Morgunblaðið - 05.09.1996, Page 27

Morgunblaðið - 05.09.1996, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FRÁ hinni listrænu hönnunarsýningu í þjóðminjasafninu. DIADORA Plt Laser Litir: Svart, hvítt, rautt St. 32-39 Verð kr. 2.999 Phantom St. 37-46 Verð kr. 3.999 FIMMTUDAGUR 5. SEPTEMBER 1996 27 innanhússkór ®flSTuno ® SPORTVÖRUVERSLUN Háaleitisbraut 68, Austurveri sími 568 4240 Doub/e action Póstsendum og var maður þannig jafn upptekinn af útsýninu og gámunum og frábær er sú hugmynd arkitektsins Jörns Utzons að reisa þar menningarhús hvað sem úr verður. Heilar þrjár aðrar framkvæmdir er sköruðu svipuð viðhorf í sam- tímalist voru í gangi, „Interzones" í Kunstforeningen, „Art meets Science" á Carlottenborg og „Nine dimensional Theory" í Nikolaj Kirke og komu allar frá útlandinu eins og nöfnin bera með sér og sýningar- skrárnar voru líka á ensku. Fullstór skammtur og sýningarnar skildu lítið eftir sig þótt fróðlegar væru á köflum. Önnur hver mynd seld Ég var hins vegar á heimavelli á sýningunni „Unika“ í listiðnaðar- safninu því bæði voru vinnubrögðin á heimsmælikvarða og hlutirnir últra móderne eins og það nefnist. Um var að ræða sýningu 66 danskra listhönnuða á mörgum sviðum, frá leirlist og húsgagna- hönnun í vefnað og skart og væri miklu meira en æskilegt að slík sýning rækist hingað. Myndi hún opna augu margra fyrir gildi hönn- unar sem veitir hundruðum millj- arða í danska þjóðarbúið. Sömuleið- is kunni ég vel við mig á sýning- unni Frakkland Danmörk á Sophi- enholm er skaraði módernismann þótt sýningin væri hvorki stór né mikil og flest verkanna gamalkunn. Fleiri framkvæmdir voru í borg- inni og nágrenni hennar sem ég náði ekki að skoða, er sköruðu skúlptúr og ýmsar tímabundnar uppákomur á förnum vegi. Að sjálf- sögðu leit ég inn í nokkur listhús og er mér mér sýningin „20 ár í Frakklandi" sýnu eftirminnilegust. Þar var félagi Svavars Guðnasonar, Carl Henning Pedersen, á ferðinni með stóra sýningu og alltaf er hann jafn ferskur, jafnframt því sem hann er farinn að skrifa bækur um líf sitt og lifanir þótt kominn sé yfir áttrætt! Önnur hver mynd á sýning- unni var seld er mig bar að og voru þó sumar stórar og á svimandi verði. Aðalsýning Arkarinnar við Ishöj fram til 8. september er svo á grímumyndum félaga þeirra í Hel- hesten Egils Jacobsens, en hann mun hafa verið nánastur Svavari. Myndirnar voru margar hveijar framúrskarandi en féllu jafn illa að rýminu og myndir Emils Nolde fyrr á árinu. Hins vegar var þarna einn- ig kistu- og skápagjörningur eftir Ingvar Cronhammer er var sem skapaður fyrir það. En það sem vakti mestu athygli þessa dagstund var tvímælalaust sýning á líkönum af garðhúsum, en hún var framúr- skarandi fyrir hugkvæmni og skemmtilega uppsetningu. í langa ganginum á neðri hæð var verið að setja upp risastórar ljósmyndir af gjörningi er markaði samfarir konu við spastísk lamaðan mann. Uppörvandi fjölbreytni og hugkvæmni Þetta nýja safn nútímalistar hef- ur farið vel af stað hvað aðsókn snertir og má þakka það frumlegri byggingu og fallegri staðsetningu og þannig höfðu 127.500 gestir komið á það 1. ágúst. Mestu aðsókn höfðu þó framkvæmdir Ríkislista- safnsins uppskorið eða 153.689. Þetta eru góðar tölur þótt langt sé í að þær skagi uppi í aðsóknarmet- ið á einstakar sýningar á Louisiana. Eftirminnileg er sýning á frumlegri og fagurfræðilegri hönnun kven- fatnaðar, „Art to Wear“, á þjóð- minjasafninu, sem haldin var í tengslum við 15. þing „Internation- al Association of Costume" í borg- inni. Fjölbrejdnin og hugkvæmnin var uppörvandi bæði í notkun efna og formrænni meðhöndlan. Einnig gjörningur í Jurtagarðinum, þar sem garðurinn sjálfur var hluti listaverkanna. Rúsínan í pylsuendanum var þó ótvírætt viðbygging Glyptoteksins, sem er opinberun, ekki spillti frá- bær sýning á byzantískri list í sýn- ingarsölunum, en frá því og fleiru segi ég seinna. Bragi Ásgeirsson SKÁLAR eftir Alev Siesbye á listiðnaðarsafninu. OPI 10 ALLA [ ] AGA 1 FRÁ KL. 9-22 LYFJA Lágmúla 5

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.