Morgunblaðið - 21.09.1996, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 21.09.1996, Blaðsíða 40
40 LAUGARDAGUR 21. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens STUNDUrn GLEVMt BG , M' Wf FiUfc BfZU STErfLKLe! j sj O1996Tr1t>uneM©diaS0fvices,lnc. / Y-/7 All Rights Reserved. Grettir Hérna munum við standa. Og þegar skólabíll- Þú verður að segja mér in kemur, tökum við upp bækurnar og nestið hvenær ég á að byrja að öskra... og stígum upp í hann... BREF TTI, BLAÐSINS Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 • Netfang: lauga@mbl.is Vetrarstarf Hjallakirkju Frá Irisi Kristjánsdóttur: VETRARSTARF kirkjunnar er að hefjast um þessar mundir og fjöl- breytni í safnað- arstarfmu eykst til muna. í vetur er guðsþjónustum fjölgað frá því sem áður var og áhersla lögð á að ná til sem flestra. Ásamt almennum guðsþjónustum verður því bryddað upp á þeirri ný- breytni að hafa fjölskylduguðsþjón- ustur annan hvern sunnudag þar sem ýtt er undir þátttöku fjölskyldunnar, bama og foreldra, bæði í tali og tón- um. Að auki verða svokallaðar popp- messur að jafnaði einu sinni í mán- uði en í þeim er boðun og tónlist mun léttari en ella. Þessar nýjungar biðjum við fólk að kynna sér og nýta ef þess gefst kostur. Barna- og æskulýðsstarf Hjalla- kirkju mun einnig starfa í fullum blóma í vetur. Barnaguðsþjónustur fara fram á sunnudögum kl. 13 og eru allir velkomnir, ungir sem aldnir. Fyrsta barnaguðsþjónustan er 22. september. Starf tíu til tólf ára hefur göngu sína á svipuðum tíma, eða miðvikudaginn 25. september kl. 17. Starfið er opið öllum börnum á þess- um aldri þar sem markmiðið er að börnin fái að kynnast Jesú Kristi. Unglingarnir fá einnig tækifæri til að gera slíkt hið sama en fundir í Æskulýðsfélagi Hjallakirkju hefjast mánudaginn 23. september kl. 20.30. Þar verður sannarlega margt skemmtilegt í gangi en fundirnir eru fyrir unglinga á aldrinum 13-15 ára. Hjallakirlqa Foreldramorgnar (eða mömmu- morgnar) hófu starfsemi sína nú í september og verða á miðvikudögum kl. 10-12. Þar gefst foreldrum kost- ur á að koma með börnin sín til þátttöku í helgihaldi, kynnast öðrum og miðla af reynsiu sinni. Hjálpar- mæður á vegum Barnamála, áhuga- félags um brjóstagjöf, starfa árið um kring í Hjallakirkju og eru með fundi sína 1. og 3. þriðjudag í mán- uði kl. 14-16. Kórar í kirkjulegu starfi eru ómissandi hluti þess og tilvalinn vettvangur söngiðkunar fyrir hæfi- leikaríkt söngfólk. Kór Hjallakirkju mun starfa af krafti í vetur og nýir félagar eru ætíð velkomnir. Eins og sjá má er nóg að gerast í safnaðarlífi Hjallasóknar. Hér er þó einungis stiklað á stóru í vetrar- starfi safnaðarins. Á meðal þess sem enn er ótalið er fermingarstarfið og fræðslufundir um unglinginn og líf hans sem verða á dagskrá í vetur. Hjailakirkja stendur öllum opin, og er fólk hvatt til að koma og kynnast kirkjulegu starfi innan hennar. ÍRIS KRISTJÁNSDÓTTIR, guðfræðingur. Ognin á Flateyri Frá Önundi Ásgeirssyni: í DAG, 17. september 1996, birti Mbl. grein um snjóflóðavarnir á Flat- eyri eftir Gunnar Guðna Tómasson, verkfræðing hjá Verkfræðistofu Sig- urðar Thoroddsen (VST), en VST ber vanda af hönnun snjóflóðavarna á Flateyri. GGT sneiðir hjá faglegri umfjöllun um einfaldari lausn til varna á Flat- eyri, en það er gerð snjóflóðafarvega neðan beggja hættugiljanna. Slíkir farvegir myndu beina allri hættu burt frá byggð á Flateyri. Norges Geoteknisk Institutt (NGI) í Ósló var aldrei skýrt frá þessum möguleika, svo sem NGI hefir staðfest í bréfi til mín 20.8. ’96 og verkfræðileg úttekt hefur því ekki farið fram þótt látið sé í annað skína. Ég skrifaði því í gær bréf til for- sætisráðherra, fjármálaráðherra og samgönguráðherra, enn eina beiðni um að þessi mál verði athuguð af óháðum verkfræðingum, áður en lengra verður haldið með fram- kvæmdir, því að enn er möguleiki á að forða Flateyringum frá þessum mistökum og afleiðingum þeirra. Einfaldast væri að fela verkfræðing- um Vegagerðarinnar að skoða þetta mál. Ætti það ekki að taka langan tíma, því að hugmyndimar liggja mótaðar fyrir. Jafnframt ætti að at- huga að fela Vegagerð ríkisins yfir- stjórn snjóflóðavarna, því að þar er verkfræðiieg kunnátta og reynsla þegar fyrir. ÖNUNDUR ÁSGEIRSSON, Kleifarvegi 12, Reykjavík. Hvað skal segja? 18 Væri rétt að segja: Hann er sammála kenningu minni? Svar: Betra þætti að segja: Hann er mér sammála um kenn- ingu mína, eða: Hann er kenningu minni samþykkur. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.