Morgunblaðið - 21.09.1996, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 21.09.1996, Blaðsíða 34
34 LAUGARDAGUR 21. SEPTEMBER 1996 MIIMNIIVIGAR MORGUNBLAÐIÐ OLAFUR _ SIGURÐSSON + Ólafur Sig'urðs- son fæddist á Rima í Mjóafirði 2. október 1909. Hann lést í Reykjavík 8. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hans voru Sigurður Ól- afsson og Sólveig Bergsveinsdóttir. Faðir Ólfs drukkn- aði þegar drengur- inn var eins árs ^amall. Fór hann þá í fóstur til föð- urbróður síns sem drukknaði þegar Ólafur var tveggja ára. Þá fluttist hann til ömmu sinnar og afa á Norðfirði og var hjá þeim til átján ára ald- urs. Þar eignaðist hann upp- eldissystur, Sigríði Bergs, sem nú er látin. Móðir Ólafs giftist aftur og eignaðist fjögur börn með seinni manni sínum, Þórarni Sæmundssyni: Ástu, Dagbjörgu og tvíburana Sæ- mund og Sigur- berg. Sæmundur er nú látinn. Ólafur kvæntist aldrei og eignaðist engin börn. Hann eignaðist þó eina fósturdóttur, Sæ- unni Ragnarsdótt- ur. Sæunn giftist Þresti Víðissyni og eiga þau fjögur börn, Onnu Maríu, Sva- var Bergdal, Víði Ingólf og Óla Stefán. Ólafur eignaðist tvö barnabarnabörn, Nökkva og Sól. Útför Ólafs fór fram frá kapellu Fossvogskirkju 19. ágúst. Elsku pabbi minn. Minningarn- ar streyma fram í huga minn. Þar er af mörgu að taka. Ég var lítil pabbastelpa sem þú dekraðir við. Það gerðir þú við allt ungviði en ýttir því svo frá þér þegar það óx úr grasi því þú gast engum treyst nema börnum og dýrum. Ég man svo vel þær stundir er ég var barn. Ég var alltaf með þér, ég fór með þér í vinnuna á Þrótti og til Sól- veigar ömmu. Ég á enn þá silfur- skeiðina sem hún gaf mér. Við fórum til Ástu systur þinnar og Bjarna mannsins hennar og ég lék mér við Ásgeir son þeirra. Við fórum til Sæmundar bróður þíns og þar kynntist ég Tóta frænda fyrst. Stundirnar þegar þú fórst með mig í gömlu sundlaugarnar og kenndir mér að synda eru ógleymanlegar. Það eru líka stundirnar í kartöflugarðinum í Árbænum og dúkkuhúsið sem þú smíðaðir handa mér. Þú lést sauma lítinn íslenzkan fána til þess að ég gæti flaggað á mínu húsi eins og þú á þínu húsi. Fánann geymi ég vel. Stundirn- ar þegar þú kenndir mér gömlu dansana og lést mig standa á rist- unum á þér til að læra sporin, ég var svo lítil að ég rétt náði að halda utan um lærið á þér. Ég man allar beijaferðirnar sem við fórum á haustin og öll ferðalögin á Gamla Rauð og seinna á Nýja Gul, sem báðir voru Ford-vörubíl- ar. Ég man líka allar stundirnar sem við eyddum hjá þeim Svavari Guðnasyni, Axeli Einarssyni og Oddi sem málaði af mér málverk. Þú varst mikið fyrir myndlist og lést Axel mála mynd af Kobba, páfagauknum sem þú leyfðir mér að eiga. Þú elskaðir Kobba mikið eins og öll dýr sem áttu með okk- ur samleið, kisuna Títu sem ég kom með að vestan, hvítu kisurnar sem þú eignaðist og gafst Önnu Maríu aðra og svo voru það tíkurn- ar Tinna og Píla. Þær voru ófáar ferðirnar sem þú keyrðir austur í Fljótshlíð bara til að bjóða þeim í bíltúr þér og þeim til mikillar gleði. Og svo var það þín stærsta gleði þegar ég stóð við loforð mitt þeg- ar ég var telpukorn um að gefa þér nafna, son minn skírði ég Óla eftir þinni ósk, þú varst alltaf kallaður Óli. Ég gæti haldið lengi áfram því minningarnar eru marg- ar, en þær ætla ég að geyma mér. Ég kveð þig nú í hinsta sinn, elsku pabbi minn, með kveðju frá fjölskyldunni og Kristínu Her- mannsdóttur sem hugsaði svo vel um þig í mörg ár. Þin dóttir Sæunn. UNNUR PÉTURSDÓTTIR + Unnur Pétursdóttir fæddist í Reykjavík 29. október 1915. Hún Iést á Borgarspítal- anum 8. september síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Árbæjarkirkju 19. september. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guðir Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Sérfræðingar í blómaskreytingum við «11 tækifæri !f1i blómaverkstæði ilNNA Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sími 19090 LAUGAVEGS APÓTEK Laugavegi 16 HOLTS APÓTEK Álfheimum 74 eru opin til kl. 22 "A" Naeturafgreiðslu eftir kl. 22 annast Laugavegs Apótek Hinn 11. september fékk ég þá sorgarfrétt í bréfi að ástkær vinkona mín Unnur væri dáin. Góð vinkona er gengin. Með fátæklegum orðum langar mig til að minnast hennar. Kynni okkar hófust 1983 og ekki leið á löngu þar til mikill vinskapur tókst með okkur þrátt fyrir mikinn aldursmun. Hjá Unni minni var ekk- ert sem hét kynslóðabil. Hún var ung í anda, hress og kát og sá allt- af björtu hliðarnar á málunum. Þær voru ófáar stundirnar sem við áttum saman. Mikið var skrafað í eldhús- inu yfir kaffibolla. Mér og íjölskyldu minni leið svo vel í návist hennar. Heiðarleiki, snyrtimennska, traust og trú voru einkenni hennar ásamt einlægni og elsku. Unnur mín var sannkölluð lista- kona í öllu sem hún tók sér fyrir hendur. Eru það margir hlutir sem prýða heimili mitt sem Unnur mál- aði og föndraði saman. Nú horfi ég á þessa fallegu hluti með miklum söknuði. En Unnur mín fékk svo sannarlega að kynnast því að lífíð er ekki ein gleðiganga en þá komu hinir stórkostlegu mannkostir henn- ar og dugnaður best í ljós. Þótt syrti í álinn skal sótt á brattann og lífinu skal haldið áfram. Mér eru ferskar í minni allar okkar ánægjustundir saman og allt sem Unnur mín kenndi mér frá því við kynntumst 1983. Ég og fjöl- skylda mín fluttum til Svíþjóðar 1988 en vinskapurinn okkar á milli hélt áfram gegnum bréf og þegar ég hef farið í heimsókn til íslands þessi ár hef ég ævinlega komið til Unnar og alltaf var opinn faðmur á móti mér og hlýja sem mætti mér hjá henni. Það eru ógleymanlegar stundirnar sem ég átti með henni. Árið 1990 varð móðir mín ekkja og á þeim erfíða tíma og árin eftir var það Unnur sem gaf móður minni styrk og hjálpaði henni mikið í gegn- um þann tíma. Það var mér mikils virði og finnst mér það lýsa mikið hvernig Unnur var, alltaf tilbúin ef einhver átti erfitt og hélst vinskapur með móður minni og Unni til dánar- dags Unnar. Þegar móðir mín fékk að vita að ég ætlaði að skrifa þessa grein bað hún mig að flytja þakklæti sitt til hennar með miklum söknuði og senda Boddu og fjölskyldu, dóttur Unnar, samúðarkveðjur. I sumar kom ég til landsins og lagði leið mína til Unnar en hún var ekki heima. Síðan fékk ég að vita að hún lægi á spítala og fórum við móðir mín þangað. Þó að Unnur væri mikið veik tók hún á móti mér með opnum faðmi. Ég gæti skrifað mikið um líf hennar en geymi það í hjarta mínu því það hefði hún viljað. Henni hrak- aði mikið á stuttum tíma. Mér er í fersku minni mín síðasta heimsókn til hennar í opna faðminn áður en ég hélt ferð minni áfram til Svíþjóðar. Hún vissi að hvíldin kæmi áður en langt um liði. Hún sagði við mig að við sætum ekki oftar saman í eldhúsinu því' hún yrði búin að fá hvíldina þegar ég kæmi næst til landsins. Þetta var erfið heimsókn en næsta koma mín til landsins verður erfiðari þegar ég get ekki gengið í opna faðminn hennar. Hún var yndisleg mann- eskja sem kvaddi okkur. Nú að leiðarlokum viljum við þakka henni fyrir það sem hún var okkur. Viljum við senda dætrum hennar og íjölskyldum þeirra okkar innilegustu samúðarkveðjur og biðj- um Guð að gefa þeim styrk á þess- um erfiða tíma. Blessuð sé minning góðrar konu. Fríða, Þórir og synir. Bróðir minn, HÁKON VILHJÁLMSSON frá Hafurbjarnarstöðum lést í Braunswick, V-Ástralíu, 24. júlí sl. Fyrir hönd ættingja, Ingibjörg Vilhjálmsdóttir. GÍSLI HALLGRÍMSSON + Gísli Hall- grímsson var fæddur á Dalvík 8. nóvember 1914. Hann lést í Hraun- búðum í Vest- mannaeyjum 9. september síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Hall- grímur Gíslason og k.h. Hansína Jóns- dóttir. Gísli átti sjö systkini: Stefán, f. 1911, Jónas, f. 1912, Guðrúnu, f. 1918, Kristin, f. 1922, Guð- laugu, f. 1924, Rósu, f. 1926 og Mariönnu, f. 1928, d. 1980. Kona Gísla var Sigríður Guðlaugsdóttir, f. 16.7. 1918, d. 5.3. 1991, en þau slitu sam- vistum 1969. Gísli og Sigríður eignuðust sex börn. Þau eru: Rögnvaldur, f. 1943, kvæntur Sigríði Andersen, en þau eiga saman tvö börn auk þess sem hann átti fyrir tvö börn og hún önnur tvö; Svan- hildur, f. 1949, gift Róbert Sigurmund- syni, þau eiga fimm börn; Hansína, f. 1951, en hún á eina dóttur og er sam- býlismaður hennar Ólafur Egilsson; Sigurður, f. 1948, drukknaði á Siglu- firði á barnsaldri; Sigríður, f. 1957, á hún þijú börn; Flosi Jónsson, f. 1953, kvæntur Hall- dóru Kristjánsdóttur og eiga þau fjögur börn. Útför Gísla fer fram frá Landakirkju í Vestmannaeyj- um í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Gísli afi er látinn. Erfitt er að sætta sig við slíkt þegar fyrirboð- arnir eru litlir og kallið kemur snöggleg eins og raun bar vitni. Afi var búinn að vera veikur, en alltaf var hann hress andlega, og lifði sínu lífi ótrautt áfram þrátt fyrir veikindin. Hann var búsettur lengst af á Selfossi, og ekki átti maður oft leið þangað, svo að mað- ur hitti hann alltof sjaldan. En ég passaði mig á því að þegar hann kom til Reykjavíkur í reglulega skoðun hjá læknunum rnyndii' ég ævinlega að hitta hann. Ég fór með hann þangað sem hann vildi og stjanaði eins mikið við hann og mögulegt var. Allar þær stundir sem ég hef átt með afa um ævina hafa verið ánægjulegar og gæti ég skrifað mikið um þær en þær geym- ast í mínum huga og hans. Elsku afi, minning þín mun lifa með mér. Lilja Rós. í dag verður ástkær afi minn, Gísli Hallgrímsson, lagður til hinstu hvíldar. Nú er víst komið að kveðjustund sem ekki er auðvelt að standa frammi fyrir. Það sem mér er minn- isstæðast er sérstök kímnigáfa og hve góður hann var við okkur barnabörnin. Ég á alltaf eftir að minnast þess er ég var lítil, þegar við frænkurnar sátum í hvíta Skodanum hans og hlustuðum á spurningaþætti í út- varpinu. Hann var svo víðlestin og því skilaði hann alltaf réttum svör- um og fannst mér hann vera gáfað- asti maður í heiminum. Stuttu fyrir andlát hans eyddum við afi minn heilum degi saman í ýmsum erindagjörðum og vil ég þakka Guði fyrir þann yndislega tíma. Þó að nú sé sorg og tár og tregi, tómlegt allt nú sé um stund, þá lifír minning björt sem blóm á sumardegi um blíðan dreng sem horfmn er á Guðs síns fund. (Guðmundur Skúlason) Þín Rakel. ALEXIUS LÚTHERSSON + AIexius Lúthersson fæddist á Ingunnarstöðum í Kjós 28. september 1921. Hann lést á Landspítalanum 11. september síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fossvogskirkju 18. september. Kominn á efri ár lagði Alexíus Lúthersson frá sér verkfærin og setti rekstur verkstæðisins á Lind- argötunni í hendur Magnúsar son- ar síns og fór í skóla, eitthvað sem hafði kitlað hann lengi. Myndlista- o g handíðaskólinn varð fyrir valinu og skyldi engan undra því hann hafði ríka sköpunarþörf. I lífinu eiga menn sér drauma sem þeir gæla við í huganum, spjalla stöku sinnum um þá og leika sér þannig að þeim. Það er ekki alltaf sem menn þora að láta af þeim verða. Þetta gerði Alli þó án þess að láta nokkurn bilbug á sér finna. Hann hafði það áræði sem til þurfti. Við samnemendur Alla vorum í raun mjög lánsöm að njóta nær- veru hans í deildinni, því allt í sam- bandi við járn og járnsmíðar var honum sem opin bók. Ef upp komu einhver vandamál sem við ekki réðum við, skorti tæknilega kunn- áttu, þá leysti Alli úr þeim, enda þaulvanur málmsmiður og „altmúl- igmann“. Slíkir eru draumamenn í myndlist því þeir koma með svör þar sem aðrir standa á gati. Er endurnýja og fjölga þurfti trönum í MHÍ var komið að máli við Alexíus og hann fenginn til að smíða nýjar. Síðan hafa ekki aðrar trönur verið notaðar í MHÍ og raunar einnig í Myndlistarskóla Reykjavíkur enda slógu þær öllu öðru við sem fram að þeim tíma hafði verið notað. Pínulitlar trönur sem héldu risa málverkum án þess að haggast. Þrátt fyrir að Alli hafi verið eldri en við hin í deildinni, þá var hann alltaf hluti af hópnum og tilbúinn að taka sinn þátt í gleðinni ef eitt- hvað stóð til. Að lokum vil ég geta þess að Alli bjó ekkert síður yfir öðrum kostum en þeim að vera laghentur járnsmiður. Hann var ekkert síður heilsteypt persóna og ég veit að við munum öll minnast hans sérstaklega fyrir það. Með þessum línum viljum við bekkjarsystkini Alexíusar þakka honum samfylgdina og vottum fjöl- skyldu hans innilegustu hluttekn- ingu. Fyrir hönd bekkjarsystkina, Gunnar Árnason. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æski- legt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins á netfang þess Mbl@centrum.is en nánari upplýsingar þar um má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínu- bil og hæfilega línuleng — eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.