Morgunblaðið - 21.09.1996, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ
VIKU
m
LAUGAKDAGUR 21. SEPTEMBER 1996 25
KASTIÐ er þungamiðja athafnarinnar.
Morgunblaðið/Halldór
HÉR stendur veiðimaðurinn
frammi fyrir þeirri siðferðilegu
ákvörðun hvort hann á að
sleppa fiskinum eða drepa
hann. Þessum var sleppt.
þeim fiski sem hann veiðir, nema
hann sé illa særður. Þann fisk tekur
hann og borðar. „Sumir veiðimenn
halda því fram að það sé gott fyrir
árnar að grisja þær með þvi að veiða
sem mest. Að mínu mati er þetta vit-
leysa. Og mesti glæpurinn er að
drepa stærstu fiskana. Þú tekur
ekki stærstu og bestu mjólkurkúna
þína og slátrar henni. Er það?
Það er að vísu rétt, að veiðieðlið í
okkur er til staðar: Við drepum til að
éta og það getur verið gaman að
koma með fallegan fisk heim í mat-
inn. En það er þetta tilgangsleysi
drápsins sem ég get ekki fellt mig
við. Algengasta spurning sem veiði-
menn fá er: Hvað veiddirðu marga í
dag? Spurningin ætti hins vegar að
vera: Hvað upplifðir þú í ánni í dag?
Það er ekki veiðin sjálf, eða fjöldi
fiskanna, sem skiptir máli heldur sú
reynsla og upplifun sem veiðimaður-
inn verður fyrir. Sem betur fer er nú
að koma fram á sjónarsviðið ný kyn-
slóð veiðimanna sem skynjar að það
er sitthvað að veiða fisk og drepa
hann. Að sleppa fiskinum er eitt af
því sem við leggjum áherslu á í okk-
ar kennslu."
Kastaá án átaha
Nú vaknar sú spurning hvort hinn
heimskunni laxveiðigúrú og leiðbein-
andi geti kennt viðvaningi, eins og
ÞAÐ er stórkostleg tilfinning að
leggja pínulitla þurrflugu út í
vatnið, meðal þúsunda lifandi,
og fá fiskinn til að taka þína
flugu, en ekki hinar.
undirrituðum, að veiða lax á fimm
mínútum. „Við'getum reynt," segir
hann og kímir.
En áður en við byrjum vil ég
benda þér á fímm grundvallaratriði
sem hver veiðimaður verður að átta
sig á og taka afstöðu til:
■ 1. Hvar í ánni á að veiða?
■ 2. Hvaða flugu á ég að nota, vot-
flugu eða þurrflugu?
■ 3. Hvaða línu á ég að nota, flot-
línu eða sökklínu?
■ 4. Næsta skref er svo kastið sjálft,
sem er þungamiðja athafnarinnar.
■ 5. Ef fiskur bítur á er næsta skref
að landa honum.
■ 6. Hér stendur veiðimaðurinn
frammi fyrir þeirri siðferðilegu
ákvörðun hvort hann á að sleppa
fiskinum eða drepa hann. Ef fiskur-
inn er særður eða veiðimaðurinn
svangur, ellegar með fullt hús af
svöngum börnum sem bíða heima,
þá drepur hann fiskinn. Annars
sleppir hann honum.“
Þá er að vinda sér í kasttæknina.
Krieger sýnir nemandanum hvernig
tekið er um stöngina með „lyklagrip-
inu“, eins og hann kallar það. „Og
svo er að kasta án átaka, það er
grundvallaratriði."
Þetta virðist ætla að ganga vel og
leiðbeinandinn hrósar nemandanum.
„Eg held að þessi maður gæti orðið
góður veiðimaður," kallar hann til
Pálma, sem svarar að bragði: „Hann
er líka tónlistarmaður. Ég sagði þér
að tónlistarmenn eiga auðveldara
með að tileinka sér þetta en aðrir.
Það gerir rythminn." Og í þeim orð-
um töluðum er bitið á hjá Pálma.
Þetta er fallegur nýgenginn sjóbirt-
ingur og honum er sleppt samkvæmt
lífsviðhorfum meistarans, Mels
Kriegers. Pálmi er með leðurhatt á
höfði og segir að það skipti öllu máli.
„Ég fór einu sinni hattlaus með vini
mínum í veiði og okkur gekk svo illa
að vinurinn heimtaði að ég brenndi
heim í veiðihús að sækja hattinn.
Hjátnáin er svo mikil í þessu.“
Dásamlegt, en dýrt
Mel Krieger hefur áður komið til
Islands, fyrir fimmtán árum. „Ég átti
hér góða viku og þurfti því ekki að
hugsa mig tvisvar um þegar ég var
beðinn að koma hingað til taka þátt í
gerð sjónvarpsþáttar um stanga-
veiði,“ segir hann, en það voru þeir
Pálmi, Jóþannes Guðmundsson og
Þórarinn Agústsson, sem fengu hann
hingað til lands vegna þáttar sem þeir
eru að vinna fyrir Stöð 3. Og í ráði er
að hann komi jafnvel aftur að ári og
haldi námskeið í kasttækni.
Og þá kemur hin klassíska spurn-
ing: How do you like Iceland?
„Island er dásamlegt veiðiland.
Líklega eitt hið besta í heiminum fyr-
ir veiðar á Atlantshafslaxi. Landið er
líka afskaplega sérkennilegt og fal:
legt og ámar ómengaðar og tærar. I
Ameríku og Evrópu eru margar fal-
legar ár, en þær eru flestar mengað-
ar vegna iðnaðarúrgangs og fólks-
mergðar. Árnar hérna eru líklega
einhver dýrmætasti fjársjóður sem
þið eigið.
Eini ljóðurinn sem mér finnst á
ráði Islendinga varðandi veiðiskap-
inn er að gróðasjónarmið eru of ríkj-
andi. Þetta er nú bara mín persónu-
lega skoðun, þú lætur þetta ekki fara
lengra. Það er alltof dýrt að fara í
laxveiðiámar hérna. ísland er eitt
dýrasta veiðiland í heimi. Að vísu
hefur frá fomu fari verið sagt að lax-
veiði sé sport konunga, en silungs-
veiðin sé fyrir almenning og það hef-
ur yfirleitt verið þannig, víðast hvar I
heiminum, að þeir sem eiga mesta
peninga fá bestu árnar. En að mínu
mati er eitthvað öfugsnúið við þetta.
Það er synd, ef sú andlega upplyfting
sem veiðimennskan gefur, verður
eingöngu á færi hinna ríku um
ókomna ffamtíð. Náttúran, í allri
sinni dýrð, á að vera almennings-
eign.“
I
gölf með
Palmer
íþróttatölvuleikir eru ágæt dægrastytt-
ing þeim sem annars hafa óbeit á
íþróttum eða nenna ekki að hamast í
rysjóttu veðri. Arni Matthíasson brá sér
til Hawaii að leika golf við Arnold
Palmer án þess að þurfa að punga
út stórum fúlgum.
ÞO SÉRKENNILEGT
megi virðast vilja fjöl-
margir golfáhugamenn
frekar stunda íþróttina heima í
stofu en úti á teig, ekki síst þegar
þeir geta leikið við suma fremstu
golfleikara sögunnar. Þannig hafa
golfleikir ævinlega notið hylli, nú
síðastnýútgáfaafleiknum fræga
Links með Arnold Palmer sem
kjölfestu.
Eftir því sem einkatölvur
verða öflugri og grafík betri hafa
golfleikir sótt í sig veðrið enda
vinsælir vel. Flestir kannast við
Mierosoft Golf, sem er víða til á
tölvum, aukinheldur sem margir
kannast við Links. Frumdrögin
að Links voru lögð í átta bita
leiknum Leaderboard sem gaml-
ir tölvurefir þekkja. Næsta út-
gáfa var öllu betri og kallaðist
Links. Þá kom Links 386, sem
var með fyrstu leikjum sem
reyndu af alvöru á 386 tölvur og
SVGA skjákort. Hann þótti og
sérdeilis vel heppnaður og stenst
að margra mati samanburð við
marga leiki sem settir eru
á markað í dag. Frá
þeirri útgáfu er aftur á
móti nokkuð langt um
liðið og margur hefði
kannski búist við því
að lokið væri þróun-
arvinnu á þeim bæ.
Fyrii' vikið náðu
nýir golfleikir að
hasla sér völl, þar á
meðal fyrirtaks
golfleikur Electronic
Arts, en nú er eins gott
fyrir menn að vara sig því
Éinks er kominn í nýrri út-
gáfu, Links LS.
Erafíh í hæsta
gæðaflakki
Ekki er gott að segja til um það
hvað LS-ið táknar í enda heitis-
ins, en enginn þarf að velkjast í
vafa um að Links LS er verðugur
arftaki Links 386. Grafík er öll í
hæsta gæðaflokki og upplausnin
ótrúlega vel heppnuð á köflum,
svo vel heppnuð reyndar að eins
gott er að hafa almennilegt skjá-
kort til að geta sýnt 1280*1024
upplausn með 16,5 milljón litum.
Ekki er nóg með það heldur er
leikurinn allur kominn á nýtt stig
í að líkja eftir raunverulegum
golfleik; óteljandi atriði geta haft
áhrif á leikinn, hraða, stefnu og
lendingu golfkúlunnar. Veðurfar
er breytilegt, reyndar yfirieitt
gott, enda nenna margir gylfingar
ekki að leika í vondu veðri í tölv-
unni frekar en á teignum, og
margt sem hefur áhi'if á kúluna,
til að mynda getur skyndilega
birst þoka, grasið getur verið rakt
og sandurinn óþægilega grófur.
Golffróðir geta skemmt sér við
að stilla sér upp því hægt er að ná
flestum mögulegum og ómöguleg-
um höggum og púttum, en val-
möguleikar eru svo margir og
hægt að fínstilla svo margt að það
hálfa væri nóg. Það er líka nóg af
völlum að velja úr, ekki bara
heimavöllur Ai-nolds Palmers,
sem kemur mjög við sögu í leikn-
um, heldur er einnig að finna á
diskunum þremur sem fylgja
leiknum tvo 18 holu velli á Hawaii
og vissulega er ódýrara að kaupa
sér tölvuleik en fljúga þangað.
innsýn í iegndiar-
dúma galfsins
Arnold Palmer leggur nafn sitt
við Links LS eins og áður er get-
ið, en hann fer með leikanda um
áðurnefndan heimavöll sinn í
Latrobe í Pennsylvaníu og lýsir
honum í hörgul. Hann veitir
einnig innsýn í leyndardóma
golfsins, gefur góð ráð og kennir
það helsta með hreyfimynd og
munnlegum lýsingum. Því má
segja að þó leikurinn sé all
strembinn fyrir byrjendur í golfi
ná menn snemma áttum undir
hans leiðsögn og geta síðan
spreytt sig við að spila á móti
Arnold.
Links LS er líklega besti
golfleikur sem völ er á um þessar
mundir og hefur þann kost fram
yfir raunverulegt golf að veðrið er
alltaf gott, það þarf aldrei að flýta
sér vegna þess að einhverjir koma
á eftir og ekki skemmir að enginn
nema leikandinn er til frásagnar
um hvernig gekk.
HANDBOLTINN A LENGJUNNI!
,50 Afturelding * Stjarnan 1,10 6,40 3,75
51 FH-KA 3,30 6,25 1,15
52 Grótta - Fram LAU LAU LAU
53 HK - Haukar 3,00 6,15 1,20
54 Valur - Selfoss 1,10 6,40 3,75
* 55 ÍR - ÍBV LAU LAU LAU
LAU: Stuðlar ekki tilbúnir þegar auglýsing var gerð, nánari uppl. á síðu 294 i Textavarpi og á sölustöðum.