Morgunblaðið - 05.09.1996, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 05.09.1996, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. SEPTEMBER 1996 53 ____BRÉF TIL BLAÐSIWS_ Hver er ábyrgð heilsugæslulækna? Frá Margréti Maríu Sigurðardóttur: | LÍKT og alþjóð veit hefur staðið I yfir deila heilsugæslulækna við ís- | lenska ríkið. Þrátt fyrir að deilan hafi staðið yfir í heilan mánuð virð- ast aðilar ekki hafa nálgast hvor annan. Ég er búsett á landsbyggð- inni, þar sem að heilsugæslan hefur virkað mjög vel, enda oft vitnað tii þess þegar rætt er um hvernig heilsugæslan ætti að vera. Ég hef í alla staði verið mjög ánægð með I þá þjónustu og notað hana óspart. Mér hefur fundist gott traust milli heilsugæslulækna og sjúklinga þeirra. Nú við þessa deilu er landsbyggð- in þolandi í þessu máli. Lands- byggðin sem hefur verið öflugasti stuðningsaðili við heilsugæsluna. Lífið virðist ganga sinn vana gang á höfuðborgarsvæðinu á meðan landsbyggðin þjáist. Nú síðast lýsti Gunnar Ingi Gunnarsson því yfir að neyðarþjónustu yrði hætt enda lengdi þjónustan deiluna. Hver er ábyrgð heilsugæslulækna? Vilja þeir fórna því trausti og góða sam- starfi sem hefur átt sér stað úti á landi. Ætla læknar að bregðast læknaeið sínum, þar sem þeir hétu því að sinna sjúkum? Ég fullyrði að ef heilsugæslulæknar endur- skoða ekki baráttuaðferðir sínar verður seint hægt að laga þann trúnaðarbrest sem orðið hefur á milli lækna og sjúklinga þeirra úti á landi. Ég spyr því heilsugæslu- lækna: Eruð þið tilbúnir að grafa undan heilsugæslunni þar sem hún virkar og fórna trausti dyggustu skjólstæðinga ykkar? MARGRÉT M. SIGURÐARDÓTTIR, Urðarbraut 22, Blönduósi. Skrautlýst atvinnu leysi kvenna í Reykjavík Stuðlaðu að eigin heilbrigði með Propolis! Frá Ragnari Þjóðólfssyni: AÐ undanförnu hafa ijölmiðlar flutt fréttir af niðurstöðum rannsókna er sýna aukna útbreiðslu pneumo- kokka sem eru ónæmir fyrir sýkla- lyfjum. Útbreiðsla þeirra er talin tengjast of mikilli notkun sýkjalyfja hér á landi og þá sérstaklega súlfa- lyfja. Vegna þessara frétta langar mig að benda á öflugt bólgueyðandi og bakteríudrepandi efni unnið beint úr náttúrunni sem ekki veldur ónæmi né heldur drepur það eðli- lega bakteríuflóru líkamans. Þetta efni er Propolis. Það hefur verið kallað sýklalyf náttúrunnar og lækningamáttur þess verið þekktur í ríflega 2000 ár. Propolis er ttjákvoða sem bý- flugurnar safna og nota til að klæða innan veggi búsins til að sótthreinsa það. Vítamín Ungverski vísindamaðurinn Szent-Gyorgi uppgötvaði C-vítam- ínið seint á þriðja áratug þessarar aldar og síðar P-vítamínið sem tijákvoðan er ákaflega rík af. Svo virðist að það sé að stórum hluta þetta vítamín sem gefur Propolis hin bólgueyðandi, bakteríudrepandi og blóðstemmandi áhrif. Propolis er auk þess ríkt af A-, B-, C- og H-vítamíni, amínósýrum, lífrænum sýrum og steinefnum. Býflugurnar blanda það einnig ensímum úr kirtl- um sínum og víst er að það hefur reynst vinna vel á mörgum sjúk- dómum. Bólgur Margar mæður kaupa Propolis og gefa með góðum árangri börnum sem þjást af síendurteknum eyrna- bólgum. Ekki vinnur það síður á blöðrubólgu, þrálátu kvefi, háls- bólgu, bronkítis og berkjubólgu. Margir taka Propolis stöðugt við blöðruhálskirtilsmeinum og nýrna- veilum. Talið er að árangurs sé að vænta innan þriggja vikna frá því að notkun er hafin. Ef um krónískt ástand er að ræða verður þó að gera ráð fyrir lengri tíma. Æ fleiri eru nú farnir að gera sér Ijóst að verksmiðjuframleidd lyf eru ef til vill fljótvirkari en náttúru- efnin en aukaverkanir fylgja oft í kjölfar notkunar þeirra og gegn sumum myndar líkaminn óþol eða ónæmi. Efnið er fáanlegt í töfluformi en einnig er á markaðnum áburður sem er einstaklega sótthreinsandi og virkar líkt og galdur á unglinga- bólur. RAGNAR ÞJÓÐÓLFSSON, Arnartanga 17, Mosfellsbæ. Frá Önnu Gunnarsdóttur: RÁÐAMENN Reykjavíkurborgar hafa stundað ýmis tiltæki að undan- förnu, sem hafa mælst vel fyrir og fengið vinsamlega umfjöllun hollvina þeirra á fjölmiðlunum. Það er góðra gjalda vert að efna til flugeldasýn- inga og bjóða leikskólabörnum niður í miðbæ að næturlagi með mömmu og pabba til að hlusta á músik og sjá svo mannhafið áður en allt keyr- ir um þverbak í drykkjulátum, lík- amsmeiðingum og almennu svínaríi venju samkvæmt. Það var líka vel til fundið að bjóða upp á bátsferðir úr Nauthólsvík yfir í Kópavog og með skipi úr Hafnar- firði til Reykjavíkur, þegar menn áttu að skilja bílinn eftir heima en gerðu það ekki; Og hvaða tilgangi þjónar þetta? Á að venja fólk við ferjusiglingar yfir Fossvoginn? Við nánari athugun kemur í ljós að ekk- ert af þessu mun skipta máli eða hafa minnstu varanlegu áhrif á vel- ferð okkar í höfuðborginni, hvorki flugeldarnir né feijusigiingarnar. Hið eina sem virðist varanlegt í Reykjavík um þessar mundir er at- vinnuleysi. Og það vaxandi atvinnu- leysi. Gegn því verður ekki ráðist með flugeldasýningum og barna- samkomum að næturlagi. Á 210 ára afmæli Reykjavíkurborgar var at- vinnuleysið í borginni mest á landinu og meira en nokkurn tíma fyrr. Lof- orð núverandi ráðamanna borgar- innar um að uppræta atvinnuleysið voru greinilega innantómt kosn- ingaglamur. Sérstaklega er hlutur reykvískra kvenna bágborinn. Hjá þeim var 6,5% atvinnuleysi í júlí og mun meira en hjá körlum. Gleymum ekki atvinnuleysi unglinga 17—19 ára. Félagsmálastofnun hefur það sem af er þessu ári greitt til fram- færslu þeirra hátt í þrjú hundruð milljónir! Væri ekki nær að nota þessa fjármuni til að útvega ungling- unum atvinnu á svipaðan hátt og sjálfstæðismenn gerðu á síðasta kjörtímabili. Þetta eru nöturlegar staðreyndir um framferði kvennafor- ystunnar í Ráðhúsinu sem sjálf er í fullri vinnu við að undirbúa tilgangs- lausar skrautlýsingar, nætursam- komur og ferjusiglingar. ANNA GUNNARSDOTTIR, Suðurhúsum 1, Reykjavík. Huqsaðti stórt Full potential mascara Kynnstu maskaranum sem byggir upp og þéttir hvert einasta augnhár. Aðskilur þau fullkomlega með einni stroku. Mild samsetning sem hvorki klessist né smitar út. Litirnir, Black sem er enn svartara og Black/Brown ennþá dýpri. Augun í brennidepli þessa viku. Full Potential Mascara. Kr. 1.480. Prófaðu einnig frá Clinique, Quick eyes, augnblýant og augnskugga á sama skafti. 3 nýir litir. Quick eyes. Kr. 1.298. Ráðgjafi frá Clinique verður í versluninni dagana 5. og 6. septemberfrá kl. 13 -18. Sara Bankastræti 8 Simi 551 3140 I/,. x , , Þykkir iM 'Æ mwy I' : • ' *. f Eldhúsbekkur Skemmtilegt og fallegt húsgagn úr gegnheilli og lakkaðri eða lútaðri furu.Vandaður og glæsilegur útskurður. Geymsla undir setu. Breidd 145 sm: 14.900, - Breidd 110 sm: 12.900, - Breidd 85 sm: 9.900/ • • Skeifunni 13 Norðurtanga3 Reykjavíkun/egi 72 Holtagörðum 108Reykjavík 600Akureyri 220 Hafnarfjörður v/Holtaveg 568 7499 462 6662 565 5560 104Reykjavík 588 7499 Sjöundi hlmlnn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.