Morgunblaðið - 21.09.1996, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 21.09.1996, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. SEPTEMBER 1996 17 ÚRVERINU LC1F185 FÁLKINN kynnir m.a. Tele- mecaniqe rofabúnað á sýning- unni. Stýribún- aður fyrir fiskiðnað FÁLKINN hf. kynnir á sjávarút- vegssýningunni bæði hefðbundna og nýja vöruflokka og verður sér- stök áhersla lögð á að kynna ýmiss konar rafstýribúnað, ásamt bindi- vélum fyrir fiskiðnaðinn. Véladeild Fálkans var stofnuð 1955 og hefur þjónusta við fiskveið- ar og fiskvinnslu verið meginþáttur í starfsemi fyrirtækisins allt frá stofnun hennar. í dag sinna þrjár deildir þessari þjónustu; véladeild, raftæknideild og rafvélaverkstæði. Fjölbreytt varahlutaþjónusta Véladeildin er stærsta deild Fálk- ans og tengjast mikilvægustu vöru- flokkar deildarinnar veiðum og vinnslu, t.d. legur, ásþétti og allt sem viðkemur drifbúnaði. Þá selur deildin ýmsar fullunnar vörur, s.s. viftur og dælur sem og gufustjórn- unartæki og hæðar- og flotsstýring- ar. Fálkinn hefur jafnframt lengi sérhæft sig í sölu á vinnsluvélum fyrir fiskimjölsverksmiðjur, s.s. þurrkurum, pressum, sjóðurum og soðkjarnatækjum. Fullkomið verkstæði Raftæknideildin leggur áhersiu á alls konar rafstýribúnað ásamt raf- magnsskápum, rafmótorum, gírum, hitablásurum, þakviftum og bindi- vélum. Rafvélaverkstæði Fálkans er með þeim fullkomnari á landinu og sérhæfir sig í mótorvindingum, rafvélaviðgerðum og dæluviðgerð- um, auk þess sem þar fer fram samsetning á sérgæfðum rafstýri- skápum. «rfur horfinna kynslóða Jurtasmyrsl Erlings grasa- læknis fást nú í apótekum og heilsubúðum um land allt. • Græðismyrsl • Handáburður • Gylliniæðaráburður Framlfiftamli: íslcnsk lyfja^ös «*hf. I)r<*ifing: Lyfjaverslun Islandw hf. Vöggusœngur, vöggusett. SkéUvðfOustig 21 Simi55l 4050 Rcykjavtk J. Hinriksson fram- leiðir toghlera í Mexíkó J. HINRIKSSN, toghleraframleið- andi í Reykjavík er nú að hefja starfsemi dótturfyrirtækis síns, Poly-Ice Mexíco S.A CV í Mazatlán í Mexókó. Starfsemin er að hefjast í 480 fermetra stálgrindarhúsi á rúmlega 1.700 fermetra lóð og til að byija með verða 10 til 12 manns við vinnu hjá fyrirtækinu. „í fram- tíðinni vonumst við til að geta þjónustað viðskitpavini okkar í Bandaríkjunum og Suður-Ameríku með Poly-Ice toghlera framleiddum í Mexíkó," segir Jósafat Hinriksson, forstjóri fyrirtækisins. Aðdragandinn að stofnun fyrir- tækisins hefur tekið á annað ár, en í byijun síðasta árs tók J. Hinriks- son þátt í tilraunum á rækjuveiðum í Mexíkó með Hampiðjunni, Neta- gerð Vestfjrða og mexíkósu útgerð- inni Pesquera Cozar. „Tilgangurinn er stofnun dóttur- fyrirtækis í Mexíkó er að geta boð- ið framleiðslu okkar, toghlera og annan togbúnað á samkeppnishæfu verði miðað við verðlag og kaup- getu þarlendra útgerðarmanna. Rækjuveiðar heimamanna eru að mestu stundaðar á 18 til 26 metra bátum sem veiða með svokölluðu bómukerfí. Hver bátur er útbúinn með eitt troll og einu pari af tog- hlerum á hvorri síðu, sem dregin eru frá bómunum sem standa lárétt- ar út frá síðum bátanna. Litlar breytingar hafa verið á veiðibúnaði í Mexíkó í meira en 40 ár. Óhætt er að segja að búnaður þeirra sé gamaldags og þar sem litlar breytingar hafa verið gerðar í langan tíma, má gera ráð fyrir að þeir fari hægt í sakirnar með allar nýjungar þó þeir fylgist vel með því sem verið er að gera,“ seg- ir Atli Már Jósafatsson hjá J. Hin- rikssyni. „Með þessum hætti viljum við nálgast heimamenn með smíði á toghlerum og togbúnaði á þeirra eigin svæði og þróa með þeim breyttar veiðiaðferðir sem koma þeim til góða í hagkvæmari veiðum og rekstri," segir Atli. Framkvæmdastjóri hins nýja fyr- irtækis er Jónas Gíslason, en hann hefur verið búsettur í Mexíkó í mörg ár. -Loforð um litríkt vor- MYTT TILfeOO LAUKABARINN Laukar í lausasölu! Hafsteinn Hafliðason og Lára Jónsdóttir ráðleggja með val og samsetn- ingar og lofa litríku vori. 10 Túlípanar rauðir kr. 169,- POTTAPLÖNTUÚTSALA 20 -50% aísláttur Útsölunni lýkur um helgina. Bjóðum meðal annars 10 tegundir af potta- plöntum á kr. 299,- stk. 10 Perluliljur kr.99,- HAUSTSKREYTINGAR Laugardag og sunnudag kl. 13 til 18. Hjördís Jónsdóttir sýnir listir sínar við gerð haust- skreytinga og kennir fólki að færa litskrúð haustsins heim í stofu. 5 Páskaliljur kr. 139,-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.