Morgunblaðið - 21.09.1996, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 21. SEPTEMBER 1996
AKUREYRI
MORGUNBLAÐIÐ
Hlutabréfasala
bæjarins í UA
Tvö til-
boð í sölu
bréfanna
TVÖ tilboð hafa borist í sölu
hlutabréfa Akureyrarbæjar í
Utgerðarfélagi Akureyringa,
samtals að nafnverði 132,2
milijónir króna. Annars vegar
er um að ræða tilboð frá Kaup-
þingi Norðurlands og hins
vegar frá Landsbréfum.
Bæjarstjóra var á fundi bæjar-
ráðs falið að ræða við tilboðs-
gjafa og leggja niðurstöðu
sína fyrir bæjarráð.
í vikunni samþykkti bæjar-
stjórn að selja ÚA hlutabréf
í félaginu að nafnvirði um 92
milljónir króna og voru þau
seld á genginu 4,98.
Samkvæmt stefnu bæjar-
stjórnar vegna sölu á hluta-
bréfum sínum í félaginu verð-
ur almenningi á Akureyri boð-
inn forkaupsréttur á hluta
þeirra béfa sem seld verða á
almennum markaði.
Messur
AKUREYRARPRESTA-
KALL: Guðsþjónusta verður í
Akureyrarkirkju á morgun,
sunnudag, kl. 11. Guðsþjón-
usta verður á Fjórðungs-
sjúkrahúsinu á Akureyri kl.
17. Tónleikar Kórs kirkju heil-
ags Matteusar frá Stokkhólmi
í Svíþjóð verða í Akureyrar-
kirkju mánudagskvöldið 23.
september kl. 20.30.
GLERÁRKIRKJ A: Helgi-
stund verður í kirkjunni
annaðkvöld, sunnudagskvöld-
ið 22. september kl. 21. Fyrir-
bænir og altarisganga. Ath.
breyttan tíma.
HJÁLPRÆÐISHERINN:
Sunnudagaskóli kl. 11 á
morgun, bænastund kl. 19.30
og samkoma kl. 20. Heimila-
samband kl. 16 á mánudag,
krakkaklúbbur á miðvikudag
kl. 17 og biblía og bæn kl.
20.30. 11+ á fimmtudag kl.
17 oghjálparflokkurkl. 20.30.
Flóamarkaður á föstudag frá
kl. 10 til 17. Unglingakór kl.
19.30 og unglingaklúbbur kl.
20.30 á föstudag.
Mömmu-
morgnar
MÖMMUMORGNAR hefjast
að nýju í Safnaðarheimili Ak-
ureyrarkirkju fyrir foreldra
með ung böm næstkomandi
miðvikudag, 25. september en
þeir standa frá kl. 10 til 12.
Tilgangurinn er að gefa
foreldrum kost á að hittast,
bera sig saman og kynnast
öðrum sem standa í svipuðum
sporum.. Þátttaka er óbundin
og öllum að kostnaðarlausu.
Morgunblaðið/Golli
Andlitslyfting Samkomuhússins
SAMKOMUHÚSIÐ á Akureyri vantar aðeins fáa
mánuði upp á að verða 90 ára, en í janúar næstkom-
andi verða liðin 90 ár frá vígslu þess. Leikfélag
Akureyrar er 10 árum yngra, en félagið hefur sett
upp fjölda verka í húsinu á þessum tíma. í tilefni af
þessum tímamótum ákvað bæjarstjórn Akureyrar að
veita húsinu nokkra andlitslyftingu, málarar hafa verið
á þönum með pensla sína í haustblíðunni síðustu viku.
Sameining
sveitarfélaga
Ólafsfirð-
ingar áfram
í viðræðum
Ólafsfirði. Morjpjnblaðið.
BÆJARSTJORN Ólafsfjarðar hefur
samþykkt að halda áfram þátttöku
í viðræðum um sameiningu sveitar-
félaga við utanverðan Eyjafjörð, að
Siglufirði meðtöldum. Tillaga þessa
efnis var samþykkti á fundi bæjar-
stjórnar í vikunni, en þar var til
umræðu skýrsla sem nýlega var
unnin fyrir sveitarfélögin við utan-
verðan Eyjaijörð um hugsanlega
sameiningu þeirra.
Þorsteinn Ásgeirsson forseti bæj-
arstjórnar Ólafsfjarðar sagði málið
á algjöru bytjunarstigi, en í skýrsl-
unni kæmi fram að unnt væri að
ná verulegri hagræðingu t.d. í yfir-
stjórn sveitarfélaganna með samein-
ingu.
Að mati Þorsteins yrðu Ólafsfirð-
ingar að setja það skilyrði að Sigl-
firðingar yrðu með í hugsanlegi'i
sameiningu. Þá yrði til um 5.000
manna sveitarfélag, stórt og öflugt
sem m.a. myndi auka líkur á að
stofnaður yrði framhaldsskóli á
svæðinu.
Möl og sandur fagnar 50 ára afmæli með boði fyrir bæjarbúa í dag
Velgengni ekki síst góðu
starfsfólki að þakka
Steypustöð fyrirtækisins nánast sem
ný eftir endurbyggingn í sumar
MÖL og sandur á Akureyri fagnar
hálfrar aldar afmæli um þessar
mundir og býður af því tilefni bæj-
arbúum að heimsækja fyrirtækið í
dag, laugardag frá kl. 13 til 17 og
kynna sér starfsemi þess og þiggja
kaffisopa.
Aðdraganda að stofnun fyrirtæk-
isins má rekja til þess að snemma
árs 1946 höfðu bygginga- og
múrarameistarar í bænum áhyggjur
af því að örðugt gæti reynst að
stunda húsagerð þá um sumarið
vegna efnisskorts þó ekki hafi verið
vanþörf á að auka við íbúðarhús-
næði á Akureyri vegna mikilla fólks-
flutninga til bæjarins, auk þess sem
almennur framfara- og fram-
kvæmdahugur var í mönnum eftir
„góðæri" hernámsins, að því er fram
kemur í riti sem Sverrir Pálsson
hefur tekið saman um sögu félags-
ins.
Byggingaframkvæmdir urðu þó
hinar mestu fram að þeim tíma í
bænum og var eftirspurn eftir bygg-
ingarefni mikil. „Menn hlutu að
spyija sjálfa sig, hvort ekki væri
hagkvæmt að leggja niður þá venju
húsbyggjenda og byggingameistara,
að hver og einn væri að snapa sér
steypuefni og láta moka því upp á
vörubíla úti um allar þorpagrundir,
en geta þess í stað gengið að vönd-
uðu, flokkuðu efni á einum stað,“
segir Sverrir í riti sinu. Úr varð að
hagsmunaaðilar, byggingameistar-
ar, vörubílstjórar, einstaklingar sem
tengdust stórum efniskaupum svo og
Kaupfélag Eyfírðinga og Nýja bíla-
stöðin sem síðar varð Stefnir stofn-
uðu fyrirtækið Möl og sand sem á
fyrstu árunum var rekið við Kotár-
læk.
Fyrsti steypubíllinn
Þáttaskil urðu í rekstrinum árið
1955 þegar nýir eigendur komu þar
að, m.a. þeir Hólmsteinn Egilsson
og Sverrir Ragnars en hann og fjöl-
skylda Hólmsteins, sem lést á liðnu
ári, eiga nú 85% hlutafjár í fyrirtæk-
inu. Haustið 1955 flutti fyrirtækið
sig upp í Réttarhvamm, skammt
ofan við efstu brú yfir Glerá. Á
næstu árum varð uppbygging mikil
í fyrirtækinu, nýjar vélar voru keypt-
ar og hugað að fleiri þáttum en fram-
leiðslu á hráefni í steinsteypu. Sum-
arið 1961 var fyrsti steypubíll Malar
og sands keyptur, en hann markaði
þáttaskil í sögu þess og um leið sögu
húsa- og mannvirkjagerðar á Akur-
eyri. Bíllinn gat tekið og hrært 1,5
rúmmetra af steypu í einu og flutt
lagaða og tilbúna steypuhræru á
byggingastað sem þótti merk nýj-
ung.
Á svipuðum tíma hófst einnig
framleiðsla á hellum hjá fyrirtækinu
sem og rörasteypa. Gerð húseininga,
einkum bita og burðarflata úr
Morgunblaðið/Golli
HÓLMSTEINN T. Hólmsteinsson framkvæmdastjóri
Malar og sands.
strengjasteypu, hófst einnig á þess-
um miklu framfaratímum í sögu
fyrirtækisins.
Fimm deildir eru nú starfræktar
hjá Möl og sandi; steypustöð, ein-
ingadeild, véladeild, viðgerðadeild
og hellu- og röradeild. Hólmsteinn
T. Hólmsteinsson framkvæmdastjóri
segir það ævinlega hafa verið for-
ráðamönnum fyrirtækisins kapps-
mál að búa fyrirtækið eins vel tækj-
um og vélum og kostur er, það væri
hagur fyrirtækisins og viðskipta-
manna þess þegar til lengdar léti.
Nú í sumar var steypustöð Malar
og sands endurbyggð jafnt að utan
sem innan. Kostnaður við verkið
IJ ÆiU' Ji
DDA6UR Á MMUMEK
nemur um 15 til 20 milljónum króna
og er nánast um nýja steypustöð að
ræða, eina þá fullkomnustu sem fyr-
ir er í landinu.
I einingadeild fyrirtækisins eru
framleiddar einingar af ýmsu tagi,
í véladeildinni er höfð umsjón með
vinnuvélum og tækjum fyrirtækisins
og viðgerðardeiidin sér um vélavið-
gerðir og viðhald, þar er smurstöð
og járnsmíðavinnu sinnt. Mikill vöxt-
ur hefur síðustu ár verið í hellu- og
röradeild þar sem nú eru framleidd-
ar yfir 20 tegundir af hellum auk
Qölda stærða af rörum. Deildin hef-
ur nýlega fest kaup á vélum til hellu-
framleiðslunnar og þá eru hugmynd-
ir um að hefja framleiðslu á milli-
veggjasteini og plötum en á næst-
unni er ætlunin að fara út í vikur-
framleiðslu.
Gott starfsfólk
ÍDAG FRÁ KL. 16.00
Beint frá írlandi
rifstofunnar THE WILL RIVERS
spila ekta írska tónlist frá kl. 22.00
„Við reynum ætíð að styrkja stoð-
irnar með því að prjóna eitthvað
nýtt við framleiðsluna," segir Hólm-
steinn. „Fyrirtækið hefur dafnað vel
en það tel ég ekki síst að þakka
góðum starfsmönnum, margir hafa
starfað hér til fjölda ára, haldið
tryggð við fyrirtækið sem er okkur
afskaplega dýrmætt,“ segir Hólm-
steinn.