Morgunblaðið - 05.09.1996, Síða 52

Morgunblaðið - 05.09.1996, Síða 52
52 FIMMTUDAGUR 5. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ pi«>viswitiWaíííí» BRÉF TIL BLAÐSINS Dýraglens Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 5691329 • Netfang: lauga@mbl.is « ',þ£TTA BR FAf&HL BGT/'X-- . . {?/*/ > .. - - ' '• JU5T LEVELIN6 TME j $ PLAVIN6 FIELP, 51 R.J t >V'-----. )-------V\ GÆTIÐ YKKAR; FISKAR! HÉR KEMUR HUN! Já, auðvitað, Magga... fældu þá alla í burtu! Bara að jafna leikinn, herra. MÁLVERK Steingríms af Laugarvatni. Fegurð kyrrðar Frá Steingrími St. Th. Sigurðssyni: FJALLIÐ fyrir ofan Laugarvatn er farið að skipta litum, sem fer því vel. Hótel Edda í Menntaskólanum er að enda sitt sumarskeið eftir góða tíð. Veðrið er eins og í Suður- löndum dag eftir dag, og þetta umrædda hótel hefur tekið stakka- skiptum eins og kona á blómaskeiði sem hefur safnað í sig hreysti og er enn fegurri en nokkru sinni fyrr. Þetta gerðist fyrir tveimur árum að hótelið var endurskapað og fært í listrænt horf sem fullnægir hörð- ustu kröfum í hótelhaldi. Fyrir var viðmót eins og á frönsku eða ítölsku hóteli. Gestgjafinn hún Lillý, sem borin og barnfædd er á Laugar- vatni og hennar austfirski eigin- maður og völundurinn og þúsund þjala smiðurinn hann Daníel hafa setið þennan garð og stýrt Eddunni við Vatnið helga, síðan rétt upp úr sextíu. Þau eru ung og hress, enda gamlir sjampíónar í sundi. Þau hafa gefið sérstakan kraft inn á þetta hótel, sem á engan sinn líkan. Fólk frá framandlegum löndum og þjóðum kemur aftur og aftur og gistir hvergi annars staðar en hjá Madame Lillý, sem heldur sér betur en flestar aðrar konur — geislar af lífsorku. Böðvar sálugi á Laugarvatni skrifaði lífsbók sína Undir tindum. Böðvar var af klani og minnti á höld, og þá hann deyði var hann grafinn inn í fjallið — undir björkun- um í sunnlenzkri úrhellisrigningu. Klerkurinn sem jarðsöng var enginn annar en sá umdeildi síra Emil Björnsson, enginn kom til greina annar en síra Emil til að jarðsetja lénsherrann, sem minnti á gamla höfðingjaveldið, sem er að hverfa í tímans rás, því miður segja margir. Síra Emil var kaupamaður hjá Böðvari á námsárunum. Ýmislegt stórfenglegt hefur gerzt á svæðinu. Til að mynda voru lík Herra Jóns Arasonar og sona hans flutt úr Skálholti og að Lauginni niðri við vatnið og lauguð þar. Trúlega er þetta helgasti staður á íslandi. Kaþólikkar fóru frá Skálholti fyrir örfáum árum pílagrímsför að Laug- inni. Þar gerðust kraftaverk. Svona má lengi telja. Skólarnir á Laugarvatni hafa staðið fyrir sínu, Menntaskóinn sem hefur í seinni tíð staðið sig ámóta vel og MR og MA, íþróttakennara- skólinn; grunnskólinn og þar fram eftir götunum. En bezt af öllum hafa staðið sig þau hjónin ættuð af Austfjörðum („Sjórekin frönsk og hann Daníel af Vefarættinni"). Undir merki hótelsins og merki fegurðar Laugarvatns heldur stað- urinn áfram að vera til. P.S. Haukur Vald. er hofmeistari á Hótel Eddu, hann lærði víða og m.a. Danmörku, maturinn er hann eldar er undurgóður. STEINGRÍMUR ST. TH. SIGURÐSSON, listmálari og rithöfundur. Hvað skal segja? 4 Væri rétt að segja: Þeir fóru á eftir hvor öðrum? Rétt væri: Þeir fóru hvor á eftir öðrum. Tveir menn fóru hvor á eftir öðrum. Þrír menn fóru hver á eftir öðrum. Tvær konur fóru hvor á eftir annarri. Þijár konur fóru hver á eftir annarri. Tvö börn fóru hvort á eftir öðru. Þtjú börn fóru hvert á eftir öðru. Margt fólk fór hvað á eftir öðru. Næst verða fleiri dæmi um notkun þessara sömu fornafna. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.