Morgunblaðið - 05.09.1996, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 05.09.1996, Qupperneq 24
I 24 FIMMTUDAGUR 5. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ ERLEIMT Reuter KONA grætur á meðan hún bíður þess að skrifa nafn sitt á lista yfir þá sem sýna vildu samúð sína vegna láts unglingsstúlknanna tveggja, sem fundust í garði barnaníðings í Belgíu. Sorg og uppgjöf í Belgíu eftir líkfund Engin von um að finna fleiri á lífi Brussel. Reuter. VONIR um að fleiri börn myndu finnast á lífi I barnamorð- og klám- hneykslinu, sem hefur skekið Belgíu, urðu að engu á þriðjudag, er tvö lík voru grafin upp í garði húss í eigu höfuðpaursins Marc Dutroux. Sál- fræðingar segja hann vera geðsjúkl- ing sem kunni að reyna að svipta sig Iífi og taka með sér leyndarmál- in í gröfína. Er ströng öryggisgæsla í fangelsinu til að koma í veg fyrir að þetta gerist. Allt fram á þriðjudag lifðu menn í voninni um að fleiri börn fyndust á lífi en þá fundust lík An Marchal, 17 ára, og Eefje Lambrecks, 19 ára. „Vonin er úti“ sagði í fyrirsögn La Dernier Heure og viðbrögð annarra fjölmiðla voru á svipaða lund. Leit lögreglu að sjö öðrum börnum heldur áfram en talið er að hvarf þeirra tengist æ umfangsmeira máli barnaklámhrings, þar sem Dutroux var höfuðpaurinn. Er leitað í tveimur húsum sem voru áður í eigu foreldra Dutroux, auk þess sem fjölmiðlar sögðu að fleiri handtökur væru á næsta leiti en alls hafa níu manns verið handteknir vegna málsins, þeirra á meðal yfirmaður í rannsókn- arlögreglunni í Belgíu. Greiðslukort hjá líkunum Lík Eefje og An fundust í kistu, sem grafin var 2‘A metra undir garð- skýli við hús sem er í eigu Dutroux. Hjá líkunum fannst greiðslukort í eigu Dutroux. Líkin voru mjög sködd- uð og sagði faðir An að ljóst væri að langt væri síðan stúlkumar hefðu látist. Borin voru kennsl á líkin með því að bera saman tannlæknaskýrsl- ur, svo og af úri annarrar stúlkunnar. Sorg og uppgjöf ríkti í Belgíu í gær eftir að lík stúlknanna fundust, fánar voru dregnir í hálfa stöng og báru skólafélagar þeirra sorgararm- bönd. Óhugnanlegur leikur Sálfræðingar segja Dutroux van- heilan á geði, mann sem neyði þá sem vinni að rannsókn málsins til að taka þátt í óhugnanlegum leik; valdatafli, þar sem hann hafi töglin og hagldirnar. Hann kunni hins veg- ar að enda með því að Dutroux fremji sjálfsmorð, rétt eins og Fred West, sem myrti á annan tug ungra kvenna í Bretlandi. Er ströng öryggisgæsla í fangelsinu og litið eftir Dutroux sjöundu hveija mínútu. Sálfræðingarnir segja viðbúið að Dutroux muni reyna að draga rann- sóknina á langinn eins og honum sé mögulegt, með blöndu lyga og sannleika, hann muni reyna að halda því taki sem hann hafi á lögreglunni eins lengi og mögulegt sé. Svo virt- ist raunar sem hann nyti þess að vera yfirheyrður og fara á staðina þar sem glæpirnir hefðu átt sér stað, því þá fyndist honum hann enn vera fijáls maður. Afengisneysla stjórnmálamanna í Svíþjóð til umræðu Schyman hrósað fyrir hugrekki TÖLUVERÐ umræða um áfengis- sýki og óhóflegt vinnuálag á þing- menn, hefur verið í sænskum fjöl- miðlum eftir að Gudrun Schyman, formaður Vinstriflokksins, kom, öll- um að óvörum, fram í sjónvarps- þætti á mánudag og kvaðst eiga við áfengisvandamál að stríða. Schyman er litríkur stjórnmálamaður og hefur ekki síður vakið athygli fyrir fram- göngu sína á skemmtistöðum en á þinginu. Engu að síður kusu flestir að horfa fram hjá því sem öilum átti þó að vera sýnilegt. Schyman kom fram á mánudags- morgun og sagði að álagið síðustu vikurnar hefði verið mikið og að hún hefði að endingu ákveðið að verða fyrri til að gera áfengisvanda sinn opinberan. Fjölmiðlar hafa gagnrýnt hana töluvert vegna flutninga í nýja íbúð en Schyman vildi ekki gera nánari grein fyrir því hvað hefði orðið til þess að hún tók af skarið nú. Samstarfsmenn hennar í Vinstri- flokknum voru álíka orðvarir, Johan Lönnroth, varaformaður flokksins, sagði að innri og ytri þrýstingur hefði komið til, en svaraði ekki spumingum um hvort að stjórn flokksins hefði þrýst á Schyman. Lönnroth tekur við stjórn flokks- ins á meðan Schyman er í áfengis- meðferð en hún gerði ráð fyrir að henni lyki áður en þing kemur sam- an á ný, 17. september. Schyman kvaðst vonast til þess að hún gæti haldið áfram sem formaður flokks- ins. Almenningur styður Schyman, samkvæmt skoðanakönnun Gallup finnst 57% kjósenda ekki að Schy- man eigi að segja af sér og sam- kvæmt IMU-könnun eru 64% þessar- ar skoðunar. Hins vegar telja TVEIR Svíar hafa verið reknir úr landi af stjórnvöldum í Rússlandi, sem saka þá um njósnir. Annar hinna brottreknu er háttsettur emb- ættismaður í utanríkisþjónustunni. /nterfax-fréttastofan fékk það staðfest af talsmanni rússnesku leyniþjónustunnar að hinn 32 ára gamli Hans Peter Nordström hefði 16-22% að hún eigi að gera það, samkvæmt sömu könnunum. Schy- man nýtur mests stuðn- ings á meðal flokks- manna sinna, yfir 80%. Drukkin opinberlega Schyman hefur átt við áfengisvanda að stríða um nokkurt skeið. Allnokkur dæmi eru um að hún hafi verið drukkin I opinber- um veislum, m.a. nó- belskvöldverðinn, við opnanir og hún mætti eitt sinn ofurölvi í umræðuþátt í sjónvarpi og tókst naumlega að koma í veg fyrir að hún kæmi fram. I annað sinn segir þáttastjórnandi hana greinilega hafa verið undir áhrifum en hann hafi ákveðið að leyfa henni að koma fram og að það hafí gengið áfallalaust. Schyman leggur áherslu á að hún hafi aldrei verið drukkin í vinnu og að drykkjan hafi ekki haft áhrif á störf hennar. Vandinn hafi ekki ver- ið stöðugur, heldur hafi komið tíma- bil þar sem hún hafi misst stjórn á drykkjunni. Schyman tók við flokksfor- mennsku af Lars Werner árið 1993 en haft var á orði að hann væri vín- hneigður. Werner hefur vísað þessu á bug en Schyman ýjaði að þessu er valdabarátta þeirra í flokknum stóð sem hæst. Að því er segir í Aftonbladet var nokkrum félögum í Vinstriflokknum kunnugt um áfeng- isvanda Schyman er hún tók við formennsku og töldu sumir það óráð- verið staðinn að verki í febrúar sl., við njósnastarfsemi í Pétursborg í þágu leyniþjónustu sænska hersins. Ásamt honum hefði starfsmanni sænska sendiráðsins verið vísað úr landi. Hafa Rússar hann að sögn grunaðan um að sjá um samræm- ingu njósnastarfsemi á vegum Svía í fyrrverandi sovétlýðveldum. legt að næsti formaður flokksins ætti við sama vanda að stríða og sá síðasti. Stjórn flokksins hvatti hana til að leita sér hjálpar og gerði hún það á síðasta ári, án árangurs. Stjórnmálamenn hafa flestir lýst yfir stuðningi við Schyman og segja hana hafa sýnt mikið hugrekki að koma fram. Eva Zetter- berg, flokkssystir henn- ar, segist þeirrar skoðunar að viðbrögðin við drykkju kvenna séu harðari en þegar karlar eigi í hlut. Þá hafi það gert Schyman enn erfið- ara fyrir að vera einhieyp en ekki megi horfa fram hjá því að hún hafi sjálf valið að láta á sér bera. Óhóflegt vinnuálag Mikið hefur verið rætt um það hvort að vinnuálag á stjórnmála- menn sé óhóflegt og leiði jafnvel til drykkju. Sverker Höglund, læknir sænska þingsins, segir það hafa komið sér á óvart eftir síðustu kosn- ingar, hversu erfitt það hafi reynst ungum og óreyndum stjórnmála- mönnum að setjast á þing. Margir þeirra eigi við mikla erfiðleika að etja sökum álagsins og það eigi sér- staklega við um þingmenn minnstu flokkanna, þar sem vinnuálagið sé ómanneskjulegt. Göran Persson forsætisráðherra segist ekki telja að skella eigi allri skuldinni á vinnuálagið. Starf þing- manna hafi alltaf verið erfitt og áfengisneysla hafí lengi verið þekkt í stjórnmálum. Bert Karlsson, fyrrverandi þing- maður Nýs lýðræðis, hefur gagnrýnt drykkju þingmanna og m.a. spurt hvaða önnur stétt manna geti verið drukkin í vinnunni? Sakaði hann fjölda þingmanna um að hafa verið drukkna í þinginu síðasta dag þings- ins, sumir hafi sofið, og þeir hafi þrýst á ranga hnappa í atkvæða- greiðslu. Karlsson spurði forseta þingsins hvað gera ætti. Segir hann forsetann hafa gefið sér orð í eyra fyrir afskiptasemina og sagt að leysa ætti málið innan þings. Gudrun Schyman Reknir fyrir njósnir Stokkhólmi. Reuter. n ijóttu In/ölÁi 'mó. JIUIMÖ (ÍTflHUIUUi í UÖÍWHCUi 3JTI ÖÍTTA TIVÖLDVíWUi Ö CÖDU VttW. m CflfiMJIHOH ef /\eótaurateur Borðapantanir • Sími 5511247 • fax 551 1420 i Valdabaráttan í Kreml Jeltsm lofar and- stæðing Lebeds Moskvu. Rcuter. BORÍS Jeltsín, forseti Rússlands, sem hefur verið undarlega hljóður um samninga Alexanders Lebeds um frið í Tsjetsjníju, tók í gær óbeina afstöðu til hans þegar hann heiðraði Anatolí Kúlíkov innanríkisráðherra og jós hann lofi með öllu því orð- skrúði, sem tíðkaðist á tímum kommúnista. Lebed hefur áður lýst yfir, að með Kúlíkov geti hann ekki starfað. Lofið um Kúlíkov eru skilaboð, sem ekki verða misskilin, og þykja sýna vel valdabaráttuna í Rússlandi í kringum friðarsamningana í Tsjetsjníju. Það er ekki aðeins, að þeir hafi í för með sér niðurlægjandi brottflutning rússneska hersins frá landinu, heldur óttast andstæðingar Lebeds, að hann geti farið að skyggja á aðra stjórnmálamenn í landinu. Víktor Tsjernomyrdín forsætis- ráðherra hefur verið nokkurs konar milligöngumaður milli Jeltsíns og Lebeds og á þriðjudag lýsti hann sig loks samþykkan friðarsamningunum þótt hann teldi þá líka gallaða. Telja fréttaskýrendur, að Tsjernomyrdín, sem hefur augljóslega augun á for- setaembættinu, sé að reyna að styrkja stöðu sína í fjarveru Jeltsíns og í gær kom nýr maður inn á svid- ið, Anatolí Tsjúbaís, skrifstofustjóri Jeltsíns. „Það er ekki rétt að segja, að Lebed hafi, eyðilagt Rússland og undirritað uppgjafarskilmála og það er heldur ekki rétt, að hann eigi skilið að fá friðarverðlaun Nóbels,“ hafði Interfax eftir honum. Lebed, sem er ekki kunnur fyrir mikið langlundargeð, hefur ekki leynt óánægju sinni með áhugaleysi Jeltsíns á friðarstarfmu í Tsjetsjníju. Þegar hann var spurður hvort unnt væri að standa við samningana án beins stuðnings forsetans svaraði hann: „Ég get séð um þetta en stuðn- ingur forsetans kæmi ekki að sök.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.