Morgunblaðið - 11.09.1996, Síða 52
'HYUHDAI
HÁTÆKNI TIL FRAMFARA
Tæknival
SKEIFUNNI 17
SÍMI 550-4000 • FAX 550-4001
MORGUNBLABID, KRINGLAN 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMl 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181,
PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL@CENTRUM.1S / AKUREYRl: KA UPVANGSSTRÆTl 1
MIÐVIKUDAGUR 11. SEPTEMBER 1996
VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK
Samningar voru á lokastigi í kjaradeilu LÍ og ríkisins í nótt
Kjaranefnd ákveði launa-
kjör heilsugæslulækna
ÓFORMLEGT samkomulag um að
færa launakjör heilsugæslulækna
undir úrskurð kjaranefndar frá 1.
janúar varð tii þess að leysa þann
hnút sem deila heilsugæslulækna og
ríkisins var komin í og setja viðræð-
ur í fullan gang um gerð kjarasamn-
ings til áramóta, skv. upplýsingum
Morgunblaðsins. Deiluaðilar voru
sammála um það um miðnætti í
gærkvöldi að samningafundi sem þá
stóð yfir í húsnæði ríkissáttasemjara
myndi að öllum líkindum ljúka með
undirritun skammtímasamnings.
Skv. heimildum blaðsins náðist
óformlegt samkomulag um það í
viðræðum forsvarsmanna lækna og
ráðherra fyrir nokkrum dögum að
samhliða gerð kjarasamnings, sem
gilti til áramóta, mundi ríkisstjórnin
gefa út yfirlýsingu um að hún mundi
beita sér fyrir lagabreytingum til að
færa heilsugæslulækna undir úr-
skurð kjaranefndar frá 1. janúar
n.k. og að hann ákvarðaði laun
þeirra til frambúðar.
Læknar féllust á að reyna gerð
kjarasamnings sem fæli í sér sam-
bærilegar hækkanir við þær sem
ríkið hefur samið um við önnur
átéttarfélög. Slíkur samningur fæli
í sér um 7% hækkun á launakostn-
aði ríkisins vegna heilsugæslulækna
eins og gert hafði verið ráð fyrir í
tilboði samninganefndar ríkisins til
lækna þegar upp úr viðræðunum
slitnaði 29. ágúst.
Útfærsla slíks samnings fyrir
ólíka hópa lækna er hins vegar flók-
in og var tekist á um einstök smærri
atriði á samningafundi sem hófst
kl. 13 í gær og stóð hann enn yfir
þegar Morgunblaðið fór í prentun í
nótt.
„Eg trúi ekki öðru en að það verði
gerður samningur í nótt eða á morg-
un. Ég ætla ekki að slíta fundi fyrr
en þeir ganga út með samning,"
sagði Þórir Einarsson ríkissátta-
semjari í gærkvöldi.
■ Tillaga um/Miðopna
Síldarútvegsnefnd
Helmingur keyptur í
rússnesku fyrirtæki
SÍLDARÚTVEGSNEFND (SÚN)
h'efur keypt helming hlutabréfa í
fisksölufyrirtækinu Viking Group í
Pétursborg í Rússlandi. Fyrirtækið
hefur verið stærsti kaupandi ís-
lenskrar saltsíldar í Rússlandi að
undanförnu og hefur samvinna fyr-
irtækjanna verið náin frá því hún
hófst fyrir tveimur árum.
Viking Group er í eigu íslend-
ingsins Magnúsar Þorsteinssonar
og Rússans Victors Anitsev. Fyrir-
tækið hefur sérhæft sig í innflutn-
ingi og sölu á síld frá íslandi í
Rússlandi, en hefur einnig verið í
viðskiptum með frysta loðnu og
gaffalbita.
Gunnar Jóakimsson, fram-
kvæmdastjóri Síldarútvegsnefndar,
segir að SÚN vænti þess að með
því að kaupa sig inn í Viking Gr-
oup, megi ná enn meiri árangri í
sölu saltsíldar til Rússlands. Þá sé
Síldarútvegsnefnd að færa sig enn
lengra inn á markaðinn en áður.
Mikilvægt sé að fá þá beinu og
góðu svörun frá markaðnum, sem
fáist með því að vera þar sjálfur.
■ Síldarútvegsnefnd/Cl
Franskur banki selur
skuldabréf í krónum
VERÐBRÉFAFYRIRTÆKINU
Handsali hf. hefur verið falið að
annast útboð hérlendis á skulda-
bréfum að Qárhæð 250 milljónir
króna fyrir franska bankann Société
Générale.
Bréfín eru í íslenskum krónum
og bera 20% ávöxtun á fjórum árum.
Þau eru vísitölutryggð miðað við
sérstaka hlutabréfavísitölu, sem
spannar yfir hlutabréfaverð í öllum
heiminum, en höfuðstóllinn breytist
þó aðeins til hækkunar.
Viðtökur íslenskra flárfesta hafa
verið góðar og hafa þegar borist
pantanir í um helming bréfanna,
að sögn Pálma Sigmarssonar, fram-
kvæmdastjóra hjá Handsali.
Franski bankinn er nú 19. stærsti
banki heims með 45 þúsund starfs-
menn og skrifstofur í 19 löndum.
Hann hefur sömu áhættuflokkun
og íslenska ríkið á alþjóðlegum fjár-
magnsmarkaði.
■ Franskur/15
Þrotabú
Arnarflugs
KLMog
Aviation
Sales stór-
ir kröfu-
hafar
ALMENNAR kröfur í þrotabú
Arnarflugs nema tæpum 1,2
milljörðum króna og sam-
þykktar forgangskröfur 115
milljónum króna. Af þeim
greiðast 15,5% eða 17,8 millj-
ónir króna.
Stærstu almennu kröfuhaf-
arnir eru Ríkisábyrgðarsjóður
með kröfu upp á 237 milljónir
kr., hollenska flugfélagið KLM
með kröfu upp á 202 milljónir
kr. og Aviation Sales með 143
milljónir kr. Ekkert fæst greitt
upp í almennar kröfur.
Fjöldi forgangskröfuhafa er
153, en þar er aðallega um
að ræða launakröfur og kröfur
frá lífeyrissjóðum. Almennar
kröfur eru samtals 200.
Brynjólfur Kjartansson,
skiptastjóri í þrotabúi Arnar-
flugs, segir að oft séu almenn-
ar kröfur tví- og jafnvel þrí-
teknar. „Þegar ekki er tekin
afstaða til almennra krafna
þá eru allar kröfur inni. Sumar
kröfur kunna oft og tíðum að
vera með tryggingum einhvers
annars staðar. Það er því oft
slæmt að fjalla um kröfuskrár
án þess að þetta sé haft í
huga,“ sagði Brynjólfur.
Flugi beint
til Akureyrar
MIKIL þoka var yfir Suðvestur-
landi í gær og truflaði hún flug-
samgöngur við Keflavík. Beina
varð þotu Flugleiða, sem var að
koma frá Kaupmannahöfn, til
Akureyrarflugvallar og eins fór
fyrir tveimur minni flugvélum.
Utlit var fyrir að þotur sem vænt-
anlegar voru frá Hamborg,
Kaupmannahöfn og London
seinna um kvöldið þyrftu einnig
að lenda á Akureyri. Á mynd-
inni, sem tekin er á hafnarbakka
í Reykjavík, sést grilla í Hall-
grímskirkjuturn í þokumistri.
Verðið á var-
anlegnm
þorskkvóta
aldrei hærra
KÍLÓIÐ af varanlegum þorskkvóta
selst á um 680 krónur um þessar
mundir og hefur aldrei verið hærra.
Kvótaviðskipti það sem af er nýju
kvótaári hafa ekki verið mikil. Aftur
á móti hafa miklar þreifmgar átt sér
stað, að sögn Bjöms Jónssonar,
kvótamiðlara hjá Landssambandi ís-
lenskra útvegsmanna. Þorskur er nú
í boði á verðinu frá 80 til 90 krónur
kílóið á leigukvótamarkaði, en hefur
verið að seljast á 76 kr. kílóið síð-
ustu daga.
■ Kaupverð/C2
*
Lloyd’s býr sig undir að taka við bifreiðatryggingum félagsmanna í FIB
Hefur hlotið öll tílskilin leyfi
BRESKI vátryggjandinn Ibex Motor Syndicate
at Lloyd’s hefur nú hlotið öll tilskilin leyfi til
sölu bifreiðatrygginga hér á landi, bæði frá við-
skiptaráðuneytum íslands og Bretlands og dóms-
málaráðuneytinu. Hefur breska félagið samið við
Alþjóðlega miðlun hf. um að annast sölu trygg-
inga til félagsmanna Félags íslenskra bifreiðaeig-
enda og ráðgert er að salan hefjist innan fárra
vikna undir heitinu FÍB-trygging.
Þá hefur FÍB hafist handa við að senda út
bréf til annarra vátryggingafélaga með uppsögn-
um á bifreiðatryggingum þeirra félagsmanna sem
veitt hafa félaginu sérstakt umboð þar að lút-
andi. Alls munu á fjórða þúsund félagsmenn
hafa veitt slíkt umboð.
Nokkrar athugasemdir hafa verið gerðar við
þessar uppsagnir af hálfu þeirra tryggingafélaga
sem í hlut eiga. Rúnar Guðmundsson skrifstofu-
stjóri Vátryggingaeftirlitsins sagði í samtali við
Morgunblaðið að borist hefði athugasemd frá
Sambandi íslenskra tryggingafélaga á síðasta
ári varðandi þetta mál og verið afgreidd athuga-
semdalaust. Nú hefði borist nýtt erindi frá Sam-
bandinu, um gildi tiltekinna uppsagna á bifreiða-
tryggingum, frá 30. ágúst, sem væru á gjald-
daga þann 1. október. „Málið snýst um það hvort
FÍB hafi haft umboð til að segja tilteknum bíla-
tryggingum upp og við erum að skoða það at-
riði. FÍB er með erindið til umsagnar."
Að sögn Halldórs Sigurðssonar vátrygginga-
miðlara hjá Alþjóðlegri miðlun hf. hafa verið
ráðnir 7 starfsmenn til starfa á skrifstofunni.
„Það eru öll leyfismál komin á hreint, en við
munum ekki opna fyrr en hægt verður að taka
á móti viðskiptavinum á sómasamlegan hátt.
Lloyd’s skipar tjónauppgjörsfulltrúa
Lloyd’s hefur skipað sérstakan tjónauppgjörs-
fulltrúa sem hefur hlotið samþykki Vátrygginga-
eftirlitsins. Þá eru samningar á lokastigi við Bif-
reiðaskoðun íslands hf. um að annast skoðun á
bílum sem lenda í tjóni, en fyrirtækið rekur 14
skoðunarstöðvar um allt land. Tjónauppgjörsfull-
trúi Lloyd’s fær lýsingar á tjónum frá fyrirtæk-
inu og annast uppgjör á þeim.“
Varðandi iðgjöld FÍB sagði Halldór að félags-
menn fengju a.m.k. 25% lækkun á iðgjöldum
sínum og héldu sínum bónus.