Morgunblaðið - 11.09.1996, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 11.09.1996, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. SEPTEMBER 1996 23 _________________________AÐSEIMPAR GREINAR v „Hafa skal það STUNDUM þegar rifjaðir eru upp liðnir atburðir eru höfð slík endaskipti á hlutunum og sannleikanum umsnúið þannig að óhjákvæmilegt er að bregðast við. Laugardaginn 31. ágúst birti DV frétta- skýringu í tilefni þess að tíu ár voru liðin frá „stofnun fyrstu fijálsu útvarps- og sjónvarpsstöðvanna“, eins og blaðið orðar það. í greininni erum við nefndir til sög- unnar ásamt fleirum, tveir af þingmönnum Alþýðu- flokksins á þessum tíma, undirrit- aður og Karl Steinar Guðnason, sem sérstakir fjandmenn frelsis- ins. Upphaf þeirrar málsgreinar sem er tilefni þessarar greinar hljóðar svo: „Þeir þingmenn sem voru andvígir frumvarpinu og þar með afnámi einkaréttar Ríkisútvarps- ins voru:“ og síðan kemur nafnar- unan. Eitthvað svipað mun hafa komið fram í þætti í dagskrá Stöðvar tvö á dögunum. Þetta er ekki einasta afleit sagnfræði held- ur hrein ósannindi. Blaðamaður DV gefur sér, að sá sem var andvígur stjórnar- frumvarpinu til breytinga á út- varpslögum hafi einnig verið and- vígur afnámi einkaréttar Ríkisút- varpsins. Þessi forsenda er röng og því er það sem á eftir kemur rangt vegna þess að það var ekk- ert samasemmerki milli þess hvernig staðið var að breyt- ingu á útvarpslögum og skoðunum manna á því hvort afnema ætti einokun Ríkisút- varpsins. Nokkur dæmi í þessu sambandi er rétt að vitna í nokkrar ræður sem undimtað- ur hélt á þingi um þessi mál, því ekki verður hjá því komist að leið- rétta þessar endemis rangfærslur. Það hlýt- ur að vera æðsta boð- orð þeirra sem skrifa í blöð eða semja texta fyrir sjónvarp að hafa það sem sannara reynist. Hér fara á eftir fáeinar til- vitnanir sem skýra skoðanir mínar í þessu efni og raunar var ég tals- maður Alþýðuflokksins í málinu í efri deild þar sem við Karl Steinar áttum sæti og voru samstiga í málinu. „Nú skal ég taka það fram að ég er fylgjandi því að einkaréttur Ríkisútvarpsins verði afnuminn og að aðrir aðilar fái leyfi til að reka hér útvarpsstöðvar. Það verður að gerast að lögum.“ Þessi orð voru sögð 11. október 1984 í umræðum í Sameinuðu þingi um Skýrslu ríkisstjórnarinnar um kjaradeil- urnar. í þeim kjaradeilum voru um skeið bæði blaðamenn og frétta- menn útvarps í verkfalli. Þá fóru af stað ólöglegar útvarpsstöðvar, sem m.a. bar á góma í þessari Guðnason sem...“ Blaðamaður DV gefur sér, segir Eiður Guðna- son, að sá sem var and- vígur stjórnarfrumvarp- inu til breytinga á út- varpslögum, hafi einnig verið andvígur afnámi einkaréttar Ríkisút- varpsins. Þessi forsenda er röng... umræðu og ekki síst afskipti starf- andi póst- og símamálaráðherra af lögreglurannsókn í Valhöll þar sem ein hinna ólöglegu útvarps- stöðva var. „Nú skal ég taka það skýrt fram til að fyrirbyggja allan misskilning og útúrsnúning sem þegar hefur átt sér stað að ég er fylgjandi því að þessi einkaréttur Ríkisútvarps- ins verði afnuminn og fleiri aðilar fái leyfi til að reka útvarpsstöðv- ar. Ég er fylgjandi því og undir- strika þá skoðun hér.“ 24. október 1984 í umræðum í efri deild um skipan rannsóknarnefndar til að rannsaka afskipti ráðherra og embættismanna af rekstri ólög- legra útvarpsstöðva. „Við erum að breyta fyrirkomu- lagi sem hefur verið við lýði í 55 ár (Innskot: Einokun Ríkisút- varpsins). Og ég legg áherslu á að það er kominn tími til að breyta því fyrirkomulagi. Það er bjargföst sannfæring mín og það eigum við að gera, við eigum að breyta þessu fyrirkomulagi í fijálsræðisátt, en það er andstætt eðli máls að svona breytingar eigi sér stað í einhvers- konar fáti og með tilheyrandi glundroða og taugaveiklun sem nú virðist hafa gripið um sig á stjórnarheimilinu." Umræður um útvarpslög í efri deild 14. maí 1985. „Auðvitað er öllum ljóst að einokun ríkisfjölmiðlanna svo- nefndu, útvarps og sjónvarps, er úr sögunni og verður ekki tekin upp að nýju. Það er alveg ljóst.“ Úr framsöguræðu fyrir nefndará- liti fjórða minnihluta (!) mennta- málanefndar í efri deild 11. júní 1985. I atkvæðaskýringu við lokaaf- greiðslu útvarpslagafrumvarpsins í efri deild 13. júní 1985 sagði ég m.a. „Ég er fylgjandi því frelsi sem þessi lög gera ráð fyrir að verði aukið frá því sem var þegar Rík- isútvarp og sjónvarp hafði eitt rétt til að útvarpa og sjónvarpa. Ég er fylgjandi því að þannig skuli að því staðið. En þessi lög sem nú er verið að samþykkja eru þannig úr garði gerð, ég hef áður bent á það hér að mörg ákvæði þeirra, eða sum fá ekki staðist. ... Þessvegna, herra forseti, ekki vegna þess að ég sé á móti því frelsi, síður en svo, sem lögin gera ráð fyrir, heldur vegna þess hvern- ig þessi lög eru tæknilega úr garði gerð, þá segi ég nei.“ Öllu þessu má fletta upp í þing- tíðindum. Umdeilt mál Andstaða okkar byggðist á sín- um tíma á því að við töldum frum- varpið ekki nægilega vel unnið og vanda þyrfti betur til svo veigamikilla breytinga. Þetta var reyndar svo umdeilt mál að í neðri deild, þar sem 39 af 40 þingmönn- um greiddú atkvæði um málið, treystust aðeins 16 til að segja já. 12 sögðu nei, 11 sögðu ekki neitt, - sátu hjá. Sum ákvæði frumvarpsins voru nánast óskilj- anleg eins og 3. gr. 7. tll: „Óheim- ilt er að aðrir aðilar en sá sem Ieyfi hefur til útvarpsrekstrar kosti almenna dagskrárgerð, þótt ekki gildi það um einstaka dag- skrárliði.“! Boðveitur - tilraunaskeið En hver var þá afstaða Alþýðu- flokksins? Við vildum að inn í lögin kæmu ákvæði um boðveitur, (kapalkerfi), sem ekki væru í eigu ríkisins eða Pósts og síma, heldur í eigu sveitarfélaganna rétt eins og vatnsveitur og rafveitur og þar sem ekki væru tengsl milli þess sem ætti dreifingarkerfið og þess eða þeirra sem notuðu það til að senda út dagskrá. Við vildum að sett yrðu inn í gildandi lög, bæði útvarpslög og fjarskiptalög, ákvæði um afnám einokunar RÚV og almenn heimild til að veita öðrum útvarps- og sjón- varpsleyfi næstu þijú árin. Út- varpslög og fjarskiptalög yrðu síð- an endurskoðuð á grundvelli þeirr- ar reynslu. Sú leið hafði til dæmis verið farin í Noregi og gefist vel. Það var fyrst og fremst þetta sem réð afstöðu okkar á sínum tíma. Það er sögufölsun að halda öðru fram. Höfundur er sendiherra, ensatá þingi fyrir Alþýðuflokkinn 1978-1993. Upphafið að sögulegum sáttum jafnaðarmaima Guðbjörnsdóttir, skilur vel pólitískt innihald atburðarins. Hún sagði þetta vera jákvætt og telur þessa niðurstöðu styrkja stjórnarand- stöðuna og sé hugsan- lega upphafið að ein- hveiju nýju og spenn- andi. Þessi nýi þing- flokkur jafnaðar- manna slær líka tóninn að því sem koma skal, auknum áhrifum kvenna á Alþingi, en hlutfall kvenna í þing- flokki jafnaðarmanna er 36%, sem er hæsta hlutfallið í þeim þing- Jóhanna Sigurðardóttir það sé söguleg og merkileg staðreynd að búið sé að leggja niður þingflokk Alþýðu- flokksins. Margrét líkir þessu við inngöngu tveggja fyrrum þing- manna Borgarflokks- ins í Sjálfstæðisflokk- inn á sínum tíma og nokkurra þingmanna Bandalags jafnaðar- manna í þingflokk Al- þýðuflokksins. Ég kýs að líta svo á að Mar- grét hafi ekki áttað sig á innihaldi þess sam- komulags sem hér var gert, því þessi samlík- ing er einfaldlega röng. FRAMSOKNARIHALDIÐ stjórnarráðinu óttast ekkert meira en að jafnaðarmenn sameinist og verði öflugur kostur til vinstri í ís- lenskum stjórnmálum. Nú þegar komið hefur verið á fót samstarfs- vettvangi, sem leitt getur til sam- fylkingar allra jafnaðarmanna og uppstokkunar á flokkakerfinu, en liður í því er stofnun nýs þingflokks jafnaðarmanna, koma viðbrögð þess ekki á óvart. Davíð hrokafullur - Halldór áttavilltur Davíð er tamt að líta niður til andstæðinga sinna og sýna hroka, en afstaða hans nú við merkilegum atburðum á vinstri væng stjórnmál- anna var í líkingu við það, þegar R-listinn var stofnaður. Ekki rætt- ust hrakspár hans þá. Halldór Ás- grímsson virðist ekki hafa áttað sig á að innihald þeirra ákvarðana sem teknar hafa verið er helst hægt að líkja við stofnun R-listans. Þar starfa borgarfulltrúar þriggja flokka sem einn hópur innan borg- arstjórnar, en flokkar þeirra, sem að því samstarfi standa, starfa áfram undir sínu skipulagi og stefnuskrám. Viðhorf Kvennalistans voru ánægjuleg og ljóst að formaður þingflokks Kvennalistans, Guðný flokkum sem skipaðir eru einstakl- ingum af báðum kynjum. Torveldara var að lesa í viðbrögð forystumanna Alþýðubandalagsins, sem voru mjög misvísandi. Stein- grímur J. Sigfússon talar um að veija eigin tún og sérstöðu Alþýðu- bandagsins. Kristinn H. Gunnars- son telur að enginn þurfi að móð- gast og vonar að þetta sé skref til góðs fyrir alþýðuna í landinu. Mar- grét Frímannsdóttir, formaður Al- þýðubandalagsins, telur þingmenn Þjóðvaka vera að ganga inn í þing- flokk Alþýðuflokksins, en sama dag er haft eftir Svavari Gestssyni að Nýr viðburður í stjórnmálum Þingflokkar bæði Bandalags jafnaðarmanna og Borgarflokksins höfðu klofnað og hluti þeirra gengu inn í aðra þingflokka sem fyrir voru á Alþingi, auk þess sem þeir gengu í viðkomandi stjórnmálaflokka. Þessir atburðir sem nú hafa átt sér stað eiga sér enga samsvörun í pólitískri fortíð flokka sem stofnað- ir hafa verið utan við hið hefð- bundna flokkakerfi. Nýr þingflokk- ur hefur verið stofnaður á Alþingi, Við jafnaðarmenn skuldum þessum fólki, segir Jóhanna Signrð- ardóttir, að vera ekki að dröslast með fortíð- ina inn í nýja tíma í ís- lenskum stjórnmálum. og þingmenn Þjóðvaka eru hvorki að ganga inn í þingflokk Alþýðu- flokksins né eru þingmenn Alþýðu- flokksins að ganga inn í þingflokk Þjóðvaka. Þessir þingflokkar verða einfaldlega ekki til lengur í þeirri mynd sem þeir áður voru á Al- þingi, því þeir hafa tekið ákvörðun um að stofna nýjan þingflokk, þing- flokk jafnaðarmanna. Að auki starfa flokkamir báðir, Alþýðu- flokkur og Þjóðvaki, áfram utan þings undir sínu skipulagi og sínum stefnuskrám. Þeir sem rýnt hafa í söguna finna enga skírskotun þessu líka innan Alþingis, nema ef vera skyldi árið 1929, þegar íhaldsflokk- urinn og Fijálslyndi flokkurinn stofnuðu til samstarfs innan þings með sameiginlegum nýjum þing- flokki undir nýju heiti, sem var upphafið að veldi Sjálfstæðisflokks- ins i íslenskri pólitík. Samherjar — ekki andstæðingar Mín von er sú, að þegar alþýðu- bandalagsfólk hefur áttað sig á merkingu og innihaldi þessa sam- komulags og að það var ekki gert til höfuðs Alþýðubandalaginu, þá verði þeir þátttakendur í þvi ferli sem nú er að fara af stað, sem getur orðið upphafið að sögulegum sáttum jafnaðarmanna. Ég tek eftir að ótti sumra þingmanna Alþýðu- bandalagsins snýst um að nýr þing- flokkur jafnaðarmanna muni beita styrk sínum innan þings til að minnka hlut annarra stjórnarand- stöðuflokka á þingi. Ekkert slíkt á við rök að styðjast, enda held ég að þeir muni sjá annað við upphaf þings. Þvert á móti munum við leggja okkar af mörkum til að styrkja góða samvinnu og samstarf stjórnarandstöðunnar. Gerum upp fortíðina Flokkarnir á vinstri væng ís- lenskra stjórnmála hafa ekki burði til að leiða þjóðina inn í nýja tíma gegn íhaldinu í stjórnarráðinu, nema jafnaðarmenn kom fram sem ein öflug heild. Unga fólkið, barna- fjölskyldurnar í brauðstritinu, fólk sem krefst réttlætis í tekjuskipting- unni og bættra launakjara, elli- og örorkulífeyrisþegarnir, sem eru helsta skotmark ríkisstjórnarflokk- anna, hafa engan áhuga á eijum og deilum jafnaðarmanna í fortíð- inni. Við jafnaðarmenn skuidum þessum fólki, að vera ekki að drösl- ast með fortíðina inn í nýja tíma í íslenskum stjórnmálum. Við skuld- um þessi fólki að slíðra sverðin, gera upp fortíðina og ganga sem ein fylking fram til næstu kosninga. Höfundur er alþingismaður. HEFST EFTIR 6 DAGA HEIMSVIÐBURÐUR íLAUGARDALSHÖLL Alþjóðlega sjávarútvegssýningin 18.-21. sept.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.