Morgunblaðið - 18.09.1996, Page 24

Morgunblaðið - 18.09.1996, Page 24
24 E MIÐVIKUDAGUR 18. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ Síaukið vöruval og fagleg ráðgjöf PLASTPRENT hefur Vandaðar umbúðir gefa forskot í samkeppninni ^;óun- sem átt hefur ser stað 1 vinnslu sjávarafurða í neytendapakkningar með fjárfestingum í nýjum tækja- búnaði, auknu vöruvali og faglegri ráðgjöf. Fyrirtækið hyggst fylgja þessari þróun enn frekar eftir í framtíðinni enda markmiðið að veita heildarþjónustu í plastumbúðum, hvort sem er fyrir frumvinnslu eða fullvinnslu. Á sjávarútvegssýningunni kynnir Plastprent nú nýjar vörur og þjón- ustu fyrir ferskar og frosnar afurð- ir, sem nýtast munu framleiðendum til að fylgja vörunni eftir alla leið inn á borð til neytenda, en sífellt styttri líftími vöru krefst stöðugrar vöruþróunar og framsýni fyrir- tækja, að sögn Jóhanns Jóns ísleifs- sonar, sölu- og markaðsstjóra. „Fullvinnsla sjávarafurða er skilyrði fyrir aukinni almennri velmegun og tækifærum fiskvinnslufyrirtækja til frekari verðmætasköpunar og vel- gengni. Krafa neytenda um meiri þægindi á jafnt við um matreiðslu og meðhöndlun vöru sem og geymslu matvæla. Umbúðir eru ekki einungis til verndunar vöru á leið frá framleið- anda til neytanda heldur geta um- búðir orðið að afgerandi sam- keppnisforskoti ef þær bjóða upp á aukin neyt- endanot og fram- setningin er aðl- aðandi.“ Ráðgjöf og umbúðir Plastprent hf. tekur m.a. að sér að sjá um hönn- un á umbúðum, hvort sem það er gert hjá fyrir- tækinu sjálfu eða í samstarfi við auglýsingastof- ur. Auk þess er viðskiptavinum þess boðið að taka þátt í vöruþróunarverkefnum með faglegri ráðgjöf. Bakkar, herpipokar og rennilása- pokar eru þær nýjungar, sem Plast- prent hf. kynnir á sýningunni að þessu sinni. Bakkar af ýmsum stærðum og gerðum eru fyrir fersk- an og frosinn fisk og draga þeir m.a. í sig umframvökva sem kann að koma úr fiskinum. Hann helst því þurr sem aftur kemur í veg fyrir gerlamyndun. Fyrir framleið- endur með tilbúna rétti er boðið upp á hitaþolna bakka fyrir örbylgju- ofna. Plastprent hefur nýlega fengið umboð fyrir svokallaða herpipoka frá Cryovac/Grace sem eru þeim kostum gæddir að vernda vöruna fyrir loftskipt- um. Þeir eru sagðir góður kostur fyrir ferskan og fros- inn fisk, sem á að vera veislu- matur. Þá býður Plastprent upp á rennilásapoka, sem gera það mögulegt að endurloka um- búðum og tryggja þar með góða geymslu- meðferð á vöru eftir að umbúð- irnar hafa verið opnaðar. Renni- lásapokar henta hvort sem er fyr- ir fiskflök, rækju, skelfisk eða tilbúna vöru. BAKKAR fyrir ferskan og frosinn fisk, hitaþolnir bakk- ar í örbylgjuofninn, herpi- pokar og rennilásapokar eru meðal nýjunga frá Plast- prenti hf. FRAMTAK, Hafnarfirði Kraftmikíl og lipur viðgerðarþjónusta nú einnig dísilstillingar framtak - alhliða viðgerðarþjónusta: ________* VÉLAVIÐGERÐIR ________* RENNISMÍÐI • PLÖTUSMÍÐI BOGI • DÍSILSTILLINGAR GÓÐ ÞIÓNUSTA VEGIIR ÞUNGT Framtak VÉLA- OG SKIPAÞJÓNUSTA Drangahrauni Ib Hafnarfirði Sími 565 2556 • Fax 565 2956 FRÉTTIR ÞAÐ GETUR verið þéttleginn kanturinn í Hafnarfjarðarhöfn eins og sjá má á þessari mynd sem tekin er að kvöldi síðasta sjómannadags. Fjölbreytt þjónusta við höfnina í Hafnarfirði „VIÐ ERUM í raun að kynna alla þá þjónustu sem hægt er að fá í einni höfn fyrir útgerðir, skip og áhafnir,“ segir Már Sveinbjörnsson, framkvæmdastjóri Hafnarfjarðar- hafnar, en á Sjávarútvegssýningunni mun höfnin kynna þjónustu sína en vöruflutningar og önnur starfsemi við höfnina hefur farið ört vaxandi síð- ustu ár. „Höfnin hefur í sér góða ímynd Hafnarfjörður hefur um aldaraðir verið helsti viðkomustaður íslenskra og erlendra skipa enda er höfninni haganlega fyrirkomið, bæði af nátt- úrunnar hendi og ekki síst af manna- völdum en þjónusta við höfnina hefur verið byggð markvisst upp, þar er m.a. að finna bestu aðstöðu fyrir smábáta á landinu, enda er Hafnar- fjörður einn af stærstu útgerðar- og sjávarútvegsstöðum landsins. Már segir að áhersla sé lögð á að kynna alla sjávarútvegstengda starf- semi í Hafnarfirði en auk hennar sé mikið um almenna þjónustu í Hafnar- firði, sem sjófarendur geti nýtt sér. Flotkvíin bylting Þjónustuþáttum við Hafnarfjarð- arhöfn hefur fjölgað jafnt og þétt síðustu ár. Þar er nú umfangsmikil löndunar- og flutningsþjónusta og boðið upp á geymslu á flestum teg- undum vara, hvort sem er um frosn- ar, þurrar eða biautar vörur að ræða. Þá er viðhaldsþjónusta við höfnina viðamikil og nú síðast bættist þar við 3.000 tonna flotkví sem Már seg- ir að sé tvímælalaust bylting í allri þjónustu við skip þegar vinna þurfi við þau á þurru og mengunarhætta hverfandi. Þá er einnig rekinn nýupp- gerður slippur í Hafnarfírði. „Líður vel í Hafnarfirði" í Hafnarfirði eru tveir fískmark- aðir, Fiskmarkaðurinn hf. og Faxa- markaður hf., auk þess sem þar eru starfrækt bæði saltsölufyrirtæki landsins. Þá er í Hafnarfirði Fisk- vinnsluskólinn, auk fjöldamargra ann- arra fyrirtækja sem bjóða fjölbreytta þjónustu fyrir allt tengt sjávarútvegi. „Við teljum að viðskiptavinum okkar líði vel hér í Hafnarfirði á meðan þjón- ustan er veitt, skammt er til flug- valla, bæði til innan- og utanlands- flugs þegar þörf er á. Hafnarfjarðar- höfn hefur á sér góða ímynd og með þessari kynningu okkar er ætlunin að viðhalda henni,“ segir Már. Taka þátt í uppbyggingu fiskimjölsverksmiðjanna VÉLBONAÐUR fyrir skip og tæknibúnaður til framleiðslu fiskimjöls er áberandi á sýn- ingarbás Héðins Smiðju hf., sem hefur lengi verið í farar- broddi íslenskra fyrirtækja í smíði og sölu á vélbúnaði fyrir sjávarútveg. Guðmundur Sveinsson, framkvæmdastjóri Héðins Smiðju hf., segir að fyrirtækið muni þó einkum kynna sig sem þjónustufyrirtæki á sýningunni. Héðinn Smiðja hf. þjónustar flest svið sjávarútvegsins Héðinn Smiðja hf. leggur einkum áherslu á tvö svið á sýningunni þetta árið. Veruleg áhersia er lögð á að kynna búnað sem Héðinn Smiðja hf. hefur að undanförnu sett upp fyrir fiskimjölsverksmiðjur víðsveg- ar um landið og segir Guðmundur að sérstaklega verði kynnt tvö verk- efni sem fyrirtækið stendur í þessa dagana. „Við erum aðalverktakar í uppsetningu búnaðar til framleiðslu á fiskimjöii í fiskimjölsverksmiðju Haralds Böðvarssonar hf. á Akra- nesi og leggjum þar til allan búnað og tæknivinnu. Þá verður einnig kynnt nýbygging fiskimjölsverk- smiðju Faxamjöls hf. í Reykjavík en þar munum við sjá um alla uppbygg- ingu frá a-ö, og njótum þar stuðn- ings frá erlendu fyrirtæki, STORD International," segir Guðmundur. Vélbúnaður fyrir skip Ennfremur verður sýndur og kynntur vélbúnaður sem Héðinn Smiðja framleiðir og selur og segir Guðmundur að í því sambandi verði einkum byggt á búnaði frá eigin versktæði en Héðinn Smiðja hf. er einnig umboðsaðili fyrir norska fyr- irtækið Ulstein, sem hefur skapað sér mjög sterka stöðu í skipaflota margra landa enda sérhæfir það sig í ýmsum búnaði fyrir flestar gerðir skipa. Fjölmörg undirfyrlrtæki Á meðal undirfyritækja Ulstein, sem kynnt verða á sýningunni, er Bergen Diesel, sem að sögn Guð- mundar hefur verið framarlega í framleiðslu á vélum og vélbúnaði fyrir skip. Þá verða sömuleiðis sýnd togspil og búnaður þeim tengdur frá Ulstein Brattvaag sem er í mörgum íslenskum skipum, gírar og skrúfur frá Ulstein Propeller og ennfremur framleiðir UME, Ulstein Marine Eletronics, ýmiss konar viðvörunar- og stjórnbúnað fyrir skip. E-94 E-94 Við, erum í bás E-94 á sjávarútvegssýningunni. GSM sími 892 8730 Ver ehf. Sími: 431 1111 Fax: 431 1010 Ymuiden Stores Holiand b.v. Tel: -31 2555 19122 Fax: -31 2555 31716

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.