Morgunblaðið - 05.09.1996, Page 51

Morgunblaðið - 05.09.1996, Page 51
morgunblaðið FIMMTUDAGUR 5. SEPTEMBER 1996 51 I I I I I I I I I I I I I ( ( ( ( í < < ( < < ( ( ( ( < ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN? Þeir stóru farnir að gefa sig TVEIR 24 punda legnir hængar veiddust fyrir austan fjall um helg- ina, annar á Iðunni og hinn á fjórða svæði Stóru Laxár. Þá hafa stórir laxar verið að veiðast á Nesveiðum i Laxá í Aðaldal að undanförnu. Iðulaxinn veiddist á maðk og var einn 24 laxa sem veiddust á svæðinu um helgina. Birgir Sum- arliðason, sem var í hópi veiði- manna, sagði að allur iaxinn hafi verið leginn, menn hefðu vænst þess og vonað að nýir laxar kæmu með höfuðdagsstraumnum, en sú von hafi brugðist. „Samt er nóg af fiski þarna til þess að við vorum alltaf að reyta upp fisk,“ sagði Birgir. Hann sagði og að borið hafi á öðru sem hann hefur ekki átt að venjast á Iðunni, stórum sjóbirtingum. „Við fengum fimm 3-5 punda gullfallega fiska,“ sagði Birgir. Hinn stórlaxinn veiddist í Klapparnefi á efsta svæði Stóru Laxár í Hreppum á laugardaginn. Veiðimaður var Aad Groeneweg, hollenskur íslendingur. Laxinn tók Bill Young túbuflugu, tveggja tommu, og var landað á um 40 mínútum. Laxinn var 106 senti- metrar. Að minnsta kosti þrír lax- ar til viðbótar veiddust á svæðinu er rof kom í vatnsveðrið undir myrkur, þar af einn 15 punda og annar 13 punda. Glæðist aðeins á Nesveiðum Eftir mikil rólegheit í sumar glaðnaði aðeins yfir veiðiskap á Nesveiðum í Laxá í Aðaldal. Til marks um það var holl skammt frá mánaðamótum ágúst og sept- ember með 23 laxa, allt að 22 punda og næsti hópur sem veiddi fram að mánaðamótum veiddi 13 físka. Þar með voru komnir um 190 laxar á land á svæðinu. Þrátt fyrir dálítil fjörbrot á árbakkanum verður þetta að teljast léleg heild- arveiði, því í fyrsta skipti er svæð- ið mun stærra með fleiri stöngum þar sem veiðisvæði Núpa og Kjal- ar hafa bæst við, en voru áður leigð sér. En eins og fyrri daginn hafa stórir fiskar verið aðall Nesveið- anna. All margir fiskar vel yfir 20 pund hafa veiðst. Ekki er gott að henda reiður á þyngd einstakra laxa í íslenskum pundum, því margir útlendingar skrá laxa sína eftir libs-kerfi. I bókinni í Nesi eru laxar skráðir 28-30 pund. Séu það hbs þá er um að ræða laxa í 25-26 AAD Groeneweg með 24 punda hænginn úr Klappar- horni í Stóru Laxá. punda skalanum. Margir veiði- manna í Nesi eru erlendir og sum- ir þeirra sleppa löxum sínum. Lifnar yfir Tungufljóti Veiði hefur loks glaðnað í Tungufljóti eftir eindæma róleg- heit fram eftir öllu sumri. Ekki var Skaftárhlaupið til að greiða fyrir göngum og var vitað að það myndi tefja för göngufiska eitt- hvað. Allt um það, þá er það ekki einhlít skýring. Það er laxinn sem er að sýna sig, en lítið bólar enn á sjóbirtingi sem er aðalfiskur Tungufljóts. Þó er vitað að bænd- ur voru byrjaðir að fá’ann í netin í Kúðafljóti áður en hlaupið kom. Það ætti því aðeins að vera tíma- spursmál hvenær sjóbirtingurinn mætir. Á sunnudagskvöld voru komnir 11 laxar á land. Laxinn byijaði að veiðast á miðvikudaginn fyrir rúmri viku og um helgina veiddust sex fiskar og fregnir herma að ónafngreindur veiðimaður hafi misst þann stóra. „Ég hef það eftir þessum mönnum að það hafi virst vera talsvert af fiski á ferð- inni,“ sagði Bergur Steingrímsson, framkvæmdastjóri SVFR í sam- tali, en félagið leigir ána. Breskur grínisti í Loftkastalanum BRESKI grínistinn Eddie Lizzard heldur sýningar í Loftkastalanum dagana 5. og 6. september. Eddie er núna í fjögurra mánaða heimsreisu með sýningu sína, kem- ur hingað frá París og heldur svo til Hollands. Þarnæst heldur hann sýningar í New York, Köln, Stokk- hólmi og Kaupmannahöfn. Með Izzard koma fimm manns frá BBC sjónvarpinu en verið er að gera þátt um heimsreisu hans. Samhliða því að vera skemmti- kraftur lék Izzard í myndinni „The Secret Agent“ með Bob Hoskins °g Gerard Depardieu. Sýningarnar í Loftkastalanum verða tvær: fimmtudaginn 5. september kl. 20 og föstudaginn 6. september kl. 23.30. LEIÐRÉTT Myndavíxl Ekki tókst betur til en svo við frá- gang á listasíðu í Morgunblaðinu í gær, en að þrjár myndir víxluðust. Þarna var um að ræða myndir af Georg Brandes, Vagn Holmboe og H.C. Andersen. Myndin af Brandes lenti í texta um H.C.Andersen, en mynd af honum lenti í texta um Vagn Holmboe. Myndin af Holmboe birtist svo í textanum um Brandes. Beðist er afsökunar á þessum mis- tökum. Rangt föðurnafn brúðguma Rangt var farið með föðurnafn brúðgumans Sveins Ola í brúð- kaupstilkynningu sl. laugardag. Hann var sagður Pálmason en er Pálmarsson. FRÉTTIR Gordon setter bestur á sýn- ingn Hundaræktarfélagsins HUNDASÝNING Hundaræktarfé- lags íslands var haldin í Reiðhöll Gusts í Kópavogi sunnudaginn 1. september sl. í dóm mættu 113 hundar af 25 tegundum. Á þessari sýningu fór einnig fram keppni ungra sýnenda. Dómarar voru Marianne Furst-Danielson frá Sví- þjóð og Sigríður Pétursdóttir frá Islandi. Urslit sýningarinnar urðu sem hér segir: Besti hundur sýningar: 1. sæti IS.M. Cullerlie of Fingray, Gordon setter. Eigendur Ragnar Sigutjóns- son og Oddný St. 2. sæti: Snæ- lands-Ari, enskur springer spaniel. Eigandi: Heiðdís Sigursteinsdóttir. 3. sæti: Tíbráar-Baltasar, Tíbet spaniel. Eigandi: Margrét Ágústa Kristjánsdóttir. 4. sæti: Zandra Vom Laacher Haus, þýskur fjár- hundur. Eigendur: Hjördís Ágústs- dóttir og Eiríkur Guðmundsson. 5. sæti: Toybox Heavenly Gold, po- meranian. Eigendur: Gylfi Sigurðs- son og Hrafnhildur. Besti hvolpur sýningar: 1. sæti: Silfurskugga-Kleópatra, cairn terrier. Eigandi: Guðrún Stef- ánsdóttir. 2. sæti: Bonus Pater, enskur bulldog. Eigandi: Sigurður Helgi Guðjónsson. 3. sæti: Kersins- Tappi, íslenskur fjárhundur. Eig- andi Helga Gústavsdóttir. 4. sæti: Ránar-Sólon íslandus Ýrar, Dalma- tíuhundur. Eigandi: Agnes Ýr Þor- láksdóttir. 5. sæti: Alexandra, po- meranian. Eigandi: Sesselía Salóme Tómasdóttir. Besti ungi sýnandinn var valinn Auður Sif Sigurgeirsdóttir sem keppti með Tíbet spaniel ÍS.M. Nalinas Morchella D’Adonis. í öðru sæti var Viktoría Jensdóttir með standard poodle hundinn ÍS.M. Roffe og í þriðja sæti var Lena Rut Kristjánsdóttir með labrador re- triever Markar-Hríslu. Næsta sýning Hundaræktarfé- lags íslands verður alþjóðleg og verður haldin dagana 5. og 6. októ- ber nk. Dómarar verða Rainer Vuorinen frá Finnlandi og Piero Renai della Rena frá Ítalíu. Skrán- ingu lýkur 6. september nk. Morgunblaðið/Jón Svavarsson BESTI hundur sýningarinnar: Tíkin Andrea Gylfadóttir Gordon setter. íslenskur meistari Cullerlie of Fingray, 93-2864, fædd 25. júlí 1992. Eigandi: Ragnar Sigurjónsson og Sigríður Oddný. Ræktendur herra og frú Jor Sutton. Með hundinum á myndinni er Sigurður H. Sigurðarson sem sýndi hundinn. ÞÝSKI fjárhundurinn tíkin Zandra Vom Laacher-Haus og po- meranian hundurinn Toybox Heavenly Gold. Haustmark- aður fyrir kristniboðið ÁRLEGUR haustmarkaður Kristni- boðssambandsins verður haldinn laugardaginn 7. september í húsi KFUM og KFUK, Holtavegi 28 (gegnt Langholtsskóla) í Reykjavík. Markaðurinn hefst kl. 14 og rennur ágóðinn til starfs Kristniboðssam- bandsins í Kína, Eþíópíu og Kenýu. Nokkrar konur úr hópi kristni- boðsvina standa fyrir markaðnum og þar verður selt ýmiskonar græn- meti, ávextir og ber, allt eftir því hvað kristniboðsvinir og aðrir vel- unnarar leggja markaðnum til af uppskeru sumarsins. Allt er vel þegið, kál, kartöflur, gulrætur, ber, sultur, ávextir, blóm og kökur og hvað sem er matarkyns. Þessu verð- ur veitt móttaka í KFUM og K húsinu föstudaginn 6. september kl. 17—19, segir í fréttatilkynningu. Á þessu ári hóf Kristniboðssam- bandið þátttöku í samstarfsverkefni um kristilegra útvarpsútsendinga til Kína. Um 4-5 milljónir manna hlusta daglega á kristilegan barna- þátt en einnig tekur Kristniboðs- sambandið þátt í að greiða fyrir hálftíma útvarpsþátt fyrir full- orðna. í Afríku eru nú átta íslensk- ir kristniboðar á vegum Kristni- boðssambandsins auk barna. í ár þarf að safna um 20 milljónum króna til að standa straum af kostn- aði við starfið innanlands sem utan. Þann 14. septcmber býður Ferðaskrifstofa Guðmundar Jónassonar bcint leiguflug til hinnar fomfrægu og fallegu borgar Prag. Heimflug til Íslands er síðan þann 21. september. Fjöldi hagstæðra ferðamöguleika er í boði, meðal annars getum við boðið flug og hótel í eina viku í Prag frá 48.420,- krónum á mann og er þá innifalinn flugvallarakstur, morgunverður, flugvallarskattur og íslensk fararstjórn. Örfá sæti laus vegna forfalla Leitið nánari upplýsinga hjá utanlandsdcild okkar. <2 Feráaskrífstofa CUÐMUNDAR JÓNASSONAR HF. Borgartúni 34, sími X^c^

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.