Morgunblaðið - 11.09.1996, Page 4
4 MIÐVIKUDAGUR 11. SEPTEMBER 1996
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Morgunblaðið/Júlíus
FOLD
Bifreið lenti á strætisvagni
STRÆTISVAGN og fólksbifreið
lentu í árekstri á horni Stórholts
og Rauðarárstígs um miðjan dag í
gær. Slysið bar að með þeim hætti,
samkvæmt upplýsingum lögreglu,
að bifreiðunum var ekið í gagnstæð-
ar áttir þegar þriðju bifreið var
ekið í veg fyrir fólksbifreiðina, og
skipti það þá engum togum að hún
lenti framan á strætisvagninum.
Fimm voru fluttir á slysadeild, öku-
maður fólksbifreiðarinnar, sem er
grunaður um ölvun, og fjórir far-
þegar strætisvagnsins, en meiðsl
eru talin minniháttar, samkvæmt
upplýsingum lögreglu.
Sjúkrahúsið á Patreksfirði
Tilsj ónarmaður
skipaður
HEILBRIGÐISRÁÐHERRA hefur
skipað Halldór Jónsson, fram-
kvæmdastjóra Fjórðungssjúkrahúss-
ins á Akureyri, tilsjónarmann með
rekstri Sjúkrahúss Patreksfjarðar.
Að sögn Davíðs Á. Gunnarssonar,
ráðuneytisstjóra í heilbrigðisráðu-
neytinu, var þessi ákvörðun m.a. tek-
in vegna þess að verulegur halli hef-
ur verið á rekstri stofnunarinnar og
stjórn spítalans verið ófær um að
bregðast við vandanum.
Sjúkrahúsið á Patreksfírði hefur
verið rekið með halla sl. tvö ár. Hall-
inn á síðasta ári var um 13 milljónir
og áætlað hefur verið að halli á þessu
ári verði ekki undir 10 milljónum.
Deilur hafa verið meðal stjórnenda
spítalans um það hvernig bregðast
eigi við vandanum og leiddu þær til
þess að stjórnin sagði framkvæmda-
stjóra spítalans upp störfum. Stjórnin
hefur auglýst starfíð laust til um-
sóknar.
Davíð sagði að hlutverk Halldórs
væri að skoða rekstur Sjúkrahúss
Patreksfjarðar og gera tillögu til
heilbrigðisráðuneytisins um hvemig
ætti að taka á vanda stofnunarinn-
ar. Davíð sagði að Halldór myndi
hefja störf fljótlega. Hann hefði feng-
ið tímabundna lausn frá starfí sínu
við Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri
til að sinna þessu tiltekna verkefni
á Patreksfírði.
Völd stjórnar skert
Samkvæmt lögum hefur tilsjón-
armaður víðtækt vald til að ráða
málefnum þeirrar stofnunar sem
hann er settur yfír. Hann er ábyrgur
fyrir fjármálum og sér um öll launa-
og starfsmannamál. í skipunarbréfí
Halldórs er þó gert ráð fyrir að hann
hafi samráð við stjóm sjúkrahússins.
Aðspurður sagði Davíð að tilsjón-
armaður kæmi til með að taka
ákvörður, um hvort ráðinn yrði nýr
framkvæmdastjóri Sjúkrahúss Pat-
reksíjarðar eða hvort Helga María
Bragadóttir, starfandi framkvæmda-
stjóri, yrði endurráðin.
Safnað fyrir íbúðum fyrir fjölskyldur langveikra barna
Stefnt að fyrstu íbúða-
kaupunum fyrir áramót
BARNAHEILL hafa hleypt af stokk-
unum landssöfnun til kaupa á íbúð-
um við stóru sjúkrahúsin á Akureyri
og í Reykjavík til afnota fyrir fjöl-
skyldur langveikra barna utan af
landi. Kristín Jónasdóttir, fram-
kvæmdastjóri Barnaheilla, segir að
viðtökur hafí farið fram úr björtustu
vonum úti á landsbyggðinni. Nú verði
leitað eftir stuðningi í höfuðborginni.
Á blaðamannafundi á Bamaspít-
ala Hringsins kom fram að fólki yrði
símleiðis boðið að gerast „Barna-
heillavinir." Með því fylgdi skuld-
binding um 3.000 kr. greiðslu til
verkefnisins næstu þrjú árin. Vonir
standa til að hægt verði að festa
kaup á fyrstu íbúðinni fyrir næstu
árarnót.
Ásgeir Haraldsson, yfirlæknir á
Barnaspítala Hringsins, og Árni V.
Þórsson, yfírlæknir á barnadeild
Sjúkrahúss Reykjavíkur, fögnuðu
framlagi Barnaheilla. Herta W. Jóns-
dóttir, hjúkrunardeildarstjóri Hrings-
ins, lagði áherslu á að þörfin væri
mikil vegna sjúkrahúslegu og áfram-
haldandi dvalar barna fjarri heima-
byggð, t.d. vegna eftirlits. Hún tal-
aði um þríþætt gildi íbúðanna. Að
hafa möguleika á því að færa heimil-
ið og reka ekki heimili á tveimur
stöðum hefði fjárhagslegt gildi fyrir
fjölskyldur. Um leið fælist félagslegt
gildi í að hafa möguleika á að halda
fjölskyldunni saman. Að eiga sér
samastað hefði svo síðast en ekki
síst tilfínningalegt gildi.
Fram kom að alls hefðu um 5.000
börn, 15 ára og yngri, lagst inn á
Landspítalann og Sjúkrahús Reykja-
víkur á síðasta ári. Af þeim hefðu
um 2.000 börn verið búsett í minnst
klukkustundar akstursfjarlægð frá
Reykjavík.
„Bjuggum í ferðatösku"
Hrafnhildur Jónsdóttir frá Grund-
arfirði þurfti að dvelja 9 mánuði sam-
fleytt í Reykjavík vegna veikinda
nýfæddrar dóttur sinnar veturinn
1994 og 1995. „Ragnhildur Rún
fæddist með gat í höfuðkúpubotnin-
um 28. september árið 1994. Heila-
stofninn gekk ofan í kok og því þurfti
hún aðstoð við að anda. Næringu
fékk hún í gegnum magann," segir
Hrafnhildur og tekur fram að ein-
kennunum hafi fylgt mikil sýking-
arhætta og Ragnhildur Rún hafí
fengið heilahimnubólgu alls 5 sinnum
á 9 mánuðum.
Hrafnhildur bjó á 8 stöðum á
meðan Ragnhildur var á sjúkrahús-
inu. „Fyrst bjuggum við hjá föður
mínum í tvo mánuði. Eftir þann tíma
voru við svo heppin að fá lánaða íbúð
í 3 mánuði. En þar á eftir bjuggum
við í ferðatöskum og vorum á sífelldu
flakki," segir Hrafhildur og bætir við
að ekki hafí mikið öryggi falist í
því. „Að hafa íbúð fyrir okkur hefði
brejdt miklu. Maður hefði í fyrsta
lagi ekki þurft að hafa áhyggjur af
því að hafa húsaskjól. Að sjá um
heimili hefði dreift huganum og tæki-
færi hefði myndast til að eiga svolít-
ið einkalíf."
Morgunblaðið/Kristinn
MÆÐGURNAR Hrafnhildur Jónsdóttir og Ragnhildur Rún, 2 ára, hafa þurft að dveljast langdvöl-
um fjarri heimabyggð sinni.
Fyrirhuguð samræming tryggingagjalds
Andlát
OLAFUR
UNN STEINSSON
INDRIÐI H. Þorláksson, skrifstofu-
stjóri tekju- og eignasviðs í fjármála-
ráðuneytinu, segir að það sé á mis-
skilningi byggt hjá Kristjáni Ragn-
arssyni, formanni Landssambands
ísienskra útvegsmanna, að hug-
myndir um samræmingu trygginga-
gjalds á sjávarútveg og annan at-
vinnurekstur séu til komnar vegna
kröfu frá Eftirlitsstofnun EFTA. Það
hafi hins vegar verið ákvörðun ríkis-
stjórnarinnar að samræma trygg-
ingagjaldið þar sem óeðlilegt væri
talið að mismuna atvinnurekstri með
þessum hætti.
í Morgunblaðinu í gær var haft
eftir Kristjáni Ragnarssyni að hann
teldi ranga þá fullyrðingu fjármála-
ráðuneytisins sem fram komi í frétta-
tilkynningu dagsettri 25. júní síðast-
liðinn þar sem m.a. segi: „Að undan-
fömu hafa átt sér stað viðræður
milli Eftirlitsstofnunar EFfA (ESA)
og íslenskra stjómvalda um sam-
ræmingu tryggingagjalds. Hefur
stofnunin látið í ljósi það álit sitt að
mismunandi álagning trygginga-
gjalds geti talist rikisstyrkir til þeirra
atvinnugreina sem greiða lægra
tryggingagjald."
Sagði Kristján að enginn sem til
þekkti léti sér til hugar koma að ESA
gæti gert þessa kröfu, og hann hefði
farið þess á leit við fjármálaráðherra
að hann upplýsti hvar hafi komið
fram að ESA geri kröfu um að sam-
ræma tryggingagjald á sjávarútveg
og annan atvinnurekstur.
Niðurstaða ríkisstjórnar að
samræma tryggingagjaldið
Um þetta segir Indriði að fjár-
málaráðuneytinu hafi borist bréf frá
Eftirlitsstofnuninni í febrúar síðast-
liðnum þar sem gerðar væru ákveðn-
ar athugasemdir. Hins vegár hefði
öllum verið það ljóst að athugasemd-
irnar ættu eingöngu við um þann
atvinnurekstur sem EES-samningur-
inn tekur til og Eftirlitsstofnunin
hefur með að gera, en samningurinn
nær ekki til sjávarútvegsmála.
„Það hefur greiniiega verið sagt
af hálfu ríkisins og f þeirri greinar-
gerð sem lögð var fyrir ríkisstjórnina
að ákvörðunarvald ESA nær ekki til
annars. Engu að síður var það niður-
staða ríkisstjórnar og ákvörðun
hennar að samræma tryggingagjald-
ið, óháð því hvort það væri verið að
verða við kröfum ESA eða ekki, af
þeim ástæðum að það er talið óeðli-
legt að mismuna rekstri með þessum
hætti,“ sagði Indriði.
Upphaflega gert ráð fyrir
samræmingu í tveim áföngum
Hann bendir jafnframt á að þegar
lögin um tryggingagjald voru sam-
þykkt hafi upphaflega verið í frum-
varpinu gert ráð fyrir að samræming
tryggingagjaldsins færi fram í tveim-
ur áföngum, en Alþingi hafí hins
vegar ákveðið að taka ekki nema
fyrra skrefið að öllu leyti. Þannig
hafí það verið stefna stjórnvalda að
ná þessu marki, og það væri því
misskilningur hjá Kristjáni Ragnars-
syni að af hálfu ríkisins væri verið
að gera þetta eingöngu af hlýðni við
ESA.
„Hvað sem kann að hafa staðið í
fréttatilkynningunni, eða ekki staðið
í henni, þá hefur þessi þáttur komið
mjög skýrt fram, meðal annars í
þeim gögnum sem hafa verið lögð
hér fyrir ríkisstjórn, að athugasemd-
irnar lúta einungis að hluta af mark-
aðnum ef svo má segja,“ sagði Ind-
riði.
ÓLAFUR Unnsteins-
son íþróttakennari í
Reykjavík er Iátinn,
57 ára að aldri. Hann
lést af völdum veik-
inda á heimili sínu í
Reykjavík.
Olafur fæddist að
Reykjum í Ölfusi 7.
apríl 1939, sonur Unn-
steins Ólafsonar
skólastjóra Garðyrkju-
skóla ríkisins og Elnu
Ólafsson. Hann lauk
stúdentsprófi frá
Menntaskólanum að
Laugarvatni 1959,
kennaraprófí 1960 og íþróttakenn-
araprófí 1961. Hann sótti fjölda
námskeiða um íþróttaþjálfun inn-
anlands og utan. Ólafur kenndi
við m.a. við Laugalækjaskóla,
Menntaskólann í Hamrahlíð, Bir-
kerod Statsskole á Sjálandi, Fjöl-
brautaskólann í Breiðholti en frá
1977 var hann kennari við Fjöl-
brautaskólann við Ármúla, þar af
deildarstjóri á íþróttabraut frá
Í982.
Formaður var Ólafur í íþrótta-
kennarafélagi íslands 1962-64, í
stjórn frjálsíþrótta-
deildar ÍR um skeið,
í útbreiðslunefnd FRI
1963-64, laganefnd
FRÍ 1971:73 og for-
maður Öldungaráðs
Fijálsíþróttasam-
bandsins frá 1986.
Ólafur var fijáls-
íþróttaþjálfari frá
1962 og starfaði þá
m.a. hjá UMSK, HSK,
KRt FH, UÍA, UBK
og ÍR en síðastnefnda
félagið gerði hann að
bikarmeisturum FRÍ
1986. Auk þess sem
hann var þjálfari hjá einu öflug-
asta ftj álsíþróttafélagi Danmerk-
ur, AK73, 1973-75. Hann var
landsliðsþjálfari og fararstjóri í
mörgum landskeppnum og var
þjálfari fijálsíþróttamanna á
Ölympíuleikunum í Barcelona
1992.
Þá safnaði Ólafur saman
íþróttaafrekum og metum og gaf
út skrár um þau.
Ólafur lætur eftir sig tvo upp-
komna syni sína.
Akvörðun rikisstjórnar
en ekki krafa frá ESA