Morgunblaðið - 21.09.1996, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ
Bihini
fyrr ag nú
Þegar kom að því að kynna bikini fyrir 50
árum, fékkst engin sýningarstúlka í París
til að taka þátt í því. Hvað sem því líður
voru það ekki Frakkar sem fundu bikini
upp, eins og Bergljót Ingólfsdóttir bendir
á, heldur má finna fyrirmyndina á
mósaíkmynd frá síðari hluta 3. aldar
fyrir Kristsburð.
LAUGARDAGUR 21. SEPTEMBER 1996 23
STÚLKAN frá Ipanema, Heloisa Pinheiro, nú 53 ára, fer
enn á ströndina í bikini.
AFAR efnislítið bikini, framleitt árið 1996. Louis Réard að kynna bik-
ini, sem franska dansmærin sýndi árið 1946.
JT , , ,
IJULIMANUÐI árið 1946
kynnti franskur hönnuður, Lou-
is Réard, nýja gerð af sól- og
sundfötum, svokallað bikini. Voru
þau nefnd eftir lítilli eyju, Bikini, í
Kyrrahafl, þar sem Bandaríkja-
menn gerðu tilraunir
með kjarnorku-
sprengingar. Louis
Réard var verkfræð-
ingur að mennt, en
hann hafði hannað
sundfatnað í 25 ár
þegar þetta var. Aður
hafði hann unnið hjá
Renault bílafyrirtæk-
inu.
Þegar kom að því
að kynna bikini fyrir
50 árum, fékkst engin
sýningarstúlka í París
til að taka þátt í því.
Það var dansmær við
„Casino de Paris“,
Micheline Barnadini,
sem kom fram á bikini
við sundlaug í París,
fyrst kvenna. Fyrir
bragðið hefur nafn hennar verið
rifjað upp nú 50 árum síðar, svo hún
er þar með komin á spjöld tískusög-
unnar.
Næstu nagrannar Frakka, Spán-
verjar og Italir, brugðust við eins
og um hættulegan smitstjúkdóm
væri að ræða, þeir bönnuðu bikini á
sínum ströndum. A Spáni sáu sér-
stakir gæslumenn um að fjarlægja
bikiniklæddar konur og fylgja þeim
heim á hótelin.
Bandaríkjamenn voru ekki yfír-
máta hrifnir af svo mikilli nekt, þeir
vildu hafa sínar konur í sundbolum
eins og þeim sem
sund- og leikkonan
Esther Williams
klæddist í kvikmynd-
um. Þar átti allt að
vera í sómanum. í
bandarísku Vogue-
blaði í maí 1954 var
mynd af stúlku í tví-
skiptum sundbol, en
yfír honum var hún í
nokkurskonar jakka
til að hylja nekt sína.
Þegar bikini var fyrst
framleitt í Bandaríkj-
unum var neðri part-
urinn, buxurnar, lát-
inn ná upp að mitti, en
bert á milli brjósta-
haldara og buxna.
Þess var vel gætt að
ekki sæist í naflann.
Það má segja, að velsæmismörk í
klæðnaði sem öðru hafi gjörbreyst
á síðustu áratugum. Hvort allt hef-
ur þar verið til góðs skal ósagt lát-
ið.
En eftir 50 ár lifir bikini góðu lífi
og hefur verið útfært á marga vegu,
nektin stundum lítt hulin eins og sjá
má á mynd af nýjustu gerðinni.
Stúlkan frá
Ipanema
Margir kannast við hið fallega lag
Stúlkan frá Ipanema „The girl from
Ipanema", sem oft heyrist flutt. Það
lag varð til í Brasilíu og bikini kom
þar við sögu. I Rio de Janeiro var
kornung stúlka, Heloise Mendes,
sem daglega gekk fram hjá bar við
Ipanema, klædd bikini á leið á
ströndina. A barnum voru fasta-
gestir Antonio Carlos Jobim laga-
smiður og Vinicus de Mores texta-
höfundur, dáðust þeii- mjög að
stúlkunni ungu. Hún varð þeim inn-
blásturinn að lagi og texta, fyrr-
nefnds lags, sem fyrst heyrðist árið
1964.
í tilefni af fímmtugsafmæli bikin-
is var haft upp á þeirri er innblást-
urinn gaf á sínum tíma. I banda-
ríska tímaritinu Time segir frá því
að Heloisa heitir nú Pinheiro að eft-
irnafni, sé 53 ára gömul, gift kona
og fjögurra barna móðir. Sagðist
hún hafa orðið mjög undrandi þegar
hún á unglingsaldri komst að því að
hún átti heiðurinn að því að lag og
ljóð urðu til. En tónskáldið hafði
sagt henni það sjálft.
Undir nafninu Helo Pinheiro hef-
ur stúlkan frá Ipanema lokið við
sjálfsævisögu sína. En þar segir
hún frá þvi að Antonio Carlos
Jobim hafi beðið sín, þegar hún var
ung stúlka, hann á fertugsaldri og
kvæntur maður. Hún tók þvi bón-
orði ekki. Hún hefur það eftir öðr-
um að hann hafi aldrei gleymt
henni. Hann lést árið 1994.
Nú þegar upphafs bikinis hefur
verið minnst eru einhverjar efa-
semdir um hvort hið upprunalega
bikini sé franskt. Italir létu til sín
heyra á dögunum og birtu myndir
frá árinu 1945, þar sem ítalskar
stúlkur eru í bikini. Vonandi verða
ekki milliríkjadeilur út af þessu!
íþrúttafatnaður
til fnrna
Hvað sem því líður voru það ekki
Frakkar sem fundu bikini upp, en
þeir endursköpuðu það.
Á Sikiley, í höll við Piazza
Armena, hefur varðveist
mósaíkmynd frá síðari hluta 3. ald-
ar f. Kr., þar sem stúlka er við
íþróttaiðkun klædd bikini. Eins og
sjá má á myndinni gæti þetta verið
bikini, eins og það var fyrir
nokkrum áratugum. Ekki er gott að
vita hvort hinn franski Loius Réard
hefur séð þessa mynd eða heyrt af
henni.
En svona voni þeir framsýnir
Rómverjar að fornu.
Bikini árið 1SSE
Oft hefur bikini verið efnislítið en
tæpast eins og í ár, eins og sjá má á
meðfylgjandi mynd. Naflinn sést
vel en hann er skreyttur með glitr-
andi steini. Bleðillinn að neðan get-
ur vart verið minni en stúlkan hylur
sig með klæði, í það minnsta meðan
myndin er tekin.
í íslenskri Orðabók, fyrstu út-
gáfu, er ekki að finna heitið bikini.
En í annarri útgáfu, aukinni og end-
urbættri, frá árinu 1983 er bikim
komið á sinn stað og hefur fengið ís-
lenska fallbeygingu. Skýinngin við
heitið er á þessa leið: sund og sól-
baðsföt kvenna, þannig gerð að sem
mest af líkamanum sé nakið. Þá vit-
um við það.
En öll þessi nekt . . .
Getur ekki verið sannleikur fal-
inn í því sem Hannes Hafstein sagði
svo eftirminnilega:
Fegurð hrífur hugann meir
ef hjúpuð er,
svo hugann gi-uni eitthvað fleira
en augað sér.
Mosaikmynd frá síðari
hluta 3. aldar f. Kr.,
sem varðveist hefur á
Sikiley.
Charade'97
Sýning um
■ I O I (TT Q °Piö (l ^fiugcirdfí
X I V /lw I I XCX sunnudag 13-1(
DAIHATSU
—fínn í rekstri!
Frá:
998.000
Með vökvastýri, 1,3 lítra vél nieð beinni
innspýtingu, útvarpi og segulbandi, iulluin
bensíntanki og mörgu fleiru.