði. mtmm ' FHJCU fCfliN: "v t—-' /T\ Æ ■»* / T i jm. _ ; J0\ ' / » \ \ smHHi V 1,1 Fyrirtæki og stofnanir Bjóðum einnig vsk-útgáfu á einstöku verði, eða frá 659.000 kr. Komdu núna í Jöfur og tryggðu þér glænýjan Skoda Felicia á sértilboði. Söluaðilar Jöfurs á landsbyggðinni Akranes: Bllver, isafjörður: Bllaþjónusta Daða, Sauðárkrókur: Kaupfélag Skagfirölnga, Akureyri: Skálafell, Húsavík: Skipaafgreiðsla Húsavíkur, Egilsstaðir: Bílasalan Fell, Höfn: Egill H. Benediktsson, Vestmannaeyjar: Bílaverkstæðið Bragginn, Selfoss: Bllasala Suðurlands Nýbýlavegur 2 Sími: 554 2600 Sími: 551 9800 og 551 3072

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.