Morgunblaðið - 21.09.1996, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 21. SEPTEMBER 1996
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ
Tvísýnar þingkosningar í Grikklandi
Litlu munar
á fylgi við
stóru fiokkana
Aþenu. Reuter.
Reuter
BANDARÍSKUR flotaforingi býður velkomna kúrdíska flóttamenn sem komu í gær til bandarísku
flotastöðvarinnar á eynni Guam í Kyrrahafi. Fólkið hefur flúið vegna átakanna í norðurhéruðum íraks.
Tyrkir andvígir
árásum á Irak
Ankara, Bagdad, Genf. Reuter.
LEIÐTOGAR tveggja stærstu
flokkanna í Grikklandi héldu síð-
ustu útifundi sína í gær vegna þing-
kosninganna á sunnudag en sam-
kvæmt skoðanakönnunum munár
litlu sem engu á fylgi þeirra. Nik-
os, sonur Andreas heitins Pap-
andreous, fyrrverandi forsætisráð-
herra, sagði í gær um ekkju hans,
Dimitra Liani, að hún væri valda-
sjúkur hrægammur, sem hefði eyði-
lagt föður sinn.
Costas Simitis forsætisráðherra
og leiðtogi sósíalista var með sinn
Max
Manus
látinn
Ósló. Reuter.
MAX Manus, sem þekktur var
fyrir þátttöku sína í norsku
andspyrnuhreyfingunni í
heimsstyijöldinni síðari, lést í
Ósló í gær, 81 árs að aldri.
Frægð sína hlaut Manus
fyrir djarflega baráttu gegn
Þjóðvetjum en eitt þekktasta
dæmið var er hann synti út
að herflutningaskipinu Donau
og festi við það sprengiefni.
Hann náðist árið 1941 en tókst
að flýja úr haidi Þjóðveija.
Sneri hann heim tveimur árum
síðar og hélt áfram skemmdar-
verkum gegn hersetuliði
þeirra. Áður en þeir hernámu
Noreg árið 1940, barðist Man-
us við hlið Finna í Vetrarstríð-
inu gegn Rússum.
# LOWARA
Gæðavara,
mikið úrval,
hagstætt verð,
örugg þjónusta.
= HÉÐINN =
VERSLUN
SELJAVEGI 2 SÍMI 562 4260
síðasta fund í Aþenu en helsti and-
stæðingur hans, hægrimaðurinn
Miltiades Evert, leiðtogi Nýs lýð-
ræðis, ætlaði að ljúka kosningabar-
áttunni á lícilli eyju rétt undan Tyrk-
landi. Er það táknrænt fyrir þá
áherslu, sem hann hefur lagt á
það, sem hann segir vera skammar-
lega frammistöðu stjórnarinnar í
væringunum við Tyrki.
Stuðningur við smáflokka
Samkvæmt skoðanakönnunum
munu ýmsir smáflokkar fá meira
fylgi nú en oft áður og fjöldi óákveð-
inna kjósenda hefur sjaldan verið
meiri. Þegar Simitis ákvað að ijúfa
þing og boða til kosninga þóttist
hann viss um sigur en síðan hefur
Nýtt lýðræði aukið fylgi sitt jafnt
og þétt og nú hafa sósíalistar ekki
nema eitt prósent umfram.
Stjórnmálaskýrendur segja, að
enginn sjáanlegur munur sé á efna-
hagsstefnu sósíalista og hægri-
manna enda mótist hún af kröfum
Evróþusambandsins um umbætur í
efnahags- og fjármálalífi landsins.
„Þetta er sama sagan um alla Evr-
ópu. Frambjóðendur verða að gera
svo vel og laga sig að því, sem að
er stefnt í ESB, og í ýmsum málum
er enginn munur á stefnu flokk-
anna,“ var haft eftir vestrænum
stjórnarerindreka.
Erfa aðeins nafnið
Grísku dagblöðin höfðu það eftir
Nikos Papandreou í gær, að faðir
sinn hefði verið óhamingjusamur í
hjónabandinu með Liani, sem hefði
eyðilagt stjórnmálaferil hans og
heilsuna líka.
„Hún er valdagráðug og gerir
allt til að komast yfir þau. I kring-
um mann eins og föður minn safn-
ast jafnan margir hrægammar og
hún var einn þeirra."
Börn Papndreous hafa hingað til
ekki sagt margt um erfið samskipti
sín við Liani en nú í mánuðinum
voru birtar tvær erfðaskrár föður
þeirra. Samkvæmt þeim fær Liani
allar hans jarðneskar eigur en um
börnin segir hann í erfðaskránni,
að þeim sé það nóg að erfa nafnið
hans.
EVROPUSAMBANDIÐ útilokaði í
gær að útflutningsbanni á breskar
nautgripaafurðir yrði aflétt í kjölfar
þess að bresk stjórnvöld Iýstu því
yfír að áform um Ijöldaslátrun naut-
gripa, til að útrýma kúariðu, hefðu
verið lögð á hilluna.
Klaus Kinkel, utanríkisráðherra
Þýskalands, og Hervé de Charette,
utanríkisráðherra Frakklands, sögðu
ekki koma til greina að aflétta bann-
inu vegna þessarar ákvörðunar
Breta. Búast margir við að kúariðu-
deilan muni blossa upp að nýju af
fullum krafti á fundi landbúnaðar-
ráðherra ESB á sunnudag.
Breska ríkisstjórnin ákvað á
fimmtudag að hætta við áform um
slátrun nautgripa þar sem nýjar
rannsóknir vísindamanna við Ox-
ford-háskóla bentu til að kúariða
myndi hverfa á næstu fimm árum
jafnvel þótt ekki yrði gripið til neinna
aðgerða.
FORSÆTISRAÐHERRA Tyrk-
lands, heittrúarmaðurinn Necmett-
in Erbakan, tjáði sig í gær í fyrsta
sinn um flugskeytaárásir Banda-
ríkjamanna á írak en Tyrkir hafa
lengi verið traustir bandamenn
Vesturveldanna og eiga aðild að
Atlantshafsbandalaginu, NATO.
Erbakan lýsti andstöðu við frekari
árásir, þær myndu aðeins auka
spennu á svæðinu. Hann sagði
Bandaríkjamenn ekki hafa nægi-
lega skýra stefnu í málefnum íraks.
Hvatti Erbakan til þess að stjórn-
völd í Bagdad og íraskir Kúrdar
kæmu í framkvæmd nokkurra ára
gömlum hugmyndum um sjálfsfor-
ræði Kúrdahéraðanna, einkum ef
þar með kæmist þar á friður og
festa.
Tyrkir hafa leyft herflugvélum
Vesturveldanna, er veita Kúrdum
í írak loftvernd, að hafa bækistöðv-
ar í landinu en viðskiptabannið á
Irak hefur valdið Tyrkjum búsifjum
þar sem Irak var áður eitt helsta
viðskiptaland þeirra. Milljónir
Kúrda búa í Tyrklandi og tyrk-
neski herinn hefur um árabil barist
við kúrdíska uppreisnarmenn er
Douglas Hogg, landbúnaðarráð-
herra Bretlands, sagði að þessi
ákvörðun hefði verið tekin vegna
mikillar andstöðu á breska þinginu
við slátrun nautgripa.
Ekki meirihluti
Ríkisstjóm Johns Majors hefur ein-
ungis eins atkvæðis meirihluta á
þinginu og er talið víst að stjórnin
hefði beðið ósigur ef tillagan um
slátrun hefði verið borin upp til at-
kvæða. Hogg sagði marga þingmenn
ekki sannfærða um að vilji væri fyr-
ir því utan Bretlands að aflétta út-
flutningsbanninu jafnvel þó að gripið
yrði til róttækra aðgerða af þessu
tagi.
Major vísaði á fimmtudag til rann-
sóknar vísindamanna við Oxford-
háskóla og sagði það vera efnahags-
lega sóun að slátra nautgripum að
óþörfu. Hvatti hann til rökrænnar
umræðu um málið þannig að smám
hafa bækistöðvar í norðurhluta ír-
aks.
John Deutch, yfirmaður banda-
rísku leyniþjónustunnar (CIA),
sagði fyrir þingnefnd á fimmtudag
að Saddam Hussein íraksforseti
hefði styrkt pólitíska stöðu _ sína
undanfarnar vikur. Samskipti íraka
við Tyrki hefðu batnað, innbyrðis
átök Kúrda hefðu dregið úr hætt-
unni á að þeir beittu sér gegn for-
setanum og komið hefði í ljós að
„evrópskir bandamenn okkar eru
að þreytast á einangrunarstefnunni
[gagnvart írak]“.
Mannfall í flóttamannabúðum
Þessi ummæli þykja vera í litlu
samræmi við yfirlýsingar Williams
Perrys varnarmálaráðherra og Bills
Clintons forseta sem sögðu í vik-
unni að aðgerðir Bandaríkjastjórn-
ar, þ. á m. flugskeytaárásirnar,
hefðu borið árangur og samstaða
ríkti enn meðal bandamanna er
börðust í Persaflóastríðinu 1991.
Mike McCurry, talsmaður Banda-
ríkjaforseta, sagði Clinton teldi
hernaðarlega stöðu Saddams hafa
versnað og sagðist talsmaðurinn
saman yrði hægt að endurvekja
traust neytenda á bresku nautakjöti.
Allsherjarbann var sett á sölu
bresks nautakjöts utan Bretlands
eftir að greint var frá því í mars að
kúariða í nautgripum kynni hugsan-
lega að valda heilarýrnunarsjúkdómi
í mönnum.
Jacques Sant-
er, forseti fram-
kvæmdastjórnar
ESB, sagði í gær
að ákvörðun
Breta myndi ekki
hafa nein áhrif á
afstöðu annarra
Evrópuríkja. „Afstaða fram-
kvæmdastjórnarinnar hefur ekki
breyst,“ sagði Santer.
Framkvæmdastjórnin vill að Bret-
ar slátri allt að 147 þúsund nautgrip-
um, líkt og áður hafði náðst sam-
komulag um að gera yrði ef aflétta
ætti útflutningsbanninu.
álíta að Deutch væri sammála því
ma.ti.
íraskir fjölmiðlar réðust harka-
lega á Bandaríkjamenn í gær og
sögðu þá hafa sent flugumenn CIA
til norðurhéraðanna sem Kúrdar
byggja. Atburðir þar að undanfömu
hefðu sýnt að ástæðulaust væri að
óttast að stjórnvöld í Bagdad
þrengdu að Kúrdum, eina leiðin til
að binda enda á stjórnleysi og átök
þar væri að Kúrdar ættu samstarf
við íraksstjórn. Kúrdaleiðtoginn
Massoud Barzani naut aðstoðar Ir-
akshers til að tryggja sér völd í
héruðunum en hefur síðan beðið
Bandaríkjamenn að halda áfram að
veita Kúrdum loftvernd. Segja heim-
ildarmenn að Barzani hafí tjáð full-
trúum Bandaríkjastjómar í Ankara
að samstarfið við Saddam hafí að-
eins verið tímabundið.
Fjöldi Kúrda hefur flúið til írans
vegna átaka Barzanis við Jalal Tala-
bani er nýtur stuðnings írana.
Skýrði fulltrúi Sameinuðu þjóðanna
frá því í gær að 11 manns hefðu
fallið og 35 særst í flóttamannabúð-
um í íran af völdum skothríðar yfir
landamærin.
Evrópuþingið
krefst lausn-
ar Nikitins
Ósló. Morgnnblaðið.
EVRÓPUÞINGIÐ í Strassborg
samþykkti í gær ályktun þar sem
þess er krafist að rússnesk stjórn-
völd leysl Alexander Nikitin,
starfsmann norsku umhverfissam-
takanna Bellona, úr fangelsi.
Nikitin var handtekinn af rúss-
nesku öryggislögreglunni FSB og
á yfir höfði sér
dauðarefsingu,
verði hann fund-
inn sekur um
njósnir. Hann
hafði unnið að
því að safna sam-
an upplýsingum
um mengun af
völdum rússneska Norðurflotans
fyrir norsku samtökin. Evrópu-
þingið krefst þess að fá ítarlega
greinargerð um þau atriði sem
Nikitin er kærður fyrir. Hann hef-
ur setið í varðhaldi í sjö mánuði.
Öryggislögreglan hefur meinað
Nikitin að ráða sér lögfræðing.
ESB útilokar afnám
útflutninsjsbanns
Brussel. Reuter.
EVRÓPA*