Morgunblaðið - 21.09.1996, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 21.09.1996, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. SEPTEMBER 1996 15 _______VIÐSKIPTI_____ Tölur sýna mikla grósku íBretlandi London. Reuter. PENINGAMAGN í umferð hélt áfram að aukast að mun í Bret- landi fyrstu átta mánuði ársins og neytendalán héldu áfram að aukast að sögn Englandsabanka og virðist brezkt efnahagslíf standa með mikl- um blóma. Aukning peningamagns í umferð var 9,4% og er það talið gefa til kynna að vextir eigi að hækka, en ekki lækka. Neytendalán jukust um 453 millj- ónir punda í ágúst miðað við 556 milljónir í júlí, en að meðaltali hafa þau áukizt um 405 milljónir á mán- uði. „Allar upplýsingar benda til mjög eindregins efnahagsbata,“ sagði hagfræðingur Barclaysbanka. „Hagkerfið í Bretlandi verður eitt hið traustasta i heiminum þegar baráttan fyrir næstu þingkosningar hefst og tel ég að vextir eigi að hækka,“ sagði hann. Áður hefur verið tilkynnt að smásala hafi aukizt um 1,0% í ág- úst og er það mesta aukning í átta ár og minnir á grósku síðasta ára- tugar. Á síðasta fundi Eddie George, bankastjóra Englandsbanka, og Kenneth Clarke fjármálaráðherra vildi George að vextir yrðu 6% í stað 5,75% nú. NÁMSTEFNA SJÁLFSTÝRÐIR VINNClHÓPflR Mánudag 30. september kl. 8.30-12.00 Hótel Borg Kerry Donovan starfar sem leiðbeinandi og kynningarstjóri hjá Hannaford Bros. í Bandaríkjunum og er hér á landi á vegum Eimskips. Ohefðbundnir stjómunarhættir Hannaford byggjast á sjálfstýrðum vinnuhópum, jöfnuði, hvatningu og umbun sem hafa haft í för með sér framúrskarandi rekstrarárangur á eftirfarandi sviðum: Framleiðni - Rekstrarkostnaði - Áreiðanleika - Launum - Hagnaði Fjallað verður um uppbyggingu og samsetningu sjálfstýrðra vinnuhópa, árangursmælingar, ráðningarferli, aðferðir við lausn vandamála, menntun og þjálfun starfsfólks og umbunarkerfi. Verð kr. 9.900, og 7.900 f. félagsmenn Skráning: Sími 511 5666 Tölvupóstur: arney@vsi.is Nánari upplýsingar: http://skima.is/gsfi Uppskera í ESB 200 millj. tonna Briissel. Reuter. EVRÓPUSAMBANDIÐ spáir því að kornuppskera í aðildarlöndunum í ár fari í yfir 200 milljónir tonna í fyrsta skipti. Hærra heimsmarkaðsverð og rýmri sáningarreglur höfðu jákvæð áhrif á bændur í ESB-löndum og er talið að kornuppskeran muni aukast um 23 milljónir síðan í fyrra í 200.7 milljónir tonna. Þó er bent á að þetta séu bráða- birgðatölur, sem geti breytzt. Tölurnar ná til Austurríkis, Sví- þjóðar og Finnlands, sem gengu í ESB 1995 og munu framleiða tæp- lega 14 milljónir tonna af korni. ESB lagði skatt á kornútflutning í lok síðasta árs til að tryggja næg- ar birgðir innanlands, því að heims- markaðsverð var orðið hærra en verð sambandsins í fyrsta skipti í tvo áratugi. Innan skamms verða útflutningsbætur teknar upp að nýju. Uppskera hefur verið góð í Bandaríkjunum, Canada og í öðrum helztu komræktarlöndum. Fyrr í ár hafði heimsmarkaðsverð aldrei verið hærra, en síðan hefur það lækkað og nú er það lægra en verð ESB. -----------♦ ♦ ♦ Tumer sett- uryfirkapal- kerfi Time- Warner New York. Reuter. TED TURNER, forstjóri Turner Broadcasting System, verður yfir- maður kapalkerfa Time Warner, þar á meðal Home Box Office, þeg- ar fyrirtæki hans sameinast fjöl- miðlarisanum að sögn fyrirtækj- anna. Turner verður jafnframt vara- stjórnarformaður Time Warner að því er hann og stjórnarformaður Time Warner, Gerald Levin, sögðu í sameiginlegri tilkynningu. Turner staðfesti einnig að Scott Sassa, forstjóri Turner Entertain- ment Group, mundi segja af sér. Afsögnin tekur gildi að loknum 6.5 milljarða dollara samruna fyrir- tækjanna, sem alríkisyfirvöld sam- þykktu í síðustu viku. Með samrun- anum verður komið á fót stærsta fjölmiðla- og skemmtifyrirtæki heims. í tilkynningunni var gerð grein fyrir hlutverki Turners í nýja fyrir- tækinu. Samkvæmt henni mun hann hafa umsjón með stjórnar- formanni HBO, Jeff Bewkes, for- stöðumanni CNN-fréttasjónvarps Turners, Tom Johnson, og Terry McGuirk, sem verður stjórnarfor- maður TBS Inc. BYGGINGARIÐNAÐARINS _______________________________________________________ Sunnudaginn 22. september verður opið hús að Suðurlandsbraut 30 frá klukkan 14 til 17.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.