Morgunblaðið - 11.09.1996, Síða 20

Morgunblaðið - 11.09.1996, Síða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 11. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Fjölskrúðugir hausar MYNPUST Gallcrí Sævars Ka r I s / G al I c rí Sólon íslandus BLÖNDUÐ TÆKNI/ MÁLVERK Jón Óskar/Guðrún Guðjónsdóttir. Gallerí Sævars Karls: Opið kl. 10-18 virka daga og á laugardögum kl. 10-14 til 18. september; aðgangur ókeypis. Gallerí Sólon íslandus: Opið kl. 11-18 alla daga til 18. september; aðgangur ókeypis STUNDUM virðist sem listamenn kveðist á; þessar tvær sýningar, handan götunnar frá hvor annarri, fjalla báðar um manninn eða þann svip, sem við sýnum umheiminum. Annar listamaðurinn notar sjálfan sig sem þann spegil, sem til þarf, en hinn lítur til mismunandi svip- brigða hjá fjölskrúðugu safni fólks, sem þó kemur allt frá sama kjarna hið innra með manninum. Jón Óskar Andlit og mynstur hafa verið uppi- staðan í verkum Jóns Óskars um nokkurt skeið. Á sýningu fyrir tveim- ur árum voru myndir af hvoru tveggja settar upp sem ein heild, og tóks vel, en á stórri sýningu fyrr á þessu ári i Listasafni Kópavogs sýndi hann einungis verk unnin út frá grunni mynstursins; því má segja að andlitin hafi vantað - og hér er bætt úr því. Á sýningunni eru sjö sjálfsmyndir listamannsins, sem hann hefur unnið út frá ljósmyndum með blandaðri tækni. Þessar myndir eru eðlislíkar myndum sem hafa birst af honum reglulega með ákveðnum dálki í Al- þýðublaðinu um langt skeið, en koma hér fram með mun sterkari hætti; blóðhlaupin augun, þungur svipur- inn, snúin sjónarhom og gróf vinnsla myndanna eru andstæð öllu sem telst hefðbundin framsetning á slíku myndefni. Þessari sýningu fylgja hins vegar engar skýringar frekar en bókinni „Vinir og elskendur", sem listamað- urinn fyllti myndum svipaðs eðlis. Þar var nærtækast að vísa til óljósra minninga um það fólk, sem bar fyrir á myndunum, oftar en ekki á gleði- stundum. Um sjálfsmyndir hlýtur að gilda annað. Hér virðast nöturlegar ímynd- imar öðm fremur áminningar um hverfulleika lífsins; þessu til stuðn- ings má benda á græna skugga sem hvíla yfir hluta myndanna líkt og slikja; efnistaumar og blettir eru á víð og dreif um myndirnar líkt og byijun á því rotnunarferli, sem um síðir mun eyða þeim. í þessum hausa- myndum er hvergi að fínna gleði- vott, fremur angist og örvinglan. En þær tilfínningar em einnig hluti af því mynstri mannlífs, sem við okkur blasir í daglegu lífí, og því fullgild viðfangsefni skapandi lista- manna. Guðrún Guðjónsdóttir Á langvegg sýningarsalarins hefur Guðrún raðað upp fjöratíu myndum af andlitum fólks frá öllum heims- hornum, börnum og gamalmennum, konum og körlum, piltum og stúlk- um. Stærð myndanna er ætíð hin sama, en þó ríkir fjölbreytnin hér umfram annað í andlitsfalli, litavali, umhverfi og persónugerð. Þetta er af ásettu ráði, eins og listakonan segir í stuttum inngangi sínum: „Hvaðan sem við komum emm við öll hlekkur í lífskeðjunni. Þessi and- lit eru bara brotabrot af heildinni en gefa okkur samt innsýn í mannlegar tilfinningar,_ sem við eigum öll sam- eiginlegar. í þeim má sjá gleði, sorg, hatur, reiði o.s.frv." Þegar Guðrún hélt sína fyrstu einkasýningu fyrir fjóram árum var viðfangsefnið allt annað - spilagald- ur lína og lita í óhlutbundnum form- rannsóknum. Hér hefur hún snúið sér að manninum sjálfum. Verkin bera með sér að vera unnin eftir ljós- myndum, en vísvitandi með nokkuð grófum eða barnslegum hætti; sam- ræmi hvers höfuðs er lítillega af- myndað, einstakir drættir skerptir, ýktir eða færðir til, og litaval haft fjölbreytt og sterkt, iíkt og til að leggja áherslu á sjálfstæði þess fólks, sem prýðir myndimar. Það hversdagslega sjálfstæði er vel varðveitt innan þeirrar myndrað- ar sem hér er sett upp. Reiður mót- mælandi, reykjandi sjómaður, geisl- andi ungmeyja, grátandi drengur, fölur fréttamaður, æpandi húsmóðir - allir þessir einstaklingar njóta sín í þessum verkum, þegar þau eru skoðuð í nánd, en mynda engu að síður samhangandi keðju, þegar litið er til heildarinnar. Eiríkur Þorláksson FRÁ sýningu Guðrúnar Guðjónsdóttur. Morgunblaðið/Árni Sæberg UTAGAWA Toyokuni III (Kunisada). Sýningargripir fyrir stúlkna- hátíðina. Stúlknahátiðin er haldin 3. mars. Við það tækifæri er hinaningyo, brúðum í líki keisarahjóna, stillt upp á heimilum. Þeir sem ekki höfðu efni á slíkum brúðum á þessum timum not- uðu myndir eins og þessa í staðinn, uppbót fátæklingsins. Þann 5. maí er hátíð drengjanna. , Skipt um myndir ' STÓR hluti verkanna á sýningu á japanskri þrykklist og málverk- um í Listasafni Kópavogs hefur nú verið tekin niður og aðrar myndir settar upp í staðinn. Sýn- ingin nefnist Síkvik veröld, því að á japönsku nefnast þessar myndir uikiyo-e, eða myndir úr síkvikri veröld. Þær sýna iðandi borgarlífið í Edo, núverandi Tókýó, einkum sýndarheim skemmtana og afþreyingar sam- tímans svo sem Kabuki-leikhúsið, blómleg gleðihverfin og sumo- glímuna. Við opnun sýningarinnar 17. ágúst færði Utagawa-félagið í Japan Listasafni Kópavogs að gjöf 50 tréþrykk. Önnur fimmtíu þrykk afhenti félagið Birni Bjarnasyni menntamálaráðherra sem gjöf til skóla á íslandi. Utagawa-félagið hefur að markmiði að kynna japönsku þrykklistina sem varð mikill áhrifavaldur fyrir vestræna myndlist. Sýningunni í Listasafni Kópa- vogs lýkur sunnudaginn 29. sept- ember. Mikil BÆKUR Sagnfræði ÁLFTANESSAGA. BESSASTAÐAHREPPUR - FORTÍÐ OG SAGNIR. eftir Önnu Ólafsdóttur Björnsson. Þjóðsaga ehf. 1996,311 bls. HREPPSNEFND Bessastaða- hrepps hafði forgöngu um ritun þessa verks. í ritnefnd sátu (frá 1994) María B. Sveinsdóttir, Elín Jóhannsdóttir, Þorgeir Magnússon og Gunnar Valur Gíslason. Til sögu- ritunar var ráðin Anna Ólafsdóttir Björnsson. Það val hlýtur að hafa verið auðvelt. Höfundur hafði þegar ritað sögu Bessastaðahrepps 1878- 1978 sem cand. mag. ritgerð í sagn- fræði. Þá er hún sjálf Alftnesingur og kunn að því að vera prýðisvel ritfær. Bessastaðahreppur var stofnaður 1878. Lítill er sá hreppur að flatar- máli, um sex hundruð hektarar, ekki stærri en allgóð bújörð. Hann nær yfír utanvert Álftanes. Hrepps- mörkin liggja um Skógtjörn innan- verða, þvert yfir Álamýri í Lamb- hústjörn. Álftanesið erþví þónokkru stærra en Bessastaðahreppur. Fyrir skiptinguna var Álfta- neshreppur miklum mun stærri, þar sem hann auk Bessastaða- hrepps náði yfír Hafn- arfjörð og Garðabæ. Álftanesið sjálft hef- ur hins vegar í munni manna verið ein sveit og taldi því höfundur - sjálfsagt réttilega - að ekki væri fært að binda söguna fast við hreppamörkin. Þegar maður virðir fyrír sér þessa bók áður en lestur hefst er líklegt að nokkrar spurningar kvikni. Hvernig er eiginlega hægt að skrifa sögu Bessastaðahrepps svo að vel fari á? Voru ekki Bessastaðir „höf- uðstaður" íslands um langt skeið? Er ekki mikið af þjóðarsögunni tengt þeim stað á einn eða annan hátt? Þar var og aðalskólasetur landsins um sinn. Um allt þetta hefur geysimikið verið ritað og varla hægt að fara að endursegja það eða umrita. Nokkur forvitni vaknar því um hvernig höfundur kunni að taka á þessu verkefni. í inngangsorðum, „frá sögurit- ara“, lýsir höfundur ætlan sinni. Hún telur að ekki hafi verið ætlunin að rita sögu Bessastaða, þó að auðvitað sé ekki hægt að ganga fram hjá þeim frásagnarlaust. Hún vill ekki heldur endurtaka mikið af því sem birst hefur annars staðar. Miklu fremur lagði hún áherslu á að safna munnlegum upp- lýsingum, fyrst _ og fremst frá eldri Álft- nesingum og skoða bréfasöfn og endur- minningar. „Lagt var upp með þá frómu ósk að segja sögu af lifandi fólki í blíðu og stríðu ...“ Og henni var í mun að hlutur kvenna væri ekki fyrir borð borinn. „Líf kvenna og arfur er annar en karla.“ 0g nú er að sjá hvemig til hefur tekist. Bókinni er skipt í þijá hluta. Fyrsti hlutinn nær frá landnámstíð til 1800. Annar hlutinn fjallar um nítjándu öldina og sá þriðji og síð- asti um þá tuttugustu og er hann að vonum langlengstur eða tæpar hundrað blaðsíður. Það liggur í augum uppi að í svo litlu lesmáli verður að stikla á stóru og hafa sérstakan hátt á um frá- sögn. I upphafí bókar lýsir höfundur Álftanesi og á einni opnu er glöggt örnefnakort gert af Kristjáni Eiríks- syni. Er þetta góð byijun. Síðan eru teknar ýmsar lýsandi frásagnir, oft í innfelldum textum, og tengdar saman með sögulegu ívafí. Verður úr þessu þægilegur og skemmtileg- ur lestur. Tökum sem dæmi millifyr- irsagnir í kaflanum um sautjándu öldina: Harkaleg lífsbarátta, Ráðs- konan á Bessastöðum, Drakknun í útskeri, Lífskjör á sautjándu öld, Fiskurinn bjargar, Tyrkjaránið, Varnarmál og veiklulegur skans, Hengdur fyrir smjörþjófnað, Treyjuþjófnaður í kóngsgarði, Sifja- spell, galdrar og frillulíf, Sjóbúð brennur, Fangakistan á Bessastöð- um, Frá Bessastöðum í Drekkingar- hyl, Skipa- og bátasmiðar. Þegar á það er litið að þessi aldarfarslýsing er einungis tíu blaðsíður er ljóst að stiklað er á stóru, svo að ekki sé meira sagt, en einnig hveijar áherslumar eru. Átjánda öldin fær öllu meira rúm og nítjánda öldin er komin upp í 67 bls. Þar eru margar afar lifandi lýsingar af lífi fólks og oft stuðst við endurminningar og sendibréf, t.a.m. Jóns Hallgrímssonar frá Litlabæ, Gísla Konráðssonar, Bene- dikts Gröndals, Ingibjargar Jóns- dóttur, Páls Melsteðs, Thoru Frið- riksson, Erlendar Björnssonar o.fl. Að lokum kemur svo tuttugasta öldin. Þá verður auðvitað greiðara um allar heimildir og sagan því samfelld. Þar er tekinn langur kafli úr óprentuðum endurminningum Guðnýjar Klemensdóttur sem mér verður minnisstæður. - Og nútím- inn heidur innreið sina. Framan af i öldinni er að vísu fámennt í hreppn- um, fátækt mikil eftir að fiskur hvarf af nærmiðum og landbúnað- armöguleikar litlir. Einkennilega var þessi sveit einangruð og af- skekkt þrátt fyrir nálægð við þétt- býli. En svo komu nýir tímar. Sam- göngur bötnuðu, þéttbýli tók að myndast og forsetasetrið varpaði ljóma á byggðarlagið. Nú búa á Álftanesi nokkuð á annað þúsund manns, en fæstir urðu íbúar árið 1941, aðeins 117. Blómlegt líf hefur þróast bæði atvinnulega og menn- ingarlega. Höfundi þessarar bókar hefur tekist að rita áhugaverða sögu. Af næmi listamannsins hefur henni auðnast að bregða upp lifandi svip- myndum sem sitja í minni og skrifa dálítið „öðruvísi" byggðasögu eins og hún ætlaði sér. Bókin er prýdd fjölda mynda. Mikið er um innfellda texta. Skrár allar í bókarlok eru í góðu lagi og frágangur og útlit hið prýðilegasta. Sigurjón Björnsson saga lítillar sveitar Anna Ólafsdóttir Björnsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.