Morgunblaðið - 21.09.1996, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 21.09.1996, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. SEPTEMBER 1996 33 OLAFUR UNNSTEINSSON + Ólafur Jóhann- es Unnsteinsson fæddist á Reykjum i Ölfusi 7. apríl 1939. Hann lést á heimili sínu í Reykjavík 9. sept- ember siðastliðinn og fór útför hans fram frá Háteigs- kirkju 20. septem- ber. Kveðja frá Ungmennafélagi íslands í dag, föstudaginn 20. september, verður til moldar borinn Ólafur Unnsteinsson, ung- mennafélagi og íþróttamaður. Hann var einn af vöskustu liðsmönnum ungmennafélagshreyfíngarinnar meðan hans naut við. Hann var af- reksmaður í íþróttum alla sína tíð og ailtaf í fremstu röð. Ólafur keppti lengst af fyrir Ungmennafélag Hveragerðis og Ölfuss og Héraðs- sambandið Skarphéðin. Hann var mjög sigursæll bæði á héraðsmótum og landsmótum. Ólafur var einn af þessum mönn- um sem hafði brennandi áhuga á íþróttum og hætti í raun aldrei að stunda þær. Þrátt fyrir slys og heilsubrest æfði hann íþróttir fram á síðasta dag ævi sinnar. Síðast keppti hann á Öldungameistaramóti Islands í fijálsum íþróttum í þessum mánuði. Einnig keppti hann á Evr- ópumeistaramóti öldunga í Malmö í sumar og náði þar góðum árangri. Auk þess að keppa fékkst Ólafur við íþróttaþjálfun og kennslu, enda var hann vel menntaður íþróttakenn- ari. Hann var þjálfari Ungmennafé- lags íslands í fijálsum íþróttum og kom mörgum íþróttamanninum til þroska. Og allt fram á síðasta dag var hann fullur áhuga á að uppgötva efnilega íþróttamenn og „gera þá að stjörnum" svo notuð séu hans eigin orð. Ólafur tók virkan þátt í félags- starfi og átti sæti í stjórnum og nefndum á vegum íþróttahreyfing- arinnar. Auk þess ritaði hann margt um íþróttir í blöð og tímarit. Eftir hann liggja ómetanlegar heimildir um íþróttaafrek og íþróttamót bæði hérlendis og erlendis. Ungmennafélag íslands vottar Ólafi Unnsteinssyni virðingu sína með þakklæti fyrir allt það sem hann lagði af mörkum. Okkur langar til að minnast með fáeinum orðum kennara okkar og velunnara, Ólafs Unnsteinssonar. Það var mikið áfall fyrir nemendur skólans þriðjudagsmorguninn 10. september sl. er við fréttum af frá- falli Óla Unnsteins, eins og við nefndum hann flest. Hann reyndist okkur nemendum alltaf vel, hann gaf þó félagsstarfi nemenda sér- stakan gaum, einkum öllu því er tengdist íþróttum. Hann studdi vel við bakið á keppnisliðum skólans og var óspar á ráð og hvatningu þeim til handa. Óli var nemendum ávallt hjálplegur og sýndi þeim skilning ef þeir áttu við einhveija erfiðleika að etja. Þær eru ófáar stundirnar sem við, er starfað höfum að félags- málum, höfum átt með honum í umræðum um allt milli himins og jarðar er varðar félagsmál, íþróttir, skólann eða gamlar sögur frá glæst- um árum Óla í heimi íþróttanna. Fjölbrautaskólinn við Ármúla var vinnustaður Óla um árabil og var honum umhugað um skólann og nemendur hans og vildi þeim allt hið besta. í eins litlu samfélagi og Fjölbrautaskólinn við Ármúla er verður mikil eftirsjá að hinum glað- lynda og umhyggjusama íþrótta- kennara, Óla Unnsteins. Við vottum aðstandendum hans dýpstu samúð. F.h. nemendaráðs Fjölbraulaskól- ans við Ármúla, Hreinn Pálsson, Einar Guðberg Jónsson, Ágúst Þór Sigurjónsson. Það var undirstrikað enn einu sinni í huga mér hve fallvalt lífið er þegar mér barst símtal þriðjudaginn 10. sept- ember sl. og mér til- kynnt lát vinar míns og félaga, Ólafs Unn- steinssonar, íþrótta- kennara. Kærar minningar rifjast upp fyrir mér nú við leiðarlok. Kynni okkar Ólafs hófust austur á Laug- arvatni haustið 1956. Hann, litlu eldri en ég, var þá við nám í Menntaskólanum en ég í Héraðs- skólanum. Þrátt fyrir ungan aldur var þessi ljóshærði piltur úr Hvera- gerði þá þegar orðinn þekktur íþróttamaður, enda fjölhæfur í besta lagi. Spretthlaup og stökk, einkum langstökk og þrístökk, voru hans aðalgreinar. Einnig var hann vel lið- tækur sundmaður. Boltaíþróttir lágu og vel fyrir honum, einkum körfu- bolti og knattspyrna. Þótt Ólafur væri maður ljúfur og þægilegur í allri umgengni hafði hann til að bera alla þá ögun, ákveðni og keppn- isskap sem hveijum íþróttamanni er nauðsyn til að ná góðum árangri og settu marki. Það var því ekkert gef- ið eftir í keppni fyrr en í fulla hnef- ana af hans hálfu. Að keppni lokinni, hvort sem sig- urinn var hans eða ekki, var hann manna fyrstur til þess að slá á létta strengi og upphefja gamanmál og lét hann ekki sitt eftir liggja í því að gera góðlátlegt grín að öllu sam- an. Þannig eiga góðir íþróttamenn að vera og það var Ólafur Unnsteins- son. Það voru mikil umskipti fyrir mig, uppgjafarknattspyrnuungling úr Reykjavík, að koma austur á Laug- arvatn. Þar var bókstaflega allt und- irlagt í íþróttum og m.a. iðkaðar íþróttagreinar sem ég vissi varla að væru til, s.s. stökk án atrennu. Fremstur í flokki iðkenda þeirra var Ólafur og ekki var það verra að síð- ar bættist í hópinn sjálfur methaf- inn, Vilhjálmur Einarsson, sem þá var kennari og síðar skólastjóri Hér- aðsskólans. Áhugi þeirra félaga varð til þess að fyrr en varði voru hinir ólíklegustu nemendur tii íþróttaaf- reka, þar á meðal sá er þessi minn- ingarorð skrifar, farnir að iðka þess- ar greinar. Að þeirri iðkun var lengi búið og jafnvel enn. Að loknu stúdentsprófi vorið 1959 lauk Ólafur kennaraprófi. Síðan lá leið hans í íþróttakennaraskóla ís- lands. Þaðan lauk hann prófi vorið 1961. Farsælum íþróttakennaraferli hans og margvíslegum öðrum kennslu- og þjálfarastörfum verða ekki gerð nema takmörkuð skil hér, enda stutt síðan fróðlegt viðtal birt- ist við Ólaf í DV í tilefni af 50 ára íþróttaferli hans. Öll persónuleg kynni mín af Ólafi voru einstaklega ánægjuleg sem aldrei féll á skuggi í 40 ár. Báðir áttum við það þó til að vera menn stífra meininga í ýmsar áttir, þegar við töldum aðstæður vera á þann veg, einkum gagnvart forystumönn- um íþróttahreyfingarinnar. Álit okk- ar á ýmsum málum er snertu þann málaflokk fóru enda oftlega nokkuð saman. Ólafur vann mikið og gott starf, iðulega lítt eða illa launað, fyrir íþróttahreyfinguna í landinu. Mikill fjöldi ungmenna kynntist fijálsum íþróttum fyrir hans tilstuðlan og hann sparaði hvorki fé, tíma né fyrir- höfn fyrir einstaklinga og fjölmörg félög, þegar því var að skipta. Marg- ir unglingar, sem hann hafði af- skipti af og/eða „uppgötvaði", urðu síðar afreksmenn í hinum ýmsu íþróttagreinum, ýmist þá undir hans handleiðslu eða annarra. Ólafur varð margfaldur Skarp- héðinsmethafí og -meistari á keppn- isferli sínum. Sigurvegari varð hann á landsmótum UMFI og á síðari árum þegar hann tók að bæta á sig MINNINGAR nokkrum kílóum gerði hann sér lítið fyrir og setti fjölmörg öldungamet í kastgreinum, enda laginn, sterkur og snarpur. Hann var hafsjór af fróð- leik um persónuleg met og afrek íþróttamanna, jafnt innanlands sem utan, og þegar upplýsingar skorti um ýmis afrek, jafnvel um eigin árangur manna, var málið leyst með því að hafa samband við Ólaf. Þá leystist málið á svipstundu. Þá’tók Ólafur saman og gaf út ýmsar af- reka- og metaskrár. Hafa íþrótta- menn nú nokkrar áhyggjur af því hvað við tekur í þeim málum sem og ýmsu öðru sem var á hans breiða baki. Keppni öldunga í fijálsum íþrótt- um var honum mjög hugleikin og víst er það að hefði hans ekki notið við á þeim vettvangi, sem upphafs- manns og stjómanda í nær tvo ára- tugi, hefðu slíkar keppnir vart séð dagsins ljós. Síðasta keppnin undir hans stjórn fór fram í lok ágústmán- aðar sl. og tókst vel sem endranær. Að venju var hann þar allt í öllu, undirbjó mótið, var mótsstjóri, þul- ur, dómari og keppandi og kom að síðustu úrslitum mótsins á framfæri á íþróttasíður. Það lýsir vel fórnfýsi hans, að þegar lítið var um starfs- menn á þessum mótum, sem oftast var, þá sleppti hann því að taka þátt í mótunum, þótt hann ætti sigur vísan í ýmsum greinum og gæti sóp- að til sín verðlaunum. Það létti alltaf sálina að spjalla við Ólaf. Hann var eldhugi, sem varðveitti æskuneistann allt til loka og hann bar með sér ferskan blæ. Hressileiki hans, léttar sögur og til- vitnanir í ýmis eftirminnileg afrek og atburði á æfingum og í keppnum, af honum sjálfum og/eða öðrum, komu flestum í betra skap. Þær sög- ur heyrast nú ekki lengur á förnum vegi eða í síma á síðkvöldum. Nú er þessi góði vinur minn geng- inn þá leið sem okkar allra bíður. Andlát hans bar óvænt og brátt að. Banamein hans var það sama og föður hans sem einnig féll frá á besta aldri. Mestur er þó harmur tveggja vel gerðra, uppkominna sona hans, aldr- aðrar móður og fjögurra systkina. Votta ég þeim og öðrum ættingj- um innilega samúð mína. Hann mun fá góða heimkomu, því sælir eru hjartahreinir. Guð blessi minningu þína og hafðu þökk fyrir allt. Jón Þ. Ólafsson. Fregnin um að Ólafur Unnsteins- son væri látinn var mér mikil harma- fregn. Aðeins nokkrum dögum áður höfðum við hist á Laugadalsvellinum á haustmóti eldra fijálsíþróttafólks. Þar var hann i forsvari eins og svo oft áður og við töluðum um að við myndum hittast hressir og kátir á næsta móti. Það á nú ekki fyrir okkur að liggja. Ólafur Unnsteinsson var á sínum yngri árum með allra bestu fijáls- íþróttamönnum þessa lands. Eftir að hann var sjálfur að mestu hættur keppni lagði hann fyrir sig þjálfun, bæði hér heima og erlendis, og náði hann oft frábærum árangri í því starfi. Hann bjó yfir svo einstökum eldmóði og áhuga á því sem hann tók sér fyrir hendur að hann átti auðvelt með að drífa aðra áfram með sér. Þeir sem eitthvað fylgjast með íþróttum að ráði vita að þátttaka hefur aukist gífurlega meðal þeirra sem komin eru af léttasta skeiði. Þetta á ekki hvað síst við í ftjálsum íþróttum, bæði í almennum götu- og víðavangshlaupum sem og í hefð- bundnum keppnisgreinum. Það er örugglega ekki á neinn hallað þótt því sé hér haldið fram, að enginn hafi hér á landi sinnt þessum þætti íþróttanna meira og betur en Ólaf- ur. Hann hvatti okkur hin til dáða og lagði á sig ómælda vinnu við að halda uppi ágætu starfi. Hann var fararstjóri og leiðtogi á mótum víða um heiminn og hann stóð fyrir fjölda móta hér heima. Fyrir allt þetta starf á hann skilið mikið þakklæti. Skarð hans verður vandfyllt. Ég sendi fjöl- skyldu hans og aðstandendum sam- úðarkveðjur. Helgi Hólm. + PÉTUR í. GUÐJÓNSSON bifvélavirki, Akranesi, er látinn. Sigrún Clausen og börn. t Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, KRISTJÁN GUNNAR HILDIBERG JÓNSSON, málarameistari, Hringbraut 115, Reykjavfk, lést á Landspítalanum 19. september. Jarðarförin verður auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda, Sigríður Þorbjörnsdóttir t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, sonur, tengdasonur og afi, STEFÁN RAGNAR GUNNARSSON frá Glaumbæ i Skagafirði, yfirflugvélstjóri hjá Cargolux, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju mánudaginn 23. september kl. 13.30. Gréta María Bjarnadóttir, Gunnar Stefánsson, Helga Ágústa Sigurjónsdóttir, Stefán Stefánsson, Davíð Stefánsson, Gunnar Gislason, Ragnheiður M. Ólafsdóttir, Ragnheiður Hóseasdóttir, íris Björk Gunnarsdóttir. t Innilegar þakkirtil þeirra fjolmörgu, sem sýndu okkur og fjölskyldum okkar sam- úð og vinarhug við andlát og útför elsku- legs eiginmanns míns, föður, tengda- sonar, mágs og svila, HLYNS HANSEN, Bókhlöðustíg 3, Stykkishólmi. Sesselja Eysteinsdóttir, Daniel Hans Hlynsson, Daníel E. Njálsson, Valgerður Ó. Guðjónsdóttir, Friðrik Eysteinsson, Valgerður Oddsdóttir, Arnfríður Eysteinsdóttir, Sigmundur H. Baldursson. + Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við fráfall og útför eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa og langafa, JÓNS INGA JÓNSSONAR, bónda frá Deild í Fljótshli'ð, Litlagerði 12, Hvolsvelli. Soffía Gísladóttir, Þröstur Jónsson, Ragnheiður Skúladóttir, Hrefna Jónsdóttir, Björn Stefánsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Þökkum af alhug vináttu og samúð við fráfall og útför okkar elskaða eiginmanns, föður, tengdaföður og afa HALLGRÍMS DALBERG Fylgi ykkur farsæld og friður. Maria Dalberg Stefán Dalberg, Ingibjörg Kr. Dalberg, Melkorka, Maria, og Sunna Magnús Dalberg, Ragnheiður Njálsdóttir, Jón, Hjördís, María og Njáli Ingibjörg Dalberg, Sigurður Á. Sigurðsson, Hallgrímur, Maria og Guðrún.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.