Morgunblaðið - 21.09.1996, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 21.09.1996, Blaðsíða 30
LAUGARDAGUR 21. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ kjarni ntálsins! KOLAPORTI 20.9.-27.10. Spennandi sýning íyrir alla. Undraheimur áítan úr forneskju Opið virka daga kl. 16-22, umhelgarkl. 10-22 m. Leit að horfnum heimi M Kolaportinu. gengið inn frá líafnarbakka Verð aögöngumíóa: Böm 6-12 ára kr. 500 - 13-16 ára kr. 600. l ullorönir kr 700 Sími sýningarinnar: 55J-H455 Nedang: h!ip://\vww.cemrum.is/oravídd/ AÐSENDAR GREINAR Um „að hengja list“ - V ettvangur myndlistar I tilefni orða Þorvaldar Þorsteins- sonar myndlistarmanns KÆRI Þorvaldur. Ég vil í fyrstu biðj- ast forláts á að hafa ekki skrifað þessar línur til birtingar strax daginn eftir þína orðsendingu, en ég vildi velta málinu örlítið fyrir mér og gefa öðrum tækifæri til hins sama; ég vona að þú sért mér sam- mála um að þessi umræða er vel þess virði að fá góðan tíma meðal manna, enda snertir hún mikilvæga þætti í samtímalist- inni, þ.e. hvar hún kemur fram í nútímaþjóðfélagi. Það er að sjálfsögðu engin neyð að gera athugasemdir við það sem þú telur ekki rétt, en eftir að hafa Óvinurinn er það sinnu- leysi, segir Eiríkur Þorláksson, sem sumir fjölmiðlar, einkum sjón- varp, viðheldur. lesið þær tel ég að hér sé í raun ekki um að ræða ólíkar skoðanir, heldur mismunandi lestur. Þær setningar sem þú byggir orð þín helst á voru eftirfarandi: „ . . .reynslan [hefur] aimennt- orðið til að styðja skoðanir m.a. Einars Jónssonar myndhöggvara um að til að njóta sín þyrfti mynd- listin sinn eigin vettvang, þar sem þeir sem þess óska gætu notið hennar í næði frá öðrum áreitum. Um leið og henni væri skipað nið- ur í óbreytt rými sem væri helgað öðru yrði listin að hjáróma skrauti - að umgjörð og aukaatriði fremur en inntaki og kjarna sem þess gestir fá notið á viðkomandi stað.“ Ég er enn sannfærður um gildi þessarar skoðunar, en skil orðin ef til í víðara samhengi en þú gerir: eigin vettvangur listar þarf ekki að vera sérhannaður sýning- arsalur eða menningarmusteri, heldur staður (eða staðir, allt eftir þörfum viðkomandi listar) sem listin nær að helga sér, þar sem menn fá notið hennar án truflana. Við getum nefnt fjölda dæma um listaverk sem hafa verið fram- kvæmd tímabundið eða staðsett varanlega utandyra, þar sem vel hefur tekist til í samræmi við þetta: „Sólfar" Jóns Gunnars Árnasonar við norðurströnd Reykjavíkur, „Bárður Snæfellsás“ Ragnars Kjartanssonar við Arnar- stapa, verk Finnu B. Steinsson „Ut um stéttar" framan við Kjarvals- staði fyrir tveimur árum og sýn- ingu Páls Guðmundssonar á Hell- ismönnum í Surtshelli á síðasta ári. Við getum því miður einnig nefnt ýmis innlend dæmi um hvar illa hefur tekist til, vegna þess að rýmið hefur reynst ætlað öðru, og listin orðið sem aðskotahlutur: Stytta Einars Jónssonar af Jónasi Hallgrímssyni er nánast falin í Hljómskálagarðinum, Landsbanki Islands hefur framið illvirki á verki Jóns Gunnars Árna- sonar, „Sólarauga“, með því að setja það upp á bílastæði í út- hverfi Reykjavíkur þar sem það húkir í skugga grárra bygg- inga, og höggmynda- sýning í Austurstræti á Listahátíð fyrir rúm- um tveimur áratugum mistókst hrapallega, þar sem verk voru jafnvel eyðilögð; listin reyndist vera truflun á staðnum. Fleiri dæmi mætti tína til, og gætu listamenn eflaust bætt endalaust við þennan lista. Þannig tel ég einsýnt að listin þarf vettvang, sem hún getur helg- að sér á eigin forsendum. Hvar þann vettvang er að finna er hins vegar hluti af eilífu verkefni lista- mannsins, og í grein þinni nefnir þú fjölda erlendra tilvika, þar sem listamönnum hefur tekist vel upp með athyglisverðum hætti; ég hef litlar áhyggjur af því að svo verði ekki um ókomna tíð hér á landi sem annars staðar. Raunar er skemmtileg grein um óvenjulega sýningarstaði myndlistar í New York Times Magazine 1. sept. sl., sem fellur vel að þessari umræðu. - Hins vegar eru fá dæmi um góðan árangur þess að „ .. .streit- ast ... við og hengja list sína upp í verslunarmiðstöðvum og öðrum skrauthýsum í misráðinni eftir- sókn eftir fjöldanum." Það orðalag sem ég valdi hér (að „hengja list“) var notað í sam- ræmi við þær sýningar sem voru til umræðu, og að sjálfsögðu ekki ætlað sem alhæfing, þótt málvenj- an sé sterk á þessu sviði; mér þykir miður ef þú hefur skilið það þannig. Ég ber að sjálfsögðu fulla virðingu fyrir nýrri leiðum sem þú nefnir í myndlistinni, og minnist margra áhrifamikilla verka frá sýningum síðustu ára, sem ekki falla inn í hinn gamla ramma myndlistarinnar - að þau væri hægt að hengja á vegg eða setja á stöðul. Hins vegar þykir mér óþarft hjá þér að gera lítið úr svokölluðum „grafhýsum listarinnar“; söfn eldri listar, bæði einkasöfn og opinber, eru liðirnir sem mynda hryggjars- úlu listasögunnar, sem samtíma- list hvers tíma nærist síðan á. Aðsókn að slíkum söfnum erlendis sem hér á landi tekur af allan vafa um mikilvægi þessara stofn- ana, og engin ástæða til að þau valdi starfandi listamönnum hug- arvíli. Sem lokaorð að sinni vil ég taka undir með þér að það sinnuleysi sem samtímalist mætir oft á tíðum (sbr. fjölskylduveisluklisjuna góðu) er áhyggjuefni, sem lista- menn og listfræðingar hljóta að vilja vinna á í sameiningu. Hér tel ég helsta óvininn hins vegar ekki vera innan þessara hópa, heldur í því skólakerfi sem hefur alið af sér þetta sinnuleysi, og þeim fjöl- miðlum, einkum sjónvarpi allra landsmanna, sem gerir sitt besta til að viðhalda því. Kær kveðja. Höfundur er myndlistargagnrýwMdi á Morgunbhiilinu. Eiríkur Þorláksson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.