Morgunblaðið - 21.09.1996, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 21. SEPTEMBER 1996
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ
Reuter
SUÐUR-kóreskir hermenn taka þátt í umfangsmikilli leit að norður-kóreskum kafbátsmönnum.
Strand norður-kóreska kafbátsins
Þriggja sérþjálfaðra
spellvirkja leitað
Kangnung. Reuter.
SUÐUR-kóreskar hersveitir notuðu
hátalara í gær til að koma boðum
til norður-kóreskra kafbátsmanna
um að gefast upp en talið er að 6-7
slíkir hafist við í ógreiðfæru fjalla-
svæði. Kafbátur þeirra strandaði sl.
miðvikudag skammt frá suður-kór-
esku borginni Kangnung á austur-
strönd Kóreuskagans.
Eini maðurinn úr áhöfn kafbáts-
ins, sem náðst hefur á lífi, hefur
skýrt frá, að 26 menn hafi verið í
áhöfninni. Liggja 18 þeirra í valnum,
ýmist eftir að hafa verið felldir eftir
bardaga eða fallið fyrir eigin hendi.
í fyrrinótt kom til harðra bardaga
miili manna sem enn er leitað og
suður-kóreskra hermanna á fjalla-
svæði sem erfitt er yfirferðar og
þakið smáhellum eftir kolanámu-
vinnslu. í gær var útvarpað með
hátölurum hvatningarorðum til norð-
anmannanna þar sem þeir voru
hvattir til að gefa sig fram og þiggja
lífið að launum.
í hópi skipveija voru þrír menn
sérþjálfaðir til spellvirkja og til þess
að komast af bakvið víglínu óvinar-
ins. Þeirra er enn leitað. Suður-kór-
eskir leyniþjónustumenn sögðu í
gær, að þessir menn hafi að öllum
líkindum myrt 11 félaga sína, sem
fundust látnir í skógarlundi á fyrsta
degi, til þess að villa um fyrir leitar-
mönnum. Margir þeirra reyndust
hafa verið skotnir í hnakkann.
Heimildarmenn úr suður-kóresku
lögreglunni sögðu í gær, að áhöfn
norður-kóreska kafbátsins virtist
ekki hafa verið send til Suður-Kóreu
til venjulegra njósna, heldur til sér-
tækra aðgerða á borð við hryðjuverk.
Japanir fordæmdu norður-kóresk
stjórnvöld í gær fyrir laumuferð kaf-
bátsmanna. Warren Christopher ut-
anríkisráðherra Bandaríkjanna sagði
atvikið valda áhyggjum en hvatti
bæði Norðan- og Sunnanmenn til að
sýna stillingu.
Stjórnmálaskýrendur telja líkur á,
að atvikið verði til að skaða tilraunir
suður-kóreskra og bandarískra
stjórnvalda til að laða stjórnvöld í
Pyongyang að friðarsamningaborði.
Kaþólska kirkjan í Bretlandi í vanda
Biskup á 15 ára
gamlanson
London, Polegate. Reuter.
KAÞÓLSKA kirkjan í Bret-
landi skoraði í gær á bisk-
upinn, sem hijópst á brott
með fráskildri konu, að
koma úr felum og segja
sögu sína alla. Finnst
mörgu kaþólsku fólki sem
hann hafi blekkt það og
sérstaklega eftir að í ljós
kom, að hann ætti 15 ára
gamlan dreng.
Það var mikið áfall fyrir kirkjuna
þegar Roderick Wright, biskup í
Argyll, hvarf fyrir um tveimur vikum
með fráskilinni konu og ekki batnaði
það þegar Joanne Whibley, 48 ára
gömul, einstæð móðir, skýrði frá því
á fímmtudag, að Wright væri faðir
Kevins, sonar síns. í fyrrakvöld kom
síðan Kevin sjálfur fram í sjónvarpi
og sagði frá því grátandi, að hann
hefði aðeins verið með föður sínum
í tvo mánuði allt sitt líf. „Nú er alit
um seinan. Ég kæri mig ekki um
hann lengur," sagði hann.
Joanne sagði sjálf frá leyniiegri
ást þeirra Wrights og kvaðst hafa
ákveðið að ijúfa þögnina til „að
kveða niður þá tilfinningu Kevins,
að hann ætti ekki að vera til“.
Þessi mál eru mikill álitshnekkir
fyrir kaþólsku kirkjuna og hafa enn
einu sinni vakið upp umræður um
skírlífisheit presta. Þá segjast leið-
togar kirkjunnar harma það, sem
Wright hafi gert á hlut Joanne og
sonar hennar. Tom Connolly, tals-
maður skoska biskuparáðsins, skor-
aði í gær á Wright að láta vita af
sér og gefa fjölmiðlunum þau svör,
sem kirkjan gæti ekki svarað.
Wright, sem er 55 ára gamall og
hljópst á brott með Kathleen Macp-
hee, fertugri, fráskilinni konu og
þriggja bama móður, hefur beðið
fjölskyidu hennar fyrirgefningar en
sagði hins vegar ekkert um,
að hann ætti 15 ára gamlan
son. Það var til þess, að
Joanne Whibley kvaddi sér
hljóðs.
Upplýsingar hennar urðu
svo aftur til þess, að Adr-
ianna Alsworth, 39 ára göm-
ul ekkja, skýrði frá því, að
hún hefði átt tvö böm með
kaþólskum presti, sem síðan
hefði ekkert viljað með hana hafa.
Mikill herskari blaðamanna hefur
setið um heimili Joanne og Kevins
Whibleys síðan þau sögðu sögu sína
og Kevin, sem hefur raunar forðað
sér að heiman, sagði, að þetta mál
sýndi, að kaþólska kirkja yrði að
endurskoða andstöðu sína við að
prestar væru í hjónabandi.
Fundum þeirra Joanne og Wrights
bar saman þegar hann var prestur
í afskekktri sókn í Skotlandi. Var
hún þá trúlofuð kaþólskum manni
og vildi sjálf ganga kirkjunni á hönd.
Sá Wright um að uppfræða hana í
kaþólskum sið, hóf ástarsamband við
hana og hótaði síðan að flýja til
Perú segði hún frá því.
Þeesi mál hafa kynt undir umræð-
um um skírlífísheit kaþólskra presta
en Wright er að minnsta kosti fimmti
kaþólski biskupinn, sem sagt hefur
af sér sl. sex ár eftir að hafa viður-
kennt skírlífisbrot. Michael Hyland,
talsmaður stuðningshóps presta, sem
gengið hafa úr þjónustu kirkjunnar
til að geta kvænst, sagði í gær, að
hann harmaði framferði manna eins
og Wrights.
„Þeir messa á sunnudögum og
brýna fyrir fólki hreint líferni en eiga
svo sjálfir börn á laun. Þeir kalla
okkur svikara fyrir að hafa kosið
hjónabandið en það, sem þeir aðhaf-
ast, er óafsakanlegt."
Faxafeni 7 - Sími: 568 9950
í tilefni af 15 ára aímæli verslunarinnar
munum við dagana 20. -21. september
bjóða viðskiptavinum okkar 15% - 80%
afslátt af ýmsum vörum verslunarinnar
eins og húsgögnum, rúmteppum,
sængurfatnaði, handklæðum,
náttsloppum, kertastjökum, vösum,
veggklukkum, matar- og kaffistellum,
olíuljósum og búsáhöldum.
GEGNUM GLERIÐ
Máttur, forvarna og endurhœfingarstöð
Ertu með verki í baki eða hálsi og herðum, gigt eða einhvern
annan sjúkdóm sem dregur úr líkamlegri atorku þinni?
Þá hjálpar Máttur þér til að ná betri líðan og heilsu.
Við bjóðum upp á tíma með sérhæfðum leiðbeinendum.
Sigrún Baldursdóttir, sjúkraþjálfari. Dong Qing Guan, kínverskur þjálfari.
Leiðbeinendur verða til viðtals í Mætti, Faxafeni 14,
sunnudaginn 22. september frá kl. 12.00-14.00.
Prímakov í Austurríki
Andvígur
stækkun
NATO
Vín. Reuter.
UTANRÍKISRÁÐHERRA Rúss-
lands, Jevgení Prímakov, segir úti-
lokað fyrir Rússa að sætta sig við
að varnarlína Atlantshafsbandalags-
ins (NATO) verði færð til austurs
að landamærum ríkisins. Ráðherr-
ann sagði í gær í Vín að efla bæri
Öryggis- og samvinnustofnun Evr-
ópu (ÓSE) og láta hana í framtíð-
inni annast öryggismál í álfunni.
Prímakov sagði að aukin hætta
væri á að nýr klofningur kæmi upp
í Evrópu í stað Kalda stríðsins og
áætlanir um stækkun NATO væru
merki um þá þróun.
Ummæli hans koma nokkuð á
óvart vegna þess að fyrst eftir sigur
Borís Jeltsíns í forsetakosningunum
í Rússlandi virtist sem andstaða
Rússa við stækkunina hefði dvínað.
Þeir hafa þó ávallt sagt að þeir
væru á móti því að NATO yrði með
vígbúnað í væntanlegum nýjum að-
ildarríkjum sem talið er að verði í
fyrstu umferð Pólland, Tékkland og
Ungveijaland.
Ráðherrann tjáði sig ekki um
hugmyndir Warrens Christophers,
utanríkisráðherra Bandaríkjanna,
sem hvatti nýlega til þess í ræðu
að gerðir yrðu sérstakir samningar
milli NATO og Rússa um samstarf
í varnarmálum. Einnig hafa
frammámenn bandalagsins kynnt
hugmyndir um aukna áherslu á Frið-
arsamstarfið (PfP), sem mörg fyrr-
verandi kommúnistaríki, þ. á m.
Rússland, taka þátt í með NATO-
ríkjum.