Morgunblaðið - 05.09.1996, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 05.09.1996, Blaðsíða 54
54 FIMMTUDAGUR 5. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ Vantar þig VIN að tala við? VINALÍNAN 561 6464 • 800 6464 öll kvöld 20 - 23 Blab allra landsmanna! - kjarni málsins! FRÉTTIR ■ UNDANRÁSIR vegna íslands- mótsins í atskák 1997 verða dag- ana 7.-8. september. Teflt verður í Reykjavík, á Akureyri og Vestfjörð- um. I Reykjavík hefst mótið kl. 13 báða dagana, tefldar verða 5 um- ferðir á laugardegi og 4 á sunnu- degi. Teflt verður í Faxafeni 12, Reykjavík. Þátttökugjald er 1.500 kr. fyrir fullorðna en 800 kr. fyrir unglinga 15 ára og yngri. 1. verð- laun í Reykjavík verða 18.000 kr. og 2. verðlaun 11.000 kr. ■ NÝ HÁRSNYRTISTOFA, Hársmiðjan, hefur verið opnuð við Smiðjuveg 2, Kópavogi (við hlið- ina á Bónus). í tilefni opnunarinnar er boðið upp á 20% afslátt af vinnu og 15% afslátt af vörum. Boðið er upp á alla almenna hársnyrtiþjón- ustu fyrir dömur og herra. Úrvalsgolfmót Stöðvar 3 26.-30. sept. JJ Golffélagar við miðum á Newcastle 4ra manna liðakeppni í 36 holu höggleik Fyrirkomulag Keppnin er öllum opin. Hámarksforgjöf hjá körlum 24 en 28 hjá konum. Við spilum 36 holu höggLeik m forgj. Fjórir í liði og gildir árangur þriggja bestu. I Fararstjóri: Peter Salmon Verð aðeins 36.700 kr. á mann í tvíbýli í fjórar nætur. Innifalið: Flug, gisting á Royal Station Hotel með morgunmat, akstur til og frá flugvelli erlendis, 3 golfhringir, keppnisgjald og allir skattar. Dagskrá Fimmtud. 26. sept. Föstud. 27. sept. Laugard. 28. sept. Sunnud. Mánud. 29. sept. 30. sept. Flogið til Newcastle kl. 19.00 Aðstæður kannaðar og farinn æfingahringur á Ramside Golf Club. Frjáls dagur. Vió eigum 16 mióa á Newcastle-Aston Villa. Fyrstir koma fyrstir fá. Fyrri keppnisdagur. Seinni keppnisdagur. Verðlaunaafhending i kvöldverðarhófi. Farið á flugvöll um miðnætti. Glæsileg verðlaun á Aðalverðlaun: Sigurliðinu er boðið að verja titilinn á næsta ári í Newcastle. Fjölmörg aukaverðlaun - m.a. fyrir besta Liösnafnió og best klædda liðið. Frábærar verslanir-fjörugt næturlif-sannkölluð draumaborg. Lágmarksþátttaka i keppninni er 8 lið. Skráning fyrir 15. september. Kylfingar! Ef ykkur vantar í liðið hafið samband við okkur og við hjálpum ykkur að fylla í það. Horfió á golfþátt Stöðvar 3 sunnudaginn 8. september kl. 17.20 þar sem golfferóin verður kynnt. Golfdeild Úrvals-Útsýnar ^IÍBVALÚTSÝN Ugmúla 4: sími 569 9300 I DAG VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Netfang: lauga@mbl.is Hafið þakkir fyrir! HARALDUR Þór Jónsson, Hábergi 7, Breiðholti hringdi: „Líknarfélagið Bergmál bauð krabbameinssjúkling- um til vikudvalar í Hlíðar- dalsskóla vikuna 21. til 28. ágúst sl. Ég vil fyrir hönd okkar allra sem nutu þess- arar fádæma kærleiksríku vikudvalar þakka af ein- lægum huga fyrir þær dá- samlegu viðgjörðir sem okkur voru veittar á þess- um tíma.“ Hvar er Linda? Helga hringdi: „Fyrir u.þ.b. hálfum mánuði auglýsti ég eftir heimili fyrir tvo kettlinga og lét ég annan frá mér. Til mín kom kona sem Linda heitir og vildi taka hinn kettlinginn, en ég vildi bíða með að láta hann í nokkra daga en fékk síma- númerið hennar. Þegar til kom að kettlingurinn, sem er svartur og loðinn, var tilbúinn hafði ég týnt núm- erinu og nú er hún ábyggi- lega farin að undrast það að ég skuli ekki vera búin að hringja. Því bið ég Lindu að hafa samband við mig í síma 552-7949. Tapað/fundið Ullarhyrna tapaðist SKÆRGRÆN ullarhyma með kögri frá Benetton tapaðist á göngustígnum í Skeijafirði sl. þriðjudag. Skilvís fínnandi vinsamlega hringi í síma 569-1324. Lyklakippa í óskilum KIPPA með sjö lyklum fannst í nágrenni Granda- skóla við Rekagranda sl. þriðjudag. Eigandinn má vitja hennar í síma 562-0936. Gleraugu í óskilum ÞYKK kvenmannsgleraugu í plastumgjörð sem voru í lúnu rauðu gervileðurs- hulstri var skilið eftir á Hlöllabátum á Ingólfstorgi fyrir u.þ.b. hálfum mánuði. Eigandinn er beðinn um að vitja þeirra þar. Gullhálsmen fannst Gullhálsmen fannst í Brekkuskógi 10. ágúst sl. og fær eigandinn það af- hent gegn lýsingu í síma 481-2112. Hjól í óskilum FJÓLUBLÁTT kvengíra- hjól fannst í húsagarði við Merkurgötu í Hafnarfírði fyrir u.þ.b. hálfum mánuði. Eigandinn má vitja þess í síma 555-0125. Gæludýr Köttur í óskilum ÞESSI köttur er í óskilum og er eigandi hans beðinn um að hringja í Kattholt í s. 567-2909. SKÁK Umsjón Margelr Pctursson HVÍTUR leikur og vinnur Staðan kom upp á „Fox- trot“ mótinu í London í ág- úst, en þar kepptu reyndir stórmeistarar við bestu skákkonur heims. Vlastimil Hort (2.545) hafði hvítt og átti leik, en Nana Joseliani (2.500) var með svart. 19. Bxg6! - hxg6 20. Rh4 - Ðc5 (20. — g5 er svarað með 21. Rg6 - Db4 22. Dh3 - Dxc4+ 23. Kbl - De4+ 24. Kal - Kg7 25. Hh7+ - Kxg6 26. Dh6+ - Kf5 27. Hxf7 og vinnur) 21. Hxg6+ - Kf8 22. Dg3! - Ke7 (22. - He8 23. Hg8+ - Ke7 24. Hxd7+! - Kxd7 25. Dd3+ leiðir einnig til vinningsstöðu á hvítt) 23. Hg7! - Dxc4+? (Betra var 23. — Hf8! 24. Rg6+ - Ke8 25. Rxf8 — Dxc4+ 26. Kbl - Rb4! En eftir 27. Dg6! stendur hvítur enn- þá til vinnings) 24. Kbl - Hf8 25. Rg6+ - Kd8? 26. Rxf8 - Rb4 27. Db8+ — Dc8 28. Dxc8+ og svartur gafst upp. Oldungarnir sigruðu í keppninni með 27‘A vinn- ingi gegn 22'A Undanrásir í firmakeppni TR i kvöld kl. 20. Tefldar eru sjö umferðir eftir Monrad- kerfi, tvær fímm mínútna skákir í hverri umferð. HÖGNIHREKKVÍSI // Bg fí y/andrxkí!" Víkverji skrifar... VÍKVERJA hefur borist eftir- farandi bréf frá Hrefnu Ing- ólfsdóttur blaða- og upplýsinga- fulltrúa Pósts og síma: „Nú virðist fokið í flest skjól, þegar Víkverji sjálfur er hættur að nenna að lesa eigin dálk. Blaða- fulltrúi Pósts og síma neyðist þó enn til þess að fylgjast með hnútu- köstum Víkverja, því hann kvartar jafn oft undan Pósti og síma og veðrinu. Að þessu sinni var það kunningi Víkverja sem var hissa á því að kostnaður við símtals- flutning, sem hann bað sjálfur um, skyldi koma fram á hans eigin reikningi. Eins og skýrt var út fyrir Víkverja og lesendum hans, 23. júlí í fyrra, getur sá sem hring- ir í heimasíma einhvers ekki stjórnað því hvort hringingin flyst áfram í bílasíma viðkomandi og það væri ekki sanngjarnt að láta þann sem hringir greiða skv. þeirri gjaldskrá sem gildir fyrir bílasíma þegar sá hinn sami telur sig vera að hringja innanbæjarsímtal. Þetta skildi Víkveiji í fyrra og sagði þá sjálfur að honum sýndist þetta vera „eðlilegt“. Eða hvað hefði Víkveija fundist, hefði hann hringt heim til kunningjans og spjallað við hann í hálftíma, án þess að gera sér grein fyrir að vinurinn var uppi í sumarbústað? Hefði Víkveiji þá viljað sitja uppi með reikning upp á 500-750 kr? Flestir hljóta að vera sammála um að það fyrirkomulag sé sanngjarn- ast að sá sem lætur flytja símtöl úr eigin síma í einhvern annan, beri kostnaðinn. Það má einnig minna á að svipað fyrirkomulag gildir þegar menn taka farsímana sína með til útlanda. Þeir sem hringja í þá, geta ekki vitað hvar þeir eru staddir og því ber sá sem kýs að taka á móti símtölum að heiman, kostnaðinn við millilanda- símtalið.“ XXX MÁNUDAGURINN 2. septem- ber, fyrsti skóladagur grunn- og framhaldsskólanna í landinu á þessu hausti, snerist upp í hálfgerða martröð fyrir þúsundir barna og foreldra þeirra, því á þessum eina degi þurftu auðvitað allir að þjóta í bóka- og ritfanga- verslanir landsins og gera skóla- innkaupin fyrir veturinn. Ekki er við skipulag verslanaeigenda að sakast, heldur við skipulag skól- anna. Það væri hægðarleikur, fyr- ir skólana, með öllum starfsdögum kennara, að koma málum þannig fyrir, að skólabörnin fengju á vor- in, þegar þau kveðja skólann og ná í einkunnirnar, innkaupalista næsta vetrar. Þannig væri hægt að dreifa álaginu og fólk gæti hagað sínum innkaupum að vild. Jafnvel gæfist þess kostur að fara í fleiri en eina verslun og bera saman verð og aðrir, sem eyddu sumarleyfi sínu erlendis, gætu gert innkaup sín þar og sparað marga krónuna. xxx EINS og málum var háttað sl. mánudag, má segja að nán- ast óþolandi hafi verið að koma inn í bóka- og ritfangaverslanir. Víkveiji lenti í innkaupum með sínum börnum og eftir að hafa þvælst um búðina í algjörri örtröð, þannig að erfitt var að finna það sem á innkaupalistum stóð, tók við staða í biðröð í rúma klukku- stund, þar til röðin kom að Vík- veija á afgreiðslukassa. Svo var af biðraðarfólki dregið, að af- greiðslumaður í versluninni gekk eftir röðinni með plastmál og ískalt vatn í könnu og bauð viðskiptavin- um upp á hressingu. Svona lagað nær auðvitað ekki nokkurri átt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.