Morgunblaðið - 11.09.1996, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 11.09.1996, Qupperneq 8
8 MIÐVIKUDAGUR 11. SEPTEMBER 1996 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Aðalheiður Högnadóttir VÍSINDAMENN frá háskólanum í Leicester. Ratsjárstöð í Þykkvabæ Rannsakar norður- ljósin yfir Smugunni Hellu. Morgunblaðið. Nýlega var 60 ára afmælis Djúpár- hrepps í Rangárvallasýslu minnst, en við það tækifæri gafst íbúum hreppsins og gestum m.a. kostur á að skoða ratsjárstöð sem tekin var í notkun fyrir tæpu ári. Ratsjárstöð- in er samvinnuverkefni háskólans í Leicester í Englandi og Raunvísinda- stofnunar Háskóla íslands, en meg- intilgangur með mælingum stöðvar- innar er að rannsaka áhrif sólvinds á segulsvið jarðar. Ratsjárstöðin í Þykkvabæ er einn hlekkur í keðju átta stöðva sem stað- settar verða nærri heimskautsbaug, allt frá Alaska til Finnlands. Stöðin „horfir“ til norðausturs og vinnur með annarri sams konar stöð sem staðsett er í Finnlandi. Mælisvæði þeirra er háloftin yfír hafinu norðan Noregs, þ.e. yfir Smugunni og Sval- barðasvæðinu. Eins og áður segir fara fram rannsóknir á áhrifum ;;ól- vinds á segulsvið jarðar, en sólvindur er straumur hlaðinna agna sem sólin blæs stöðugt í allar áttir út í geim- ’ÉÍ . >; 1 ,■ 1 / ; ir : rtíf % é > v-’ í|)k N., p\ ■ f .“[il A > / ■§ m SEXTÁN möstur horfa til himins í ratsjárstöðinni í Þykkvabæ. inn og berst hluti þeirra til jarðar. Segulsvið jarðar virkar eins og skjól- veggur gegn sólvindinum, en við viss skilyrði getur hluti agnanna í sólvindinum borist niður undir yfir- borð jarðar og valdið m.a. norðurljós- um og svokölluðum segulstormum, auk þess að hafa áhrif á fjarskipti. Sextán möstur Ratsjáin í Þykkvabæ vinnur á hátíðnisviði með byigjulengd milli 15 og 30 metra. Sextán 15 metra háum möstrum hefur verið raðað upp með 15 metra millibili og sjá þau um að senda út og taka á móti merkjum. I húsi við möstrin er tölvu- búnaður sem skráir mæligögnin á geisladisk, sem starfsmaður skiptir vikulega um og sendir með pósti til háskólans í Leicester. Vísindamenn háskólans geta einnig skoðað á tölv- uskjá hreyfingar frá degi til dags auk þess sem niðurstöður eru viku- lega bornar saman við niðurstöður finnsku stöðvarinnar. Samskipti Islendinga og Nordmanna Omældur áhugí á Islandi í Noregi Eiður Guðnason EIÐUR Guðnason, sendiherra í Osló, var staddur heima á Islandi í vikunni og var tæki- færið gripið til að spyija hann frétta. I fréttum af samskiptum íslands og Nor- egs hefur að undanförnu mest heyrst um deilur um fiskimiðin og því liggur bein- ast við að spyija: Er ekki erfitt að vera sendi- herra í Noregi þegar svona deilur standa yfir? „Bæði já og nei,“ svarar Eiður um hæl. „Það hefur alltaf verið ákaflega gott að vera íslendingur í Noregi. Flestir Norðmenn hugsa mikið til Islands. Það er mjög algengt þegar maður hittir fólk og upp kemur að maður er Islendingur, þá segi það: ísland er stórkost- legt land, þangað hefi ég komið eða þangað verð ég að komast. Kannski hefur það gert þetta starf svolítið öðruvísi en það hefði ann- ars orðið að rifist er um fiskinn og fiskimiðin. En þótt okkur hafi greint á hafa öll samskipti við embættismenn um þetta og annað að sjálfsögðu verið vinsamleg í eðli sínu. Auðvitað er þetta öðru- vísi norðar í Noregi, þar sem fisk- urinn og sjórinn er ríkari þáttur í lífi fólks. Þar er mönnum deilan ofar í huga en austanfjalls í Osló og þar í grennd. Þegar haldið hef- ur verið fram einhverri firru og vitleysu í fjölmiðlum kippist maður við og reynir eftir því sem efni og ástæður standa til að leiðrétta það.“ Er mikið um það? Og hvernig gengur að koma leiðréttingum á framfæri? „Það var töluvert fyrir einu til hálfu öðru ári. Þá var m.a. sagt að íslendingar væru að kaupa út- sölutogara í Kanada og víðar til að veiða á norskum miðum. Mjög misjafnlega gekk að koma leiðrétt- ingum á framfæri. Best ef maður komst í beina útsendingu í útvarpi því þá er hægt að segja það sem maður vildi sagt hafa. En þó að við værum að senda út fréttatil- kynningar og leiðréttingar þá sýndu norskir fjölmiðlar því lítinn áhuga. Við höfum ekki orðið fyrir neinum óþægindum, miklu algeng- ara er að fólk segi: Við erum nú frændur og vinir og eigum bara að semja. Heldurðu að það verði í bráð? „Já, eftir síðustu samningalotu bar tiltölulega lítið á milli og ég vonast til að menn nái saman áður en langt um líður. Ég held að það yrði öllum fyrir bestu ef samning- ar næðust.“ Þú segir að í Noregi séu á fjórða þúsund íslendingar, þar af um þúsund á Oslóar- svæðinu. Hefur þeim fjölgað? „Islenskum læknum hefur verið að fjölga í Noregi, burt séð frá læknadeilunni. Þar hefur verið skortur á Iæknum og þeir komið bæði tii náms og vinnu. Einnig hafa iðnaðarmenn komið vegna þess stórframkvæmdir eru í gangi, bæði flugvallargerð á Gardemoen í um 60 km ljarlægð frá Osló og verið er að byggja nýjan landspít- ala sem er gríðarlegt bákn. Því hefur verið einhver skortur á iðn- aðarmönnum en við höfum brýnt það fyrir þeim sem til okkar leita að koma ekki fyrr en þeir séu búnir að tryggja sér vinnu og hús- næði.“ ► Eiður Guðnason hefur ver- ið sendiherra Islands í Noregi undanfarin 3 ár. Eiður hefur BA próf í ensku frá Háskóla Islands og er löggiltur dóm- túlkur og skjalaþýðandi. Hann var blaðamaður og ritstjórnar- fulltrúi við Alþýðublaðið 1962-67, yfirþýðandi, frétta- maður og síðar varafrétta- stjóri við Ríkisútvarpið-Sjón- varp 1962-1978. Frá 1978 var hann alþingismaður og um- hverfismálaráðherra 1991-93, þar til hann var skipaður sendi- herra í Noregi. Kona hans er Eygló Helga Haraldsdóttir píanókennari. „Sendiráð íslands í Osló er fálið- að, 4 starfsmenn, og því töluverð- ur erill af ýmsu tagi. Má nefna að 20 erlend sendiráð eru í Osló, þar sem sendiherrarnir þjóna líka Islandi. Samskiptin við þá eru tölu- verð. Þá berst geysimikið af fyrir- spurnum, einkum þegar skólarnir eru í gangi, þar sem eldri nemend- ur velja sér gjarnan efni tengt ís- landi. Einnig varðandi ferðalög, en tvær ferðaskrifstofur eru í Osló sem sérhæfa sig í Islandsferðum. Svo og varðandi viðskipti. Noregur hefur verið næststærsta viðskipta- land íslands að undanförnu. Þar kemur til olían og skipin sem við kaupum af þeim til að veiða í Smugunni eins og ég segi stundum við þá í gamni. Menningarsamskipti eru góð og mættu vera meiri, áhugi á ís- lenskri menningu er svo ódrepandi í Noregi. Stundum seilast þeir nú heldur langt, láta að því liggja að bæði Snorri og Leifur Eiríksson hafi verið norskir menn. í Lista- safni ríkisins var sýning undir nafninu „Norska for- fatter portrætter" og númer eitt var Snorri Sturluson. Ég skrifaði forstjóra safnsins bréf og benti á að Snorri hefði verið maður ís- lenskur." Eiður nefnir margs kon- ar kynningu á íslenskri menningu, þar sem íslenskir tónlistarmenn, myndlistamenn og orðlistamenn hafa komið til Noregs, á hátíðir og einir sér, en ekki er rúm til að tíunda það. Og að íslenskt sjón- varpsefni sé öðru hveiju á skján- um. Til dæmis var framhalds- myndaflokkurinn „Sigla himin- fley“ vinsæll. „Auðvitað vildi mað- ur að þessi samskipti gætu verið meiri og til þess væru fjárráð, en það er endalaus áhugi á íslandi og íslenskri menningu." Við erum frændur og vinir og eigum bara að semja

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.