Morgunblaðið - 11.09.1996, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
MIÐVIKUDAGUR 11. SEPTEMBER 1996 35
læknum og hjúkrunarfólki sem
gerði allt til að vinna bug á sjúk-
dómnum og létta legurnar. Hann
ræddi oft um hreinskilni læknanna
og taldi sig í betra jafnvægi eftir
samtöl við þá. Hann mat mikils
umhyggju barna sinna og eigin-
konu, Ellýjar Vilhjálms, en hún
varð svo að berjast við sama sjúk-
dóm. Hún andaðist í nóvember
1995. Eftir fráfall hennar stóðu
börn Svavars þétt saman, studdu
föður sinn í erfiðum veikindum og
viku vart frá sjúkrabeði hans síð-
ustu vikurnar.
Góður drengur er genginn. Ís-
lenska þjóðin hefur misst aufúsu-
gest sem kom inn á heimilin á öld-
um ljósvakans alla sunnudags-
morgna. Vinir og félagar lifa í
minningum um ánægjulega starfs-
daga en fjölskyldan missir þó mest
og biðja þeir góðan Guð að styrkja
hana.
Blessuð sé minning Svavars
Gests.
Tómas Grétar Olason.
„Eitt sinn verða allir menn að
deyja.“ Þetta' er texti sem flestir
kannast við og tengist þeim sem
þessum orðum er beint að. Og eitt
eigum við víst þegar við fæðingu
og það er að við munum eitt sinn
deyja. Svavar Gests lést á Landspít-
alanum þann 1. september s.l. eftir
stutta sjúkralegu. Svavar var ein-
stakur maður, hreinskiptinn og fast-
ur fyrir en sanngjarn og vildi ætíð
í hvetju máli hafa það sem sannast
var og best, bæði fyrir málstaðinn
og þá sem honum tengdust. Þessir
eðliskostir komu ríkulega fram í
starfi hans fyrir Lionsklúbbinn Ægi
og Lionshreyfmguna á Islandi. Eg
kynntist Svavari í starfi mínu í Ægi
og mat hann ætíð mikils og því
meira sem ég kynntist honum bet-
ur. Enda leitaði ég til hans og naut
hollráða hans þegar ég tók við for-
mennsku þar.
Svavar Gests gegndi í starfí sínu
fyrir Lionsklúbbinn Ægi öllum þeim
trúnaðarstöðum sem þar tíðkast
m.a. formannstöðu, og það gerði
hann með einstökum sóma að allra
dómi. Best naut Svavar sín í starfi
fyrir klúbbinn á þjónustudegi Lions
þegar félagar heimsóttu Sjálfsbjörg
og ekki síst þegar félagar slógu á
létta strengi með heimilismönnum
á litlu jólunum að Sólheimum í
Grímsnesi. Þess má einnig minnast
að Svavar ritaði bók um Lionshreyf-
inguna á íslandi, sem sýndi að hann,
ásamt öðrum hæfileikum sem hann
var gæddur, var ágætlega ritfær.
Svavar var félagi í Lionshreyfing-
unni í rúm 30 ár. Hann var formað-
ur L.kl. Ægis 1977-78, umdæmis-
stjóri Lionsumdæmis 109A
1983- 84, fjölumdæmisstjóri
1984- 85. Svavar var kosinn fulltrúi
Norðurlanda á alþjóðlegu þingi Li-
ons í Taipei sem fulltrúi í alþjóða-
stjórn Lions 1987-88. Hann sótti
af skyldurækni margar ráðstefnur
og þing Lionshreyfingarinnar gegn-
um árin. í ágúst 1996 var Svavari
Gests veitt æðsta viðurkenning
hinnar alþjóðlegu Lionshreyfingar
fyrir störf sín í þágu hennar.
Svavar var þjóðþekktur maður
fyrir margvísleg störf önnur en fyr-
ir Lionshreyfinguna á ísland; fyrir
samtök hljómlistarmanna, þegar
hann starfaði sem hljómlistarmaður
og hljómsveitarstjóri einnar vinsæl-
ustu danshljómsveitar á sínum
tíma. Fyrir útvarpsþætti sem nutu
fádæma vinsælda og nú síðast fyrir
útvarpsþætti sína „Sunnudags-
morgunn með Svavari Gests“. Af
þessu má sjá að Svavar hafði frá-
bæra hæfileika til margskonar
starfa og ekki síst þeirra er lutu
að félagslegum málum. Það er því
mikill missir að slíkum manni sem
Svavari og víst hefðum við viljað
njóta starfskrafta hans lengi enn,
en „Eitt sinn verða allir menn að
deyja“ og þeim örlögum verða allir
að sæta. Fyrir hönd Lionsklúbbsins
Ægis sendi ég börnum Svavars og
öllum aðstandendum einlægar sam-
úðarkveðjur og votta þeim djúpa
hluttekningu okkar.
Guðmundur A. Gunnarsson for-
maður Lionsklúbbsins Ægis.
Einn öflugasti forystumaður Li-
onshreyfingarinnar er fallinn í val-
inn fyrir illvígum sjúkdómi sem erf-
itt hefur reynst að lækna.
Svavar Gests var einn af fram-
varðarmönnum Lionshreyfingar-
innar hér á landi og gegndi æðstu
störfum í þágu hreyfingarinnar.
Fyrir hönd íslenskra Lionsmanna
sat hanr. í Alþjóðastjórn Lionshreyf-
ingarinnar og gegndi þar margvís-
legum trúnaðarstörfum.
Svavar var ritstjóri Lionsblaðsins
í mörg ár og starfaði að auki á
skrifstofu hreyfingarinnar hér á
landi.
Hann var manna fróðastur um
störf og starfshætti hreyfingarinn-
ar og þekkti innviði starfsins hér á
landi og ekki síst var hann vel að
sér í lögum og reglum hreyfíngar-
innar, enda var það svo að æði oft
var leitað í smiðju til Svavars um
úrlausn á hinum ýmsu verkefnum
sem og um aðra grundvallarþætti
sem lúta að starfi fjölmennustu
líknarsamtaka í heimi.
Á þeim árum sem Svavar starf-
aði í alþjóðastjórn fór hann víða í
þágu Lions og má með sanni segja
að hann og hans elskulega_ eigin-
kona Elly hafi borið hróður íslands
vítt og breitt. Eitt er víst að þeir
eru margir Lionsfélagarnir sem ég
hef hitt á Lionsþingum erlendis sem
þekktu Svavar og einatt sendu sér-
staka vinarkveðju til Svavars og
Ellyjar.
Eg átti þess kost að ferðast með
Svavari og Elly bæði hér á landi sem
og erlendis og áttum við hjónin eink-
ar ljúfar samverustundir með þeim
hjónum. Ekki síst færi ég þakkir
fyrir samverustundir sem við hjónin
áttum á heimili Svavars og Ellyjar.
Ég varð þeirrar ánægju aðnjót-
andi að njóta leiðsagnar Svavars
er ég fór í kynnisferð um útvarps-
húsið með útvarpsráði. Það var sér-
staklega skemmtilegt að ferðast
með honum um segulbandasafn
útvarpsins en eins og kunnugt er
vann hann síðustu árin við segul-
bandasafnið og kom mörgum minn-
ingarbrotum á framfæri í þáttum
sínum á sunnudagsmorgnum, sem
nutu mikilla vinsælda.
Fyrir hönd Lionshreyfingarinnar
á íslandi sendi ég innilegustu sam-
úðarkveðjur til fjölskyldu Svavars
og færi fram hugheilar þakkir fyrir
vel unnin störf í þágu Lionshreyf-
ingarinnar. Alþjóðastjórn Lions
sendir einnig samúðarkveðjur og
þakkir fyrir vel unnin störf.
Minning um góðan Lionsfélaga
varir að eilífu. Góður Guð geymi
Svavar Gests.
Laufey Jóhannsdóttir,
fjölumdæmisstjóri Lions-
hreyfingarinnar á Islandi.
Fallinn er einn af máttarstólpum
í húsi þeirra, sem sinnt hafa hljóm-
listarstörfum á liðnum allmörgum
áratugum. Húsið eins og riðar við,
það hriktir í því og það skekkist
svolítið áður en það sest í farveg
aftur. Það verður aldrei sama húsið.
Svavar Gests er fallinn frá. Litrík-
ur frumkvöðull hefur sagt sitt síð-
asta orð héma megin. Hann var
auðvitað með glens á vörum þegar
við hittumst síðast í hófi sem Félag
hljómlistarmanna hélt honum í júní
sl., þar sem hann var gerður að
heiðursfélaga, en hann var hug-
myndaríkur formaður þess félags í
mörg ár. Nýstiginn fram úr rúminu
og upp úr erfiðum veikindum, með
harm í hjarta eftir fráfall Ellyjar
fyrir tæpu ári, bar hann sig vel og
sté í pontu til að þakka fyrir sig.
Auðvitað kom hann öllum til að
skellihlæja. Það var hans stíll. Grín-
ið var alltaf skammt undan og hann
var fljótur að finna hvað myndi
„gera sig“, eins og sagt er í „sjóbisn-
isnum“. Áður hafði hann sagt mér
yfir kaffibolla að hann væri hugsan-
lega eitthvað að skána af veikindun-
um, að minnsta kosti í bili, og sposk-
ur á svipinn laumaði hann því að
mér að nýja hárið sem væri að vaxa
aftur væri miklu dekkra og flottara
en það gamla, sem hann hafði misst.
Svavar gerðist liðsmaður í músík-
inni ungur að árum. Hann fór gjam-
an þær slóðir, sem hér á landi voru
lítt troðnar, og byijaði með því, þá
dansmúsíkant og trommari á gömlu
dönsunum, að fara til tónlistamáms
við Juilliard tónlistarskólann í New
York. Þangað fór hann ásamt Krist-
jáni Kristjánssyni, stjórnanda KK-
sextettsins, og þaðan komu þeir
félagar báðir með fangið fullt af
nýjum hugmyndum og innleiddu
ýmsa nýja hætti meðal íslenskra
hljómlistarmanna, svo ekki sé dýpra
tekið í árinni. Enn þann dag í dag
stendur það ljóslifandi fyrir hug-
skotssjónum mínum þegar ég kom
á æfingu heim til Svavars, skömmu
eftir að hann kom að utan. Hann
hafði víst beðið mig að skrifa eitt-
hvað fyrir litla hljómsveit og spila
með, en ég man einkum hve mér
þótti rosalega flottur splunkunýi
víbrafónninn og trommusettið, sem
þarna stóð nýkomið frá Ameríku.
Þetta hefur líklega verið útvarps-
prógramm, sem við æfðum þarna,
en ég man bara víbrafóninn glæsi-
lega - og Svavar sjálfan brennandi
af áhuga og uppfullan af hugmynd-
um og hugsjónum.
Svo kom Jazzblaðið. Svavar gaf
það út einn og tiltölulega óstuddur
af hreinni hugsjón í nokkur ár, því
tæplega hefur það gefið af sér fé
og miklu fremur þurft að borga
með því. Þar áttum við nokkra sam-
leið og ég skrifaði fáeinar greinar
ásamt fleirum, en Svavar var þá
þegar prýðilega ritfær, enda liggja
eftir hann bækur. Næst lá leið okk-
ar saman vegna hljómplötuútgáfu
ef ég man rétta röð, enda starfaði
ég fyrir fyrirtæki hans, SG-hljóm-
plötur, í mörg ár og við margar
hljómplötur af ýmsu tagi. „Ég var
allt of mikill hugsjónamaður í plötu-
útgáfunni," sagði Svavar glettinn á
svip í hófinu hjá FÍH í júní, „ég
gaf út þrjár plötur sem ekkert gáfu
af sér á móti hverri einni, sem seld-
ist vel.“ Vissulega var hann hug-
sjónamaður. Á þriðja hundrað
hljómplötur frá SG-hljómplötum,
auðvitað misjafnar, en sumar með
ómetanlegu efni, sem annars hefði
trúlega glatast, sýna fram á það.
Kannski seldust þær einmitt ekkert
vel, sem geyma merkasta efnið,
eins og gengur.
Leiðirnar lágu víðar saman. I litlu
húsi, líklega skólastofu eða leikfimi-
sal, á Sólheimum í Grímsnesi, lék
ég undir á hverju ári í mörg ár
skömmu fyrir jól þegar Svavar var
potturinn og pannan í að halda jóla-
skemmtun fyrir vistmenn á staðn-
um ásamt félögum í Lionsklúbbnum
Ægi. Þar fór hann hreinum hamför-
um og skemmti vistmönnum eins
og honum var best lagið, enda dáðu
þeir hann hver einasti og gengu
sumir langan veg á móti rútunni,
þegar hans og hinna Lions-mann-
anna var von á sunnudegi í desem-
ber. Ég veit ekki hvort þetta var
hans hugmynd að halda lítil jól fyr-
ir vistmennina á Sólheimum á
hveiju ári, en það hefði vel getað
verið. Þannig var hjartalagið, þótt
stundum væri brynjað með spaugi.
Svavar stjórnaði sem kunnugt
er eigin hljómsveit um árabil. Aldr-
ei atvikaðist svo, að ég léki fastráð-
inn með honum í hljómsveit hans,
en nokkra dansleiki áttum við þó
saman á palli. Hins vegar lék ég
oft inn á upptökur með hljómsveit
hans og alltaf var það vitað mál,
HÁALEITIS APÓTEK
Háaleitisbraut 68
VESTURBÆJAR
APÓTEK
Melhaga 20-22
eru opin til kl. 22
Næturafgreiðslu
eftir kl. 22 annast
Háaloitis Apétok
ef farið var í stúdíó til Svavars, að
þar var allt þaulskipulagt fyrir fram
og fór enginn í grafgötur um það
sem gera skyldi. Svavar sat þar
gjarnan sjálfur í stjórnklefanum
þegar grunntökum var lokið og
gætti þess vandlega að söngvarar
bæru rétt fram íslenskuna og auð-
vitað að hljómlistarmennirnir hittu
á réttar nótur.
Ekki gleymast heldur útvarps-
þættir Svavars Gests. Þeir höfðu
mikil áhrif og varanleg í íslensku
útvarpi, ekki síst skemmtiþættimir
með áhorfendum í sal, sem margir
muna eftir. Þar lágu reyndar leiðir
okkar Svavars líka saman, því ég
man eftir að hafa setið í slíkum
þætti með gítarinn í fanginu.
En mál er að linni. Aðrir munu
rifja upp á skipulegri hátt og í réttri
röð allt það, sem Svavar Gests tók
sér fyrir á lífsleiðinni. Ég hef aðeins
svona í kveðjuskyni tiplað á nokkr-
um skyndimyndum, sem koma mér
í hug þegar við sjáum á bak Svav-
ari. Hér vil ég einnig minnast góðr-
ar vinkonu okkar um árabil, Ellyjar
Vilhjálms söngkonu, eiginkonu
Svavars, sem lést síðla árs 1995.
Fráfall þeirra beggja á innan við
einu ári er mikil harmsaga. Við
Svanhildur og fjölskyldan söknum
traustra vina og þökkum fyrir árin
öll. Börnum þeirra Ellyjar og Svav-
ars vottum við innilega samúð.
Ólafur Gaukur.
Fyrir réttri hálfri öld fór tvítugur
íslendingur til tónlistarnáms í
Bandaríkjunum. Þegar hann kom
heim tók hann til óspilltra málanna
við að færa þjóð sinni ávextina af
dvöl sinni. Þess sér stað á mörgum
sviðum, og aðrir mun væntanlega
flalla um framlag hans til tónlistar-
lífs, Lionshreyfingar og íjölmargra
góðra mála þar sem mannkostir
hans nutu sín vel. Ég vil hins vegar
fara nokkrum orð um þá hlið Svav-
ars þar sem hann var afburðamað-
ur. Þessu sviði listar, skemmtiþátt-
um hvers konar, kynntist hann í
dvöl sinni í Vesturheimi og má lýsa
hæfileikum Svavar á þessu sviði upp
á amerísku með því að segja að
þegar hann fór á kostum í skemmti-
þáttum sínum og á samkomum um
allt land hafði hann „the quickest
draw, the fastest gun“, sem um
getur; snilli hans í hnyttnum tilsvör-
um og eldsnöggum og fyndnum
athugasemdum var slík að ég hygg
að þar hafí enginn okkar, sem við
svipað höfum fengist, komist með
tærnar þar sem hann hafði hælana.
Svavar var langt á undan samtíð
sinni í þessu efni. Þvi miður var
tæknin á fyrstu árum sjónvarpsins
ekki komin á það stig að hún væri
honum samboðin. Hann afskrifaði
því sjónvarp sem vettvang og hall-
aði sér að útvarpinu þar sem hann
vann afbragðs starf. Ég hygg þó
að ef hann hefði notið seinni tíma
tækni við að stjórna skemmtiþátt-
um í sjónvarpi hefði enginn staðið
honum á sporði á þeim vettvangi.
Þessa skoðun byggi ég á þeirri
dásamlegu reynslu að hafa fengið
að sjá hann í essinu sínu við upp-
töku hinna fádæma vinsælu
skemmtiþátta sinna í útvarpi, svip-
brigðin, taktana, hárfín viðbrögð,
fullkomnar tímasetningar í hita
augnabliksins. Vonandi kemur til
skjala einhver sú tækni á komandi
öld sem gerir kleift að endurflytja
það besta úr þessum þáttum Svav-
ars í formi teiknimynda, og vonandi
verða þessar segulbandsperlur varð-
veittar, þó ekki væri nema til að
endurgjalda að litlum hluta ómetan-
legt varðveislustarf Svavars í út-
varpi og menningarframlag hans í
útgáfu íslenskrar listar á hljómplöt-
um. Svavar Gests var einstæður
persónuleiki sem örlögin hafa nú
hrifíð frá okkur fyrir aldur fram.
Það er umhugsunarefni að á síðustu
þremur árum hafa fimm hljómlistar-
menn, góðir vinir mínir, fallið fyrir
aldur fram af völdum sjúkdóms sem
sannað þykir að reykingar, beinar
eða óbeinar, valdi í 80 prósentum
tilfella. Enginn þessar hljómlistar-
manna reykti en þeir unnu áratugum
saman í þykkri reykjarsvælu
skemmtistaðanna. Það er verk að
vinna í minningu þessa fólks, svo
að fórnir þess og þjáningar hafi
ekki verið til einskis. Ég kveð Svav-
ar Gests með djúpri þökk og virð-
ingu og votta aðstandendum hans
samúð. Blessuð sé minning hans.
Ómar Ragnarsson.
• Fleiri minningargreinar um
Svavar Gests bíða birtingar og
munu birtast í blaðinu næstu
daga.
Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða
tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni.
Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCIl-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár.
Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má
greinar til blaðsins á netfang þess Mbl@centrum.is en nánari upplýsingar þar
um má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki
yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 2.200 slög.
Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
t
Þökkum öllum þeim sem sýndu okkur
samúð og hlýhug vegna fráfalls
BIRGIS HALLDÓRSSONAR
verslunarmanns,
Dalalandi 10.
Sérstaklega viljum við þakka séra
Pálma Matthíassyni, starfsfólki
gjörgæsludeildar og deildar 6b á
Borgarspítala og heimahlynningu
Krabbameinsfélags íslands.
Sigríður Auðunsdóttir,
Rut Guðmundsdóttir,
Soffía Auður Birgisdóttir, Þorvarður Árnason,
Halldór Þ. Birgisson, Steinunn Ragnarsdóttir,
Birgir E. Birgisson, Eyrún Ingadóttir,
Ægir Birgisson, Auður Björk Guðmundsdóttir
og barnabörn.
t
Hjartans þökk sé öllum þeim sem sýndu
okkur samúð og hlýhug við fráfall og
útför föður okkar, tengdaföður, afa og
langafa,
GUÐBJARTAR GÍSLA
GUÐMUNDSSONAR
frá Króki,
Krummahólum 6,
Reykjavík.
Guð blessi ykkur öll.
Magnús Guðbjartsson, Sigurborg Róbertsdóttir,
Ólöf Kristjana Guðbjartsdóttir, Pétur Orn Pétursson,
Guðrún Guðbjartsdóttir, Albert Hinriksson,
barnabörn og barnabarnabörn.