Morgunblaðið - 05.09.1996, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 05.09.1996, Blaðsíða 28
28 FIMMTUDAGUR 5. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Eru Norðurlönd uppspuni? TRÖLL danska málarans Richards Mortensens (1910-1993) gæti hugsanlega verið íslenskt. NORRÆNAR bókmenntir 1996 sem gefið er út á skandinavískum málum og ensku er ársrit í þeim farvegi að fjalla um bókmenntir lið- ins árs, en að auki er efnt til um- ræðu um bókmenntir og menning- arstefnu yfirleitt. Umræðufundur um Norðurlönd með tveimur kunn- um norrænum rithöfudum, Danan- um Suzanne Brogger og Svíanum Per Olov Enquist, hlýtur að vekja sérstaka athygli, en fleira er í ritinu sem hvetur til umhugsunar eða að minnsta kosti kallar á smáþanka. Ást á íslendingasögum Það gleður líklega íslendinga að Brogger og Enquist játa bæði ást sína á Islendingasögum og mikil- vægi þeirra fyrir eigin bókmennta- sköpun. Brogger hefur nýlokið við að þýða Völuspá á dönsku og Enqu- ist teiur rætur sínar sem rithöfund- ar beinlínis liggja í Islendingasög- um. í samtalinu kemur fram að nor- rænu þjóðirnar eiga ekki margt sameiginlegt iengur, að minnsta kosti eru bókmenntatengslin lítil að mati rithöfundannna. Evrópusambandið hef- ur þó þjappað þjóðun- um saman frekar en sundrað þeim. Eitt enn: Brogger rifjar upp að eftir að hún hafði talað um Völuspá á fundi í Brussel kom til hennar suðurevrópsk kona og kvaðst loks skilja hvað sameinaði Norðurlönd, norrænu þjóðimar hefðu aldrei verið að fullu kristnaðar. Ingrid Elam sem stýrir samræðum á fyrrnefndum fundi varpar fram spurningu sem eflaust má svara játandi: „Eru Norðurlönd í raun og veru uppspuni, brothætt samsetn- ing sem byggist á hugmyndum um skyldleika fremur en að við eigum í raun eitthvað sameiginlegt?" Það sem sameinar þó Norðurlandabúa að mati rithöfundanna eru höft og skinhelgi sem lýsir sér í ýmsum bönnum. Þetta er áreiðanlega rétt og vekur vissulega furðu Evr- ópubúa, ekki síst frá Suður-Evrópu. Lifandi útópía í ritgerðinni Eru Norðurlönd skáldskapur? kemst Erik Skyum- Nielsen að þeirri niðurstöðu að sé TONLIST L i s a s a f n i S i g u r j ó n s Óiafssonar EINSÖNGSTÓNLEIKAR Ingibjörg Guðjónsdóttir sópran- söngkona og Valgerður Andrésdóttir pianóleikari, fluttu söngverk eftir Peter Heise, Lange-Miiller, Alban Berg og Serge Raehmaninov. Þriðju- dagurinn 3. september, 1996. INGIBJÖRG Guðjónsdóttir valdi sér sérstæð viðfangsefni, fyrst söngverk eftir tvo dönsk tónskáld, Heise og Lange-Múller, síðan Sjö æskusöngva eftir Berg og fim'm lög eftir Rachmaninov. Dönsku lögin eru frekar litlausar tónsmíðar, fal- lega hljómandi en það vantar í þau háskann og átökin, þótt þau séu annars þokkalega unnin, eins og Ævisögur skálda og endurmat á framlagi þeirra setur nokkurt mark á bókaútgáfu að mati Jóhanns Hjálm- arssonar sem hefur gluggað í norrænt rit sem að mestu er helgað útgáfu liðins árs. átt við hvort Norðurlönd eigi sér varanlega sameiginlega menning- arlega sjálfsmynd sé svarið játandi. Aftur á móti, skilji ég hann rétt, megi líta á norræna menningarsam- einingu sem lifandi útópíu, skáld- skap á borði en ekki einugis í orði sé það haft í huga. Skyum-Nielsen er þó að mestu svartsýnn og vantrú- aður á að Norðurlönd eigi eitthvað sameiginlegt á bókmenntasviði fyrir utan óljósar hugmynd- ir og almenn stefnumál sem hann rekur. Greinar um bækur mótast að stórum hluta af umfjöllun um verðlaunabók Norður- landaráðs 1996, smá- sagnasafn Norð- mannsins Oysteins Lonns, og aðrar til- nefndar bækur. Meðal bóka sem íjallað er um þótt þær uppfylli ekki fyrrnefnd skilyrði eru verk eftir Finnann Gunnar Björling, Svíann Sigrid Combuc- hen (um D.H. Lawr- ence, D’Aannunzio, Joyce Carol Oates, Woodehouse og Karen Blixen), Danann Poul Be- hrendt (um Thorkild Hansen) og Finnann Hannu Mákelá (um Eino Leino). Óskiljanlegt skáld Það er Anders Olsson sem skrifar um Gunnar Björling (1887-1960) í tilefni þess að í fyrra komu út rit hans í fimm bindum. Sama ár sendi Olsson frá sér stóra ævisögu Björl- ings. í greininni í Nordisk Litterat- ur 1996 tekur Olsson upp umræð- una um heimsmá! og minni mál- svæði og takmarkanir þess að skáld t.d. tvö lög, sem Lange-Muller samdi yfir ástarsöng H. C. Anders- en, Min tankes tanke. Þessi lög eru forvitnileg til samanburðar, t. d. við lag Griegs og þá kemur fram stærð- armunurinn. Það getur verið skemmtilegt að flytja söngva, sem eru lítt þekktir, eins og umrædd lög en spurningin er, hvers vegna erfði gleymskan þessi lög? Ingibjörg söng dönsku lögin mjög vel og píanistinn átti þar nokkrar vel leiknar strófur. Sieben frúhe Lieder eftir Berg eru stórkostlegar tónsmíðar en á borð við Edith Södergran, Gunnar Ekelöf og Gunnar Björling ortu á sænsku. Sjálf mynd módernismans væri önnur hefðu þessi skáld og vitanlega skáld fleiri lítilla mál- svæða ort á heimsmáli. Sagt var um Björling að hann orti í reynd ekki á sænsku og væri líka óskiljanlegur. Poul Borum telur að aðeins sé hægt að jafna Mall- armé við Björling þegar setningaleg nýsköpun í Ijóðlist sé metin. Björl- ing hirti ekki um strangar setninga- fræðilegar reglur en bjó til sína eig- in setningafræði. Ævisögur frægra skálda og skáldsögur um þau eru í tísku og tilhneiging til endurmats er fyrir hendi. Þannig sýnir Sigrid Combuchen D’Annunzio í nýju ljósi í bók sinni Om en dag man vaknar (útg. Nordstedts). Poul Behrendt kafar djúpt í persónuleika og sögu Thorkilds Hansens í Djævlepagten (útg. Gyldendal) og Hannu Mákelá lýsir í skáldsögunni Mestari (útg. Otava) síðustu dögum skáldsins Einos Leinos (1878-1926) sem á frægasta smíðin í þessum laga- flokki er án efa söngurinn um næt- urgalann, sem var mjög fallega fluttur. Það er svo með lagaflokka, að oft nær tónsskáldið aðeins að gullbrydda eitt lag og af fimm lög- um eftir Rachmaninov, skar sig úr lagið Syngdu ekki, fagra, fyrir mig söngvana dapurlegu frá Grúsíu, hvað snertir skýrar tóhendingar og var þetta sérlega fallega lag mjög vel sungið. Ingibjörg er góð söngkona, gefin falleg rödd, sem er vel þjálfuð og sinni tíð var kallaður mesti bóhem Finnlands og kom því í verk að senda frá sér um hundrað bækur á stuttri ævi. Fyrir Mestari (Meistar- inn) hlaut Makelá Finlandia-bók- menntaverðlaunin 1995, en eftir hann er ti] ein ljóðabók í íslenskri þýðingu: Árin sýna enga miskunn (útg. Urta 1993.) Meðal annarra ævisagna sem skrifað er um í ritinu eru verk um Roald Amundsen og Trygve Bratt- eli, en á ævisögum er enginn skortur. Engar ævisögur komast á blað í íslenska hlutanum. Skrifað er um tilnefndar skáldsögur Vigdísar Grímsdóttur og Einars Kárasonar og barnabókina Sossu sólskinsbarn eftir Magneu Magnúsdóttur frá Kleifum. Ástráður Eysteinsson er höfundur jiortretts af Gyrði Elías- syni, en Ástráður er íslenskur rit- stjóri Nordisk Litteratur 1996. Að- alritstjóri er Norðmaðurinn Hákon Harket, útgefandi Norræna bók- mennta- og bókasafnanefndin (Nordbok) styrkt af ráðherranefnd- inni. mótar hún tónhendingar laganna af öryggi og af næmri tilfinningu fyrir líðandi tónferli söngvanna.Það eina sem á vantar, að söngur henn- ar sé glæsilegur, er meiri skýrleiki í framburði og einnig, að henni hættir til að vera einum um of yfir- veguð. Hún hefði mátt sleppa fram af sér beislinu í túlkun, bæði í Rach- maninov og Berg og leika sér fijáls- ar með tónhendingarnar í þessum yfirmáta rómantísku söngverkum, en rödd hennar fellur einmitt ein- staklega vel að rómantískri og „heitri“ tónlist. Píanóleikarinn Valgerður Andr- ésdóttir lék margt vel en lögin eftir Berg og Raehmaninov og sérstak- lega það síðasta, Vorleysingar, eftir Rachmaninov, eru erfið viðfangs- efni, bæði tæknilega og í mótun blæbrigða, sem Valgerði fórst vel úr hendi. Jón Ásgeirsson Ljóð á Kaffi Austurstræti ALLRA síðustu 66 mínútur úr Fundnum ljóðum Páls Ólafssonar kallast ljóðadagskrá sem leikar- arnir Hjalti Rögnvaldsson og Hall- dóra Björnsdóttir flytja á Kaffi Austurstræti (nr. 6 við götuna) í kvöld kl. 22.30. -----»-♦—♦----- Strengjatón- leikar í Ytri Njarð- víkurkirkju STRENGJASVEIT Tónlistarskól- ans í Keflavík er nýkomin heim frá Hjörring í Danmörku þar sem hún tók þátt í hljómsveitarmóti sem nefndist Europa Træf 1996. Á mótið komu 12 hljómsveitir frá ýmsum löndum Evrópu allt austur til Úkraínu. „Strengjasveitin fékk frábærar móttökur og hefur nú fengið með- al annars boð um að koma til Vil- niusar í Litháen", segir í kynn- ingu. Strengjasveitin mun af þessu tilefni halda tónleika í Ytri-Njarð- víkurkirkju nk. laugardag, 7. sept- ember, kl. 17, þar sem leikin verða verk eftir Bach, Pacelbel, Boyce o.fl. ásamt íslenskum og dönskum lögum. Stjórnandi strengjasveitarinnar er Óliver Kentish og er aðgangur ókeypis og öllum heimill á meðan húsrúm leyfir. -----♦ ♦ ♦----- Ofinn skúlpt- úr á Kjarvals- stöðum í MIÐSAL Kjarvalsstaða verður formlega opnuð sýning á nýjum verkum eftir Guðrúnu Gunnars- dóttur laugardaginn 7. september kl. 16. í tengslum við sýninguna hefur verið gefin út sýningarskrá með grein eftir Auði Ólafsdóttur, listfræðing og fjölda litmynda sem ennfremur eru póstkort. „Guðrún hefur um árabil verið leið- andi listakona innan veflistarinnar og lagt sig fram við að útvíkka landamæri hennar", segir í kynn- ingu. Sýningin á Kjarvalsstöðum er opin daglega frá kl. 10-18 fram til 19. október. Safnaverslun og kaffistofa eru opin á sama tíma. -----»■■♦ ♦---- Sýning- verka úr Kjarvalssafni OPNUÐ verður sýning á verkum Jóhannesar Sveinssonar Kjarval laugardaginn 7. september í austur- sal Kjarvalsstaða. Sýndar verða perlur úr Kjarvals- safni, landslagsmálverk, fígúratív málverk, teikningar og vatnslita- myndir. Sýningunni er ætlað að gefa innsýn í þá fjölbreytni sem einkenndi verkefnval Kjarvals og samtímis að draga fram hæfileika hans til að skilgreina og túlka á persónulegan hátt viðfangsefni sín og skírskota til íslenskrar þjóðtrúar og menningarafleifðar. Sýningin stendur til 22. desember. Gunnar Björling Falleg og vel þjálfuð rödd H& eAliil l#^l# útf®lunni »hummél^ lillf lylcur SPORTBÚÐIN U L JUIIII 1 11 laugardag NÓATÚNI 17 c SÍMI 511 3555
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.