Morgunblaðið - 11.09.1996, Síða 22

Morgunblaðið - 11.09.1996, Síða 22
LISTIR 22 MIÐVIKUDAGUR 11. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ Ævintýrakona í stóli safnstjóra Ferill Önnu Castberg, safnstjóra nýja nútímalistasafnsins danska, hljómar fremur eins og skáld- saga en veruleiki. Dönsk blöð keppast um að kryfja málið til mergjar eins og Sigrún Davíðsdóttir rekur hér á eftir. ANNA Castberg kemur ávallt vel fyrir. Hún er alltaf óaðfinnan- lega klædd í dýr en einföld föt og hún lítur út eins og tvífari bandarísku leikkonunnar Meryl Streep. Þegar hún tók við safn- stjórn Arken, nýja nútímalista- safnsins við Ishoj, sunnan við Kaupmannahöfn fyrir þremur árum var hún óþekkt í dönskum myndlistarheimi en var sögð vel kynnt og kunn utanlands. Hún hafði lengstum búið erlendis, síð- ast í London, þar sem hún rak fyrirtæki. Hún hafði bæði prófgr- áður, fyrri störf og tengsl sér til ágætis en fljótt fór að bera á því að hún virtist ekki vel að sér um danskt listalíf og átti í erfiðleik- um með stjómina. Eftir að danska blaðið Jyllands-Posten lagði fyrir hana grein, þar sem kom fram að ekki hefði verið unnt að fá staðfestar prófgráður hennar og fyrri starfsreynslu sagði hún starfi sínu lausu, tæmdi skrifstofuna og lét sig hverfa. Eftir sitja þeir sem réðu hana, ijölmiðlar og aðrir áhuga- samir og velta fyrir sér hvernig málið sé eiginlega í pottinn búið. í græna beltinu norðan við Kaupmannahöfn er gróið nútíma- listasafn, Louisiana, stofnað af Knud W. Jensen, áhugasömum listunnanda, sem einnig hafði skipulagshæfileika og krafta til að hrinda safndraumi sínum í framkvæmd. í bæjarfélögunum sunnan við Kaupmannahöfn er menningarlífíð rislítið svo þar hafa ýmsir alið með sér draum um nýtt nútímalistasafn. Þeir hlutu lítinn hljómgrunn í kaupin- höfnskum listaheimi þar sem menn vildu heldur hlúa að því sem til væri heldur en að dreifa kröftunum. En metnaður sunnanmanna var mikill, svo safnið reis á söndunum við Ishoj og kallast Örkin því húsið minnir á örkina sem færir listina að landi. Þegar kom að því að velja safn- stjóra sóttu fjórtán um starfið og af þeim þremur, sem kallaðir voru til samtals, var Anna Cast- berg. Fyrir utan að koma einstak- lega vel fyrir hafði hún að eigin sögn próf í listasögu og fagur- fræði frá Sorbonne og Kaup- mannahöfn og frá Courtauld- stofnuninni í London sem er virt listastofnun, auk þess sem hún væri doktor frá breskum háskóla og hefði skrifað um Kaupmanna- hafnarmálara í norrænu sam- hengi. Gagnrýnandi við Herald Tribune, ráðgjafí við uppboðshús- in Sotheby’s og Christie’s og op- inber ráðgjafi tékknesku stjórn- arinnar við nokkur nafntoguð söfn í Prag voru aðrir titlar henn- ar. í ofanálag hafði hún með- mælabréf frá virtum mönnum í hinum alþjóðlega listheimi og hafði rekið ráðgjafafyrirtæki í London. Hún hafði svo góð áhrif á stjórnmálamennina í bæjarfé- laginu að þeir báðu hana ekki einu sinni um að sýna prófskír- teini eða vottorð um eitt né neitt, heldur var hún ráðin 1993 til að undirbúa rekstur safnsins. Óklár stefna og hik í vor var safnið opnað með sýningu á verkum þýsk-danska málarans Emil Nolde, sem lést á fyrri hluta aldarinnar, svo ýmsum þótti það sérkennilegt upphaf að nútímalistasafni, sem sérstak- lega var hannað til að geta hýst óvenjulegar sýningar, settar sér- staklega upp fyrir safnið. Næstu sýningu, á verkum þriggja ungra Dana, seinkaði. Smátt og smátt kvisaðist út í dönskum listaheimi að nýi safnstjórinn væri ekki sér- lega vel að sér um danska nú- tímalist, væri hikandi og óákveð- inn og kynni hvorki að stjórna safni né fólki. Gagnrýnin fór ekki hátt og þeir sem vörðu Castberg sögðu að gagnrýnin stafaði af því að hún kæmi utan frá og eins væri hún látin gjalda þess að margir hefðu verið á móti safn- inu. Gagnrýnin varð þó til þess að einhverjir tóku sig til og gerðu það sem stjórnmálamennirnir höfðu ekki gert og könnuðu hvort umsagnir hennar um sjálfa sig stæðust. Þegar Jyllands-Posten sýndi henni uppkast að grein um þá athugun lét hún verða af því sem safnstjórnin hafði þegar gef- ið henni kost á að hugleiða, nefni- lega að segja upp. Blaðið hafði haft samband við þá skóla, sem hún sagðist hafa próf frá, en þar fundust engin prófgögn. Hjá Herald Tribune kannaðist enginn við að hún hefði skrifað fyrir þá og hvorki hjá uppboðshúsunum tveimur né tékknesku stjórninni könnuðust menn við að hafa þeg- ið þjónustu hennar. Breskur listfræðingur og blaðamaður hafði 1990 í grein mælt með Castberg sem lista- verkasala í grein, sem hann skrif- aði um listaverkasölu. í samtali við Jyllands-Posten segist hann síðar hafa iðrast skrifanna því hann hafí komist að því að hún tók umboðslaun bæði frá kaup- endum og seljendum og þá hefði hann athugað próf hennar. Nið- urstaða hans var að hún hefði ekki verið við nám við þá skóla sem hún gaf upp. Samkvæmt blaðinu hefur hún trúað dönskum embættismanni fyrir því að á þeim tíma, sem hún hefur annars sagst hafa verið við nám, hafí hún setið í fangelsi Francos ein- ræðisherra á Spáni fyrir að vera í andspyrnuhreyfingunni og verið pyntuð þar og pínd í Vh ár, þar til starfsmönnum Rauða krossins hafí tekist að bjarga henni nær dauða en lífi. Frásagnir af ferli hennar bregða fremur upp mynd af ævintýrakonu en alvarlega þenkjandi listfræðingi. Hún á sér þó enn formælendur í Bandaríkjunum þar sem David A. Ross, framkvæmdastjóri Whitney Museum of American Art í New York, skrifaði strax bréf henni til varnar er henni var gert að segja upp. Hann hrósar henni í hástert fyrir þekkingu en í dönskum fjölmiðlum er látið að því liggja að það hafi ekki síst verið fágað yfirbragð hennar og framkoma sem hafi lagst vel í bandaríska safnamenn. Anna Castberg hefur farið huldu höfði síðan hún lét af störf- um og ekki látíð orð falla um blaðaskrifín. Hún fékk tæpar fímm milljónir íslenskar fyrir að láta af störfum á samningstíman- um. Nú hefur vinnuveitendum hennar tekist að hafa upp á henni og haft er eftir henni að sökum sumarfría sé erfitt fyrir hana að fá staðfestingu prófskírteinanna. Hún hefur núna tímafrest til að afla þeirra og takist það ekki mun hún missa lokagreiðsluna. Enn er óvíst hvort einhver lög- fræðilegur eftirleikur verður að brottvikningu Castbergs. Málið er ekki aðeins óskemmti- legt fyrir Castberg, heldur eink- um og sér í lagi fyrir þá sem réðu hana á sínum tíma. Hvort þeir hafa lært eitthvað af Cast- berg-ævintýrinu skal ósagt látið en væntanlega mun næstu um- sækjendum gert að skjalfesta umsagnir um eigið ágæti. Litir og lit- brigði hrossa BÆKUR II e s t a r ÍSLENSKI HESTURINN. LITIR OG LITBRIGÐI. eftir Friðþjóf Þorkelsson og Sigurð A. Magnússon. Mál og menning, Reykjavík 1996,133 bls. Á BÓKARKÁPU segir: „Þessi bók er hreinasta veisla fyrir unn- endur íslenskra hesta“. Undir það má að vissu leyti taka, en með fyrir- vara þó, því að oflof er sjaldnast gott. Bókin er þrískipt ef svo má segja. Fyrst er ellefu blaðsíðna rit- gerð eftir Sigurð A. Magnússon. Nefnist hún íslenski hestur- inn. Síðan kemur að- alefnið. Það eru ljós- myndir Friðþjófs Þor- kelssonar af hestum í ýmsum litum og litaafbrigðum á 86 bls. Þá er í þriðja lagi dönsk, þýsk og ensk þýðing á ritgerð Sig- urðar. Að lokum er svo mynda- skrá. Er þar greint frá hveijir hestarnir eru sem myndir eru af, hafi höfundur vitað það. Að útliti og frágangi er þessi litla bók hin glæsilegasta og eink- ar vel til þess fallin að senda he- stelskum vinum erlendis. Vel má og vera að hún sé að öðrum þræði til þess ætluð. Ritgerð Sigurðar er prýðisvel rituð eins og vænta mátti. En hún ber með sér að hann hefur útlend- inga í huga. íslendingar, sem ein- hvern áhuga hafa á hestum og eitthvað hafa lesið sér til, fá hér fátt að vita sem þeir vissu ekki áður og flestir vita talsvert meira. Nokkuð kemur mér á óvart ef meðalhæð íslenskra hesta er ekki meiri en 134 sm. nú. Það hélt ég að teldust smáir hestar. Friðþjófur Þorkelsson er löngu kunnur sem snjall ljósmynmdari á hesta. Er það og sannast sagna að myndir hans eru hið mesta augnayndi. Þær getur maður skoðað aftur og aftur. Hér er það sem veislan hefst og endar. Um það er varla hægt að kvarta þó að maður sakni nokkurra fágætra litbrigða. Skrítinn finnst mér og textinn „bleikálott-moldóttur með ál“. Æskilegt hefði verið að stutt- ar skýringar hefðu verið um ein- stök litbrigði, t.a.m. Hvað er áll? Hver er munur á leistum og sokk- um? Sérstaklega hefði þurft að greina frá hinum einstöku lita- skiptum litföróttu hestanna. Verði bókin gefin út aftur, sem mér þykir líklegt, væri gagnlegt að bæta við svo sem tveimur skýr- ingablaðsíðum. Að öllu samanlögðu er þetta hið eigulegasta og skemmtilegasta kver, þó að varla teljist það tíma- mótaverk í hestabókmenntum. En minna má gagn gera. Sigurjón Björnsson Sigurður A. Friðþjófur Magnússon Þorkelsson Allt fyrir ömmu KVIKMYNPIR S a g a bí 6 HAPPY GILMORE („HAPPY GILMORE") ★ ★ Leikstjóri Dennis Dugan. Handritshöfundur Adam Sandler, Jim Herlihy. Kvikmyndatökustjóri Arthur Albert. Tónlist Mark Motherbaugh. Aðalleikendur Adam Sandler, Christopher McDonald, Julie Bowen, Carl Weathers. Bandarisk. Universal 1996. RÉTTNEFNDAR aulamyndir njóta umtalsverðra vinsælda um þessar mundir. Aðalleikararnir eru oftar en ekki grínistar úr sjón- varpsþáttum. Þó þeir komist ekki með tærnar þar sem Jim Carrey hefur hælana nýtast þessir Ieikar- ar ágætlega í einni mynd. Nýir af nálinni setja þeir ferskan svip á vitleysuna. Svo er um Adam Sandler í Happy Gilmore, en ég byði ekki í það ef hann ætti að verða fastagestur í bíóunum. Sandler fer með titilhlutverkið, leikur ofbeldishneigðan, for- heimskan íshokkíleikmanna sem kemst ekki í lið sökum geðillsku og illvígni. Jafnvel þó hann sé með skothörðustu mönnum. Fyrir til- viljun kemur í ljós að sá hæfileiki getur ekki síður nýst honum í golfi, þó sú íþrótt sé full göfug fyrir bulluna. En þá kemur skatt- urinn og tekur húsið af ömmu hans og Gilmore Ieggst í atvinnu- mennsku, knúinn áfram af sínum 400 + stika höggum og velferð ömmu gömlu. Ég minnist þess að hafa ein- hvern tímann lesið um Ástrala af frumbyggjaættum sem vakti mikla athygli við upphaf þessarar aldar fyrir ótrúlega skothörku. Karl starfaði sem kylfusveinn á golfvelli utan við Sydney og þótti lítið koma til hæfileika hvítu yfir- stéttarinnar. Þeir buðu honum að spreyta sig sem hann þáði. Setti ótrúlegt met sem hefur ekki enn verið jafnað; sló kúluna yfír heljar- mikið gljúfur með miklum tilburð- um. Tók tilhlaup einsog Happy Gilmore. Flestir brandaranir snúast ann- ars um brot á viðteknum hefðum golfleikara og almennum siðaregl- um og Sandler stendur sig bæri- lega að bijóta þær og bramla. Á brautunum á hann einkum á í höggi við Shooter (Christopher McDonald), sem að lokum þarf að beita öllum brögðum við að halda í við hið skotglaða nýstirni. McDonald stendur sig einnig bæri- lega og í heild skemmtir maður sér lygilega vel yfir þvælunni. Og amma heldur húsinu Sæbjörn Valdimarsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.