Morgunblaðið - 15.09.1996, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 15.09.1996, Qupperneq 9
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. SEPTEMBER 1996 B 9 Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson Á FJÓRÐUNGSMÓTINU 1979 hlaut Hrafn 1. verðlaun fyrir afkvæmi. Eigandinn Sigurður Ellertsson situr klárinn sem er lengst til vinstri, næst eru Stefán Friðgeirsson á Skugga frá Gauksstöðum, bróð- ir hans Jóhann á Fáfni frá Fagranesi, þá Ármann Gunnarsson á Þresti frá Laugasteini, Jón Baldvins- son á Freyju frá Ögmundarstöðum, Ingimar Baldvinsson á Glóblesa frá Glæsibæ og Friðrik á Svölu frá Glæsibæ. allir jafn hrifnir af Hrafni sem rækt- unarhesti, þótt allir viðurkenni yfir- burði hans í ræktunarstarfinu. Al- gengur fyrirvari er sá að Hrafn sé ekki fullkominn frekar en aðrir hest- ar. Einnig er nefnt að engir hestar hafi fengið önnur eins tækifæri og Hrafn og þá átt við þann merarkost sem honum hefur boðist. Eins og að ofan getur spilar sterkt inn í hrossaræktina bæði smekkur manna og tilfinningar. Þótt Hrafn sé góður að mörgu leyti er rétt að hann er alls ekki galialaus. Sumir ræktenda hafa komist að þeirri raun að hann falli ekki vel inn í þeirra ræktun og hafa af þeim sökum notað hann lítið eða alls ekk- ert. Er slíkt vel skiljanlegt og eðli- legt sjónarmið. Eigi að síður hefur Hrafn teygt anga sína víða og kannski komið örlítið bakdyramegin í ræktun þar sem hann á ekki mikl- um vinsældum að fagna. Gott dæmi um slíkt er þegar Sveinn Guðmunds- son á Sauðárkróki hélt Síðu sinni undir Hrafn og fékk Hervöru sem síðar gat af sér Hervar sem er orð- inn einn af kynsælustu stóðhestum landsins, ekki hvað síst í gegnum syni sína Kjarval og Otur. Kynfestan aðalsmerkið Hrossaræktarráðunautamir Krist- inn Hugason og Þorkell Bjarnason hafa vafalaust öðrum fremur haft góða yfirsýn yfir afkvæmi Hrafns, kosti þeirra og galla. Það fyrsta sem þeir nefna af kostum hans er sú mikla kynfesta sem hann býr yfir. Kynfestan telst aðeins til kosta þeg- ar hún færir jákvæða eiginleika frá foreldri til afkvæma í ríkum mæli og það gerir Hrafn. Sæmilega glögg- ir hestamenn geta í mjög mörgum tilfellum þekkt Hrafnsafkvæmi úr hópi hrossa. Ráðunautarnir nefna mikinn myndarskap, þau séu mörg bolfal- leg, þótt ekki séu þau tiltakanlega bollétt. Hafa góðan vilja, ekki kannski léttan, en traustur sé hann og auðsveipur. Hross undan honum séu yfirleitt frekar auðtamin. Hrafn hefur skilað mjög góðu tölti að mati ráðunautanna og sömuleiðis fá þau hátt fyrir fegurð í reið. Benda þeir á að þetta séu tveir eiginleikar sem hafa hátt vægi í dómskala og hugum hestamanna. Fjölhæfni er yfirleitt fyrir hendi, en einnig hafí Hrafn skilað góðum klár- hrossum með tölti. Gallar Hrafns felist fyrst og fremst í byggingunni. Framan af ævi hans var oft talað um veigalitla eða granna afturbygg- ingu afkvæmanna en minna virðist fundið að þessu seinni árin. Einnig þykja fætur afkvæmanna í lakari kantinum og er þá fyrst og fremst verið að tala um fótagerðina. Ekki hefur þó sá orðrómur komist á kreik að fætur Hrafnsbarna séu eitthvað lakari en almennt gerist. Höfuðskörungur Þótt ráðunautarnir ieyni ekki hrifningu sinni á Hrafni mæla þeir eindregið gegn því að menn fari að skyldleikarækta út af klárnum. Hrafn þótti ekki sérlega frjósamur og átti hann sín slæmu ár í þeim efnum eins og margir aðrir hestar hafa fengið að reyna. Kristinn benti á að eitt það fyrsta sem hnignar við skyldleikarækt sé fijósemin. Þorkell og Kristinn eru sammála um að Hrafn 802 frá Holtsmúla beri höfuð og herðar yfir önnur kyn- bótahross. Þar hafi farið höfuðskör- ungur hrossaræktarinnar. Morgunblaðið/Matthías Gestsson SÁ MAÐUR sem best kynntist Hrafni sem reiðhesti er Friðrik Stefánsson bóndi og tamningamaður í Glæsibæ. Hann tamdi Hrafn og sýndi í öll þau skipti sem hann kom fyrir dóm. Myndin er tekin á fjórðungsmótinu 1972 þegar Hrafn var fjögura vetra og kom fyrst fram. Morgunblaðið/Matthías Gestsson HRAFN var í miklu uppáhaldi hjá eiganda sínum Sigurði Ellerts- syni sem hér stendur hjá þeim Hrafni og Friðriki að lokinni verðlaunaafhendingu. fyrstur hesta hlotið heiðursverðlaun samkvæmt þessu fyrirkomulagi 1978. Þarna skildi endanlega með Hrafni og Ófeigi, sem ekki náði þessu marki fyrr en fjórum árum síðar. Sýning Hrafns þótti glæsileg og einkunn tólf afkvæma, 8,19, var vel yfir lágmarki. í dómsorði segir m.a. um afkvæmi Hrafns: „Þau eru háls- löng og reist, en hálsinn er djúpur. Herðar eru háar, bak all stíft, lendin stutt, lærvöðvar grunnir og aftur- fótastaða fremur þröng. Fætur eru þurrir og réttir, kjúkur í lengra lagi, hófarnir sterkir. Reiðhestskostir eru ótvíræðir, viljinn ákveðinn og mikill, en lundin heldur þung, en traust og hrekklaus. Aliur gangur er fyrir hendi, vel rúmur og hreinn með góðum fótaburði. Heillandi og glæsi- leg framganga með reisn og lyftingu í öllu fasi einkenna afkvæmi Hrafns 802, fram yfir flest annað sem hér þekkist. Hrafn 802 er gæðingafaðir og hlýtur 1. heiðursverðlaun, meðal- einkunn 8,19 stig.“ Þegar hér var komið sögu var Hrafn farinn að undirstrika yfirburði sína fram yfir aðra hesta sem fram höfðu komið og það merkilega gerð- ist í framhaldinu að vinsældir hans héldust stöðugar eftir þetta. Af- kvæmin héldu áfram að slá í gegn ár eftir ár og viðhéldu með því ásókn hrossaræktenda í að halda undir Hrafn. Keyptur á kaupleigu Um haustið eftir þennan glæsta árangur gera eigendur Hrafns kaup- leigusamning við Hrossaræktarsam- band Skagfirðinga og Suðurlands. Hér var um að ræða tímamótasamn- ing. Við undirritun samningsins voru greiddar eitt hundrað þúsund krónur og tólf hundruð krónur af hverri hryssu sem leidd yrði undir hestinn næstu fjögur árin. Á núvirði má segja að þetta hafi verið reyfarakaup hrossaræktarsambandanna, í dag myndi útborgunin telja um átta- hundruð þúsund krónur og nærri lætur að greiðsla af hverri hryssu væri um tíu þúsund krónur. Ef greitt væri af sextíu hryssum árlega í fjög- ur ár væri kaupverðið á núvirði þijár til þijár og hálf milljón króna. Til samanburðar má geta þess að Orri frá Þúfu sem þykir líklegastur arf- taki Hrafns er í dag metinn á 20 til 30 milljónir króna. Gæta verður að því að nokkrum árum síðar varð sprenging í verðlagningu stóðhesta en þegar samningurinn var gerður þótti Hrafn dýr. Þrátt fyrir glæstan feril eru ekki SÓLARFERÐIR- BORGARFERÐIR KANARIEYJAR Fyrsta brottför 6. nóv., 31 dagur 2 í íbúð, verð frá 60.500 Staðfesta skal ferðina fyrir 20/9 og staðgreiða 4 vikum fyrir brottför. Jólaferð 20. des., 12 dagar. 2 í íbúð verð á mann frá kr. 75.986. 2 fullorðnir og 2 börn innan 12 ára í íbúð, verð á mann frá kr. 56.256. Innifalið: Flug, gisting, flugvallarskatta, íslensk fararstjórn og ferðir til og frá flugvelli. Staðgreiðsluverð 4 vikum fyrir brottför. 11 daga jólaferð 21. des. Brottför vikulega frá 1. jan - 26. mars '97 FLORIDA i allan vetur Flug og bíll í eina viku. Verð með sköttum frá kr. 45.500 á mann, 2 í bíl. 2 fullorðnir og 2 börn innan 12 ára. Verð á mann með sköttum frá kr. 35.900. Innifalið: Flug, bíll, söluskattur, ótakmarkaður akstur og trygging. FJafið samband og fáið nánari upplýsingar um flug og gistingu í Orlando, Ft. Lauderdale, St. Petersburg og Bradenton. BENIDORM 23. sept. - 2 vikur. Verð með sköttum frá kr. 41.070. á mann 2 fullorðnir og 2 börn innan 12 ára í íbúð. Aðeins 4 sæti laus. 7. okt. - 3 vikur. Verð með sköttum frá kr. 57.570 á mann, 2 í íbúð. Aðeins 10 sæti laus. Innifalið er: Flug, gisting, íslensk fararstjórn og ferðir til og frá flugvelli. BARCELONA 3, 4, eða 7 nætur til 21/10. Verð í tvíbýli með sköttum frá kr. 31.140 - 3 nætur. Verð í tvíbýli með sköttum frá kr. 34.140 - 4 nætur. Innifalið er: Flug, gisting, morgunverður, ferðir til og frá flugvelli og íslensk fararstjórn. Sitges Verð í tvíbýli á Gran Hotel Sitges með sköttum 7 nætur kr. 49.040. Innifalið er flug, gisting og morgunverður. GLASGOW 1, 2, 3, 4 eða 7 nætur. Verð í tvíbýli með sköttum frá kr. 24.270 - 2 nætur. Verð í tvíbýli með sköttum frá kr. 26.970 - 3 nætur. Innifalið: Flug, gisting, morgunverður, íslensk fararstjórn og ferðir til og frá flugvelli frá 30/9. LONDON 2, 3, 4 eða 7 nætur Verð í tvíbýli með sköttum frá 25.970 - 2 nætur. Verð í tvíbýli með sköttum frá 28.970 - 3 nætur. Innifalið: Flug, gisting og morgunverður. AMSTERDAM 2, 3, 4, 5 eða 7 nætur Verð í tvíbýli með sköttum frá 24.460 - 2 nætur. Verð í tvfbýli með sköttum frá 27.360 - 3 nætur. Innifalið: Flug, gisting og morgunverður. KAUPMANNAHÖFN 2, 3 eða 7 nætur Verð í tvíbýli með sköttum frá kr. 33.690 - 2 nætur. Verð í tvíbýli með sköttum frá kr. 36.590 - 3 nætur. Innifalið: Flug, gisting og morgunverður. Hafðu samband við okkur og fáðu upplýsingar um helgarferðir til IVeiv York, Halifax, Lúxemborgar, Tríer, Baltimorc og Boston. Handhafar Euro- og Atlaskorta geta notað Atlasávísanir sínar til lækkunar feröakostnaðar. Hafðu samband við okkur - við skipuleggjum ferðina fyrír einstaklinga og hópa. °S2t& Pantaðu í síma 552-3200 FERÐASKRIFSTOFA REYKJAVÍKUR AÐALSTRÆTI 1b 101 REYKJAVIK

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.