Morgunblaðið - 11.09.1996, Síða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 11. SEPTEMBER 1996
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Umferðar-
slys við Bú-
staðaveg
UMFERÐARSLYS varð á gatna-
mótum Kringlumýrarbrautar og
Bústaðavegar í hádeginu í gær.
Ökumaður annarrar bifreiðarinnar
var fluttur á slysadeild en fékk
fljótlega að fara heim þar sem
meiðsli hans reyndust vera minni-
háttar.
Að sögn lögreglunnar í Reykja-
vík eru tildrög slyssins óljós en
talið líklegt að annarri bifreiðinni
hafí verið ekið í veg fyrir hina.
Sími 555-1500
Garðabær
Stórás
Gott ca 200 fm einbhús auk 30 fm bíl-
sk. Mögul. á tveimur íb. Ekkert áhv.
Skipti möguleg á 3ja herb. íb.
Lyngmóar
Góð 2ja herb. ib. á 2. hæð. Áhv. 3,1
millj.Verð 5,5 millj.
Reykjavík
Baughús
Glæsileg ca 90 fm 3ja herb. íb. I tvíb.
með góðu útsýni. Áhv. ca 2,8 millj.
húsbréf. Verð 8,5 millj.
Konum fjölgar í Vélskólanum
Morgunblaðið/Ásdís
Japanskur
prins í
heimsókn
PRINS og prinsessa Takamado
frá Japan eiga í dag stutta við-
dvöl á íslandi á leið sinni frá
Kaupmannahöfn til Grænlands.
Prinsinn er frændi Akihitos Jap-
anskeisara.
Prinsinn og prinsessan ásamt
föruneyti koma með flugi Flug-
leiða frá Kaupmannahöfn til
Keflavíkurflugvallar kl. 12 á há-
degi. Þaðan verður ekið til Bessa-
staða þar sem Ólafur Ragnar
Grímsson, forseti íslands, og frú
Guðrún Katrín Þorbergsdóttir
bjóða til hádegisverðar.
Að loknum hádegisverði verður
ekið að Stofnun Árna Magnússon-
ar þar sem prinsinn og prinsessan
skoða handrit undir leiðsögn Stef-
áns Karlssonar, forstöðumanns
stofnunarinnar.
Frá Árnastofnun verður ekið
til Reykjavíkurflugvallar en þaðan
verður farið með flugvél Green-
landair kl. 14.30 áleiðis til Græn-
lands.
Vagnstjórar ánægðir með ákvörðun stjórnar SVR
Nýja kerfið gengnr
ekki upp í vetur
Skipholt
Góö ósamþ. einstaklíb. ca 48 fm í fjölb.
Verð 2,7 millj.
Hafnarfjörður
Sævangur
Glæsilegt einbhús á einni hæð ca 180
fm auk tvöf. bílsk. Skipti mögul. á
minni eign. Verð 16,0 millj.
Breiðvangur
Mjög góð 5 herb. ca 112 fm íb. á 2.
hæð. Laus fljótl. Verð 8,4 millj.
Álfaskeið
Einbýlishús á tveimur hæðum með
hálfum kj„ samtals 204 fm. Mikið end-
urn. Ath. skipti á iitilli ib.
Reykjavíkurvegur
Glæsileg 2ja herb. íb. á 3. hæð. Lftið
áhv. Verð 4,6 millj.
Vantar eignir á skrá
Fasteignasala,
Strandgötu 25, Hfj.
Árni Grétar Finnsson, hrl.
Stefán Bj. Gunnlaugsson, hdl.
Viðskiptum hjá okkur
fylgir ráðgjöf og
traustar upplýsingar.
I fótspor
feðranna
FJÓRAR stúlkur hófu nám í Vél-
skólanum í Reykjavík í haust og
er það meira en nokkurn tíma
áður. Ein stúlka var við nám í
skólanum í fyrra.
Björgvin Þór Jóhannsson skóla-
stjóri telur ekki útilokað að frami
Rannveigar Rist hjá íslenska álfé-
laginu eigi hlut að máli. Rannveig
var fyrir skömmu ráðin fram-
kvæmdastjóri fyrirtækisins en
hún er m.a. útskrifuð úr Vélskó-
lanum.
Þær Berglind Sigurðardóttir og
Rebekka Ólafsdóttir sögðu að fyr-
irmyndir þeirra beggja væru feð-
umir. Faðir Berglindar er vélstjóri
og faðir Rebekku mikill áhugamað-
ur um vélar og viðgerðir.
ALMENNA
FASTEIGNASALAN
LAUGAVEG118 S. 5521150 - 552 1370
VAGNSTJÓRAR SVR telja ljóst
að akstur samkvæmt nýja leiða-
kerfínu muni ekki ganga upp í
vetur. Þeir sendu stjórn fyrirtækis-
ins ályktun fyrr á árinu þar sem
þeir óskuðu eftir því að gildistöku
nýja leiðakerfisins yrði frestað
fram á vor 1997.
Maríus Sveinsson, áheyrnarfull-
trúi starfsmanna í stjórn SVR,
segir vagnstjóra fagna ákvörðun
stjómar SVR að fela starfshópi,
sem unnið hefur í eitt og hálft ár
að undirbúningi á leiðakerfí SVR,
að vinna greinargerð um þá þætti
breytinganna sem gagnrýndir
hafa verið að undanfömu og segir
vagnstjóra bíða átekta eftir niður-
stöðu vinnuhópsins en vagnstjórar
hafi óskað eftir því í apríl að gildi-
stöku nýja kerfísins yrði frestað
fram á næsta ár.
„Það er ljóst að það gengur
ekiri að hafa sömu tímatöflu á
morgnana, þegar umferðin gengur
greiðlega, og síðdegis, þegar um-
ferðin er miklu meiri. Það var orð-
ið tæpt að tímatafla gamla kerfis-
ins gengi upp, enda ekki sambæri-
leg umferð á götum borgarinnar
árið 1970 þegar það var hannað
auk þess sem umferðarljósum hef-
ur fjölgað verulega frá þeim tíma,“
segir Maríus.
Vantaði samráð við vagnstjóra
Hann segir að við hönnun nýja
kerfísins hafi ekki verið haft sam-
ráð við vagnstjórana sem þekkja
akstursleiðirnar best. „Við bentum
á að það væri áætlaður allt of
knappur tími á sumum leiðum
enda orðnir þreyttir á erfiðleikun-
um við að haida áætlun í gamla
kerfínu, en nú er þetta miklu
verra. Það er gjörsamlega útilokað
að bjóða farþegum upp á þetta
og alveg ljóst að akstur samkvæmt
nýja leiðakerfinu gengur ekki upp
í vetur,“ segir Maríus.
Á fundi borgarráðs í gær var
tillögu borgarráðsfulltrúa Sjálf-
stæðisflokksins, um endurskoðun
leiðakerfís SVR, frá 3. september
vísað frá.
í frávísunartillögunni segir að
tillaga sjálfstæðismanna frá 3.
september sé óþörf og ótímabær
í ljósi þess að starfandi sé starfs-
hópur um endurskoðun leiðakerf-
isins á vegum stjómar SVR.
Eftir að frávísunartillaga
Reykjavíkurlistans hafði verið
samþykkt með þremur atkvæðum
gegn tveimur létu borgarfulltrúar
Sjálfstæðisflokksins bóka það að
frávísunartillaga Reykjavíkurlist-
ans væri út í hött í ljósi samþykkt-
ar meirihluta stjórnar SVR frá því
á mánudag, um úttekt á leiðakerf-
inu og tímamælingu ailra leiða að
nýju.
Stuttur
afgreiðslu-
tími skipti-
stöðvar SVR
NÝ SKIPTISTÖÐ SVR við Ár-
túnshöfða er einungis opin frá kl.
9-18 virka daga. Á öðrum tímum
verða farþegar að bíða fyrir utan
stöðina sem er eini staðurinn sem
vagninn úr Mosfellsbæ stansar á
í Reykjavík. Ekki er hægt að
kaupa farmiða í strætisvagna í
stöðinni á öðrum tímum þar sem
farmiðasalan er einnig opin frá
9-18.
Þórhallur Örn Guðlaugsson,
markaðsstjóri SVR, segir að sá
tími sem skiptistöðvin er opin sé
í athugun en það eigi eftir að koma
í ljós hvort þörf sé á að hafa opið
lengur.
„Það er helst fólk á leið í Mos-
fellsbæ sem þarf að bíða í stöðinni
og það er verið að ræða við Al-
menningsvagna um eitthvert sam-
starf í þessu,“ segir Þórhallur.
SERHÆÐ OSKAST
Höfum kaupanda að 4ra-5 herb. sérhæð ásamt bílskúr í
Hlíðunum eða nágrenni. Staðgreiðsla í boði.
Upplýsingar gefur Agnar Gústafsson hrl.,
Eiríksgötu 4, símum 5512600 og 5521750.
Glæsileg prentsmiðja
Stærsta og eina alvöru prentsmiðjan í sínum landshluta,
einstaklega góðum og fullkomnum tækjum búin, bæði prentar
og gefur út, t.d. sjónvarpsdagskrána sem getur góðar
auglýsingatekjur. Stórglæsilegt sérbyggt húsnæði með góðri
vinnuaðstöðu og 2 góðum íbúðum. Fyrirtæki í jákvæðum rekstri.
Upplýsingar aðeins á skrifstofunni þar sem allar upplýsingar
liggja fyrir.
mTTT7n^TTT?Ffmrg7
SUÐURVE R I
SlMAR 581 2040 OG 581 4755, REYNIR ÞORGRÍMSSON.
Hársnyrtifólk
Óvenjulegt tækifæri. Til sölu er ein þekktasta og vinsælasta
hársnyrtistofa landsins. Jafnt sótt af körlum sem konum.
Einstaklega vel staðsett. Útskrifuð pöntunarbók. Gríöarlega stór
hópur af föstum viðskiptavinum.
Upplýsingar aðeins á skrifstofunni.
F.YRIRTÆK1ASALAN
SUÐURVERI
SÍMAR581 2040 OG 581 4755, REYNIR ÞORGRÍMSSON.
5521150-5521370
LÁRIIS U. VALDIMARSSON, FRAMKVÆMDASTJÓRI
JÓHANN ÞÓRÐARSON, HRL. LÖGGILTUR FASTEIGNASALI.
TIL SýNIS OG SÖLU - Á NÆSTU DÖGUM
Fyrir smið eða laghentan
Á vinsætum stað v/Gnoðarvog. 3ja herb. Ib. um 70 fm á 2. hæð.
Þarfnast nokkurra endurbóta. Gott verö. Nánar aðeins á
skrifstofunni.
Innan Hringbrautar
Fjársterkur kaupandi, nú erlendis, óskar eftir 60-70 fm húsnæði m.
útsýni. Má þarfnast endurbóta.
Ennfremur óskar hann eftir rúmgóðri rishæð. Má vera óinnréttuð.
Þessar eignir yrðu staðgreiddar.